Fréttablaðið - 16.11.2009, Side 37
MÁNUDAGUR 16. nóvember 2009
Bókmenntir ★★★
Lilja Sigurðardóttir
Spor
Fyllerí og fjöldamorð
Spor er fyrsta saga Lilju Sigurðardóttur og
skemmst er frá því að segja að ferillinn
byrjar vel. Lilja er vel ritfær og tekst að
draga upp trúverðugan heim í sögunni,
nokkuð sem er engan veginn sjálfgefið
miðað við söguefnið. Sagan segir frá röð
morða sem á allan hátt tengjast AA-sam-
tökunum. Magni er nýkominn úr meðferð
og aðstoðar fyrrverandi konu sína, Iðunni
lögreglufulltrúa, við rannsókn málsins.
Lesandinn fylgir Magna fyrstu skrefin í nýju
lífi og hvernig hann tekst á við syndir for-
tíðarinnar og sorgir. Helsti galli bókarinnar
er fullmikil áhersla sem á köflum er lögð á
að koma lesandanum inn í hugarheim AA-
samtakanna. Og þó það sé eflaust öllum
hollt þá langar mann stundum af fundi og
í hasarinn, þó að allt gangi upp í lokin. Lilju
tekst vel upp í persónusköpun og vekur
áhuga lesanda á afdrifum söguhetjanna og samtölin eru eðlileg; nokkuð
sem oft skortir í íslenskum sögum. Textinn er lipur og rennur vel áfram og
höfundi tekst að búa til spennu; sem er jú aðalkrafan gagnvart spennusög-
um. Kolbeinn Óttarsson Proppé
Niðurstaða: Spennandi saga sem gengur upp.
Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kom-
inn út. Aðalgreinin í ár er
æviágrip Gylfa Þ. Gíslasonar
ráðherra eftir Sigurð E.
Guðmundsson. Gylfi var um
áratugaskeið einn helstu
forustumanna Alþýðuflokks-
ins og um skeið formaður
flokksins. Hann sat á þingi í
þrjá áratugi og var ráðherra
mennta- og viðskiptamála
í samfleytt fimmtán ár.
Annað efni Andvara er sem
hér segir: Sveinn Einarsson
skrifar um Jörund hundadaga-
konung í íslenskum skáldskap;
Hannes Björnsson ritar um
Hannes Árnason prestaskóla-
kennara og sálfræði hans;
Dagný Kristjánsdóttir birtir
grein um skáldið Stein Stein-
arr; Jón Viðar Jónsson fjallar
ítarlega um Lárus Pálsson,
leikara og leikstjóra, í tilefni af
nýrri ævisögu hans . Þá er löng
grein eftir Kristmund Bjarna-
son um börn Gríms Jónssonar
amtmanns. Ritstjóri Andvara er
Gunnar Stefánsson.
NÝ TÍMARIT
TÍMARIT Aðal-
grein Andvara er
helguð Gylfa Þ.
Gíslasyni.
Ertu með flensu...
...eða kvef?
NF GRÆNMETISBUFF
ÞARF AÐEINS AÐ HITA
998 kr.
R
KJÚKLINGAMOLAR
998 kr.
JÓL Ð
NÝ FERSK ÝSUFLÖK
ROÐ OG BEINL AUS
998 kr.kg.
20% LÆGRA VERÐ
I
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Mánudagur 16. nóvember 2009
➜ Tónleikar
21.00 Bebop-kvöld á Kaffi Cultura við
Hverfisgötu. Hljómsveitina skipa Ólaf-
ur Stolzenwald, Óskar Guðjónsson,
Birkir Freyr Matthíasson og Scott
MacLemore.
➜ Sýningar
Birgir Guðjónsson, Diðrik Óli Hjör-
leifsson og Kristinn Þorbergsson hafa
opnað ljósmyndasýningu í Menningar-
sal Hrafnistu við Hraunvang í Hafnar-
firði. Opið alla daga kl. 13-20.
➜ Síðustu Forvöð
Pjetur Stefánsson og Þór Sigmunds-
son hafa opnað sýningu á teikningum
og lágmyndum á Mokka, Skólavörðustíg
3a. Sýningu lýkur á fimmtudaginn. Opið
alla daga kl. 9-18.30.
➜ Kvikmyndir
20.00 Tvær heimildarkvikmyndir,
Mongólskir hestamenn og Julia Roberts,
og Síberíuhraðlestin - frá Moskvu til
Peking verða sýndar hjá MÍR við Hverf-
isgötu 105. Aðgangur ókeypis.
➜ Dagskrá
17.00 Í tilefni af 152 ára fæðingaaf-
mæli Jóns Stefáns Sveinssonar (Nonna)
verður dagskrá í Nonnahúsi við Aðal-
stræti 54 á Akureyri. Frummyndir Krist-
ins G. Jóhannssonar úr Nonnasögum
verða til sýnis og harmónikutónlist
hljómar. Allir velkomnir.
17.15 Jónasarvaka í
tilefni af degi íslenskrar
tungu, fer fram í Þjóð-
menningarhúsinu við
Hverfisgötu 15. Gerður
Kristný og Tryggvi
Gíslason flytja erindi og
Hamrahlíðarkórinn flytur
lög við ljóð Jónasar Hall-
grímssonar. Allir velkomnir.
20.00 Í tilefni af degi íslenskrar tungu
verður dagskrá með galdramanninum
af Ströndum, Sigurði Atlasyni í Menn-
ingarmiðstöðinni Edinborg, Aðalstræti
7 á Ísafirði.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.