Fréttablaðið - 16.11.2009, Qupperneq 17
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Ég veit ekki hvaðan amma fékk
þessa könnu en hitt veit ég að hún
er forn. Hún er orðin svolítið lúin
en hefur aldrei brotnað,“ segir
Ingibjörg þegar hún er beðin að
sýna lesendum Fréttablaðsins
einhvern heimilislegan hlut. Um
leið teygir hún sig eftir könnu
sem stendur uppi í hillu þar sem
lítil hætta er á að hún verði fyrir
hnjaski. Framleiðsluártalið vantar
á hana en hún er búin til í Toskan
Decoropottery.
„Ég man eftir þessari könnu
heima hjá ömmu frá því ég var lítil
og var alltaf svo hrifin af henni.
Amma hafði hana upp á punt og
það geri ég líka. Ég ber aldrei
neina drykki fram í henni en hef
stöku sinnum notað hana undir
blóm.“
Ingibjörg segir ömmu sína hafa
átt heima hér í Reykjavík þegar
hún kynntist henni. „Hún var
fátæk kona í borginni. Varð ung
ekkja og átti fjóra syni. Pabbi var
elstur af þeim. Þeir fæddust vest-
ur á Skarðsströnd bræðurnir og
voru þar krakkar, pabbi þeirra
var smiður og smíðaði meðal ann-
ars kirkjuna á Kvennabrekku í
Dölum.“
Sem betur fór tókst ömmunni
að varðveita könnuna fyrir sonum
sínum en það fór ekki eins vel
fyrir harmónikunni sem hún átti.
Afdrifum hennar lýsir Ingibjörg
svo: „Pabbi minn var svo forvit-
inn krakki að hann reif harmónik-
una alla í sundur og eyðilagði, svo
amma gat ekki spilað á hana á böll-
um eins og hún hafði gert.“
Ingibjörg situr ekki auðum
höndum. Þó að hún sé nýbúin að
gefa út ljóðasafn sitt er hún strax
farin að huga að útgáfu næsta árs.
Það er rússneskur doðrantur sem
þarf þýðingar við. „Já, ég er með
skáldsögu eldgamla,“ segir hún
brosandi. „Þýði helst ekki annað
en nítjándu aldar menn eða þaðan
af eldri en ég keppi að því að þessi
bók komi út á næsta ári.“
gun@frettabladid.is
Amma hafði könnuna
upp á punt eins og ég
Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur á erfðagrip eftir ömmu sína og alnöfnu, Ingibjörgu Haraldsdóttur.
Það er ævagömul ítölsk kanna sem henni þykir mikið til koma, enda er hún með krúsidúllum.
„Ég ber aldrei neina drykki fram í henni en hef stöku sinnum notað hana undir blóm,“ segir Ingibjörg um könnuna frá ömmu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SPRENGJUSPILIÐ er nýtt íslenskt orðaspil sem kemur form-
lega út í dag, á degi íslenskrar tungu. Í spilinu hangir líf leikmanna á
bláþræði meðan hættuleg sprengja tifar og leikmenn berjast við að
finna viðeigandi orð út úr stafarunum sem þeir draga af spjöldum.
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150
Opið virka daga kl. 12.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00
6 mán. vaxtalausar greiðslur
Fyrst og fremst í heilsudýnum
Viðhaldsfríar
ÞAKRENNUR
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202 Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is
Varmaskiptasamstæður
loftræstistokkar og tengistykki
Hágæða
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur.
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna.
Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar.
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
il
d
a
r
1
4
6
0
.2
4
Auglýsingasími
– Mest lesið