Fréttablaðið - 16.11.2009, Síða 48
Ber í Austurstræti
Söngvarinn Arnar Jónsson, sem
söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar í
Luxor-flokknum, lenti í furðulegri
lífsreynslu aðfaranótt sunnudags.
Hann var á ferð ásamt vinafólki
þegar óður vegfarandi tók sig til
og reif hann úr skyrtunni. Eftir
stóð Arnar hálfber í Austurstræti
og skildi hvorki upp né
niður í uppákomunni. Í
besta falli hefur hann þó
glaðst yfir vinsældunum,
en það geta ekki allir
státað sig af því að
fólk missi vitið
sjái það við-
komandi, og
rífi hann úr
klæðunum.
Barist um Framsókn
Leikar eru teknir að æsast í
aðdraganda prófkjörs framsóknar-
manna í borginni. Einar Skúla-
son hefur þegar skorað Óskar
Bergsson á hólm í baráttunni um
efsta sæti listans og nú eru tekin
að heyrast nöfn sem kunna að
sækjast eftir næstu sætum fyrir
neðan. Þannig er fullyrt að upp-
lýsingatæknifræðing- ur-
inn Salvör Gissur-
ardóttir, systir
Hannesar Hólm-
steins, muni etja
kappi við lyfjafræðing-
inn Valgerði Sveins-
dóttur um annað
sæti listans.
Jafnvel um þriðja sætið
Og Framsókn er stórhuga um þess-
ar mundir, því fyrirséð er að keppn-
in um þriðja sætið verði ekki síður
athyglisverð, jafnvel þótt flokkurinn
hafi einungis einn borgarfulltrúa
um þessar mundir. Útlit er fyrir
að þar muni takast á ráðgjafinn
Hallur Magnússon,
fyrrverandi sviðsstjóri
hjá Íbúðalánasjóði, og
Guðlaugur G. Sverris-
son, stjórnarformaður
Orkuveitunnar og náinn
samherji Óskars
Bergssonar.
- afb, sh
DREIFING: dreifing@posthusid.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000
Mest lesið
VISIR.IS
Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
FRÉTTIR AF FÓLKI
1 Time: Íslensk tíska blómstrar í
bankahruninu
2 Vilja halda prestinum sínum
3
4 Komnir með nægt fjármagn
til þess að kaupa Haga
5 Þrjár mannætur handteknar í
Rússlandi
www.ellingsen.is
RJÚPNAVEIÐI
ALLT FYRIR
GERÐ
U GÓ
Ð KAU
P!
30–50
%
afslát
tur af
eldri
gerð
um
REYKJAVÍK AKUREYRI
Pumpa með svörtu skefti. Sterk, örugg og ein
besta byrjendabyssan á markaðnum.
Þessi vinsæla haglabyssa er komin aftur. Byssan er búin
einni hröðustu og áreiðanlegustu skiptingu sem völ er á.
Fjölbreytt úrv l
Hawke sjónauki
Coleman áttaviti
Allen rjúpnaveiðivesti
Red Feather snjóþrúgur
Rjúpnaskot frá Winchester og Remington
Tatonka legghlífar
Tatonka álpoki
Neyðarbyssa, 9 skota
Seeland áttaviti
Fjölbreytt úrval skotvopna frá heimsins bestu framleiðendum og allur annar búnaður sem rjúpnaskyttur þurfa á að halda.
Komdu við hjá okkur áður en þú heldur til veiða.
Svansmerkt
prentverk
Magma tapar tæplega þremur
milljónum dollara