Fréttablaðið - 16.11.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 16.11.2009, Síða 8
8 16. nóvember 2009 MÁNUDAGUR                     ! "  ! #$  %     & '( )              *+ +) %  ,) $    -. +) / ) -    0    *+)1  23     1  4   +)1  5   .)    6 .   )7                !!  8  . +. ) +/ )  4  &  +   ! "  ! +   ) #$ !!   %%%" "   &"'(   )!$ * "     / )  4  +9: ;9<(=3  4 >>(?(((9*@>>(?(<(9AAA/4 9/4B/4  #+,'-#.,.'#/0. ! "  !3  C4$D  +EF((; ! 0  4  ,C4$ +EF((> /43  #$-2  ) ! "  ! 1'#,0/0# 23.-.45..-23.-.,56- Startarar og alternatorar Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is LÖGREGLUMÁL Fíkniefnadeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók fyrir helgi þýfi að andvirði þrjár milljónir króna við húsleit í miðbæ Hafnarfjarðar. Meðan á húsleitinni stóð hafði lögregla afskipti af tveimur piltum um tví- tugt. Við leit á þeim fannst kókaín sem annar piltanna viðurkenndi að hafa verið ætlað sem gjaldmið- ill fyrir kaup á stolnum rafmagns- gítar. Húsráðandi, maður um fimm- tugt, var handtekinn í húsleit- inni. Við húsleitina fundust meðal annars fimmtán grömm af amfet amíni og fimm grömm af maríjúana. Þá hafði lögregl- an uppi á eiganda að verðmæt- um Fender Stratocaster-gítar frá áttunda áratugnum, sem fannst í húsnæðinu, en hann er um einnar milljónar króna virði. Fíkniefnadeild lögreglunnar: Fann milljón króna Fender- rafmagnsgítar 1 Hvaða aðferð er verið að þróa til að lækna eyrnabólgu í börnum? 2 Í hvaða sæti eru íslenskar konur á fegurðarskala Beauti- fulpeople.com? 3 Hvað er langt síðan Berlínar- múrinn féll? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 VIÐSKIPTI Félagið Magma Energy tapaði 2,7 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi en á sama tíma fyrir ári tapaði fyrirtækið rúm- lega átta hundruð þúsund dollur- um. Magma Energy á meðal ann- ars hlut í HS orku á Suðurnesjum. Félagið seldi orku fyrir milljón dollara á fyrsta ársfjórðungi en félagið var ekki með neinar rekstrartekjur á síðasta ári. Í viðtali við Oilweek segir Ross Beaty, stjórnarformaður Magma, að félagið hafi vaxið talsvert á árinu. Meðal annars í gegnum fjárfestingar sínar hér á landi, í Bandaríkjunum og Suður Amer- íku. Magma Energy: Tapaði 2,7 millj- ónum dollara FUNDUR „Ég held að allir sem voru í Höllinni hafi gert sér grein fyrir því að þau voru að upplifa einstak- an atburð,“ segir Maríanna Frið- jónsdóttir, einn aðstandenda Þjóð- fundar um framtíð Íslendinga sem haldinn var í Laugardalshöllinni á laugardag. Skráðir fundargestir voru 1.231 talsins. Um þrjú hundruð þeirra voru handvaldir á fundinn, meðal annarra stjórnmálamenn og verka- lýðsforkólfar. Afgangurinn var valinn með slembiúrtaki úr þjóð- skrá. Um þrjú hundruð sjálfboða- liðar unnu að tæknimálum, upplýs- ingamiðlun og fleiru. Alls voru 53 prósent fundargesta karlmenn en 47 prósent þeirra konur. Um 3.500 manns fóru inn á vefsíðuna thjod- fundur2009.is til að horfa á beina útsendingu frá þjóðfundinum Yfirlýst markmið fundarins var að fjalla um framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag og þau gildi sem þjóðin ætti að hafa að leið- arljósi. Heiðarleiki varð efstur á blaði. Í kjölfarið fylgdu jafnrétti, virðing og réttlæti. Unnið var í 162 hópum. Í aðdragandanum var því lýst yfir á heimasíðu fundarins að í kjölfar hans yrði ráðist í markviss- ar aðgerðir sem byggja myndu á niðurstöðum fundarins. Marí- anna segist ekki vilja tala um nið- urstöður á stigi málsins. „Þetta er einungis fyrsta umferð. Nú þegar hefur heilmikill gagnagrunnur, sem inniheldur meginstoðir og gildi, verið inni á heimasíðu fund- arins og á næstunni bætist heil- mikið við. Þessi gagnagrunnur er þjóðargjöf, hver sem er getur farið þar inn og skoðað hann.“ Maríanna segir að grasrótin sem setti fundinn í gang geti ekki ein og sér ráðist í aðgerðir. „Hins vegar vonumst við til þess að sú lína sem birtist í þessum gögnum frá fundinum verði höfð til hlið- sjónar þegar taka þarf ákvarðan- ir. Vilja ráðamenn ganga þvert á vilja Þjóðfundar?“ segir Maríanna Friðjónsdóttir. kjartan@frettabladid.is Heiðarleiki verði hafður að leiðarljósi Rúmlega 1.200 gestir sóttu Þjóðfund um framtíð Íslands í Laugardalshöllinni. Heiðarleiki varð efstur á blaði yfir gildi sem þjóðin á að hafa að leiðarljósi. ÞJÓÐFUNDUR Unnið var í 162 hópum sem allir skiluðu af sér tillögum um framtíðar- sýn fyrir íslenskt samfélag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUFRÉTTIR Alls þurfa 122 ökumenn að greiða stöðubrotsgjald eftir að hafa lagt ólöglega í nágrenni Laugardalshallarinnar á laugardag þegar Þjóðfundurinn fór þar fram. Stöðubrotsgjald nemur 2.500 krónum , en afsláttur er gefinn af þeirri upp- hæð ef gjaldið er greitt innan þriggja daga. Gjaldið rennur í Bílastæðasjóð. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðar- deildar, segir að talsvert hafi borist af kvörtunum vegna þessa á laugardag. „Það eru hvorki efni né ástæður fyrir þessum kvörtunum. Þeir sem leggja ólöglega þurfa að greiða stöðubrotsgjald, og gildir þá einu hvort Þjóðfundur eða íþróttakappleikur á sér stað í nágrenninu.“ Guðbrandur segir fleiri hundruð laus bílastæði hafa verið í nágrenni Laugardalshallarinnar á laug- ardag. Kvartanir hafi borist frá íbúum í Laugar- dalnum vegna umgengni ökumanna á svæðinu. „Við höfum verið að reyna að bæta ástandið í Laugar- dalnum undanfarna mánuði. Þarna er nóg af bíla- stæðum, til dæmis við hlið Laugardalslaugarinnar, við Laugardalsvöllinn og hjá Húsdýragarðinum og Skíðahöllinni, og því engin ástæða fyrir fólk til að leggja ólöglega,“ segir Guðbrandur Sigurðsson. - kg Aðalvarðstjóri segir hvorki efni né ástæðu til að kvarta yfir sektum í Laugardal: Alls 122 sektaðir í Laugardal STÖÐUBROT Aðalvarðstjóri segir fleiri hundruð bílastæði hafa verið laus í nágrenninu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.