Fréttablaðið - 18.11.2009, Síða 17
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
HAMINGJU-HÁDEGI eru haldin í Guðríðarkirkju í
Grafarholti alla miðvikudaga klukkan 12.10. Í dag halda
Óperu-ídívurnar Davíð og Stefán tónleika með söng og
glens. Í næstu viku er stílað inn á hláturjóga og félags-
vist og 2. desember verður karlakórinn Voces Mascul-
um með tónleika ásamt landsþekktum einsöngvurum.
„Það er ótrúleg upplifun að búa hjá
alvöru ítalskri fjölskyldu,“ segir
Borgar Guðjónsson, starfsmað-
ur hjá Emmessís. Borgar dvaldi í
Ventimiglia, 20.000 manna þorpi á
Ítalíu, skammt frá frönsku landa-
mærunum, í tvær vikur fyrir ára-
tug.
Ferðalagið kom þannig til að
þáverandi samstarfsmaður Borg-
ars hjá Sól-Víking, hinn ítalski
Pino Salvatore, bauð Borgari að
búa hjá sér og fjölskyldu sinni í
þorpinu. „Gestrisnin var ótrú-
leg,“ segir Borgar. „Þau voru þrjú
í heimili og ég gestur, en öll kvöld
var eldað margréttað eins og fyrir
tólf manns. Þegar öðrum fjöl-
skyldum var boðið í mat var eld-
aður nægur matur fyrir fjörutíu
manns, jafnvel þótt við værum
einungis tíu við borðið.“
Borgar segir karlmennina ekki
hafa komið nálægt matargerð-
inni að neinu leyti. „Ég olli nánast
hneykslun þegar ég ætlaði að taka
disk af borðinu. Þá varð bara þögn,
karlarnir horfðu á mig og hugsuðu
væntanlega með sér hverslags
kerling ég væri eiginlega.“
Dögunum eyddi Borgar í ról-
egheitum í þorpinu. Hann fór á
ströndina, synti í sjónum og sótti
marga útimarkaði. Einn slíkur í
þorpinu er þekktur sem einn sá
elsti sinnar tegundar í Evrópu.
Nálægðin við landamærin gerði
það líka að verkum að hægur leik-
ur var að skjótast yfir til Mónakó
með lest.
„Þetta þorp var algjör draum-
ur,“ segir Borgar. „Það er staðsett
í fjallshlíð og mér fannst stundum
eins og ég væri staddur í sígildri
ítalskri kvikmynd frá sjötta ára-
tugnum. Ég bjóst hálfpartinn við
að á hverri stundu myndi Sophia
Loren hlaupa framhjá, ég myndi
grípa hana og saman myndum
við velta niður í sandinn. Þá hafði
ég reyndar í huga Sophiu eins og
hún leit út fyrir nokkuð mörgum
árum,“ segir Borgar og hlær.
Að sögn Borgars var í raun fátt
í þorpinu sem minnti á að ártalið
var 1999. „Einu skiptin sem mér
var kippt inn í nútímann var þegar
ég gekk framhjá þorps-pöbbunum
og allir voru að horfa á Formúlu 1
í sjónvarpinu og hvetja ökuþórinn
Mika Häkkinen til dáða. Ítalirnir
dýrkuðu hann.“
Borgar er 1,73 metrar á hæð,
nokkuð undir meðalhæð íslenskra
karlmanna, og segist aldrei hafa
verið viðkvæmur fyrir smæð
sinni. „Þarna í þorpinu leið mér
iðulega eins og vinalega risanum
sem labbar um, veifar, klappar
öllum á kollinn og brosir. Þetta er
paradís fyrir lágvaxna menn sem
vilja upplifa sig eins og lands-
liðsmenn í körfuknattleik,“ segir
Borgar.
Sterk vináttutengsl hafa mynd-
ast milli Borgars og ítölsku fjöl-
skyldunnar. „Þau komu í brúð-
kaupið mitt þremur árum síðar og
mig langar afar mikið til að heim-
sækja þau aftur.“
kjartan@frettabladid.is
Í paradís fyrir lágvaxna
Borgar Guðjónsson upplifði ekta ítalska stemningu þegar hann bjó hjá heimafólki í þorpinu Ventimiglia
í tvær vikur. Finnskur ökuþór var það eina sem kippti honum reglulega inn í nútímann.
„Þarna í þorpinu leið mér iðulega eins og vinalega risanum sem labbar um, veifar, klappar öllum á kollinn og brosir,“ segir Borgar
sem dvaldi hjá ítalskri fjölskyldu í litlu þorpi við landamæri Frakklands. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is