Fréttablaðið - 16.11.2009, Síða 12
12 16. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
Þú færð Michelin dekkin hjá
Hjólbarðaþjónustu N1
Það er sama hvort ekið er í slabbi, snjó, slepju
eða fljúgandi hálku - gripið í þessum ónegldu
dekkjum er alveg undursamlegt.“
Gylfi Guðjónsson, ökukennari
„Michelin X ICE eru
bestu vetrardekk
sem ég hef nokkru
sinni kynnst á 40 ára
ferli sem ökukennari.
FÓLK „Okkur fannst það sniðug
hugmynd að vera með fasta við-
burði hér í miðrými Nýheima þar
sem íbúar geta verið með athafna-
semi,“ segir Björk Pálsdóttir, verk-
efnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands á Höfn í Hornafirði.
Nýheimar er fræðslu- og þekk-
ingarsetur á Höfn og verður það
miðpunkturinn þar á Athafnavik-
unni sem hefst við hátíðlega athöfn
í rúmlega hundrað löndum í dag.
Fjölmargt verður gert í vikunni
á Höfn. Þar á meðal geta bæjarbú-
ar komið með eigið afgangsgarn
og prjónað saman kærleikstrefil,
sem hengdur verður upp í bóka-
safninu á Höfn. Hugmyndin er að
sem flestir geti tekið þátt í prjóna-
skapnum óháð getu og kunnáttu
þátttakenda en Guðný Svavars-
dóttir bókasafnsvörður mun verða
fólki innanhandar við prjónaskap-
inn. „Þar fáum við tækifæri til að
vinna að sameiginlegu verkefni
sem minnir okkur á samstöðu og
kærleik,“ segir Björk.
Auk kærleiksríks prjónaskapar
geta bæjarbúar málað saman mál-
verk í Nýheimum
undir handleiðslu
Guðrúnar Ingólfs-
dóttur listakonu,
stigið upp á ræðu-
kassa og tjáð sig
með frjálsu sniði.
Björk segir þátt-
töku í Athafnavik-
unni á Höfn afar
góða miðað við
að undirbúningur
hennar hafi byrj-
að af krafti fyrir hálfum mánuði.
Björk segir hafa tekist að hvetja
fólk til athafna og það hafi tek-
ist vel enda Hornfirðingar mjög
athafnasamir. Nú eru skráðir 33
viðburðir á Höfn.
Skráning viðburða á Athafnavik-
una stóð nær sleitulaust yfir alla
síðustu viku. Þegar skráningu lauk
á föstudag voru viðburðir víða um
land komnir yfir hundraðið. Þeir
eru af öllum stærðum og gerðum.
Alþjóðlegu athafnavikunni verð-
ur formlega ýtt úr vör í Norræna
húsinu í Reykjavík klukkan 17 í
dag. jonab@frettabladid.is
Íbúar prjóna
kærleikstrefil
Alþjóðlega athafnavikan hefst víða um heim í dag.
Rúmlega hundrað viðburðir verða víða um land. Á
Höfn í Hornafirði prjóna bæjarbúar saman trefil.
■ 12.00-13.00 Uppbyggilegt hádegi hjá Auði Capital (Borgartúni 29)
■ 12.00-15.00 Menntasmiðjan – Rauðakrosshúsið (Borgartúni 25)
■ 12.00-14.00 Aðstoð við Facebook – Rauðakrosshúsið (Borgartúni 25)
■ 12.15-12.45 Frumkvæði og framkvæmdagleði, Amts-Café (Amtsbókasafninu)
■ 13.00 Kraftganga – Golfleikjaskólinn, Jónshús (við Sjálandshverfi í Garðabæ)
■ 13.00-15.00 Barn og náttúra, Litla kistan (Bergstaðastræti 13)
■ 15.00-16.00 Kvennapúttmót 60 ára og eldri – Golfleikjaskólinn, Íþrótta- og
sýningarhöllin í Laugardal (aðalinngangur C)
■ 15.00-17.00 Origami. Japanskt handverk á blaðsneið – Rauðakrosshúsið
(Borgartúni 25)
■ 16.00 Raddir barna í Þjórsárskóla – Þjórsárskóli í Árnesi
■ 17.00 Opnunarhátíð Alþjóðlegar athafnaviku á Íslandi – Norræna húsið
■ 17.00-18.00 Göngum lengra, Háskólinn í Reykjavík (stofa 131a)
Ótímasettir viðburðir
■ Dagur íslenskrar tungu, Bókasafn Árborgar, Selfossi (Á opnunartíma safnsins)
■ Sýningar í bókasafni Árborgar, Selfossi (Á opnunartíma safnsins alla daga
vikunnar)
■ Sýningar í bókasafni Árborgar, Stokkseyri
■ Sýningar í bókasafni Árborgar, Eyrarbakka
■ Ýtt úr vör – Háskólinn í Reykjavík
■ Kærleikstrefill – Nýheimar, Höfn í Hornafirði
■ Málverk – Nýheimar, Höfn í Hornafirði
■ Hljóðfæri og „Speaker’s corner“ – Nýheimar, Höfn í Hornafirði
DAGSKRÁIN Í DAG - 16. NÓVEMBER
BJÖRK PÁLS-
DÓTTIR
HÖFN Í HORNAFIRÐI Íbúar Hafnar í Hornafirði láta hendur standa fram úr ermum.
Rúmlega þrjátíu viðburðir hafa verið skráðir á Alþjóðlegu athafnavikunni.
UMHVERFISMÁL Tillögum Verndar-
sjóðs villtra laxastofna (NASF)
um framtíðarnýtingu eins víð-
áttumesta votlendis Evrópu verð-
ur fylgt í þaula af frönskum stjórn-
völdum. Þau hafa ákveðið að tvær
stíflur á vatnasvæðinu, sem eru
nálægt Mont-Saint-Michel, fræg-
um ferðamannastað í Normandy,
verði fjarlægðar.
Í september 2008 fól umhverfis-
ráðuneytið í Frakklandi, sérfræð-
ingahópi NASF, að gera gagngera
úttekt á svæðinu og gera tillög-
ur að endurheimt þess. Í byrjun
þessa árs skilaði sérfræðingahóp-
urinn tillögum sínum sem fela í
sér að stíflurnar verði fjarlægð-
ar sem hamlað hafa laxagöngum
og aðkomu laxins að mikilvæg-
um búsvæðum. Tillögurnar gerðu
og ráð fyrir endurskipulagningu
búsvæða, hógværð í nýtingu stang-
veiðimanna, viðskiptaáætlunum og
samvinnu hagsmunaaðila við upp-
byggingu svæðisins.
Jean-Louis Borloo, ráðherra
umhverfismála, og Chantal Jou-
anno ráðuneytisstjóri, hafa kynnt
ákvarðanir sínar sem fela í sér að
leyfi til raforkuframleiðslu eru aft-
urkölluð og héraðsstjóranum falið
að gera ráðstafanir til að fjarlægja
stíflurnar.
Formaður NASF, Orri Vigfússon,
fagnar hugrekki Frakka og segir
að hér sé sýnt í verki að unnið sé
heils hugar að endurreisn laxa-
stofna í Evrópu í Frakklandi. - shá
Íslenskum tillögum fylgt í þaula eftir úttekt:
Sprengja stíflur til
að bjarga laxastofni
ORRI VIGFÚSSON Er formaður NASF og
hefur barist ötullega fyrir verndun laxa-
stofna hér og erlendis á undanförnum
árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FRÁ AFHENDINGUNNI Verðlaunahafarnir
ásamt fulltrúum Landsbankaleiksins.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FÓLK Sindri Snær Svanbergsson,
nemandi í 10. bekk í Snælands-
skóla, fór með sigur af hólmi í
flokki einstaklinga í Raunveru-
leiknum, árlegri keppni á vegum
Landsbankans. Alda Kristín Guð-
björnsdóttir og Guðmundur Ingi
Óskarsson urðu í öðru og þriðja
sæti einstaklinga. Litla-Hraun,
10. bekkur Grunnskóla Fáskrúðs-
fjarðar, sigraði í keppni bekkj-
ardeilda. Úrslitin voru kynnt á
föstudag.
Raunveruleikurinn er gagn-
virkur hermileikur, hannaður sem
fjármála- og neytendafræðsla
fyrir efstu bekki grunnskóla.
Leikurinn hófst í fyrsta sinn
árið 2001 og stendur yfir í fjórar
vikur. Í ár tóku 1.500 nemendur í
tíunda bekk þátt í leiknum. - jab
Raunveruleik LÍ lokið:
Sindri vann
ÍÞRÓTTIR Íslenski PGA-golfkennara-
skólinn hlaut formlega viðurkenn-
ingu af PGA-samtökunum á árs-
þingi PGAs of Europe sem haldið
var í Murcia á Spáni á dögunum.
Að sögn Arnars Más Ólafssonar,
skólastjóra PGA-skólans, er þetta
mjög mikilvægur áfangi í sögu golf-
íþróttarinnar hér á landi.
„Af þeim löndum í Evrópu sem
eru aðilar að PGA eru eingöngu
nítján lönd sem hafa fengið skólana
sína viðurkennda. Þetta er ferli sem
er búið að taka okkur tæp fjögur ár
og hafa margar hendur lagt mikið á
sig til að ná þessum áfanga,“ segir
Arnar.
Golfkennaraskólinn hefur verið
í viðurkenningarferli hjá EPGA
síðan skólinn var settur á fót árið
2005. Viðurkenningin felur það
í sér að þeir nemendur sem ljúka
námi hljóta evrópuréttindi til golf-
kennslu. Þetta staðfestir það að
skólinn hefur tilætluð gæði og stöð-
ugleiki er tryggður. Skólinn hefur
útskrifað tuttugu nemendur á síð-
ustu þremur árum.
PGA á Íslandi, samtök atvinnu-
kylfinga, eru aðili af PGAs of Eur-
ope sem hefur það meginmarkmið
að tryggja hágæða kennslu í golfi.
Innan aðildarfélaganna eru um
það bil fimmtán þúsund golfkenn-
arar og eru nú félagsmenn sextíu á
Íslandi. - shá
Golfkennaraskóli Golfsambandsins hlýtur alþjóðlega viðurkenningu og réttindi:
Stórt skref fyrir íslenskt golf
STÓR STUND Agnar Már Jónsson,
framkvæmdastjóri PGA á Íslandi, Tony
Bennett, framkvæmdastjóri hjá PGA,
Arnar Már Ólafsson, Leif Ohlson og Ingi
Þór Einarsson frá PGA á Íslandi. MYND/GSÍ
MENNING Samningar hafa náðst hjá
Blindrabókasafni Íslands við sams
konar söfn í Svíþjóð, Noregi, Dan-
mörku og Finnlandi um millisafna-
lán. Með því eykst úrval lánþega
safnsins til muna.
Samningurinn nýtist náms-
mönnum sérstaklega vel, ekki síst í
námsefni á framhalds- og háskóla-
stigi. Með honum geta söfnin geng-
ið í safnkost hvers annars, lánað
eintök beint áfram eða afritað og
dreift til notenda. Blindrabóka-
safn Íslands er minnsta safn sinn-
ar tegundar á Norðurlöndunum og
því eftir miklu að slægjast fyrir
lánþega. Leshamlaðir fá með þessu
aðgang að tugþúsundum bóka. - kóp
Blindrabókasafn Íslands:
Samið við nor-
ræn bókasöfn
KÖLD LIST Listamaður leggur lokahönd
á ísskúlptúr fyrir hollensku ísskúlpt-
úrahátíðina sem haldin var í borginni
Roermond um helgina. NORDICPHOTOS / AFP