Fréttablaðið - 18.11.2009, Side 36
20 18. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
SVAVAR GUÐNASON
FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1909.
Listin sprettur af lífinu sjálfu
en ekki neinni fagurfræði.
Svavar Guðnason var listmálari.
Hann starfaði í mörg ár í Dan-
mörku og var virkur í hópi rót-
tækra myndlistarmanna sem
voru kenndir við Cobra. Hann er
álitinn einn af helstu málurum
Íslands á ofanverðri 20. öld.
MERKISATBURÐIR
1709 Biskupsstofan á Hólum í
Hjaltadal brennur. Mikið
glatast af verðmætum.
1897 Blaðamannafélag Íslands
er stofnað.
1918 Lettland lýsir yfir sjálf-
stæði frá Rússlandi.
1963 Takkasíminn er tekinn í
notkun.
1981 Áttunda hrina Kröfluelda
hefst og stendur hún í
fimm daga.
1982 Vilmundur Gylfason geng-
ur úr Alþýðuflokknum og
stofnar Bandalag jafnað-
armanna.
1993 Írska drengjahljómsveitin
Boyzone er stofnuð.
2004 Rússland staðfestir Kyoto-
bókunina.
Þennan dag árið 1626 var Péturskirkj-
an í Róm vígð af Úrbanusi VIII. páfa.
Kirkjan er dómkirkja páfans í Vatíkan-
inu í Róm. Hún var reist á rústum eldri
kirkju sem var byggð á þeim stað þar
sem talið var að gröf heilags Péturs
væri. Sú kirkja var byggð af Konstat-
ínusi mikla á milli 326 og 333.
Undir lok 15. aldar var kirkjan mikið
skemmd og var ákveðið að reisa nýja.
Bygging hennar hófst árið 1506 en
lauk ekki fyrr en rúmri öld síðar. Kirkj-
an skipar stóran sess hjá kaþólskum
enda er hún dómkirkja páfans og þar
með höfuðkirkja alls kristindóms. Hún
er einnig grafarkirkja heilags Péturs og
nánast allra páfa eftir hans dag. Þá er
kirkjan mikilvægur áfangastaður píla-
gríma.
ÞETTA GERÐIST: 18. NÓVEMBER 1626
Péturskirkjan í Róm vígð
PÉTURSKIRKJAN Í RÓM.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er
níutíu ára í dag. Af því tilefni býður fé-
lagið félagsmönnum til móttöku í and-
dyri nýju Laugardalshallarinnar milli
17 og 19 á föstudag auk þess sem efnt
verður til afmælisþings á Grand Hóteli
Reykjavík á föstudag og laugardag.
„Þetta eru hápunktarnir en auk þess
er verið að vinna bók um sögu félags-
ins,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir for-
maður félagsins. „Hún átti að koma út
á afmælisárinu en því miður dregst
útkoman fram yfir áramót. Hún er
þó alveg á næsta leiti og lofa ég yfir-
gripsmikilli bók um sögu hjúkrunar.“
Á afmælisþinginu er ætlunin að draga
fram fjölbreyttar hliðar hjúkrunar
og munu þrettán fagdeildir félags-
ins bjóða upp á fræðsludagskrá hver
á sínu sviði. „Við ætlum ekki að fjalla
um niðurskurð og hagræðingu held-
ur koma saman, fræðast og skemmta
okkur.“
Hjúkrunarfræðingar eru lang-
stærsta heilbrigðisstéttin á Íslandi
og eru skráðir félagsmenn 4.512. Þar
af eru 4.447 konur og 65 karlar. „Um
2.700 eru virkir félagar sem fá laun
samkvæmt okkar kjarasamningum en
auk þess er í félaginu hópur öldunga
og hjúkrunarfræðinga sem starfa við
kennslu eða á öðrum sviðum,“ upplýs-
ir Elsa. Hún segir það skipta miklu
máli fyrir samstöðu og styrk að nán-
ast allir hjúkrunarfræðingar á Ís-
landi eru aðilar að félaginu en það er
ekki alltaf raunin hjá samstarfsfélög-
um erlendis. „Við erum mjög lánsöm
með það.“
Spurð hvort mikið hafi breyst á
þessum níutíu árum segir Elsa að í
raun séu alltaf sömu grundvallarstefin
gegnumgangandi. „Við berjumst fyrir
hag og réttindum skjólstæðinga, hags-
munum hjúkrunarfræðinga og mennt-
un stéttarinnar, en fyrsti doktorsnem-
inn úr hjúkrunarfræðideild Háskóla
Íslands útskrifaðist einmitt í fyrra.“
Elsa á von á mörg hundruð hjúkr-
unarfræðingum í móttökuna og á af-
mælisþingið en þó verða margir upp-
teknir við störf auk þess sem stór hluti
þeirra starfar úti á landi. „Við höfum
gert samning við Mosfellsbakarí sem
er búið að hanna sérstaka tertu með
merkinu okkar og höfum við hvatt
stjórnendur heilbrigðisstofnana til að
kaupa þessa köku og hafa hana í boði
fyrir sitt fólk til að sem flestir geti
haldið upp á daginn.“ vera@frettablaðið.is
FÉLAG ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA: ER NÍUTÍU ÁRA Í DAG
Sömu grunnstefin alla tíð
BÓK Á NÆSTA LEITI Von er á yfirgripsmikilli bók um sögu hjúkrunar eftir áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Jóna Guðríður
Arnbjörnsdóttir
frá Nýlendu Stafnesi, til heimilis að
Miðhúsum Sandgerði,
verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju, föstudaginn 20.
nóvember kl. 13.00.
Sigurbjörg Eiríksdóttir Gunnar B. Sigfússon
Arnbjörn R. Eiríksson
Guðrún J. Eiríksdóttir Þröstur Sveinsson
Laufey Þ. Eiríksdóttir
Dagbjört H. Eiríksdóttir Eiður Stefánsson
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.
Frænka okkar,
Lára Þorgeirsdóttir
Flókagötu 64,
andaðist á Dvalarheimilinu Grund 3. nóvember.
Útförin hefur farið fram.
Þorsteinn Þorgeirsson
Kristín Þorleifsdóttir
Oddfríður Halla Þorsteinsdóttir Kristofer Ewans
Jóhannes Þorsteinsson Anabella Pereira
Þorgeir Þorsteinsson Tanja Þorsteinsson
Útför, elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
Rögnvaldar H.
Haraldssonar
Sóleyjarima 9, Reykjavík,
fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 20. nóvember
kl.13.00.
Ingibjörg Andrésdóttir
Brynja Björk Rögnvaldsdóttir Þórhallur G. Harðarson
Rögnvaldur Óttar Rögnvaldsson Margrét Gísladóttir
AFMÆLI
PETA WILSON
leikkona er 39
ára.
CHLOË SEVIGNY
leikkona er 35
ára.
PETER
SCHMEICHEL
knattspyrnu-
maður er 46
ára.
MARGARET
ATWOOD
rithöfundur er
sjötug.
Íslenski dansflokkurinn
stendur fyrir djammviku
dagana 25. til 28. nóvember.
Þá sýnir flokkurinn fjög-
ur ný verk í vinnslu, eitt á
dag, eftir framsækna dans-
höfunda.
Listafólkið sem Íslenski
dansflokkurinn hefur feng-
ið til liðs við sig eru leiklist-
armaðurinn Kristján Ingi-
marsson, Tony Vezich og tví-
eykið Steinunn Ketilsdóttir
og Brian Gerke. Peter And-
erson danshöfundur og dans-
ari hjá flokknum á eitt verk
á dagskránni.
Með Djammviku er Ís-
lenski dansflokkurinn að
gefa nýjum höfundum tæki-
færi til að vinna með flokkn-
um. Þetta er jafnframt vett-
vangur til að þróa og prófa
nýja tækni og aðferðir við
sköpunina.
Nánari upplýsingar veitt-
ar í síma í síma 568 8000 eða
á www.id.is.
Fjögur ný verk
á fjölunum
FRAMSÆKIN Fjögur ný verk í vinnslu verða sýnd á djammviku.