Fréttablaðið - 18.11.2009, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009 3hátíðarrit fríkirkjunnar ●
F
ríkirkjan í Reykjavík hefur í
röska öld skipað veigamikinn
sess í trúarlífi Íslendinga; kall-
aðist um skeið ein á við Dómkirkjuna;
ásamt Tjörninni og Austurvelli höfuð-
kennileiti í miðbæ höfuðstaðar.
Hvað sem forminu leið var sam-
búðin við þjóðkirkjuna oft náin en
sérstaða Fríkirkjunnar hefur á síðari
tímum gert henni kleift að taka vel á
móti þeim sem leita að fjölbreytni í
trúariðkan.
Þegar séra Þorsteinn Björnsson,
sóknarprestur á Þingeyri við Dýra-
fjörð, var um miðbik síðustu aldar
kosinn fríkirkjuprestur, fylgdu honum
margir Vestfirðingar. Kirkjan við Tjörnina varð um
leið þeirra kirkja.
Fjölskylda mín fyllti þennan flokk; pabbi og
mamma og frænkurnar. Því fermdi séra Þorsteinn
mig, jarðsöng foreldra mína og útför afa og ömmu fór
líka fram frá Fríkirkjunni; enda hafði
afi minn og nafni verið meðhjálpari
hjá séra Þorsteini fyrir vestan.
Fríkirkjan varð því á vissan hátt
okkar fjölskyldukirkja, líkt og þús-
unda annarra Íslendinga. Saga kirkj-
unnar, andblær hins liðna ófst saman
við minningar fjölskyldunnar, kirkjan
með sérstakan sess í hugum og hjört-
um.
Fríkirkjan hefur haft svo ríku-
leg áhrif á vegferð Íslendinga frá fá-
tækt fyrri alda til velferðar í nútím-
anum að hún er í raun þjóðarkirkja
líkt og aðrar höfuðkirkjur landsins.
Þótt stormur hafi stundum leikið um
kirkjuskipið og hún tekist á við breytta tíma, er hún
enn tignarleg við Tjörnina, tekur vel á móti öllum,
bænahús þeirra sem þjást og þurfa huggun; helgi-
staður og stundum gleði og sorgar; tónarnir óma í
takt við ákall tímans.
Bænahús og þjóðarkirkja
● Afmæliskveðja frá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni.
E
itt af þjóðareinkennum Íslendinga
er þörf fyrir sjálfstæði og frelsi
og ég kýs að líta svo á að stofn-
un Fríkirkjunnar í Reykjavík í lok 19.
aldar beri þessum einkennum okkar
gott vitni. Þeir einstaklingar sem
stóðu að stofnun Fríkirkjunnar leit-
uðu frelsis frá ramma sem þeir töldu
að hin hefðbundna kirkja setti þeim á
þeim tíma, ramma sem þeir töldu að
væri of þröngur. Þeir létu ekki sitja við
orðin tóm og af rótum gagnrýni þeirra
spratt kirkja sem verður sífellt öflugri
og telur nú um níu þúsund manna söfn-
uð.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar í
þau 110 ár sem nú eru liðin frá stofnun Fríkirkjunn-
ar og starfsumhverfi kirkju og trúfélaga hér á landi
er nú fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr og er það vel.
Segja má að á erfiðum tímum, eins og þeim tímum
sem við göngum nú saman í gegnum, sé mikilvægt
að fyrir hendi sé í samfélaginu vettvangur sem ein-
staklingar geta leitað til og sótt styrk
í. Á tímum sem þessum er jafnframt
afar mikilvægt að standa vörð um sið-
ferðileg grundvallargildi og mannrétt-
indi þjóðarinnar allrar og virða ólíka
stöðu og mismunandi skoðanir fólks.
Það hefur Fríkirkjan í Reykjavík svo
sannarlega gert og hlýtur virðingu
fyrir.
Það er von mín og trú að starf Frí-
kirkjunnar í Reykjavík og annarra
kirkna og trúfélaga hér á landi muni
þróa starfsemi sína í takt við tíðarand-
ann og þjóna þeim sem þangað leita á
hverjum tíma. Slík þjónusta er dýrmæt
og okkur sem höfum kosið að starfa að
samfélagsmálum með einum eða öðrum hætti ber
skylda til að vera góðir hlustendur og leita nýrra
aðferða í því efni þannig að við getum látið gott af
okkur leiða frá degi til dags.
Ég óska Fríkirkjunni í Reykjavík áframhaldandi
gæfu og gengis í mikilvægum verkefnum sínum.
Virðing fyrir ólíkum skoðunum
● Afmæliskveðja frá forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur.
N
ú minnumst við þess að 110 ár
eru liðin frá því að Fríkirkjan
í Reykjavík var stofnuð, en það
var hinn 19. nóvember 1899. Nokkru
áður eða á árinu 1881 höfðu einstakl-
ingar frá Reyðarfirði sagt sig úr þjóð-
kirkjunni og stofnað hina fyrstu frí-
kirkju Íslands. Reyndi þá meðal annars
á trúfrelsisákvæði hinnar nýju stjórn-
arskrár Íslendinga frá árinu 1874.
Þegar fríkirkjusöfnuðurinn í
Reykjavík sagði skilið við þjóðkirkjuna
til þess að byggja upp eigin starfsemi
bjuggu í Reykjavík um 6.000 manns. Á
þessum tíma var breytingaskeið í ís-
lensku þjóðfélagi. Almenningur var at-
kvæðameiri um þjóðfélagsmál en oft áður og áhugi á
félagslegum og lagalegum umbótum í íslensku sam-
félagi mikill. Þeim sem þá þótti þjóðkirkjan ekki
svara kalli tímans um stuðning og öfluga þjónustu,
og ræktarsemi við trúarlega þörf, stóðu að sameig-
inlegri viljayfirlýsingu haustið 1899 sem leiddi síðan
til stofnunar fríkirkjusafnaðarins.
Enn er hafið breytingaskeið í íslensku þjóðfélagi.
Mjög reynir á alla samfélagsinnviði og er safnaðar-
starf þar ómetanlegur þáttur. Á vegum Fríkirkjunn-
ar í Reykjavík er unnið gott og öflugt starf og fyrir
það ber að þakka. Eykur það á fjölbreytni safnað-
arstarfs hér á landi og stuðlar að því
að einstaklingar, sem það kjósa, geti á
trúarlegum vettvangi leitað sér ásjár
um leiðbeiningu, liðsinni og sáluhjálp.
Þannig styrkist nauðsynleg kjölfesta í
okkar samfélagi. Slíkt er brýnt á okkar
tímum.
Vert er að halda því til haga að
trú frelsi er varið í 63. og 64. gr. stjórn-
arskrárinnar. Er þar verndaður réttur
hvers manns til þess að aðhyllast þá
trú sem hann sjálfur velur og réttur til
þess að iðka trú sína, hvort heldur einn
eða í félagi við aðra. Hver maður nýtur
á sama hátt frelsis til þess að vera trú-
laus og verður ekki skyldaður til þess
að tilheyra trúfélagi eða iðka trúarbrögð.
Trúfrelsi er varið þótt náið samband sé á milli rík-
isvaldsins og hinnar evangelísku lútersku kirkju sem
þjóðkirkju. Sú staðreynd, að hér starfar þjóðkirkja
með ákveðnar skyldur sem slík, varpar ekki rýrð á
hlutverk og mikilvægi annarra trúfélaga. Samfélags-
legt hlutverk allra þessara trúfélaga er mikilvægt og
stuðlar að því að hver og einn geti fundið farveg fyrir
trúariðkan sína í samræmi við þau grundvallargildi
sem staðfest eru í stjórnarskrá okkar. Fríkirkjan er
þar á meðal og óska ég henni innilega til hamingju
með 110 ára starfsafmælið.
Gott og öflugt safnaðarstarf
● Afmæliskveðja frá dómsmála- og mannréttindaráðherra, Rögnu Árnadóttur.
Frjáls framlög til Fríkirkjunnar,
110 ára afmælisgjöf
eða framlag í líknarsjóð má leggja inn á
reikn. 0334-03-802010, kt. 560169-4509.
EF ÞÚ VILT GEFA
FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK
Laufásvegi 13, 101 Reykjavík - Sími 552 7270 - Fax 552 7287
Netfang: frikirkjan@frikirkjan.is
Vefsíða: www.frikirkjan.is
FORSTÖÐUMAÐUR OG PRESTUR:
Hjörtur Magni Jóhannsson
Sími: 899 4131
Netfang: hjorturm@frikirkjan.is
Viðtalstímar eftir samkomulagi
SAFNAÐARRÁÐ:
Steindór I. Ólafsson, formaður
Hörður Hafberg Gunnlaugsson, varaformaður
Hilmar K. Viktorsson, gjaldkeri
Sólrún Ó. Siguroddsdóttir
Dagmar Maríusdóttir
Ingunn Þorláksdóttir
Óskar Þór Nikulásson
VARAMENN:
Ragna Sæmundsdóttir, ritari
Sigursteinn R. Másson
Helena Guðmundsdóttir
RITARI Á SKRIFSTOFU:
Hafdís Jónsdóttir
Netfang: hafdis@frikirkjan.is
KIRKJUVÖRÐUR OG SAFNAÐARSTARFSMAÐUR:
Anna Hulda Júlíusdóttir
Sími: 868 4936
Netfang: annahulda@frikirkjan.is
UMSJÓNARMAÐUR SAFNAÐARSALS:
Lovísa Guðmundsdóttir
Sími 663 7143
Netfang: veisluthjonustan@hotmail.com
TÓNLISTARSTJÓRAR:
Anna Sigríður Helgadóttir
Sími: 861 3843
Netfang: annasigga63@simnet.is
Carl Möller
Sími: 897 2594
Netfang: voffar86@simnet.is
Útgefandi: Fríkirkjan í Reykjavík • Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Hjörtur Magni Jóhannsson • Umbrot: Fréttablaðið