Vikan


Vikan - 01.03.1951, Blaðsíða 2

Vikan - 01.03.1951, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 9, 1951 PÓSTURINN • Elsku Vika mín! Mig- langai- til að biðja þig um að segja mér eftirfarandi, og svar- aðu mér nú fljótt og vel. 1. Hvað heitir sá, sem lék Oliver Twist í samnefndri kvikmynd, sem var sýnd einu sinni í Tjamarbíó, í Reykjavík, og hvað er hann gamall? 2. Viltu segja mér eitthvað um Gloria De Haven og heizt birta mynd af henni? 3. Hvernig er skriftin? Inflúenzusjúklingur. Svar: Hann heitir John How- ard Davies og er jfæddur 1939. Hann var kjörinn úr hópi 1.500 pilta til þess að leika aðalhiutverkið í kvikmyndinni Oli- ver Twist, en það var fyrsta hlut- verkið sem hann lék. — 2. Gloria DeHaven er fædd 23. júlí 1925 í Los Angeles. Hún var fyrst óvirkur leikari, en söng síðar með danshljómsveit Bob Crosbys, en þaðan komst hún í kvikmyndina. — 3. Skriftin er óregluleg, en sæmilega læsilega. Svar til „Björns Dufandals“: Það er rangt, að við höfum ekki svarað bréfi frá þér áður. Svarið birtist í nr. 27, 13. júlí siðastliðið sumar. 1. Hvað fyrstu spurninguna snertir Gufuboranir í Krísuvík (Sjá forsíðu). Forsíðumynd VIKUNNAR tók Hjálmar R. Bárðarson af gufugosinu mikla í Krísuvík. Þriðjudaginn 12. september 1950 þeyttist í fyrsta skipti 60 —70 metra hár gufustrókur upp úr borholu einni í Krísu- vík, og þar með höfðu Hafn- firðingar náð glæsilegum á- rangri af tveggja ára borun — og gosið heldur áfram án af- láts síðan. Nú gera menn sér því vonir um, að hér sé eilífðar- aflgjafi, er nýta megi til raf- orkuframleiðslu. Þessi 20 centimetra víða bor- hola var boruð með fallborvél og borunarmeitli, sem vegur eitt tonn. Fyrst var borað í 100 metra dýpi, en þá kom upp sjóðandi vatn, sem talið er ill- ur fyrirboði, þegar borað er eftir gufu. Var nú ákveðið að kæfa vatnsgos þetta með því að er því sama að svara og i sumar: hún er of persónuleg. Annars er bezt fyrir þig að létta á hjarta þínu við stúlkuna og sjá, hvað upp úr því hefst. — 2. Það er misjafnt, hve fljótt fólk er að læra að dansa. — 3. Engin skömm er að því að bjóða stúlku í dans, þó að maður dansi ekki vel. — 4.Fólk lærir'dans á öllum aldri í Reykjavik og margir kenna hann. — 5. Kostnaðurinn fer eftir því, hve lengi er verið að því! Svar til Reynis: Þú ættir að reyna að skrifa flug- málaatjórninni. Því miður vitum við ekkert um þessi mál. Uppeldisskóli Sumargjafar. ,,Vikunni“ hafa borizt fjöldi spum- ingabréfa varðandi uppeldisskóla Sumargjafar, og ætlum við hér með að svara þeim öllum í einu. Uppeldisskólinn er tveggja ára nám, og hefst hann næst 15. septem- ber þessa árs með bóklegu námi, og stendur það yfir til 1. maí, en að því loknu hefst tólf mánaða verknám á bamaheimilum í Reykjavík. Loks endar skólinn með eins mánaðar (frá 1. maí til 1. júní) bóklegu námi, og útskrifast nemendur að því loknu. Þær stúlkur, sem vildu hefja nám i þessum skóla næsta haust, verða að hafa skilað umsóknum fyrir 1. maí næstkomandi, því aðsókn að skól- anum er mikil. Inntökuskilyrðin í skólann eru, að nemandi hafi lokið gagnfræðaprófi, eða hlotið hliðstæða menntun, en geti nemandinn ekki vísað fram próf- skírteini frá gagnfræða-, unglinga- eða héraðsskóla, verður hann að taka inntökupróf, en það er haldið í maí. Helztu kennslugreinar skólans em: Uppeldis- og sálarfræði; líkams- leiða kalt vatn niður í borhol- una. Holan var síðan klædd rafsoðnum stálrörum 20 cm. að þvermáli og 100 metrar að lengd. Þvínæst- var borun hafin aftur í nóvember 1949 og borað þar til gosið kom 12. sept. 1950, en þá var dýpt borholunnar orðin 230 metrar og hitinn 200 gráður Celcius. Upprunalega var talið, að gufumagnið jafngilti um 5000 hestöflum. Við nánari athugun síðar mun hafa orðið ljóst, að töluvert vatnsmagn er blandað gufunni og munu því um 4000 hestöfl vera sanni nær. Nú er unnið að frekari athugun á nauðsynlegum vélum og bún- aði til að hagnýta kraft þenn- an til raforkuframleiðslu, en til þess þarf m. a. lágþrýsta gufu- túrbínu til að knýja rafalinn sem framleiðir rafmagnið; Þessi nýting jarðhitans er nýjung hérlendis, en einkum á ítalíu eru slikar rafstöðvar í notkun og taldar gefa góða raun. og heilsufræði; meðferð ungbarna; næringarefnafræði; þjóðfélagsfræði; íslenzka; átthagafræði; föndur; teikn- ing og smíði; barnafatasaumur og gítarleikur. Skólagjald er ekkert, en nemendur verða að sjá sér sjálfir fyrir húsnæði og uppihaldi. En á meðan á verknámi stendur fá nemendur eitthvað kaup. Að námi loknu hafa nemendur fengið réttindi til að vinna á barna- heimilum og veita þeim forstöðu, og eru atvinnumöguleikar því mjög góð- ir, sérstaklega á sumrin. Frekari upplýsingar mun vera hægt að fá hjá frú Valborgu Sigurð- ardóttur, skólastjóra, Fjölnisvegi 4, Reykjavík. Kæra Vika min! Mig langar til að biðja þig að svara spumingu minni, þó hún sé óvanaleg. Getirðu frætt mig á því hvar Ólafur Tryggvason læknir á heima í Reykjavík? Ég þarf nauð- synlega vita það en ég get ekki snú- ið mér til neins nema til þin. Ég óska eftir svari sem allra fyrst. Lesandi Vikunnar. Með beztu kveðju. S. J. Svar: Ólafur Tryggvason hefur lækningastofu í Aðalstræti 18, en á heima í Mávahlíð 2, Reykjavík. Halló Vika mín! Getur þú sagt mér hvaða ár ameríska tónskáldið, George Ger- shwin, dó og hvað hann varð gamall ? Kveðja og fyrirfram þökk. Krissa. Hvernig er skriftin? Svar: George Gershwin var fædd- ur 1898, en dó 1937, hann varð sem sagt 39 ára gamall. Skriftin er áferðarfalleg og læsi- leg. *»»Hi»»»iHi»iiinmiH»»n»ii»»i*HHHm»»HHHn»ii»»H*lilM»»M» •/, | Tímaritið SAMTÍÐIN | : Flytur snjallar sögur, fróðlegar 1 : greinar, bráðsmellnar skopsögur, É É iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. [ É 10 hefti árlega fyrir aðeins 25 kr. | = Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. H É Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. : Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Laufey Helgadóttir (við pilta 20— 25 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Læknishúsinu, Fáskrúðs- firði. Guðrún Helga Björgvinsdóttir (við pilta 20—25 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Svalbarðseyri, Fáskrúðsfirði. BRÉFASAMBÖND Það kostar yður mjög lítið, að komast í skemmtileg bréfa- sambönd innanlands eða utan! Skrifið eftir upplýsingum. Bréfaklúbburiivn GEYSIR, Barmahlið 18 — Rvík. - Vikunni barst nýlega bréf frá Elisabeth Kallevig, í Osló i Noregi. Hún skrifaði okkur fyrir hönd „Skolenes Brevklubb“ og bað okkur um að koma eftirtöldum nöfnum á framfæri. Hún segir meðal annars í bréfi sínu, að „Skolenes Brevklubb" hafi bréfasamband við flest lönd, en því miður hafi þeir ekki ennþá enn- þá komizt í samband við Island, en meðal norskrar æsku kvað rikja mik- ill áhugi fyrir landi og þjóð, og sagði hún, að það væri einlæg ósk sín að íslenzkt-norskt bréfasamband mætti takast sem fyrst. Þessir Norðmenn óska að komast í bréfasamband við Islendinga: Karl John Grönning (er 22 ára og óskar að komast í bréfasamband við pilt 20—25 ára), Lærerskolen, Le- vanger, Norge. Sveinung Raddum (er 12 ára drengur, sem óskar eftir bréfasam- bandi við jafnaldra sinn), Skreia, Norge. Anne Marit Lund (er 11 ára telpa, sem óskar eftir bréfasambandi við jafnöldru sína), Kraby, Norge. Willy Rasch (er 12 ára drengur, sem óskar eftir bréfasambandi við jafnaldra sinn), Tordenskjoldsgate 2, Holmestrand, Norge. Kjell Midtsæter (13 ára piltur, sem óskar að komast í bréfasamband við 15 ára pilt), Indre Arna, pr. Bergen, Norge. Randi Stavdal (15 ára stúlka, sem óskar eftir bréfasambandi við 15 ára pilt), Schweigaardsgatá 8, Skien, Norge. Hildur Landfald (16 ára stúlka sem óskar eftir bréfasambandi við jafnöldru sina), Solum, Skien, Norge. Karen Else Böhle (15 ára stúlka, sem óskar eftir bréfasambandi við 16 ára pilt), Torgeir Vrásgt. 17, Skien, Norge. Haldor Odden (13 ára piltur sem óskar eftir bréfasambandi við jafn- aldra sinn), Bustrak, Drangedal, Norge. Fanney Björnsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—22 ára), Göngustaðakoti, Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu. Lilla Tryggvadóttir (við pilta eða stúlkur 16—22 ára), Þorsteinsstöð- um Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu. Árni Gunnarsson og Jón Sveinsson (óska eftir bréfa- viðskiptum við stúlkur 18—23 ára. Mynd fylgi bréfi). Báðir á M/b Heimir, Hafnarfirði. Sigrún Aradóttir (við pilt eða stúlku 13—16 ára. Mynd fylgi bréfi), Kirkjuhvoli, Akranesi. Jónína S. Óskarsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—17 ára), Grund, Eski- firði. Margrét Gunnarsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—17 ára), Brekku, Eski- firði. Oddný Gísladóttir (við pilt eða stúlku 15—16 ára), Sjólyst, Eskifirði. Elsa Guðmundsdóttir (við pilta 14 —17 ára), Felli, Norðurfirði, Strandasýslu. Frigga Ingibergsdóttir (við pilta 16 20 ára), Munaðarnesi, Norðurfirði,. Strandasýslu. Framhald á bls. 15. Utgefandi VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365..

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.