Fréttablaðið - 18.11.2009, Page 30
18. NÓVEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR12 ● hátíðarrit fríkirkjunnar
H
ann var skaphundur
og glímdi líklegast
við geðræna kvilla
svo sem þunglyndi.
Hann storkaði opin-
berlega voldugum
trúarleiðtogum sinnar samtíðar og
ögraði milljarða trúarstofnunum.
Hann drakk líklegast fullmikið af
bjór og skrifaði og lét hafa eftir sér
á opinberum vettvangi ýmis um-
mæli sem eru vart birtingarhæf og
í raun til skammar. Sagan segir að
Lúther hafi markvisst unnið að því
að frelsa nunnur úr ánauð klaustur-
slífsins, smyglað þeim út í risastór-
um bjórtunnum og reynt að finna
þeim eiginmenn. Þeirri síðustu sem
hann gat ekki komið út, giftist hann
sjálfur, segir sagan.
Siðbreytingin hér á landi sem
kennd var við Lúther fól margt nei-
kvætt í sér á mörgum sviðum og
segja má að henni hafi í raun verið
þröngvað upp á þjóðina. Eins hafa
trúarleiðtogar og stofnanir notfært
sér nafn hans og kenningar, sjálf-
um sér til framdráttar, með því að
umsnúa boðsskap hans.
Þrátt fyrir allt þetta er ég þakk-
látur fyrir að geta kennt trúararf
minn við þennan mjög svo breyska,
þýska Martin Lúther. Engan annan
trúarleiðtoga utan Krists vildi ég
heldur hafa nefndan í stjórnarskrá
íslenska lýðveldisins.
HVERS VEGNA?
Svarið er einfalt: Með mótmælum
sínum tengdi hann
trúna aftur við sam-
félagslegt réttlæti,
frelsi, lýðræði og
jafnræði, rétt eins
og Jesús Kristur.
Kirkjuskilningur
hans var óljós og
sem betur fer ekki
fullmótaður vegna
þess ástands sem
var ríkjandi. En
hann mótmælti af
miklum krafti þegar
kirkjustofnunin var
farin að upphefja og
dýrka sjálfa sig og
valda ímynd Krists miklum skaða.
ÞÖRFIN FYRIR MÓTMÆLI
Þörfin fyrir skapandi sjálfsgagn-
rýni og kröftug uppbyggileg mót-
mæli þegar við á, er öllum lýðræð-
issamfélögum lífsnauðsynleg. Og
það er sú arfleifð sem gerir þennan
breyska Martein Lúther svo mikil-
vægan fyrir samfélag okkar í dag.
Innan kristinnar trúarhefðar
má rekja arfleifð mótmælenda allt
aftur til spámanna Gamla testa-
mentisins. Spámennirnir voru
öflugir og feikna ágengir mót-
mælendur allrar samfélagslegr-
ar mismununar. Þeir voru boðber-
ar samfélagslegs réttlætis og jafn-
ræðis. Þeir gagnrýndu blóðfórnir
musterisins og mótmæltu trúar-
stofnun sinnar samtíðar.
Á tímum Jesú Krists voru Sadd-
úkear sjálfsyf-
irlýstir eigend-
ur átrúnaðarins
og hins trúarlega
arfs. Þeir voru eins
og forréttinda yf-
irstétt hinna trú-
uðu meðal þjóðar
sem glímdi við gíf-
urlega kreppu og
ánauð. Ætla mætti
að Jesús Kristur
hafi ráðfært sig
við þá um öll sín
áform. En svo virð-
ist þó sem Jesús
hafi haft samskipti
við alla hópa samfélagsins nema
þessa sjálfsskipuðu erfingja trúar-
arfsins, Saddúkeana. Jesús tókst á
við þá í orðaskiptum og sakaði þá
um fávisku. Þeir komu hjálpræð-
isboðskap hans ekkert við. Í reiði
sinni velti Jesús um borðum víxl-
aranna í musterinu, þar sem Sadd-
úkear réðu miklu.
Í frelsis- og hjálpræðisboðskap
Jesú Krists á allur almenningur að-
gang að himnaföðurnum, hans náð,
miskunn og dýrmætri lífs orku.
Á tímum Marteins Lúthers hafði
rómversk kaþólska kirkjustofnun-
in tekið upp á því að selja fátækum
almenningi aðgang að Guði. Kaþ-
ólska kirkjustofnunin gerði sjálfa
sig að Guði og hefur síðan skrá-
sett það í eigin kenningar t.d. með
ákvæðum um óskeikulleika páfa og
með því að halda því fram að ekk-
ert hjálpræði væri að finna utan
stofnunarinnar. Lúther blöskraði
og mótmælti kröftuglega ásamt
öðrum siðbótarmönnum. Og það
leiddi síðan til siðbótar.
• Á hans tíma gat almenningur
ekki lesið Biblíuna né skilið helgi-
haldið því það var allt á latínu, máli
trúarstofnunarinnar; prestanna,
biskupanna, kardínálanna og páfa.
• Lúther tók sig til og þýddi
Biblíuna á það tungumál sem fólk-
ið skildi og losaði fólkið þannig við
alla óþarfa milliliði.
• Hann boðaði að allir menn
væru prestar, og því allir jafngild-
ir erfingjar hins trúarlega arfs.
• Hann boðaði að kirkjan væri
fólkið og söfnuðurinn æðsta vald í
sínum eigin málum óháð biskups-
stofum og biskupsembættum.
• Lúther var ekki sérlega vel við
biskupsembættið.
Á okkar tímum. Hin spámann-
lega og sjálfsgagnrýna rödd ætti að
vera eitt helsta einkenni lúterskrar
kirkju. Það vita allir guðfræðingar.
Sú sjálfsgagnrýni á bæði að beinast
að trúarumgjörðinni sem að hinum
trúarlega grunni. Og það er ein-
mitt það sem gerir það fýsilegt að
kenna sig við Lúther í nútíma upp-
lýstu samfélagi. Þess vegna getum
við t.d. sagt hér í Fríkirkjunni að
mannréttindi séu æðri trúarlegum
kreddum. Leyfum anda hins evang-
elísk kristna Lúthers að lifa meðal
okkar. Það er farsælast.
Hjörtur Magni Jóhannsso
Hvers vegna að kenna trú sína
við þennan Martein Lúther? ■ Hefur þú athugað með trúfélagsskráningu þína?■ Láttu verða af því fyrir
1. desember!
Ert þú og þínir nánustu örugg-
lega skráðir í Fríkirkjuna? Ítrek-
að hefur komið í ljós að þeir sem
telja sig tilheyra Fríkirkjunni reyn-
ast ekki vera skráðir, þegar betur
er að gáð. Því er full ástæða á
þessum tímamótum að kanna
fyrir 1. desember hvernig trúfé-
lagsskráningu þinni er háttað.
Það getur þú gert hjá okkur í Frí-
kirkjunni eða hjá Þjóðskrá. Jafn-
framt hvetjum við þig til að hvetja
aðra til að gera slíkt hið sama.
Með skráningu í Fríkirkjuna ert
þú hvorki að afsala þér borgara-
legum réttindum né útiloka þig
frá einu eða neinu. Það er margt
svipað með trúfélagsgjöldum og
gjöfum okkar til hjálparstarfs eða
líknarmála; við viljum að framlag
okkar renni örugglega og óskipt
til þess málefnis sem réttlætis-
kennd okkar og samviska telja að
það gagnist best.
Við eigum að skrá okkur í það
trúfélag sem okkur sjálfum finnst
starfa í anda sannfæringar okkar,
samvisku, trúar og réttlætis-
kenndar.
Hægt er að nálgast skráning-
arblöð hjá Fríkirkjunni í Reykja-
vík eða prenta þau út af heima-
síðu kirkjunnar: www.frikirkjan.is,
undirrita og senda inn. Einnig er
hægt að nálgast skráningarblöð-
in hjá Þjóðskrá í Borgartúni eða
á www.thjodskra.is/eydublod/
trufelog/
HVERT RENNA
TRÚFÉLAGSGJÖLDIN ÞÍN?
Glatt
á hjalla
Barnastarfið hefst hvern sunnu-
dag kl. 14.00 með guðsþjónustu.
Eftir stutta stund með fullorðna
fólkinu er haldið í safnaðarheim-
ilið þar sem sungnir eru hreyfi-
söngvar, leikið og föndrað. Jakob
bangsi aðstoðar við fræðsluna.
Fjölskylduhátíðir eru haldnar að
vori og hausti. Þá er grillað, sungið
og trallað og margt fleira gert sér
til gamans.
Æskulýðsstarfið er í tengslum
við fermingarfræðsluna. Komið
er saman til skemmtunar en einn-
ig til að fræðast, m.a. um kristna
trú, mannréttindi og skaðsemi
vímuefna.
Marteinn Lúther.
F
R
É
T
TA
B
L
A
Ð
IÐ
/S
T
E
FÁ
N