Vikan


Vikan - 01.03.1951, Síða 12

Vikan - 01.03.1951, Síða 12
12 VIKAN, nr. 9, 1951 áður en nokkuð er aðhafst. Ég er á móti öllu leynimakki, en í þetta sinn er nauðsynlegt að halda öllum ákvörðunum leyndum. Ef einhverj- ir eru að reyna að koma sir Vilhjálmi fyrir kattarnef er um að gera að vinna þannig gegn þeim, að þá gruni ekki, að maður viti neitt um svikráð þeirra. En vitanlega mun ég ekki leyna þig nokkru. Þegar ég hef ákveðið eitthvað, mun ég leggja það fyrir þinn dóm. En það sem nú er um að ræða er til hvers maður ætti að snúa sér; hvern maður getur fengið til að taka máliö að sér. Ég skal játa, að þú hefur ef til vill á réttu að standa, hvað fagmönnum viðvíkur. En einhverskonar sérfræðingar verður að taka mál- ið að sér, því að maður, sem er vanur að eiga við dularfull mál, er J>etur til þess fallinn að leysa þessa gátu en almenningur." „Við skulum bíða og sjá hverju fram vind- ur, áður en við tökum nokkrar ákvarðanir,“ sagði Alma. „Ef til vill er þetta allt, sem hefur skeð ekki annað en .heilans hugarburður.“ Og tíminn leið. Vikum saman skeði ekkert, sem gat haft óróaridi áhrif á Vilhjálm, og ekk- ert benti til að presturinn hefði tekið nokkrar ákvarðanir í þessu dularfulla máli.. Loks fór Malfroy í sumarfrí, hann fór fyrir þrábeiðni Vilhjálms, en var þó mjög tregur á að yfirgefa hann, en loks fór hann og ætlaði að eyða hálf- um mánuði hjá móður sinni og systur. Telford Wolf lét tilleiðast að búa þennan hálfa mánuð hjá frænda sínum, því að allir voru sammála um að Vilhjálmur mætti ekki vera einn, Alma var einnig oft langdvölum heima á Storm- bury. Vilhjálmur var önnum kafinn við að vinna að skrásetningu bókasafnsins, og það leit einna helzt út fyrir að hann hefði aftur öðlazt sína fyrri sálarró og allur hugur hans beindist að bókasafnsvinnunni. Hann var kátur og glaðlynd- ur og talaði aldrei um þau mál, sem hann vissi að voru Ölmu á móti skapi. Hann ræddi einnig um brúðkaup þeirra með tilhlökkun eins og ást- föngnum mönnum er titt, og það leit út fyrir að hann sæi eftir að hafa breytt fyrirætlunum sinum. En hvað því viðvék var hún ákveðin. „Þú hefur ekki gert annað en það sem var rétt, Bill,“ fullyrti hún. „Bæði pabbi og ég skild- um þig mjög vel. Ég var aðeins vonsvikin vegna þess, að ég fæ þannig ekki tækifæri að vera þér jafnnálæg og ég hafði vonað.“ Frú Wolf kom oft til Vilhjálms um þessar mundir, og hún var sammála Ölmu að hann væri aftur farinn að líkjast þvi sem hann hafði áður verið. „Telford skilur hann að sumu leyti-betur en nokkuð okkar hinna,“ sagði Dafna. „Bill er sjálfur brot af listamanni, og þeir dást báðir að fögrum listum. Telford er einnig mjög tilfinn- inganæmur þrátt fyrir það, hve vantrúaður hann er.“ „Bill metur hann mikils. Hann dáist að list- hneigð hans og er fullur áhuga á verkum hans,“ sagði Alma. Haustkvöld nokkuð að afloknum kvöldverði sátu þeir bræðrungarnir í billiardsalnum og Tel- ford ræddi um vinnu sina. „Nú sem stendur vinn ég að því að teikna gamla skildi og skjaldarmerki,“ sagði hann. „Það er skemmtilegt en erfitt verk. Á skjöldunum eru oft dýr, sem hvorki þú né ég höfum nokkurn- tíma séð. Dýr, sem eru í rauninni ekkert ákveð- ið. — Finnst þér annars ekki gaman að skjald- merkjafræði? Þú hafðir einu sinni áhuga á henni ?“ „Jú, skjaldamerkjafræði er svo nátengd allri mannkynssögu, og getur því oft varpað ljósi á atburði, sem annars væru óskiljanlegir. Um daginn fann ég bók eftir John Guillins um þessi efni. Þú mátt gjarnan fá hana lánaða, ef þú vilt.“ „Er nokkuð sagt frá dýrum í bókinni ?“ „Já, skemmtilegasti, hluti bókarinnar er um öll dýr, sem koma fram á skjaldarmerkjum. Ljón hafa alltaf verið mest notuð, en úlfar, hý- enur, já fiskar og jafnvel skriðdýr hafa einnig hlotið sinn sess í þessu merki styrkleikans." „En drekar?“ „Já, vitanlega segir Guillins heilmikið um skjaldarmerki, sem eru prýdd drekum og öðrum ævintýradýrum. 1 bókinni eru til dæmis skraut- legar litmyndir af nykri og dreka með vængi og tvískipta tungu.“ „Ó, leyfðu mér að sjá bókina," bað Telford. „Mér kemur ekki dúr á auga, fyrr en 'ég hef lesið hana.“ En þá skeði dálítið, sem raskaði ró beggja. Það var komið fram undir miðnætti, þegar Vil- hjálmur reis á fætur til að sækja bókina. Á sama augnabliki rauf skerandi átakanlegt vein kyrrð næturinnar. Fyrst var það eins og fjar- lægt, átakanlegt kvein. Vilhjálmur opnaði glerdyrnar út á veröndina, og nú heyrðist hljóðið nær. Þetta var stígandi og fallandi óp, er varð stöðugt sterkara og sterk- ara, unz það endaði í skerandi veini. Síðan varð allt kyrrt eins og áður. Það var ógerningur að vita hvaðan hljóðið kom utan úr myrkrinu. Vil- hjálmur áleit að það kæmi úr órafjarlægð, en Telford hélt að það hefði verið mjög nálægt þeim. Hann sýndi meiri ótta en frændi hans, og bað hann að koma inn hið bráðasta. En Vil- hjálmur stóð úti á veröndinni um stund. „Það hlýtur að hafa verið lifandi vera sem gaf þetta átakanlega hljóð frá sér,“ sagði Tel- ford og bar óðan á. „Ég hef aldrei á æfi minni heyrt neitt jafn óhugnanlegt." „Þegiðu, svo ég geti hlustað," sagði Vil- hjálmur. Telford fór inn í billiardsalinn og bað frænda sinn ennþá einu sinni um að koma inn, en hann svaraði ekki, og fáeinum mínútum síðar heyrðu þeir báðir aftur þetta fjarlæga vein. En í þetta sinn var það fjær. „Hann hefur farið inn í skóginn," sagði Vil- hjálmur. „Að klettagjánni." „Hvað skyldi þetta hafa verið?“ spurði Tel- ford, en fékk ekkert svar. Hljóðið heyrðist ekki aftur, og fimm mínút- um síðar kom Vilhjálmur inn og læsti. Telford sat og drakk viský, þegar hann kom inn. „Hvað i ósköpunum gat þetta verið?“ spurði hann. „Ertu í raun og veru í vafa? Láttu mig þá minna þig á. ,,En því næst mun vein úlfsins berast honum til eyrna.“ Finnst þér þetta ekki nógu augljóst." „En hvernig ætti úlfdraugur að geta veinað, Vilhjálmur? Ef þetta hefur verið úlfur — en það vitum við ekkert rnn — hefði hann orðið að hafa alveg gífurlega stór lungu; annars hefði hann aldrei getað gefið þetta vein frá sér.“ „Þú gleymir því, að hér er um „dulræn“ öfl að ræða,“ sagði Vilhjálmur. —- Hann var náfölur en sýndi engin merki um hræðslu. Telford gat aftur á móti ekki lagt dul á að hann var hrædd- ur. „Það er þó að minnsta kosti eitt, sem stendur ekki heima,“ sagði hann og það var öfundar- hreimur i röddinni. „Þar er sagt „Blóðið frýs í æðum hans, og hann svimar," en þú ert full- komlega kaldur og rólegur. Ef þetta hefði átt við mig, hefði ég ekki verið svona kjarkaður. Er þetta örvæntingarkjarkur eða finnst þér bölv- unin ekki eiga við þig?“ „Þú hefur alltaf sýnt meiri skilning á spádómn- um en nokkur annar,“ svaraði Vilhjálmur. „Það er vegna þess að þú ert þér þess meðvitandi að hann er sannleikur, þó að þú játir það aldrei beinlínis. En ég verð að taka þessg eins og mað- ur, því að ég er af Wolfættinni, og hvenær hefur þú heyrt getið um að Wolf hafi sýnt kjark- leysi. Hér er hvorki tími né rúm fyrir von eða örvæntingu. Það eina, sem hægt er að gera, er að vera þolinmóður, og ég ætla að sýna þolinmæði fram á síðustu stund. En ef þú ert hættur að drekka, þá ættum við að fara að sofa.“ Mynd efst til vinstri: Nýklakinn kornhænuungi er svo smávaxinn, að hann getur legið á 25 senta peningi (á stærð við íslenzkan krónupening). Mynd neðst til vinstri: Hvað er jörðin álitin gömul samkvæmt nýustu rannsóknum? — 3,350,000,000 ára. Mynd til hægri: Myndasmiðir banda- ríska flotans, sem taka kvikmyndir niðri í sjónum eru algerlega óháðir því að fá loft og rafmagn frá yfirborðinu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.