Vikan


Vikan - 01.03.1951, Blaðsíða 10

Vikan - 01.03.1951, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 9, 1951 >«C><^<^><r><><^<^<^><^><^><£><^y<^><£><><^<^><^<^><><^><^>-‘^><* • HEIIMILIÐ • 1 Matseðillinn Brún súpa: 60. gr. smjör; 4 gulrætur; 60 gr. hveiti; 2 1. kjötsoð; litlár fiskbollur; salt, sykur. Smjörið brúnað við hægan hita og gulrótunum, sem skornar hafa verið í þunnar sneiðar, er bætt út í. Hrært í við og við, þangað til gulræturnar eru soðnar meyrar. Hveiti, salti og sykri er bætt i, og þegar það er orðið brúnt, er soðinu hellt í. Súpan er látin sjóða hálfa klukkustund, froðan veidd ofan af, súpan síuð og bollurnar settar i. Það getur verið gott að keima hana með ögn af sherry. Svínakoteiettur: 1 kg. svínahryggur; 50 gr. smjör; salt; pipar. Hryggurinn er smáhöggvinn, þann- ig að 1 rifbein fylgi hverju stykki. Þá er kjötið skafið nokkra cm frá rifinu. Barið á bretti. Pannan hituð í 10 mín. Kjötstykkin sett á og brúnuð mó- brún á báðum hliðum. Salti og pipar stráð yfir. Raðað upp á heitt fat. Smjörið brúnað á pönnunni. 1—2 msk. af vatni hrært þar saman við og þvi hellt í sósukönnu. Kartöfl- ur og grænmeti er borðað með. Raðið kótellettunum öðrum megin á fatið og látið kartöflurnar og grænmetið meðfram. Saxaðri steinselju stráð yfir. Aluminium sundföt Nýjasta Hollywood tízkan eru sund- föt úr aluminium, en i rauninni er þessi tizka ættuð frá Noregi (Den Norske Automobilfabrik í Kambo og Bygningsartikelcompagniet í Óslo). Það sem gerir alumihium þægilegt i sundföt er, hvað það fellur vel að líkamanum. Hér að ofan sjáið þið þar sem verið er að búa til alumin- ium sundbol utan um stúlkuna. (tír „Aluminium News“ des. 1950). HÚSRÁÐ Pressið aldrei svört ullarföt öðru vísi en upp úr saltvatni. Saltið hreinsar og efnið sýnist svartara en ella, auk þess hættir því síður við að krumpast. Karamellubúðingur: % 1. rjómi; 250 gr. sykur; 6 msk. vatn; 4 bl. matarlím; 6 msk. kalt vatn; 10 möndlur. Steikarpanna er hituð. Þá er syk- urinn brúnaður og hrært i á meðan, unz sykurinn er brúnn og jafn. Pann- an tekin af og afhýddar möndlurnar settar á og huldar með karamellunni og settar á smurðan disk. Pannan sett aftur á eldinn og þegar hvít froða myndast, er 6 msk. af vatni bætt í og hrært í unz karamellan er jöfn. Sett í skál og kælt. Matarlim- ið lagt í bleyti í 15 min. Tekið upp úr og brætt yfir gufu. 6 msk. kalt vatn sett í matarlimið og . : ært i unz það er orðið kalt. Rjóminn þeytt- ur, þar I er kaldri karamellunni hrært og síðast matarlíminu. Þegar búðingurinn er stífur, er hann skreyttur með möndlunum. Hreinar léreftstuskur keyptar háu veröi. Steindórsprent h.f. Húsbóndanum boðið í mat Þegar Páll kom inn úr dyrunum, lagði steikarilminn á móti honum. Hann þaut inn i stofu og reif opna alla glugga. Hann leit við og horfði á Ingu láta síðustu diskana á borðið, áður en hann lét óánægju sína í Ijósi. „Hér angar allt eins og í veitinga- húsi — hvað heldurðu eiginlega að fólkið haldi um okkur? Maður getur ekki verið þekktur fyrir að bjóða fólki inn í hús, þar sem það finnur nákvæmlega á lyktinni hvað það á að fá að borða — fjandinn hirði það!“ „Ekki alveg,“ sagði Inga hæðnis- lega. „Sykurinn orann við hjá mér.“ „Þú getur ekki boðið fínum gest- um upp á viðbrenndan sykur?" „Svona, svona, vertu rólegur. Þetta er allt í lagi, ég er búin að bjarga því. Vitanlega gef ég ekki viðbrenndan sykur.“ „Nú, þakka skyldi þér. Mundu nú að þú átt að bjóða konu húsbóndans fyrst, og reyndu að gæta þess að Lalli fari ekki að kvelja okkur með því að reyta af sér lélega brandara. Já, og í guðanna bænum neyddu fólk- ið ekki til að borða meira en það langar í. — Segðu ekki: „Bara ofur- lítið meira!“ — þvi ef þú gerir það, þá æpi ég.“ Inga horfði á manninn sinn. Háan, ungan taugaóstyrkan pilt, sem var loksins kominn í góða stöðu og ætlaði nú húsbóndi hans að heiðra hann með návist sinni þetta kvöld, og Páll vildi ólmur gefa þeim hjón- unum að borða. Inga gatækki að sér gert að vorkenna Páli, hann var svo indæll, en þó svo klaufalegur, þegar hann hafði gesti. Hann hafði ekki þolinmæði til þess að láta gestina skemmta sér sjálfa og gæta þess aðeins að samtalið ræki ekki í stanz, og glösin væru ekki tóm. — Maður þurfti að taka tillit til svo margs, þegar maður hafði gesti, og það líkt- ist ekki Páli -— í daglega lífinu. Hann þaut fram á ganginn og tók öll fötin af fatahenginu og bar þau inn í svefnherbergið. Þar sat Hans litli og lamdi með skeiðinni sinni í rúmstokkinn. „Uss, strákur, vertu nú grafkyrr! Það koma gestir til mömmu og pabba! Leggstu niður og sofnaðu . . .“ Barnið rak upp vein og Inga kom inn. „Inga, ættúm við ekki að gefa hon- um eina svefnpillu, það gerir hún Jensína hans Lárusar alltaf, og það er mér svo mikils virði að þetta boð takist vel, hver veit nema ég verði hækkaður í tigninni, já, og kannske verður þetta til þess að ég fæ kaup- hækkun, ef þetta tekst vel . . .“ Hún leit reiðilega á hann. „Páll, mér stendur á sama þó að þúsundir mæðra gefi börnunum sínum svefn- lyf, þegar þær fá gesti en svo létt- úðug verð ég aldrei." Hún hlúði að drengnum sínum. „Farðu fram og slökktu undir pottinum, — ég ætla að vera hér augnablik.“ Hann fór, og hún gat setið um stund róleg og raulað við barnið sitt. En hve hún var þreytt. 1 1-auninni hvíldi þetta boð mest á hennar herð- um. Nú kom smekkur hennar til greina í vali á mat og matarlagningu, að maður minnist ekki á heimilið, og því um líkt, sem allt bar vott um smekkvísi hennar og störf. Máltíðinni var lokið og það var komið að kaffinu. Páll naut þess að bjóða „Chesterfield“ sigarettur og líkjör, sem hann hafði geymt lengi með það fyrir augum að drekka hann við þetta sérstaka tækifæri. Lalli sagði öðru hvoru gamansögur, til þess að eyða hinni ógnandi þögn, sem herjaði stöðugt á samkvæmið. Páll hrökk óttasleginn við, þegar hann heyrði sinn eiginn málró rjúfa eitt sinn þögnina, og þegar hann hló, þá var hlátur hans hár og óeðlilegur. Húsbóndinn sat og handlék líkjörs- glasið sitt og leit öðru hvoru á Pál, sem var alveg eirðarlaus. „Nei, þakka yður fyrir Páll,“ sagði hann. „Fáið þér yður nú í glasið sjálf- ur og setjist augnablik." En Páll gat ekki setið, hann var eins og hann hefði heilt bíflugna- bú í buxunum. Inga var öllu rólegri, hún sat og brosti og talaði við konu húsbóndans og Lalla. Og nú hlóu þau að einhverju sem Lalli sagði. „Já,“ svaraði kona húsbóndans og brosti, „það er satt að kaffi á að vera heitt eins og ástin og sterkt eins og dauð- inn — og svo á maður að njóta þess í góðum félagsskap eins og við ger- um nú . . .“ Á sama augnabliki heyrðist grát- ur frá svefnherberginu. Páll spratt á fætur og roðnaði og titraði af taugaæsingi. En glað- leg rödd heyrðist þá frá horninu þar sem konurnar sátu. „Ég heyri að hann er vaknaður, og nú fæ ég von- andi að sjá hann — er hann virkilega kominn á þriðja ár?“ — Og á samri stundu opnuðust dyrnar og litli, nátt- fataklæddi snáðinn kom vappandi inn. Hann pírði með augunum á móti birtunni og hrokknir lokkarnir voru í megnustu óreiðu. „En hve hann er yndislegur," hróp- aði frúin hrifin. „Komdu hingað, vin- ur minn.“ Páll heyrði eklci meira. Konurnar tvær fóru fram með drenginn, og karlmennirnir urðu eftir. Húsbóndinn hallaði sér aftur á bak og lét fara vel um sig. Hann hnykl- aði ekki lengur brúnir, en bros lék um varir hans — bros minninganna, sem gerði svip hans mildari, já, hann var næsta föðurlegur á svipinn, þeg- ar hann leit á Pál og sagði: „Nú skulið þér fá yður sæti, Páll. Ég nenni ekki að teygja stöðugt úr álkunni til þess að geta séð framan í yður. Vitið þér á hvað þetta minnir mig? — Þegar ég bauð húsbónda mínum í fyrsta sinn til kvöldverðar. — Ja, það eru ein þrjátíu ár síðan. Við höfðum fengið lánaðan borðbún- aðinn, stólana og peningana til að kaupa vin með matnum, og ég var á nálum um að annar hvor drengj- anna kæmi upp um okkur við hús- bónda minn. Og einmitt, þegar verst gegndi rak annar þeirra inn höfuðið og sagði: „Pabbi, megum við ekki koma inn og sitja? Malla segir að það verði of seint á morgun, því að þá verðir þú búinn að skila stólun- um!“ „Hvað sagði húsbóndi yðar?“ spurði Páll og lét fallast niður í stól. „Hann hafði líklegast búizt við þessu; — að minnsta kosti fékk ég kauphækkun daginn eftir. En þess þurfið þér nú ekki með!“ Hann hló og tæmdi glasið. „Og svo eigið þér auk þess töfrandi konu — þetta var dásamlegur kvöldverður,' Páll. En hve hún er yndisleg og blátt áfra.m.“ Páll varp öndinni léttar. „Eins og þér sjáið,“ sagði hús- bóndinn, „þá tókst yður betur en mér.“ Þegar Inga var komin í rúmið, var henni hugsað til atburða kvöldsins. Ef til vill hafði hún borið réttina of ört fram, og hún hafði einnig ver- ið í vandræðum með, hvort þau ættu að drekka kaffið við borðið eða inni i setustofunni, en það hefði hún átt að ákveða fyrir fram. Páll hafði hellt of miklu víni í glösin og kveðjurn- ar höfðu þess vegna orðið of inni- legar — já, það er alltaf erfitt að læra að kveðjast. En hvað um það, hún var ánægð með kvöldið, og til allrar hamingju hafði Páll loksins orðið rólegur, og eftir það hafði samtalið gengið fjör- lega og allir virtust skemmta sér hið bezta. Já, Inga mátti vera ánægð, og matseðillirm hér í blaðinu sýnir, hvaða mat hún gaf að borða.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.