Fréttablaðið - 18.11.2009, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 18. nóvember 2009 3
„Í tilefni jólanna erum við með
fjölskyldudaga þar sem námskeið-
in eru styttri og tengd jólum. Og
svo er þarna jólaföndur fyrir þá
sem vilja koma og eiga stund með
okkur, en ekki fara á einhver fyr-
irfram skipulögð námskeið,“ segir
Arna María Gunnarsdóttir, starfs-
maður Heimilisiðnaðarfélagsins,
og bætir við að á þessum nám-
skeiðum myndist kósí og skemmti-
leg stemning. „Sumir eru að gera
þetta til að skreyta sín eigin heim-
ili, aðrir koma til að fá hugmyndir
að gjöfum. Hugmyndin í kringum
þetta er að gefa allri fjölskyldunni
færi á að koma og gera eitthvað
jólalegt saman. Við reynum að
stilla verðinu í hóf eins og reynd-
ar alltaf,“ segir hún.
Margir hafa ekki hugmynd um
hvaða starfsemi fer fram í Heim-
ilisiðnaðarfélaginu en það má með
sanni segja að félagið sé stór-
veldi á sviði heimilisiðnaðar. Það
mun fagna 100 ára afmæli sínu
eftir nokkur ár. Félagið sérhæfir
sig meðal annars í þjóðbúninga-
saumi, handverki, silfurvíravirki,
sauðskinnskóagerð, upphlutum,
leppum, tógvinnu, spjaldvefnaði
og gömlu handverki sem marg-
ir stunda um þessar mundir.
Aðeins á þessari haustönn hafa
verið haldin fimmtíu námskeið
og stundum mæta mörg hundruð
konur, og slæðingur af körlum, í
prjónakaffið fyrsta fimmtudag
hvers mánaðar á Amokka kaffi í
Kópavogi.
Arna María segir að öllum körl-
um, konum og börnum sé velkomið
að kíkja inn á laugardaginn. Heitt
verður á könnunni milli klukkan
12 og 16 í Nethyl 2e sem er rétt
hjá Árbæjarsafninu og Kattholti.
Efni í jólaföndrið og músastigana
kostar frá 250 krónum en brjóst-
sykursnámskeiðið og hekluðu jóla-
seríurnar kosta meira, enda fer oft
mikið efni í þær. niels@frettabladid.is
Allir föndra þá
eitthvað fallegt
Heimilisiðnaðarfélagið mun næstkomandi laugardag halda nokkur
jólaörnámskeið. Í ár verður meðal annars boðið upp á kennslu í
brjóstsykursgerð fyrir börn og unglinga. Þá verða heklaðar jólaseríur
og jólakúlur þæfðar, svo fátt eitt sé nefnt.
Þæfðar jólakúlur eru fallegar og ekki
sérlega brothættar.
Margt má gera til að skreyta jólaseríur. Á
laugardaginn verða þær heklaðar.
Arna María Gunnarsdóttir að munda
hinn klassíska músastiga sem kemur
sterkur inn í ár.
Föndurstofan.is - s. 553-1800 - opið virka daga 10-18 - Laugardaga 11-15
Viltu gera jólagjöfi na sjálf
- þá er vöruúrvalið hjá okkur
Opið til kl 21 á fi mmtudaginn
og sunnudaginn frá 13-16
Hnotubrjóturinn er
einn frægasti ballett
veraldar og er yfir-
leitt sýndur í kringum
jólin. Sagan er dregin
af bókinni Hnotubrjót-
urinn og músakóng-
urinn eftir
E.T.A.
Hoff-
mann en
rússneska
tónskáldið
Tsjaík-
ovskí
samdi
tónlistina við ballettinn
á árunum 1891-1892.
www.wikipedia.org