Fréttablaðið - 18.11.2009, Page 27

Fréttablaðið - 18.11.2009, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009 9hátíðarrit fríkirkjunnar ● HVÍSL Í EYRA  ENGIN ÁBYRGÐ Samningurinn og lögin voru mörg ár í undirbúningi í einkasamtali milli ríkisstjórnar annarsvegar og eins trúfélags hinsvegar. Þar var hvíslað í eyru á báða bóga til að ís- lenskur almenningur flækti ekki málið og látið var sem önnur krist- in trúfélög væru ekki til. Kirkjustofnunin vill nú láta líta svo út að samningur þessi hafi verið meitlaður í björg á Þingvöllum fyrir þúsund árum rétt eins og boðorð- in tíu á tímum Móses. Nokkuð sem við eigum að gleypa og meðtaka án hugsunar eða gagnrýni. En Þorgeir Ljósvetningagoði hafði aldeilis ekk- ert með þennan gjörning að gera. Enda er sú kirkjustofnun sem hér er við lýði, einungis seinnitíma til- búningur. Samningurinn er nýgerð- ur, blekið vart þornað og alls ekki í þágu þjóðar. Hann stríðir jafnframt gegn því fegursta sem við þekkjum í boðskap Krists og Lúthers, hann mismunar og skapar ójöfnuð og óeiningu meðal þegna landsins. Gagnvart öðrum trúfélögum, lúterskum sem öðrum, lætur þjóð- kirkjustofnunin sem hún beri enga ábyrgð á öllum þessum milljarða gjörningi. Rétt eins og þjóðkirkju- stofnunin hafi hvergi komið að jafn- vel þótt forstöðumenn hennar hefðu ábyrgst og undirritað gjörninginn með eigin hendi. Gjörningurinn kann að vera löglegur en hann er siðlaus og ókristilegur. AFLEIÐINGAR Ofangreind lög og samningur skaða verulega eðlilega þróun og vöxt á sviði lífsskoðana, sem og andlegra og trúarlegra mála landsmanna. Nokkuð sem við þurfum ekki á að halda á þessum tímum áfalla þegar trú okkar, vonir og væntingar hafa mun meira vægi en oft áður. Sá veruleiki sem blasir við frjáls- um kristnum trúfélögum í dag er nákvæmlega sá sami og áður. Sér- hvert ár fær eitt „sértrúarfélag rík- isins“ u.þ.b. fimm milljarða króna af almannafé, sturtað í sína sjóði. Mismununin sem í þessu felst setur allt tal um trúfélagafrelsi – sem eru grundvallar mannréttindi, á svið fá- ránleikans. Endurnýjun þjóðkirkjulaganna felur í sér mikla afturför hvað varðar lúterskan kirkjuskilning. Á þeim rúma áratug sem gömlu lögin um þjóðkirkjuna hafa verið í gildi hefur hlutfallslega fækkað mjög í þjóðkirkjunni. Miðstýring hefur aukist til muna. Ákvörðunartaka og vald hafa verið fært frá söfnuð- unum sem eiga að vera sjálfráða grunneiningar kirkjunnar. Vald- ið hefur verið fært til eins biskups sem stýrir kirkjuþingi og í raun flest öllu sem gerist innan hinnar ríkisreknu stofnunar. Allt er þetta andstætt anda Lúthers. En líklegast hefur ekkert af þessu verið nefnt í einkasamtali ráðuneytis og þjóð- kirkjunnar nú þegar stendur til að endurnýja lögin. HIN SPÁMANNLEGA RÖDD ÞÖGGUÐ Hin spámannlega og sjálfsgagn- rýna rödd ætti að vera helsti kostur og séreinkenni lúterskrar kirkju. En samningurinn og þjóð- kirkjulögin kæfa gjörsamlega þá rödd. Stofnun sem fær milljarða árlega umfram aðra frá stjórn- völdum er ekki líkleg til að gagn- rýna þau stjórnvöld. Hvað varð- ar sjálfsgagnrýni og afstöðu til annarra trúfélaga þá mótast allt af því að halda í milljarðana og forréttindin. Ætla mætti að guð- fræðideild Háskóla Íslands og þeir sem þar starfa gætu veitt þjóðkirkjustofnuninni gagnrýni og aðhald, þó ekki væri nema bara vegna kröfunnar um aka- demískt hlutleysi. En guðfræði- deildin er nátengd þjóðkirkjunni fjárhagslegum hagsmunabönd- um. Og því miður hafa dæmin sannað að þaðan er ekki að vænta hinnar spámannlegu gagnrýnu raddar. NÝJA ÍSLAND KALLAR Á NÝJA UMGJÖRÐ TRÚMÁLA! Ef þjóðkirkjulögin verða staðfest, munu kristin gildi og kristin trú missa trúverðugleika enn frekar en þegar er orðið. Sú kaþólska um- gjörð sem við búum við er löngu orðin úrelt og vandræðaleg og þar af leiðandi afar skaðleg þeim boð- skap sem henni er ætlað að vera farvegur fyrir. Kristnar innistæð- ur meðal þjóðar munu gjaldfalla og rýrna með auknum hraða. Okkar sögulegi lúterski – mót- mælenda trúararfur kallar á end- urskoðaða umgjörð lífsskoðana- og trúfélaga í landinu, svo að við verð- um loks lútersk í siðum! Sú umgjörð verður að rúma trú, vonir, drauma og andlegar vænt- ingar allra landsmanna, en ekki aðeins fárra starfsmanna, stórr- ar ríkisstofnunar. Sú lagalega um- gjörð verður að vera trúverðug í anda lýðræðis og jafnréttis því ein- ungis það er í anda Lúthers og Jesú Krists. Ómyndug ríkisrekin trúmála- stofnun sem leitar sér samsvörun- ar ýmist í kaþólskri kirkjustofn- un miðalda eða skaðlegri bókstafs- hyggju samtímans er þjóð okkar ekki samboðin. Allra síst á þeim válegu tímum sem við nú lifum. Sá fjöldi sem starfar í anda Krists innan þjóðkirkjunnar á betri um- gjörð skilið. Hin nýja lagalega umgjörð verður einnig að höfða til húmanista og trú- leysingja því þeir eiga einnig sínar vonir og væntingar um betra líf og þeir e.t.v. frekar en margir aðrir hafa fundið þungann af mistökum trúarstofnunarinnar í aldanna rás. Að vinna að slíkri umgjörð er heillandi viðfangsefni. Það er í anda nýsköpunar og sprotastarfsemi og einmitt þar er Guð að finna. Sú sýn er sú eina sem hæfir nútíma lýð- ræðissamfélagi; það eitt er samboð- ið Lúther og Jesú Kristi. Hjörtur Magni Jóhannsson lljarða þjóðkirkjulögum S ífellt fleiri Íslendingar, nú um 17.000 manns, hafa kosið að tilheyra evangelísk lúterskum fríkirkjum. Á undanförnum áratug hefur fríkirkjufólki fjölgað um allmörg þúsund. Á sama tíma fækkar hlutfallslega í þjóð- kirkjunni þrátt fyrir þá milljarða króna sem hún fær frá ríki hvert ár. Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Í þeim lögum sem og í sérstökum samningi milli ríkis og þjóðkirkju sem einnig var gerður fyrir um áratug um kirkju- sögulegan arf Íslendinga, er látið sem evangelísk lúterskar fríkirkjur séu ekki til. Það veldur verulegum ójöfnuði hvað varðar fjárhag og starfsaðstöðu lútersku fríkirknanna sam- anborið við þjóðkirkjuna. Þó hefur lúterska fríkirkjuhreyfing- in verið við lýði hér á landi nokkuð vel á annað hundrað ár, svo til allan þann tíma sem trúfrelsi hefur ríkt í landinu. Ekki er að sjá að þessi mismunun samræmist ákvæði stjórnarskrár íslenska lýðveldisins en í 62. gr. segir „Hin ev- angelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum“. Þegar evangelísk lútersku fríkirkjurnar voru stofnaðar á sínum tíma sem sjálfstæð trúfélög, þá var það sannarlega í anda lýðræðis og jafnræðis. Einmitt þeirra fegurstu gilda sem er að finna í lúterskri trúarhefð, þeirra gilda sem þjóðin helst getur sameinast um. Í ljósi þess mikla meðbyrs sem lúterskar fríkirkjur hafa haft síðustu árin þá er mikilvægt að ríkisstjórn Íslands og Al- þingi taki fullt tillit til þeirra við endurnýjun laga og samn- inga er varða samband ríkis og kirkju. Safnaðarmeðlimir lútersku fríkirknanna eru alveg full- gildir erfingjar þess kirkjusögulega arfs sem ríkið greiðir nú árlega til þjóðkirkjunnar. Það er vissulega í anda þeirrar lýðræðislegu endurskoð- unar og þeirra stjórnsýslu umbóta sem núverandi ríkis- stjórn boðar og stendur að. Fyrir hönd evangelísk lúterskra fríkirkna á Íslandi: Hjörtur Magni Jóhannsson prestur, fyrir hönd Fríkirkjunnar í Reykjavík Einar Eyjólfsson prestur og Sigríður Kristín Helgadóttir prestur, fyrir hönd Fríkirkjunnar í Hafnarfirði Pétur Þorsteinsson prestur, fyrir hönd Óháða safnaðarins Friðrik Schram prestur, fyrir hönd Íslensku Kristskirkjunnar LÚTERSKAR FRÍKIRKJUR OG STJÓRNARSKRÁIN Yfirlýsing til stjórnvalda Fríkirkjan er ekki bara fallegt hús. Hún er líka kirkja jafn- réttis og for- dómaleysis. Þannig finnst mér að kirkjur eigi að vera. Ást og friður Ellen Kristjánsdóttir, tónlistarmaður Við Tjörnina stendur hún, með sinn fallega hljómburð, hlýju og sögu. Fríkirkjan er dásamlegt athvarf, þar næri ég sálina og sæki innri orku til tjáninga í tónum. Að leika á Stradivarius í Fríkirkjunni er eins og að leika inni í hljóðfærinu sjálfu. Hjörleifur Valsson fiðluleikari Ég vildi ferm- ast 12 vetra, með bekkj- arsystkinum mínum sem voru 13 og 14 vetra. Aðeins ein kirkja í Reykja- vík féllst á að taka á móti svo ungu og áköfu fermingarbarni. Það var Fríkirkjan sem bauð Frímanninn velkominn. Síðan hefur hún verið kirkjan mín, í sjónmáli við heimili fjölskyld- unnar, gullfalleg, hljómprúð og alþýðleg. Sömu lýsingarorð eiga við fríkirkjuprestinn okkar góða, hann Hjört Magna Jó- hannsson. Þar fer góður maður í góðu guðshúsi sem gott er að eiga að. Heill Fríkirkjunni í Reykjavík á afmælisári. Jakob Fríkirkjumann Magnússon tónlistarmaður. Óháði söfnuðurinn sendir Fríkirkjunni í Reykjavík innilegar hamingju- óskir í tilefni 110 ára afmælisins. Þökkum fyrir ánægjulega heimsókn frá kirkjukórnum ykkar á aðventukvöldinu okkar á síðasta ári. Hlökkum til áframhaldandi samstarfs á milli safnaðanna um ókomin ár. Við óskum ykkur velfarnaðar og blessunar Guðs á afmælisárinu sem og í framtíðinni. F.h. Óháða safnaðarins Guðrún Halla Benjamínsdóttir, formaður safnaðarstjórnar. Embættismenn og kristindómur Sören Kirkegaard (1813-1855) er ekki aðeins þekktasti guðfræðingur Norðurlanda heldur einn mikilvægasti heimspekingur Vesturlanda. Hann var samtímamaður Fjölnismanna, gekk um stræti Kaupmannahafnar á sama tíma og þeir og var þeim kunnugur. Hann nefndi reyndar Grím Thomsen í einu af fjölmörgum ritum sínum. Kirkegaard áleit það eitt helsta viðfangsefni sitt að útskýra hvað felst í því að vera krist- inn. Hann var ákaflega gagnrýninn á dönsku ríkiskirkjuna og haft hefur verið eftir honum að prestar væru alls ekki æðstu dómarar í því hvað felst í því að vera kristinn; „Klerkar eru embætt- ismenn ríkisins og embættismenn ríkisins eru kristindómi óviðkomandi”.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.