Vikan


Vikan - 01.03.1951, Qupperneq 7

Vikan - 01.03.1951, Qupperneq 7
VIKAN, nr. 9, 1951 7 FRÁ SKRIFSTOFU EFNAHAGS- SAMVINNUSTOFNUNARINNAR Á ISLANDI: Ný framlög til fslands frá Marshallsfofnuninni að upphæð $700,000. Framlög. Efnahag'ssaniv’innustofnunin hefur nýlega tilkynnt að Islandi hafi verið veitt frekari framlög til efnahags- aðstoðar er nema $700,000. Þar með nema framlög þau, er Island hefur fengið til vörukaupa í dollurum frá 1. júlí s. 1. og til janúarloka sam- tals $3,200,000. Efnahagssamvinnu- stofnunin hefur jafnframt tilkynnt íslenzku ríkisstjórninni að upphæð þessi verði öll veitt sem framlag án endurgjalds. Heildarupphæð sú er ísland hefur fengið í framlögum til efnahagsað- stoðar síðan Marshalláætlimin tók til starfa 1948 nemur þar með samtals $18,500,000 sem samanstendur af $4,300,000 í lánum, $3,500,000 í skil- orðsbundnum framlögum (gegn út- flutningi á ísuðum fiski til Þýzka- lands) og $10,700,000 í beinum óend- urkræfum framlögum. Auk þess hef- ur Islandi verið veitt óbeint $4,000,000 í gegnum greiðslubandalag Evrópu, svo sem áður hefur verið tilkynnt, og þar með hefur Island fengfið alls $22,500,000 i heildarfram- lögum síðan Marshalláætlimin byrj- aði. Innkaupaheimildir. Af fjárveitingum þeim er Islandi hefur verið veittar í beinum fram- lögum að upphæð $18,500,000 og sem mynda grundvöllinn fyrir beiðnum um ákveðnar innkaupaheimildir til kaupa á einstökum vörutegundum og ýmiskonar þjónustu, var í árslok 1950 búið að gefa innkaupaheimildir fyrir samtals $17,255,000. 1 nóvember og desember mánuði s. 1. samþykkti efnahagssamvinnu- stofnunin innkaupaheimildir að upp- hæð samtals $1,570,000 og var öll þessi upphæð notuð til kaups á tækjum og þjónustu í sambandi við hinar stóru virkjanir sem nú eru i framkvæmd við Sog og Laxá og sundurliðast þetta þannig: Sogsvirkjunin Rafalar og hreyflar . . $222,000 Rafmagnstæki ........ $978,000 Tæknileg þjónusta ... $ 30,000 Laxárvirkjunin Rafalar og hreyflar . . $ 99,000 Rafmagnstæki ........ $ 184,000 Túrbinur............. $ 71,000 Tæknileg þjónusta ... $ 6,000 Með þessum síðustu innkaupaheim- ildum nema upphæðir þær sem var- ið hefur verið til kaups á tækjum og þjónustu fyrir Sogsvirkjunina samtals $3,151,000 og fyrir Laxár- virkjunina $787,000. Tæknileg aðstoð við íslenzka atvinnu- vegi. Svo sem áður hefur verið tilkynnt hefur Island notið ýmislegrar tækni- legrar þjónustu og aðstoðar og tek- ið þátt í tæknilegum rannsóknum á vegum efnahagssamvinnustofnunar- innar, en sá þáttur í starfi stofnun- arinnar miðar að því að auka tækni- lega þjónustu og þekkingu í ýmsum atvinnugreinum meðlimalanda Mar- shalláætlunarinnar. Að því er ísland varðarhefur kynnisstarfsemi þessi og rannsóknir verið framkvæmdar á vegum efnahagssamvinnustofnunar- innar samkvæmt beiðni íslenzku rik- isstjórnarinnar og i lok s. 1. árs hafði stofnunin samþykkt fjárveitingar til Islands í þessum tilgangi er nema samtals $51,600. Á s. 1. ári var t. d. unnið að at- hugunum er gætu miðað að endur- bótum í framleiðslu fiskafurða til út- flutnings, en þessi athugun var fram- kvæmd af Cooley og samstarfsmönn- um hans; einnig kom hingað til lands sérfræðingur frá stofnun í Chicago er nefnist Public Admini- stration Service (PAS), til athug- unar á starfskerfi rikisins og Reykja- vikurbæjar. Unnið var að ýmsum öðrum fram- kvæmdum á sl. 1. ári er miða að tæknilegri aðstoð, en sem þá var ekki með öllu lokið. Má þar nefna för dr. Þórðar Þorbjamarsonar til Bandaríkjanna til fiskirannsókna og athugun á frekari nýtingu fiskúr- gangs, en dr. Þórður kom aftur heim úr þeirri för í s. 1. viku. Þá fór dr. Sigurður Pétursson til Bandaríkjanna til frekari rannsókna liffræðilegs eðl- is I sambandi við fiskafurðir. Mun hann dvelja enn um skeið vestra við rannsóknir sinar. Þá er einnig ennþá til athugunar beiðni inn út- vegun á ýmsum rannsóknartækjum sem nota á til rannsókna í þágu íslenzkra atvinnuvega. Auk þess sem að ofan greinir átti Island fulltrúa í tveimur Sendinefnd- um frá Evrópu er fóru í kynnisferðir til Bandaríkjanna á vegum Efna- hagssamvinnubandalags Evrópu (OEEC). Önnur nefndin fór til þess að kynna sér frystiiðnað í Banda- rikjimum og var Gísli Hermannsson verkfræðingur, starfsmaður hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna full- trúi Islands í þeirri nefnd. Hin nefnd- in fór til þess að kynna sér upp- lýsingaþjónustu og fræðslustarfsemi fyrir bændur og átti Einar Eyfells, verkfræðingur, starfsmaður hjá Bún- aðarfél. Islands sæti í þeirri nefnd fyrir hönd Islands. Á þessu ári eru áætlaðar ýmsar aðrar framkvæmdir, tæknilegs eðlis, í þágu íslenzkra atvinnuvega, og er nú unnið að frekari undirbúningi þeirra. B IJ F F \ L O B I L L Jói: Eg ætla að skrifa fáeinar línur til ungu stúlkunnar. Sitting: Við höfum upp á henni á morg- un. Ef þér viljið fá vel- Jóhanna: Þökk fyrir! borgaða vinnu, komið að hálftíma liðnum. þá og heimsækið mig þegar í stað. Sendið svar með sendisveinin- Ég kem Jóhanna: Ég fer. Buffalo Bill: Ég kem líka, Jóhanna. Þú veizt að blind- ur maður getur ekki verið einn. Jóhanna: Hvar ætli Hickock sé ? Ég er orðin forvitin. Buffalo Bill: Við fá- um að sjá það seinna. Jói: Ég hef enga þörf fyrir blinda mann- inn. Jóhanna: En ég get ekki skilið hann einan eftir á götunni. Jói: Þú átt að tala við mann, Pétur að nafni, og biðja hann að hittá — hann veit hvern — og segja honum að koma hing- að með vörurnar eins fljótt og auðið er. Jói: Blindi maðurinn verður hér. Jóhanna: Ágætt, ég skal flýta mér. Buffalo Bill: Vertu ósköp varkár. Jóhanna ákveð- ur að fara fyrst til lögreglustöðv- arinnar.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.