Fréttablaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 40
24 16. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Dagur íslenskrar
tungu
Sprengjuspilið er æsispennandi
orðaleikur þar sem orð-af-orði
íslenskunnar skiptir öllu máli.
Ég ætla að
spara í ár!
PI
PAPA
PI
P
PIPI
RRR
\\\\\
W
A
TB
W
A
TB
W
A
W
A
TBTT
••
A
•
A
••
SÍ
A
SÍ
A
S
ÍASÍ
A
SÍ
AÍ
939333
9
93
9
9
1991
9
9
19
HM-umspil:
Rússland-Slóvenía 2-1
1-0 Diniyar Bilyaletdinov (40.), 2-0 Diniar Bilya-
letdinov (51.), 2-1 Nejc Pecnik (88.).
Írland-Frakkland 0-1
0-1 Nicolas Anelka (72.).
Portúgal-Bosnía 1-0
1-0 Bruno Alves (31.)
Grikkland-Úkraína 0-0
Vináttulandsleikir:
Wales-Skotland 3-0
1-0 David Edwards (17.), 2-0 Simon Church
(32.), 3-0 Aaron Ramsey (35.).
Ítalía-Holland 0-0
Sviss-Noregur 0-1
0-1 John Carew, víti (48.).
England-Brasilía 0-1
0-1 Nilmar (47.)
Danmörk-Suður Kórea 0-0
Spánn-Argentína 2-1
1-0 Xabi Alonso (16.), 1-1 Lionel Messi, víti (62.),
2-1 Xabi Alonso, víti (86.).
Lúxemborg-Ísland 1-1
0-1 Garðar Jóhannsson (63.), 1-1 Kintziger (75.).
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Ísland og Lúxemborg
skildu jöfn, 1-1, í vináttulandsleik
í Lúxemborg um helgina. Það var
Garðar Jóhannsson sem skoraði
mark Íslands í síðari hálfleik.
Sóknarleikur íslenska lands-
liðsins hefur ekki verið burðugur
undir stjórn Ólafs Jóhannessonar.
Vissulega er ekki alltaf auðvelt að
sækja á fáum mönnum gegn sterk-
ari þjóðum en í leik gegn veiku liði
eins og Lúxemborg gerir maður þá
kröfu að landsliðið sýni að það geti
sótt að marki andstæðinganna.
Ólafur hefur eflaust verið
ánægður með að fá þennan leik til
þess að æfa sóknarleikinn en svör-
in sem hann fékk í leiknum hljóta
að hafa valdið honum vonbrigð-
um. Íslenska liðið tók stjórnina á
leiknum nánast frá upphafi, stýrði
umferðinni á meðan heimamenn
reyndu að sækja hratt.
Þó svo íslenska liðið hefði verið
meira með boltann í fyrri hálf-
leik kom nákvæmlega ekkert út
úr því sem það var að gera. Það
var einfaldlega ekki heil brú í leik
sóknarleik liðsins og sú staðreynd
að liðið hafi ekki skapað sér svo
mikið sem eitt færi á 45 mínútum
gegn þessu slaka liði segir meira
en mörg orð.
Um leið og liðið komst á síð-
asta þriðjung vallarins rak hver
klaufaskapurinn annan. Sérstak-
lega áberandi voru sendingafeil-
arnir en hvað eftir annað voru
menn að gefa glórulausar stungu-
sendingar eða sparka boltanum út
af vellinum.
Með tilkomu Garðars Jóhanns-
sonar, sem kom af bekknum í hálf-
leik, snarbatnaði leikur liðsins.
Ólafur hafði greinilega látið sína
menn heyra það því þeir voru mun
beittari í öllum aðgerðum og fóru
loksins að búa eitthvað til. Engin
afgerandi færi litu þó dagsins ljós
fyrr en Garðar stangaði auka-
spyrnu Emils í netið. Fram að því
hafði Ísland fengið nokkrar auka-
spyrnur á vænlegum stöðum sem
voru illa nýttar.
Íslenska liðið hefði í kjölfar
marksins átt að klára leikinn. Bæði
Garðar og Eiður Smári fengu fín
dauðafæri en brást báðum boga-
listin.
Vörnin klikkaði svo illilega
þegar Kintziger jafnaði leikinn
stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Hreinsun og dekkun brást illilega
og Árni Gautur hefði líklega getað
gert betur í markinu.
Íslenska liðið gerði ekki mikið
það sem eftir lifði af leiknum, jafn-
tefli staðreynd sem er niðurstaða
sem veldur vonbrigðum. Það er
ekki bara útkoma leiksins sem olli
vonbrigðum því frammistaðan í
heild var döpur. Veikleikar sóknar-
innar voru enn frekar opinberað-
ir og ljóst að það er verk að vinna
fyrir landsliðsþjálfarana.
henry@frettabladid.is
Hvar er sóknarleikurinn?
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu féll á prófinu gegn Lúxemborg um helg-
ina. Leikurinn var kjörið tækifæri til þess að slípa sóknarleik liðsins en það
opinberaðist í leiknum hversu slakur sóknarleikurinn er í raun og veru.
MARKASKORARINN Innkoma Garðars Jóhannssonar hafði afar jákvæð áhrif á
íslenska liðið og hann skoraði mark Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Nilmar tryggði Brasilíu-
mönnum 1-0 sigur á Englending-
um í vináttuleik sem fram fór í
Doha. England tefldi fram hálf-
gerðu B-liði í leiknum enda vant-
aði flesta bestu leikmenn liðsins
í leikinn.
Mörk Brasilíumanna hefðu
getað orðið fleiri en þeir klúðr-
uðu meðal annars vítaspyrnu í
leiknum.
„Við vorum að spila við besta
lið heims,“ sagði Fabio Capello,
landsliðsþjálfari Englands, eftir
leikinn en hann reyndi að líta á
jákvæðu hliðarnar í leikslok.
„Ég lærði ýmislegt af þessum
leik. Ég skil núna betur hvernig
sumir þessara leikmanna nýtast
best gegn sterkari þjóðum. Ég
mun samt ekki nefna nein nöfn.“
Wayne Rooney var fyrirliði
Englands í leiknum og var stolt-
ur af því.
„Það er augljóslega mikill heið-
ur að vera fyrirliði enska lands-
liðsins. Fyrst og síðast er ég samt
svekktur yfir úrslitunum í þess-
um leik,“ sagði Rooney.
„Þetta var erfiður leikur fyrir
okkur. Við sköpuðum nokkur færi
en Brassarnir voru betri og áttu
skilið að vinna. Við erum samt
betri en sást í kvöld. Við erum að
vinna í okkar leik og sem betur
fer var þetta bara vináttulands-
leikur,“ sagði Rooney. - hbg
Brasilía lagði England:
Capello samt
jákvæður
NILMAR Fagnar hér sigurmarkinu gegn
Englendingum. NORDIC PHOTOS/AFP
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var allt annað en sáttur við
lið sitt eftir að það gerði 1-1 jafntefli gegn veiku liði Lúxemborgar
á laugardag.
„Þetta var ekki góður leikur. Það er ekki hægt að segja neitt
annað. Þetta var mjög lélegur leikur af okkar hálfu og þetta er
ábyggilega lélegasti leikur landsliðsins síðan við Pétur tókum
við liðinu,“ sagði Ólafur og reyndi ekki að afsaka dapran
frammistöðuna.
„Það hefur lengi loðað við landsliðið að vanmeta and-
stæðinginn þegar hann á fyrirfram að vera lakari. Það
gerist oftar en ekki, því miður. Ég vissi að við myndum
stjórna leiknum sem við og gerðum. Við ógnuðum
marki þeirra nánast ekki neitt. Ég var að reyna að
fara vel yfir vanmatið fyrir leikinn en það skilaði sér
greinilega ekki. Ég held að vanmatið hafi verið okkar
versti óvinur í þessum leik,“ sagði Ólafur en fyrri hálfleikur
er líklega einn sá lélegasti sem landsliðið hefur sýnt.
„Hann var arfaslakur. Það var pínulítið líf í okkar fyrstu 20
mínúturnar í seinni hálfleik. Eftir jöfnunarmarkið vorum við
ekki líklegir til þess að gera nokkurn skapaðan hlut,“ sagði
Ólafur hálfdapur.
„Leikmenn verða aldrei sakaðir um að leggja ekki á sig. Þeir
ætla að gera það sem þeir geta er þeir labba á völlinn. Svo er
það spurning um hugarfarið og ef það er ekki í lagi þá verða
hlutirnir ekki eins og þeir eiga að vera. Hugarfarið verður
alltaf að vera rétt.“
Sóknarleikurinn var afar dapur og það virðist ekki fara
íslenska liðinu sérstaklega vel að vera sterkari aðilinn á
vellinum.
„Við höfum hugsað þetta fram og til baka, fyrir og
eftir leik. Kannski var þetta gott að einhverju leyti. Við
sáum ákveðna hluti í þessum leik sem verður að laga.
Ég hef ekki stórar áhyggjur af sókninni en það hefur allt-
af verið akkilesarhæll landsliðsins að skora mörk og það
verður þannig um ókomin ár,“ sagði Ólafur sem saknaði
Heiðars Helgusonar en hann meiddist daginn fyrir leik.
„Það munar ótrúlega mikið um hann. Það er stórt skarð
höggvið í liðið.“
ÓLAFUR JÓHANNESSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI: AFAR ÓÁNÆGÐUR MEÐ LEIKINN GEGN LÚXEMBORG
Lélegasti leikur landsliðsins undir okkar stjórn
FÓTBOLTI Arsene Wenger, stjóri
Arsenal, hefur líklega rifið hár
sitt um helgina er hann sá Robin
Van Persie meiðast illa í vin-
áttulandsleik með Hollandi gegn
Ítalíu.
Van Persie var borinn af velli
eftir aðeins tíu mínútna leik.
Hann meiddist á ökkla og er ótt-
ast að liðbönd hafi skaddast.
Meiðslin litu alvarlega út eftir
leikinn og er óttast að Van Persie
spili ekki næstu mánuði. - hbg
Robin Van Persie:
Líklega frá í
langan tíma
VAN PERSIE Var sárþjáður eftir tækling-
una ljótu. NORDIC PHOTOS/AFP
> Góður sigur hjá Löwen
Rhein-Neckar Löwen vann góðan útisigur á Minden í gær,
27-31, í gær. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir
Löwen í leiknum, Snorri Steinn Guðjónsson 3 og Ólafur
Stefánsson tvö, þar af eitt úr víti. Gylfi Gylfason skoraði 5
mörk fyrir Minden. Löwen komst með
sigrinum upp í fjórða sæti deildarinn-
ar, er jafnt Lemgo að stigum. Löwen
mætir einmitt Lemgo á þriðjudag en
sá leikur verður í beinni útsend-
ingu á Stöð 2 Sport.