Fréttablaðið - 16.11.2009, Síða 34
18 16. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
MERKISATBURÐIR
1624 Hin 230 ára dómkirkja á
Hólum í Hjaltadal fýkur af
grunni og gjöreyðileggst í
aftakaveðri.
1632 Svíar vinna sigur á keis-
arahernum í orrustunni
við Lützen en konungur-
inn, Gústaf II. Adolf, fellur.
1907 Stytta af Jónasi Hallgríms-
syni eftir Einar Jónsson
myndhöggvara er afhjúp-
uð við Amtmannsstíg í
Reykjavík.
1938 Minnisvarði eftir Ríkarð
Jónsson myndhöggvara
var afhjúpaður í Fossvogs-
kirkjugarði á leiði óþekkta
sjómannsins.
1957 Nonnahús á Akureyri er
opnað sem minjasafn
þegar öld er liðin frá fæð-
ingu Jóns Sveinssonar rit-
höfundar.
Í dag eru liðin 152 ár frá fæð-
ingu barnabókarithöfundar-
ins Jóns Stefáns Sveinssonar
– Nonna. Af því tilefni verð-
ur afmælisveisla í Nonna-
húsi á Akureyri milli klukk-
an 17 og 19.
Frummyndir Kristins G.
Jóhannssonar úr Nonna-
sögunum í endursögn Bryn-
hildar Pétursdóttur verða til
sýnis í húsinu. Ljúf harmon-
ikutónlist mun óma um húsið
milli 17 og 18. Haukur Ingi-
marsson spilar á hnappa-
harmoniku svipaða þeirri
sem Nonni sjálfur spilaði á.
Nonni var á sínum tíma
einn þekktasti rihöfundur
þjóðarinnar en með skrif-
um sínum og fyrirlestrum
kynnti hann Ísland. Bækur
hans voru gefnar út á yfir
þrjátíu tungumálum en færri
vita að Nonni þótti einstak-
lega skemmtilegur fyrirles-
ari og hélt um fimm þúsund
fyrirlestra, flesta í Evrópu,
Bandaríkjunum og í Japan.
Hið nýstofnaða Nonna-
vinafélag mun hittast í
Zontahúsinu í Aðalstrætinu
klukkan 16 og eiga notalega
stund saman. Nýir félagar
eru velkomnir.
Afmælisveisla í
Nonnahúsi
NONNI 152 ár eru liðin frá fæð-
ingu Jóns Stefáns Sveinssonar.
„Við verðum með ruggustól og opinn
hljóðnema og hér verður upplestur í
allan dag, frá klukkan 11 til 19.“ segir
Jónína Óskarsdóttir, bókavörður í Árs-
afni í Hraunbæ 119 í Reykjavík. Til-
efnið er dagur íslenskrar tungu sem
er haldinn hátíðlegur um allt land á
afmæli listaskáldsins góða, Jónasar
Hallgrímssonar. Tvær konur úr röðum
bókavarða Ársafns verða í þjóðbúning-
um og boðið verður upp á kaffi og djús
með ástarpungum og kleinum. Enda
var fyrirsögn fréttatilkynningar safns-
ins: Ástarorð og ástarpungar.
Jónína segir starfsfólk Ársafns hafa
farið út úr húsi að lesa upp undanfarin
ár og stillt sér upp í stofnunum og fyr-
irtækjum í hverfinu. Hún nefnir Bónus,
Vífilfell, félagsmiðstöð eldri borgara,
Orkuveituna og verslun ÁTVR. „Eitt
árið vorum við í Árbæjarkirkju með
lestur ásamt fleirum en nú ætlum við
að fá fólk til okkar. Við höfum talað
við nokkra fastagesti og erum búin að
hringja í nágranna og fyrirtæki. Við
vitum ekkert hvaða heimtur verða en
starfsfólkið hér fylgist með stólnum
og sest í hann ef eitthvert lát virðist
ætla að verða á lestri. Þetta er nefni-
lega maraþon.“
Ást og vinátta er þema dagsins og
Jónína segir upplesarana geta komið
með texta með sér ef þeir vilji. „En
við verðum líka með bækur við stól-
inn með völdum textum,“ tekur hún
fram. Skyldi starfsfólkið vera búið
að grúska mikið í ástarsögum á safn-
inu? „Já, já, við höfum lagt í hugmynd-
apúkk,“ svarar Jónína glaðlega. „Um
ást og vináttu af öllu tagi er að ræða,
meira að segja matarást, þannig að eft-
irlætisuppskriftir koma til greina sem
upplestrarefni.“
Hver og einn les með sínu nefi, hátt
eða lágt eftir hentugleikum að sögn
Jónínu. En á hún von á mörgum hlust-
endum? „Ekkert frekar. Það verða trú-
lega bara gestir safnsins sem koma og
fara eins og aðra daga. En hingað eru
vissulega allir hjartanlega velkomnir
til að hlusta, lesa og njóta.“
Ástæða þess að orðið ást varð fyrir
valinu er sú að fyrir nokkrum árum
var settur upp kassi í Ársafni á degi
íslenskrar tungu og í hann lagði fólk
fallegasta íslenska orðið að sínu mati.
„Hlutskarpast varð orðið ást og þess
vegna leggjum við út af því núna í ótelj-
andi myndum,“ segir Jónína að lokum.
gun@frettabladid.is
ÁRSAFN: VERÐUR MEÐ MARAÞONUPPLESTUR Á DEGI ÍSLENSKRAR TUNGU
Þemað er ást og vinátta í
öllum hugsanlegum myndum
JÓNÍNA ÓSKARSDÓTTIR BÓKAVÖRÐUR „Hingað eru allir hjartanlega velkomnir til að hlusta, lesa og njóta,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MILTON FRIEDMAN ANDAÐIST
ÞENNAN DAG ÁRIÐ 2006.
„Stjórnmálamennirnir
leysa ekki vandann, þeir
eru vandinn.“
Milton Friedman var banda-
rískur Nóbelsverðlauna-
hafi í hagfræði, meðal ann-
ars þekktur sem eindreginn
stuðningsmaður frjálshyggju.
Höfnin í Reykjavík var tekin í notkun þennan dag
árið 1917. Smíði fyrstu hafskipabryggjunnar var
þó lokið tveimur árum fyrr.
Hafist var handa við þessa miklu mannvirkja-
gerð árið 1913. Áður höfðu verið uppi hugmyndir
um höfn í Nauthólsvík eða bætta hafnaraðstöðu
í Viðey, sem var aðalhöfn Reykjavíkur á þess-
um tíma. Verslunareigendur í Kvosinni í Reykjavík
vildu hins vegar eindregið fá höfn í grennd við
miðbæinn þar sem mesta þéttbýli og atvinnu-
starfsemi borgarinnar var.
Náttúruleg hafnaraðstaða austan Örfiriseyjar var
fyrir hendi en fór versnandi því sjór gekk þar yfir
eftir að brotnað hafði úr grandanum sem lá út í
eyjuna árið 1902. Ofsaveður árið 1910 bætti ekki
úr skák, þá slitnuðu mörg skip upp og skemmd-
ust.
Lögð var járnbraut frá Öskjuhlíð niður að
ströndinni til að flytja þangað grjót til hafnar-
gerðarinnar. Fyrstu framkvæmdir fólust í að hlaða
Grandagarð og gera síðan brimgarð til austurs frá
Örfirisey. Hinum megin frá var síðan Ingólfsgarð-
ur hlaðinn og hafnarsvæðið þannig afmarkað.
ÞETTA GERÐIST: 16. NÓVEMBER 1917
Reykjavíkurhöfn opnuð formlega
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Guðbjörn N. Jensson
Fannafold 183, Reykjavík,
lést á Landspítalanum laugardaginn 7. nóvember.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 17.
nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast
afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Hjúkrunarþjónustu Karitasar.
Guðrún R. Pálsdóttir
Ása Linda Guðbjörnsdóttir Ragnar H. Ragnarsson
Gunnar Páll Guðbjörnsson
Björgvin Jens Guðbjörnsson Steinunn Jónsdóttir
Rafnar Þór Guðbjörnsson Guðrún Á. Eðvarðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Erika Anna Einarsson
Hraunvangi 1, Hafnarfirði,
andaðist á heimili sínu þann 10. nóvember. Útför
hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn
16. nóvember kl. 13.00.
Ingvar G. Snæbjörnsson Ingigerður Guðmundsdóttir
Einar F. Snæbjörnsson Ólafía Agnarsdóttir
Fannlaug S. Snæbjörnsdóttir
Guðjón S. Snæbjörnsson Soffía Björnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Halldór Guðnason
Kóngsbakka 10, Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn 10.
nóvember. Útförin fer fram frá Breiðholtskirkju
miðvikudaginn 18. nóvember kl. 15.00.
Guðný Hjartardóttir
Guðrún Halldórsdóttir Pétur Haraldsson
Kristín Halldórsdóttir Haukur Sigurðsson
Guðni Halldórsson Hildur Mikkaelsdóttir
Sæmundur Halldórsson Henný Bára Gestsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Útför elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Jóns Sveinssonar
fyrrverandi skipstjóra frá Siglufirði,
fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 17. nóvember
klukkan 13.00.
Anna Jóna Ingólfsdóttir
Ingólfur Jónsson Ragna Halldórsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
afabörn og langafabörn.