Fréttablaðið - 18.11.2009, Síða 14

Fréttablaðið - 18.11.2009, Síða 14
14 18. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR SCHUMANN & BRAHMS I Schumann og Brahms tilheyrðu kunnasta ástar- þríhyrningi tónlistarheimsins, ásamt hinni fögru og hæfi leikaríku Clöru – konunni sem báðir elskuðu. Í tilefni af 200 ára afmæli Schumanns fl ytur SÍ verk þessara tónjöfra og byrjar á glæsilega píanó- konsertinum sem Robert samdi handa Clöru skömmu eftir að þau fengu að eigast. Tæpri hálfri öld síðar var hún líka sú fyrsta sem Brahms leyfði að heyra hina áhrifamiklu fjórðu sinfóníu sína. Miðasala á www.sinfonia.is og í síma 545 2500. FRÉTTASKÝRING: Saga DeCode öll DeCode, móðurfélag Ís- lenskrar erfðagreiningar, óskaði eftir greiðslustöðv- un í fyrrinótt. Fyrirtækið hefur átt við alvarlegan fjárhagsvanda að stríða og hefur keyrt á tekjum af eignasölu og lánsfé á yfirdráttarvöxtum á árinu. Jón Aðalsteinn Bergsveins- son settist niður með Kára Stefánssyni, stofnanda fyrirtækisins. „Þegar þú leiðir stórt verkefni eins og þetta þá þýðir ekki að taka aðeins kredit fyrir þegar vel gengur. Þú berð einnig ábyrgð á því sem miður fer,“ segir Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri de Code, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. „Þeir sem stjórna svona fyrirtæki bera ábyrgð á því hvaða leið er farin. Ég sá enga aðra leið,“ bætir hann við. Greiðslustöðvun DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, óskaði í fyrrinótt eftir greiðslustöðvun í Delaware í Bandaríkjunum. Greiðslustöðv- unin fellur undir 11. kafla banda- rískra gjaldþrotalaga og veitir fyr- irtækinu greiðslustöðvun fram í janúar á næsta ári. Í beinu framhaldi af greiðslu- stöðvuninni var skrifað undir kaupsamning við bandaríska fjár- festingarfélagið Saga Investments um kaup þess á Íslenskri erfða- greiningu (ÍE). Saga Investments er fjárfest- ingarfélag í eigu Polaris Venture Partners og Arch Venture Partn- ers, sem eru þekktir fjárfestar í Bandaríkjunum á sviði líftækni. Félagið er meðal frumfjárfesta í deCode og hefur haft stjórnar- mann í félaginu frá fyrstu árum. Saga Investments lánar ÍE nægt fé til að reka fyrirtækið fram yfir næstu áramót en leggur því síðan til nægt rekstrarfé næstu tvö ár. Á nýju ári verður ÍE skilið frá deCode og mun það eftirleiðis búa til greiningartæki og meta áhættu- sjúkdóma. Viðskiptamódelið verð- ur eingöngu byggt á þróun og sölu á greiningartækjum og tengdri vinnu auk þjónustu við þá sem þurfa að láta arfberagreina gögn. Slitastjórn verður sett yfir deCode og verða hlutabréf þess tekin úr viðskiptum á bandarískum hluta- bréfamarkaði. Engin breyting verður á rekstri ÍE í Vatnsmýr- inni en þar starfa um tvö hundruð manns, að sögn Kára. Þegar allt verður gengið yfir fljótlega eftir áramótin er gert ráð fyrir að Kári stígi upp úr for- stjórastólnum og Earl M. Colli- er, stjórnarmaður deCode, setjist í hann. Kári mun eftir það verða starfandi stjórnarformaður auk þess að stýra rannsóknum og búa til greiningarprófin. Collier mun stýra fyrirtækinu. Saman mynda þeir tveggja manna framkvæmda- ráð sem tekur allar meiri háttar ákvarðanir um rekstur ÍE í fram- tíðinni. Rekið fyrir lánsfé Daglegt líf var með hefðbundn- um hætti innan veggja ÍE í gær. Starfsfólk hafði ekki haft hugmynd um það sem von var á. Nokkrir sögðu sér létt eftir óvissuna sem vomað hafði yfir um nokkurra mánaða skeið. Kári sagði á hlut- hafafundi í nóvember í fyrra sjóði fyrirtækisins við það að tæmast og gæti svo farið að botninum næði um áramótin. Samningaviðræður hafa staðið yfir við lánardrottna síðan fyrir síðustu áramót en þær skilað litlu. Þar á meðal var rætt við fjárfesta sem áttu skuldabréf útgefin af deCode árið 2006. Skuldabréfin eru með breytirétti sem felur í sér að lánardrottnar gátu breytt þeim í hlutabréf. Lítill ávinningur er í því enda hefur verðmæti hluta- bréfa fyrirtækisins legið undir einum dal á hlut, flokkast til aura- bréfa (e. penny stocks) og vega því lítið á móti kröfum. Milli viðræðna hafa stjórnendur deCode losað um eignir og skorið niður í rekstri. Félagið seldi Lands- bankanum vaxtaberandi skulda- bréf úr eignasafni sínu í byrjun síðasta árs fyrir ellefu milljónir dala, jafnvirði 1,4 milljarða króna á þávirði. Það gaf fyrirtækinu súrefni til skamms tíma. Stefnt var að því að kaupa skuldabréfin aftur af bankanum um næstu ára- mót. Kári segir ekki verða úr því eins og málum sé háttað. Skulda- bréfin gefa vel af sér og telur hann Landsbankann allt eins geta hagn- ast á viðskiptunum. DeCode greip til ýmissa annarra aðgerða til að vinda ofan af starf- seminni, svo sem með lokun þró- unardeildar í Bandaríkjunum sem kostaði sextíu manns vinnuna. Við það dró úr þróunarkostnaði. Í september gerði fyrirtækið fjármögnunarsamning við Saga Investments. Samningurinn var eins konar lánalína sem fyrirtæk- ið dró hiklaust á nokkrum sinn- um fram undir það síðasta. Skuld- ir deCode við Saga Investments nema nú í kringum 4,4 milljón- um dala, jafnvirði rúmum hálf- um milljarði króna. Lánið ber átta prósenta vexti. Fyrirtækjum sem sækja í slíkt fé standa fáir aðrir kostir til boða og lýsir vel vand- ræðum deCode, líkt og Fréttablað- ið greindi frá í síðustu viku. Skuldir deCode námu 230 millj- ónum dala, jafnvirði tæpra þrjá- tíu milljarða króna eftir fyrri hluta þessa árs. Fyrirtækið tapaði 24,3 milljónum dala á tímabilinu, sem jafngildir þremur milljörðum króna. Á sama tíma drógust tekj- urnar verulega saman. Þetta var þrettánda rekstrarár fyrirtækis- ins, sem aldrei hefur skilað hagn- aði. „DeCode var að öllum líkindum stofnað nokkrum árum of snemma. Tæknin var ekki til staðar sem við ætluðum að búa til. Á þeim tíma söfnuðum við skuldum sem varð baggi á fyrirtækinu. Nú reiknum við með hröðum vexti enda með hvassara viðskiptamódel,“ segir Kári Stefánsson. KÁRI STEFÁNSSON Stofnandi og forstjóri deCode virtist þreyttur þegar hann ræddi við Fréttablaðið í gær. Hann stígur úr forstjóra- stólnum í kjölfar umskipta hjá ÍE á nýju ári. Hann verður stjórnarformaður og mun stýra þróunardeildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kári stígur úr forstjórastólnum 1996 Kári Stefán snýr aftur til Íslands frá Bandaríkjunum með 400 milljónir króna til að stofna líftæknifyrirtæki. Fjámagninu safnaði hann frá bandarískum fjárfest- um. Fyrirtækið er stofnað í Delaware í Bandaríkjunum. 1998 Með lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði er lagður grunnur að rekstri deCode. 1999 Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA), Landsbankinn og Búnaðarbankinn kaupa sautján prósenta hlut í deCode. Stuttu síðar bútar FBA hlut sinn niður og selur hann til einstaklinga á svokölluðum gráum markaði. Þar fór verðið upp úr öllu valdi. 2000 Verð bréfa deCode fer í 65 dali á hlut á gráa markaðnum. 18. júlí sama ár eru hlutabréf fyrirtækisins skráð á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum. Upphafsverð var 28,5 dalir á hlut. Það fór hæst í 31,5 dali á fyrsta viðskiptadegi en náði aldrei þeim hæðum sem bréfin náðu á gráa markaðnum. Fjárfesting þeirra sem þar keyptu hlutina fengu aldrei sitt að fullu til baka. 2007 Greiningarprófið deCODEme kemur á markað. Sala stenst ekki væntingar. 2008 Gengi hlutabréfa í deCode fara undir einn dal á hlut í fyrsta sinn. Bréf fyrirtækisins voru tímabundið tekin úr viðskiptum á Nasdaq-markaðnum. Gengið virtist ætla að jafna sig í júlí þegar það náði 77 sentum á hlut. Það gekk ekki eftir. 17. nóvember 2009 deCode óskar eftir greiðslustöðvun í nóvember. Gengi hlutabréfanna hrynur um rúm áttatíu prósent, fellur úr 23 sentum á hlut í fjögur. FRÉTTASKÝRING JÓN AÐALSTEINN BERGSVEINSSON jonab@frettabladid.is Hluthafarnir tapa alltaf

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.