Fréttablaðið - 18.11.2009, Side 11

Fréttablaðið - 18.11.2009, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 18. nóvember 2009 11 SÖFNUN Metár var í sölu bleiku slaufunnar, en alls seldust um 43.000 slaufur í átaki Krabba- meinsfélagsins í október. Slaufan var að þessu sinni hönnuð af skartgripahönnuðin- um Sif Jakobs. Guðrún Agnars- dóttir, forstjóri Krabbameins- félags Íslands, segir fólk kunna að meta þá þjónustu og það starf sem félagið sinni, bæði þeir sem kljást við krabbamein og aðstandendur þeirra. „Stuðningur almennings er okkur sérlega mikilvægur, en það er samtakamáttur fólksins í landinu sem hefur náð að gera Krabbameinsfélagið að því sem það er í dag,“ segir Guðrún Agn- arsdóttir og þakkar þeim ótal- mörgu einstaklingum og fyr- irtækjum sem keyptu bleiku slaufuna en þess má geta að allir þeir sem seldu bleiku slaufuna gerðu það án þóknunar. - sbt Sölumet bleiku slaufunnar: 43 þúsund slaufur seldust BLEIKA SLAUFAN Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra með bleiku slaufuna. BOLUNGARVÍK Hugsanlegt er að ráðast þurfi í rannsóknir á hæð- arbreytingum lands og öðrum þáttum er snerta sjóvarnir í Bol- ungarvík til að hægt sé að meta það með hvaða hætti er best að verja byggð og mannvirki fyrir ágangi sjávar á svæðinu. Þetta kemur fram í drögum að aðal- skipulagi Bolungarvíkur fyrir árin 2008-2020 og sagt er frá á vef Bæjarins bestu. „Horfa þarf mjög langt fram í tímann og taka tillit til langtíma sjávarstöðubreytinga við hönn- un, því líftími bygginga getur verið hundruð ára. Líftími hafn- armannvirkja er yfirleitt talinn vera um 40-50 ár. Við skipulag og hönnun sjóvarna þarf jafn- framt að huga að útsýni og ásýnd byggðar,“ segir í drögunum að aðalskipulagi Bolungarvíkur. - kh Aðalskipulag Bolungarvíkur: Rannsaka þurfi fyrir sjóvarnir SAMGÖNGUR Rúmlega tólf hundr- uð farþegar nýttu sér strætó- ferðir milli Sandgerðis, Garðs og Reykjanesbæjar í október, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Byrjað var að bjóða upp á slíkar ferðir í byrjun október. Um er að ræða samstarfs- verkefni milli Sandgerðisbæjar, Garðs, SBK og Hópferða Sæv- ars um að auka tíðni strætóferða á milli þessara byggðarlaga. Um tilraunaverkefni er að ræða sem verður endurskoðað um áramótin með tilliti til nýtingar. Strætis- vagnaferðirnar eru fríar en boðið er upp á 53 ferðir í hverri viku, að því er segir á vf.is. - kh Samgöngur á Suðurnesjum: Tólf hundruð fóru með strætó Tæplega tvítugur maður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbund- ið fangelsi fyrir líkamsárás á skemmti- staðnum Valaskjálf á Egilsstöðum. Maðurinn sló dyravörð á staðnum hnefahöggi í andlitið, þannig að fórnarlambið hlaut áverka. DÓMSTÓLAR Sló dyravörð í andlitið HARMUR ENGLANNA EFTIR JÓN KALMAN SVONA LIFUM VIÐ D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Hafi djöfullinn skapað eitthvað í þessum heimi, fyrir utan peningana, þá er það skafrenningur uppi á fjöllum. Jón Kalman hlaut einróma lof fyrir síðustu skáldsögu sína, Himnaríki og helvíti. Hér heldur hann áfram sögunni sem gerist fyrir meira en hundrað árum, inni í firði, á milli hárra fjalla, eiginlega á botni heimsins. JÓN KALMAN HLAUT ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN 2005 „Snilldarverk!“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan „Frábæ rlega s krifuð ... áhrifa mikil o g spen nandi lesnin g.“ – Páll B aldvin B aldvins son, Fréttab laðinu „Himneskt“– Steinunn Inga Óttarsdóttir,Morgunblaðið „Frás agnar tækni Jóns K alman s nær hér hæstu hæðu m.“ – Gaut i Kristm annsso n, Víðsjá MENNTAMÁL Reynsla kennara og annars starfsfólks af framkvæmd skólastefnunnar Skóli án aðgreiningar verður til umræðu á ráðstefnu sem haldin verður á morgun. Ráð- stefnan er önnur af þremur ráðstefnum sem fjalla um skólastefnuna sem hefur verið hin opinbera menntastefna Íslands síðan árið 1994. „Markmiðið er að skerpa sýn okkar á stefn- una og skoða hvert við stefnum,“ segir Dóra S. Bjarnason, prófessor við menntavísinda- svið Háskóla Íslands og formaður stjórnar Rannsóknarstofu um skóla án aðgreining- ar. Að sögn Dóru verður á þessari ráðstefnu meðal annars fjallað um kröfurnar sem skóla- stefnan leggur á starfsfólk skólans, vandamál og áskoranir sem í henni felast. Hún segir skoðanir á skólastefnunni, sem hún kjósi að kalla skóla margbreytileikans, vera mismun- andi en rökræða um stefnuna sé mikilvæg. Skóli án aðgreiningar felur meðal annars í sér að mælst er til þess að allir nemendur sæki sinn hverfisskóla og fái sérkennslu þar ef á þarf að halda. „Við þurfum að mennta starfsfólk sem getur mætt mismunandi þörf- um barnanna en við ætlumst ekki til þess að einn kennari sinni 30 börnum með afar mismunandi þarfir og sérþarfir án nokkurr- ar aðstoðar, slíkt reynir á samvinnu ólíkra starfsmanna skóla,“ segir Dóra. Ráðstefnan fer fram á milli klukkan eitt og hálffimm á fimmtudag í fyrirlestrasaln- um Skriðu sem er í húsnæði HÍ við Stakka- hlíð. Þess má geta að erindin sem flutt eru á ráðstefnunum þremur verða gefin út næsta haust. - sbt Áskoranir og erfiðleikar – skóli án aðgreiningar til umræðu á ráðstefnu: Verðum að skerpa sýn okkar og vita hvert stefnir DÓRA S. BJARNASON Á ráðstefnunni á morgun verður rætt um framkvæmd stefnunnar Skóli án aðgreiningar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.