Fréttablaðið - 16.11.2009, Síða 29
MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009 3híbýli og viðhald ● fréttablaðið ●
„Við höfum boðið upp á þessar
hurðir í tuttugu ár. Þær eru smíð-
aðar hér á landi og eru mjög vin-
sælar,“ segir Hlynur Þór Svein-
björnsson, sölustjóri hjá húsgagna-
og innréttingafyrirtækinu AXIS
sem fagnar 75 ára afmæli sínu á
næsta ári.
AXIS býður upp á rennihurðir
í miklu úrvali, sérsmíðaðar fyrir
hvern og einn. Hlynur segir mögu-
leikana á útliti hurðanna vera nán-
ast óteljandi. „Á einum skáp hjá
okkur er til dæmis mjög falleg
mynd af Skaftafelli, sem ég valdi
úr ljósmyndabók eftir íslenskan
ljósmyndara. Einnig er hægt að
fá hurðirnar spónlagðar í mörg-
un viðartegundum, sprautulakk-
að gler í öllum litum, spegla eða
með álímdum filmum, svo dæmi
sé tekið.“
Hlynur segir sveigjanleika
vera einn helsta kost fyrirtækis-
ins. „Ef fólk er til dæmis með fata-
skáp í lofthæðinni 2,83 sentimetr-
ar þá sérsmíðum við hurð í þeirri
stærð. Við erum stolt af fram-
leiðslu okkar og mjög samkeppn-
isfær í verði,“ segir Hlynur.
Hurðirnar eru hugsaðar á fata-
skápa, hvort sem um er að ræða
nýja skápa eða endurnýjun hurða
á gömlum fataskápum. Við erum
einnig að útbúa skrifstofuskápa
með þessum hurðum. þannig er
hægt að setja rennihurðir á heilu
veggina sem eru þaktir bókahill-
um og fleira í þeim dúr,“ segir
Hlynur.
Skaftafell á skápinn
Skaftafell í allri sinni dýrð blasir við á þessari rennihurð frá Axis.
Mikill drifkraftur er í vinkonun-
um Vilborgu Aldísi Ragnarsdótt-
ur og Hafdísi Heiðarsdóttur en
þær fengu hugmynd að kökudiski
í vor, byrjuðu að þróa hann í haust
og eru nú komnar með heildstæða
línu. Þær hanna undir merkinu
ARCA design en línan, sem hefur
fengið nafnið Alfa, samanstend-
ur af kökudiski á fæti, þrískiptum
kökudiski, tertudiski, servíettust-
andi, kertastjaka og jólatrjám.
Vörurnar eru allar úr plexígleri og
þeim eiginleikum gæddar að hægt
er að taka þær í sundur en þannig
taka þær minna pláss þegar þær
eru ekki í notkun.
„Þetta byrjaði allt með köku-
diskinum en þegar ég var að ferma
í vor komst ég að því hversu hand-
hægir kökudiskar á fæti eru þegar
pláss er af skornum skammti,“
segir Vilborg. Hún fékk Hafdísi
vinkonu sína, sem hjálpaði henni
mikið með ferminguna, í lið með
sér og fóru þær að teikna í lok
sumars. Hlutirnir eru framleidd-
ir hjá Logoflex en Hafdís segir
starfsmenn fyrirtækisins hafa
sýnt þeim mikla þolinmæði og
þjónustulund. „Við erum í raun að
bruna af stað með heila línu og því
hefur þurft að hafa hraðar hend-
ur.“
Vörurnar eru aðgengar á Face-
book auk þess sem til stendur að
opna heimasíðuna www.arcade-
sign.is innan tveggja vikna. „Við
stefnum síðan rakleitt á erlend-
an markað og höfum Bretland og
Skandínavíu sérstaklega í huga,“
segir Vilborg. Þær Vilborg og
Hafdís hafa hvorugar hönnunar-
menntun að baki en Vilborg starf-
ar sem auglýsingastjóri hjá Vík-
ing og Hafdís er snyrtifræðingur.
Þær hafa þó auga fyrir hlutunum
og hefur Vilborg sótt námskeið í
hluta- og módelteikningu. Sem
stendur er vörunum pakkað inn í
silkipappír og merkta poka en vin-
konurnar eru á mikilli siglingu og
verða vörurnar komnar í sérhann-
aðar umbúðir fyrir jól. - ve
Glæný heimilislína
Línan samanstend-
ur af kökudiski á
fæti, þrískiptum
kökudiski, tertu-
diski, servíettu-
standi, kertastjaka
og jólatrjám.
Kertastjakann
má taka í sundur
eins og aðrar
vörur frá ARCA
design.
Takmarkað upplag
af rauðum jóla-
trjám og kerta-
stjökum verður
fáanlegt fyrir
jólum.
BYLGJAN
Í FYRSTA SÆTI
Bylgjan ber af og tryggir að skilaboð auglýsenda
komist áleiðis til mikilvægustu markhópanna.*
* Samkvæmt mælingum Capacent á hlustun í mínútum í aldurshópnum 18 – 49 ára, vika 40, 2009.
Í viku 40 var hlustun á Bylgjuna, Létt Bylgjuna og Gull Bylgjuna 52%.
Auglýsing á Bylgjunni birtist samtímis á Létt Bylgjunni og Gull Bylgjunni.
BYLGJAN ÞAKKAR HLUSTENDUM SAMFYLGDINA Á HVERJUM DEGI