Fréttablaðið - 18.11.2009, Page 42
26 18. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
Það verður sannkallaður stórleikur í N1-deild kvenna í kvöld. Valur
tekur þá á móti Stjörnunni á heimavelli en Valskonur eru enn ósigr-
aðar í deildinni. Þessi lið mættust einmitt í fyrstu umferð deildar-
innar í haust og þá vann Valur nauman sigur í hörkuspennandi leik,
18-17.
„Ég held að liðið mitt hafi ekki skorað jafn fá mörk í
einum leik og þá síðan ég tók
við,“ sagði Atli Hilmarsson,
þjálfari Stjörnunnar. „Þetta
eru bæði mjög sterk varnarlið
og það sást vel í þessum leik.“
Bæði Stjarnan og Valur hafa unnið alla leiki sína í deildinni
síðan þá en Stjarnan vann nú síðast stórsigur á núverandi
deildarmeisturum Hauka, 36-20.
„Ef við spilum eins vel gegn Val og við gerðum gegn Hauk-
um líst mér mjög vel á leikinn,“ sagði Atli. „En við vitum vel
hversu sterkt lið Valur er eins og komið hefur í ljós í haust. Ég
hef þó ekki verið að undirbúa liðið fyrir þennan leik á öðruvísi
máta en aðra leiki – við tökum bara einn leik fyrir í einu en við
ætlum að reyna að stöðva sigurgöngu Vals.“
Atli neitar því ekki að Valur getur komið sér í ansi vænlega stöðu
ef liðið vinnur Stjörnuna í kvöld. „Ég tel að það eru ekki mörg lið
í deildinni sem geti unnið Val og því verður enn mikilvægara fyrir
okkur að vinna þennan leik. Við viljum auðvitað vera í fyrsta
sæti en að sama skapi gerum við okkur grein fyrir því að
Íslandsmótið ræst í úrslitakeppni og því væri það enginn
heimsendir að tapa þessum leik.“
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikmaður Vals, segir
sína menn afar vel stemmda fyrir leikinn. „Ég held að
þetta verði fyrst og fremst hrikalega skemmtilegt. Það
er mikið í húfi enda eigum við möguleika á að koma
okkur í mjög góða stöðu. Það væri ekki leiðinlegt að
hafa unnið Stjörnuna tvisvar fyrir áramót.“
Hún segir að gengi Vals hafi ekki komið henni á
óvart. „Við erum ekki með lakara lið en Stjarnan en
við vitum að þetta er að stórum hluta spurning um
dagsform og hugarfar. Við getum á góðum degi vel
unnið Stjörnuna en við getum líka tapað.“
N1-DEILD KVENNA: TOPPSLAGUR VALS OG STJÖRNUNNAR Í KVÖLD
Munum reyna að stöðva sigurgöngu Vals
> Iceland Express-deild kvenna í kvöld
Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild kvenna í
körfubolta í kvöld þar sem hæst ber leik Íslandsmeist-
ara Hauka og Keflavíkur að Ásvöllum. Liðin hafa marga
hildi háð síðustu ár í kvennakörfunni en hafa
bæði átt fremur erfitt uppdráttar til þessa
í vetur. Haukar hafa unnið þrjá leiki en
tapað þremur og Keflvík hefur unnið tvo
leiki eftir að hafa tapað fyrstu fjórum
leikjum sínum í deildinni. Þá mætast
Grindavík og Njarðvík í Suðurnesja-
slag í Grindavík og Snæfell fær Hamar
í heimsókn í Hólminn.
FÓTBOLTI Átta Evrópuþjóðir berj-
ast um fjögur laus sæti á loka-
keppni HM í fótbolta sem fram
fer í Suður-Afríku næsta sumar
en seinni umspilsleikir liðanna
fara fram í kvöld. Þá mætast einn-
ig Ameríkuþjóðirnar Úrúgvæ og
Kosta Ríka og Afríkuþjóðirnar
Alsír og Egyptaland.
Frakkland stendur vel að vígi
fyrir seinni leik sinn gegn Írlandi
í París í kvöld en Frakkar unnu
fyrri leik liðanna 0-1 í Dyflinni
á laugardag með marki Nicolas
Anelka.
Frakkar hafa enn fremur ekki
tapað á heimavelli í undankeppni
HM í tíu ár og hafa því ærna
ástæðu til bjartsýni fyrir leikinn
þrátt fyrir að pressan sé vissulega
einnig mikil á liðinu og landsliðs-
þjálfaranum Raymond Domen-
ech.
„Pressan er alltaf til staðar hjá
Frökkum og það er ástæðulaust að
vera að bæta eitthvað á það með
einhverjum yfirlýsingum. Ég veit
það og leikmennirnir vita það að
við þurfum að tryggja okkur far-
seðilinn á HM og það er það sem
við ætlum að gera. Við skulum því
vonast til þess að stuðningsmenn
okkar standi þétt við bakið á okkur
í baráttunni,“ sagði Domenech á
blaðamannafundi í gær. Írar eru
ekki síður vongóðir fyrir leikinn
og landsliðsþjálfarinn Giovanni
Trapattoni hjá Írlandi vonast til
þess að lið sitt nýti sér vel veik-
leika Frakka.
„Langflest mörkin sem Frakk-
ar fá á sig koma upp úr föstum
leikatriðum og við þurfum að nýta
okkur veikleika þeirra til þess að
eiga möguleika,“ sagði Trapatt-
oni.
Margir knattspyrnuunnendur
geta varla hugsað sér lokakeppni
HM án þátttöku Portúgala með
stórstjörnuna Cristiano Ronaldo í
fararbroddi og þrátt fyrir að hann
sé fjarri góðu gamni eru Portú-
galir í ágætis málum fyrir seinni
umspilsleik sinn gegn Bosníu.
Portúgalir unnu reyndar ósann-
færandi 1-0 sigur í fyrri leik lið-
anna í Portúgal en útivallarmark
í kvöld setur þá vitanlega strax í
bílstjórasætið í einvíginu.
Úrúgvæ er einnig í fínum málum
gegn Kosta Ríka eftir 0-1 útisigur í
fyrri leik liðanna en fyrirfram var
reyndar búist við nokkuð öruggum
sigri Úrúgvæ í einvíginu.
Þá mætast erkifjendurnir Alsír
og Egyptaland í algjörum úrslita-
leik um síðasta lausa sæti úr Afr-
íkuriðli undankeppninnar en þjóð-
irnar voru efstar og jafnar á öllum
tölum í c-riðli en úrslitaleikur þjóð-
anna fer fram í Súdan í kvöld.
Mikið gekk á fyrir leik þjóðanna
á dögunum í Kaíró í Egyptalandi
þar sem nokkrir landsliðsmenn
Alsír meiddust þegar liðsrútan var
grýtt með steinum.
omar@frettabladid.is
Síðustu sex sætin
Í kvöld ræðst loks hvaða sex þjóðir til viðbótar ná að
tryggja sér þátttökurétt á HM 2010 í Suður-Afríku.
ALLT UNDIR Síðari umspilsleikir evrópsku þjóðanna átta um fjögur laus sæti á loka-
keppni HM 2010 næsta sumar fara fram í kvöld. Stórfótboltaþjóðirnar Frakkland og
Portúgal eru í ágætis málum fyrir leiki sína í kvöld. NORDIC PHOTOS/AFP
UMSPILSLEIKIR HM 2010
Evrópa: fyrri leikir:
Frakkland-Írland (1-0)
Bosnía-Portúgal (0-1)
Slóvenía-Rússland (1-2)
Úkraína-Grikkland (0-0)
Mið- og-Suður-Ameríka:
Úrúgvæ-Kosta Ríka (1-0)
Afríka:
Alsír-Egyptaland
KÖRFUBOLTI Jakob Örn fór á kost-
um með Sundsvall Dragons og
skoraði 24 stig en það nægði lið-
inu hins vegar ekki til sigurs
þar sem það beið lægri hlut 74-
77 gegn Norrkoping Dolphins í
sænsku úrvalsdeildinni í körfu-
bolta í gærkvöldi.
Helgi Már Magnússon skor-
aði 10 stig og tók 5 fráköst í 73-91
sigri Solna Vikings gegn Stock-
holm. - óþ
Sænska úrvalsdeildin í körfu:
Stórleikur Jakobs
JAKOB ÖRN Átti enn einn stórleikinn
með Sundsvall í gærkvöldi. MYND/STEFÁN
HANDBOLTI Rhein-Neckar Löwen
gjörsigraði Lemgo á útivelli í
þýska handboltanum í gær
og Guðmundur Guðmunds-
son stýrði GOG til stórsig-
urs í toppbaráttuleik gegn
Kolding í Danmörku.
Snemma leiks Lemgo
og RN Löwen varð ljóst
í hvað stefndi þar sem
gestirnir í RN Löwen fóru
gjörsamlega á kostum,
bæði varnarlega og sókn-
arlega. RN Löwen leiddi
leikinn 1-8 eftir rúmar tíu
mínútur og staðan var 7-17
í hálfleik en þá hafði Ólafur
Stefánsson farið á kostum og
skorað sex mörk. Leikmenn RN
Löwen héldu áfram að auka for-
skot sitt í síðari hálfleik og niður-
staðan var sextán marka stórsig-
ur 22-38. Ólafur skoraði átta mörk
í leiknum, Snorri Steinn Guðjóns-
son þrjú og Guðjón Valur Sigurðs-
son eitt mark. Vignir Svavarsson
skoraði hins vegar þrjú mörk fyrir
Lemgo en Logi Geirsson
gat ekki leikið með lið-
inu vegna meiðsla.
Guðmundur Guð-
mundsson og lærisveinar í
GOG unnu ellefu marka sigur,
35-24, gegn Kolding í gær
þar sem Ásgeir Örn
Hallgrímsson skor-
aði fjögur mörk. GOG
skaust upp í annað sæti
deildarinnar með sigrin-
um, nú aðeins stigi á eftir
toppliði Kolding. - óþ
Íslendingar í eldlínunni í Þýskalandi og Danmörku:
Lemgo niðurlægt
FRÁBÆR Ólafur Stefánsson lék
á als oddi í stórsigri RN Löwen í
gær. NORDIC PHOTOS/GETTY