Fréttablaðið - 18.11.2009, Side 16

Fréttablaðið - 18.11.2009, Side 16
16 18. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 M enn segja nú þegar lífeyrissjóðir ætla að fjár- magna risaframkvæmd Landspítalans í sunnan- verðum Þingholtum að það sé of seint að huga að nýju staðarvali fyrir húsaflæmið. En það er ekki of seint: umferðarmannvirki sem standa neðan við byggingarsvæðið eru tekin að sanna sig og raunin er sú að þau valda ekki þeirri umferð sem þar fer um, nýja Hring- brautin endar í tveimur þungum flöskuhálsum, bæði við Öskju- hlíðarháls og við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar með tilheyrandi töfum, mengun og kostnaði. Fyrirsjáanlegt er að leggja verður í gríðarlegan kostnað við að grafa Miklubrautina niður í jörð og kemst hún þar varla fyrir. Svokallaður Hliðarfót- ur gerir fátt meira en bæta aðgang að stórum vinnustöðum og umferðarmiðstöð undir Öskjuhlíð og á sér enga útleið suðureftir nema enn verði lagt í jarðgöng. Staðarval nýrra mannvirkja fyrir Landspítalann kallar á uppbyggingu mikilla umferðar- mannvirkja með stjarnfræðilegum kostnaði fyrir borgarbúa og raunar landsmenn alla: göng undir Miklatún, Öskjuhlíð og Kársnes. Eldri möguleikar fyrir Landspítalann voru Fossvog- ur og Vífilsstaðir: Fossvogssvæðið er farið og Vífilsstaðir því einir eftir. Nýlega hafa Árni Gunnarsson og Gestur Ólafsson bent á að nú er óðum að styrkjast umferðarás sem nær frá Borgarnesi suður í Reykjanesbæ. Inn á þann ás er auðvelt að komast af nesjabyggðinni allri. Engar líkur eru á að íbúar á Kársnesi og Álftanesi samþykki veg yfir Kópavog og suður enda stöðvast sú leið við byggðir sunnan Garðabæjar. Það er furðulegt og til marks um skammsýni okkar í skipulagsmálum að ekki skuli hafa verið hugað að fleiri svæðum nærri þeim ás: nýlega hefur verið bent á Ártúnsholtið vestanvert sem er nærri þessum öxli og Vífilsstaðir eru það líka. Helsta röksemdin fyrir byggingu nýrra stórbygginga neðan við gamla spítalasvæðið er að þar séu fyrir byggingar sem nýta má áfram: menn eru einmitt að huga að nýjum byggingum vegna þess að rekstrarkostnaður í hinum eldri er óþægilega hár. Þá á eftir að endurnýja þær frá grunni með miklum tilkostnaði til annarra nota. Það eru því veik rök fyrir viðbótarmagni nútíma- húsnæðis skammt þar frá. Nálægð við Háskóla er líka nefnd til: bílastæðaflæmið við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík svarar þeirri röksemd: gera menn sér virkilega vonir um að þeir sem koma á bílum á þessa tvo staði fari fótgangandi í tíma í kennslusjúkrahúsinu? Kjarni málsins er að staðarval nýja Landspítalans er til marks um veika skipulagsstjórn á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkslegt smákóngaveldi hefur fengið að haldast við þótt öll rök hnígi að því að sveitarfélagið verði eitt: frá Kjalarnesi suður fyrir Hafnarfjörð, hvernig svo sem grenndarlýðræði kæmi að stjórn stakra hverfa. Þessu úrelta fyrirkomulagi fylgir marg- víslegt óhagræði sem stjórnmálaflokkarnir bera ábyrgð á og íbúar og fyrirtæki borga dýrum dómum: höfuðborgarsvæðið er smáborg í raun en ekki löng röð bæjarfélaga. Og músarholu- sjónarmiðin eru okkur dýr. Framtíð Landspítalans: Nýr staður brýnn PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Í grein minni um pólitískar vina-ráðningar sem birtist hér í Fréttablaðinu hinn 11. nóvember sl. lagði ég til að sett yrði á lagg- irnar ráðningarstofa stjórnsýsl- unnar. Ástæðan er sú að eftir- lit umboðsmanns Alþingis með ákvörðunum stjórnsýslunnar er þess eðlis að því er einung- is ætlað að taka mál til skoðun- ar eftir að ákvörðun hefur verið tekin og þá því aðeins að ákvörð- un sé kærð. Verði niðurstaða af kæru kærandanum í vil getur kærandi höfðað skaðabótamál. Ráðningarákvörðunin sem kærð var stendur hins vegar óhögg- uð og sá sem hana tók hefur náð sínu fram, en þarf sjálfur ekki að axla beina ábyrgð á ákvörðun- inni. Þetta eftirlitskerfi býður því bæði upp á hrakval og freistni- vanda: hrakval vegna þess að ekki er með öllu ljóst hvað raun- verulega ræður ákvörðunum um ráðningar í stöður hins opinbera, og freistnivanda vegna þess að sá sem tekur ákvörðun nær sínu fram þrátt fyrir kæru og þarf ekki að axla beina ábyrgð á nið- urstöðum kærunnar. Embætti umboðsmanns Alþing- is fer með eftirlit með stjórnsýslu- ákvörðunum þ.m.t. ákvörðunum um ráðningar í embætti og störf innan stjórnsýslunnar. Þetta eftir- lit er „eftir-á-eftirlit“, (e. ex-post) þar sem umboðsmanni er ætlað að rannsaka ákvarðanaferlið eftir að ákvörðun hefur verið tekin og þá einungis ef einhver kærir ákvörðunina. Hafi ráðuneyti eða opinber stofnun brotið reglur um t.d. auglýsingar á lausum störfum þá er það matsatriði hjá umboðs- manni, fái hann ábendingu um brotið, hvort embættið eigi að bregðast við eða ekki. Inngrip í málið er alls ekki sjálfgefið enda málið á þessu stigi ekki í verka- hring umboðsmanns. Rétturinn til að kæra ákvörðun á að duga til að þeir sem eru að taka ákvarð- anir viðhafi vönduð og gegnsæ vinnubrögð sem standist eftirá- skoðun umboðsmanns Alþingis ef til kæru kemur. Komist umboðs- maður við skoðun slíkrar kæru að þeirri niðurstöðu að ranglega hafi verið staðið að ráðningarákvörðun ógildir það ekki ráðninguna. Hún stendur. Ráðningastofa stjórnsýslunn- ar á að veita framkvæmdavaldinu aðhald með því að koma að þessu ferli strax í upphafi og annast val og ráðningu í æðstu embætti og áhrifastöður innan framkvæmda- valdsins. Þannig á ráðningarstof- an að geta staðlað gæði og öryggi þeirrar þjónustu sem stjórnsýsl- unni er ætlað að veita þeim kjörnu fulltrúum sem fara með fram- kvæmdavaldið hverju sinni, þ.e. ráðherrum, með því að sjá til þess að ákvarðanir um ráðningar séu byggðar á sambærilegu mati á umsækjendum sem allir uppfylla tilteknar kröfur um menntun, hæfni og reynslu. Með gegnsæjum hætti er hér reynt að tryggja að framsali valds frá þingi til fram- kvæmdavalds fylgi bestu hugsan- leg skilyrði hvað varðar mannauð og þekkingu. Höfuðáherslan er á faglega stjórnsýslu sem hefur þá skyldu, hæfni og þekkingu að geta þjónað kjörnum fulltrúum án tillits til þess hvaða stjórnmála- flokki þeir tilheyra. Í þessari teg- und eftirlits er lagt upp með það að í upphafið skyldi endinn skoða, þ.e. „fyrirfram-eftirlit“ (e. ex- ante). Fyrirmyndin að ráðningar- stofu stjórnsýslunnar er sótt m.a. til Bretlands, Ástralíu og Canada (Civil/Public Service Commiss- ion). Auk ráðninga í æðstu emb- ætti og áhrifastöður verði ráðn- ingarstofunni falið að fara með samræmda innleiðingu siðareglna fyrir ráðherra og starfsfólk stjórnarráðsins og aðlögun alþjóð- legra leiðbeininga þar um í stjórn- arráðinu öllu. Slík ráðningarstofa myndi nýta sér þjónustu ráðn- ingar- og mannauðsfyrirtækja á markaði upp að ákveðnu stigi í ráðningarferlinu eins og nú er raunin. Hins vegar er fráleitt að útvista alfarið ráðningum í æðstu embætti stjórnsýslunnar. Ekkert stórfyrirtæki myndi láta öðrum eftir að velja lykilstarfsmenn fyr- irtækisins. Slíkt ætti heldur ekki að eiga sér stað með stjórnsýsluna sem er hluti af hinu lýðræðislega ferli. Stjórnsýslan verður að hafa á að skipa stjórnendum sem hafa sérhæft sig í framkvæmd lýðræð- islegra vinnubragða og stjórnun í hápólitísku umhverfi. Þingskip- uð nefnd ætti að hafa eftirlit með starfsemi ráðningarstofu, því til- gangurinn er einmitt sá að færa aðhaldið með gæðum og hæfni stjórnsýslunnar frá flokkspólit- ískum áhrifum ráðherravaldsins en nær hinu almenna lýðræðis- lega valdi, þ.e. þinginu. Hin þing- skipaða nefnd ætti jafnvel að lúta formennsku fulltrúa minnihlut- ans á þingi. Sú leið er í samræmi við þær hugmyndir sem uppi eru um að styrkja eftirlitshlutverk þingsins. Starfsemi ráðningarstofu stjórnsýslunnar getur m.a. dreg- ið úr kostnaði sem kann að fylgja skaðabótakröfum á hendur ríkinu og einnig persónulegum kostnaði þeirra sem fara þá erfiðu leið að leita réttar síns hjá umboðsmanni Alþingis. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Faglegar ráðningar SIGURBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR Í DAG |Ráðningarstofa stjórnsýslunnar UMRÆÐAN Ásta Margrét Helgadóttir skrifar um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Í tilefni af 20 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna ætla ég að fjalla um 3. grein sáttmálans auk annarra. Þegar ég frétti að ég ætti að skrifa þessa grein hugs- aði ég að það ætti eftir að vera erfitt að skrifa þetta svo að börn væru til í að lesa þetta. Ég þekki það sjálf að flest börn vilja ekki viðurkenna að allar þessar reglur sem foreldr- ar okkar og kennarar setja eru bara til að vernda okkur. Það hljómar kannski ekkert skemmtilega en við eigum rétt á að hafa reglur og það er okkur fyrir bestu. Það sem 3. greinin fjallar um er að ef yfir- völd þurfa að taka einhverjar ákvarðanir sem varða börn þurfa þau að hugsa fyrst um það sem er okkur fyrir bestu, t.d. ef yfirvöld þurfa að skera niður í skólum verða þau að passa að við fáum samt nógu góða menntun og að starfsmenn í skólum og öðrum stofnunum sem annast börn séu ekki vanhæfir. Ég ætla líka að minnast á að foreldrar mega heldur ekki vera van- hæfir og það er réttur okkar að vera elskuð af foreldrum okkar og það er pottþétt það sem er okkur fyrir bestu. En það er ekki bara 3. greinin sem fjall- ar um það sem er okkur börnunum fyrir bestu, heldur margar aðrar. Bráðum verð- ur Barnasáttmálinn vonandi lögfestur og þá verður t.d. einelti ólöglegt samkvæmt 19. grein sáttmálans sem fjallar um vernd gegn ofbeldi og vanrækslu. Það þýðir að við eigum rétt á vernd gegn öllu ofbeldi andlegu sem lík- amlegu og að bæði foreldrar okkar og stjórnvöld verða að passa upp á okkur og mega ekki vanrækja okkur. 33.-36. grein segja frá því að við eigum líka rétt á vernd gegn ávana- og fíkniefnum, öllu ofbeldi og allri annarri misnotkun sem getur stefnt velferð okkar í hættu. Höfundur skrifar fyrir hönd ráðgjafarhóps umboðsmanns barna. Það sem er barninu fyrir bestu ÁSTA MARGRÉT HELGADÓTTIR Daði úr Dölunum Sjaldan hefur nafn þingmanns verið á jafn miklu reiki og nafn Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns VG og nýbakaðs formanns Heimssýnar, sem þarf iðulega að þola að vera endur- skírður Ásmundur Daði og feðraður einhverjum Einari. Það er svona svip- að og ef Björgvin G. Sigurðsson væri kallaður G. Sigurður Björgvinsson sí og æ. Það mun eflaust auðvelda mörgum að muna rétt föðurnafn Ásmundar að hafa í huga að hann er sonur Daða Einarsson- ar úr Dölunum. Það stuðlar. Úr þessu má búa til lítinn leik, sem má nota þegar vafi leikur á föðurnafni Ásmundar Einars. Þá er nóg að hugsa: Hver er aftur úr Dölunum? Jú, einmitt – það er hann Dala-Daði. Teygjuvikan Nú er athafnavika. Á mánudag var Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra gefin svonefnd athafnateygja til að hvetja hana til dáða. Af því tilefni sagðist Katrín ætla að „reka smiðs- höggið á áætlun um orkuskipti, að í stað innflutts eldsneytis verði notuð innlend framleiðsla á bílaflotann”. Það er hughreystandi að vita að lokaáfanginn í áætlun ríkisstjórn- arinnar um að skipta útlendu eldsneyti út fyrir íslenskt hvíldi á einni teygju. Virknivæðingin Enn um athafnir, eða öllu heldur iðjuleysi. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur sem miða að því að koma ungu fólki til verka. Hugmyndin er sú að skera niður atvinnuleysisbætur til fólks á aldrinum 18 til 24 ára og nota peningana til að fjármagna menntun- arkosti. Gylfa Arnbjörnssyni líst ekki vel á þetta og segir að ekki hafi verið nógu mikið lagt upp úr „virknivæð- ingu” ungs fólks. Unnur Sverrisdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Vinnu- málastofnunar, segir aftur á móti að lögð hafi verið áhersla á að halda ungu fólki „í virkni”. Gylfi og Unnur fengu kannski senda athafnateygju í tilefni vikunnar, en þau verða að bíða aðeins lengur eftir Jónasarteygjunni fyrir gott mál. bergsteinn@frettabladid.is Opinn íbúafundur um menntamál og íþrótta- og tómstundamál í Grafarvogi verður haldinn: í Rimaskóla fi mmtudaginn 19. nóvember 2009 kl. 17:30 – 19:00 Frummælandi: Kjartan Magnússon, formaður menntaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs. Sjónarmið Íbúa: Elísabet Gísladóttir,formaður Íbúasamtaka Grafarvogs Fjallað verður um skólahald, íþróttir og tómstundamál og farið yfi r stöðuna í uppbyggingu skóla- og íþróttamannvirkja í hverfi nu. Þá verður kynnt vinna við mótun nýrrar menntastefnu á vegum Reykjavíkurborgar. Að loknum inngangserindum verða umræður með þátttöku íbúa og fulltrúum Menntasviðs og Íþrótta- og tómstundaviðs. Í GRAFARVOGI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.