Vikan


Vikan - 07.06.1951, Page 4

Vikan - 07.06.1951, Page 4
4 VIKAN, nr. 22, 1951 LENDING 1 ÞOKU Ástarsaga eftir PEER SCHALDEMOSE. FARÞEGAR flugvélarinnar voru tólf. Þeir horfðu allir niður til jarðarinnar i gegnum rúðurnar. En þeir sáu ekkert vegna þokunnar. Þokan hafði birgt aila útsýn meira en klukku- stund. Gömul kona mælti: „Erum við yfir Englandi?“ Hún sat á móti Elsu. „Já,“ svaraði unga stúlkan. „Flugþernan sagði það.“ „Ég hef ekki flogið fyrr,“ sagði gamla konan. Hún hafði alltaf verið að segja frá þvi farið var frá Kastrupflugvellinum. „Hafið þér flogið áður?“ sagði gamla konan við Elsu. „Já,“ sagði Elsa. Hún hafði flogið með Poul. Hún óskaði; þess að gamla konan vildi þegja, svo hún gæti setið í friði og hugsað. Innan fimmtán minútna mundi hún sjá Boris Howe. Elsa var að hugsa um það, hvort ljósmyndarar væru á flugvellinum til þess að taka myndir af því, er Boris tæki á móti henni — og kyssti hana. Hún óskaði þess að engir ljósmyndarar yrðu viðstaddir er hún og Boris hittust. En Karen hafði sagt henni, að þessháttar mætti hún ekki vera feimin við. Konur kvikmyndaleikara hefðu ekkert einkalíf. Þessu trúði Elsa' ekki. Allar vinkonur hennar öfunduðu hana af því að verða kona Boris Howe. Aðeins Karen, bezta vinkona hennar, virtist ekki öfunda hana. „Ég ætla að heimsækja son minn,“ sagði gamla konan. „Ég hef ekki séð hann í mörg ár.“ Og ég ætla að giftast Boris Howe, hugsaði Elsa. Það hefur staðið í blöðunum. Á morgun verða ef til vill, myndir af okkur í blöðunum. Skyldi hann verða i einkennisbúningi ? Einkenn- isbúningurinn fór honum svo vel. Þegar hún sá Boris í fyrsta sinn í París vissi hún ekki að hann var leikari. Það var vegna einkennisbúningsins. Hún hafði álitið að hann væri liðsforingi. Elsa var í Frakklandi á vegum rauðakrossins, til þess að sækja frönsk börn, og fara með þau til Danmerkur og voru fleiri Danir komnir til Parísar í þessum erindagjörðum. Kvöld nokkurt kom Elsa inn í veitingaskála með fólki, sem hún þekkti. Þarna var fjöldi enskra liðsforingja. Hún hlustaði á einn þeirra reyna, árangurslaust, að láta afgreiðslumanninn skilja sig. En þar sem Elsa kunni bæði frönsku og ensku, þýddi hún það, sem enski liðsforing- inn var að segja. Hann varð mjög þakklátur og þau tóku tal saman. Hann áleit að hún væri amerísk, en hún áleit hann vera liðsforingja, Hún spurði hann á hvaða vigstöðvum hann hefði barizt. En það kom þá upp úr kafinu að hann var kvikmyndaleikarinn Boris Howe. Þau skemmtu sér vel þetta kvöld. Boris Howe var kunnugur í París, en Elsa ókunnug. Hann fræddi hana þvi um margt viðvíkjandi borginni. Hún þekkti ekki Champs Elysées og Rue de Rivoli, hvað þá annað. Boris Howe kom frá Þýzkalandi. Þar hafði hann skemmt hernámsliði Englendinga. Boris bar einkennisbúning, og hafði liðsforingjanafnbót. Hann hafði á meðan á stríðinu stóð, farið víða til þess að skemmta hermönnum sameinuðu þjóð- anna, og voru ferðir þessar oft hættulegar. Karen hafði sagt Elsu að hjónaband hennar og Boris yrði skammvinnt, þar sem kvikmynda- leikarar væru alltaf að skilja og gifta sig aftur og aftur. Elsu gramdist þetta. Henni var kunnugt um að Boris hafði verið tvígiftur áður en þau trúlofuðust. En þau myndu ekki skilja. Það var Elsa viss um. Hinn dansk'i leiðangur dvaldi lengur í París en ráð hafði verið fyrir gert. Hann hafði verið í París um þriggja vikna skeið. Boris dvaldi allan þennan tíma í borginni til þess að geta verið með Elsu. Þetta hafði’ verið indæll tími. Þau höfðu verið saman á hverjum degi meira og minna. „Nú lendum við,“ sagði ungi maðurinn, sem sat að baki Elsu. Hún varð þess vör að flugvélin var á niður- leið. En þokan var/þykk eins og múr. Hreyf- illinn hóstaði. Hann var ekki í bezta lagi. Yfir Atlantshafinu bilaði annar hreyfillinn og var ó- starfhæfur. Þessi hreyfill gelti annað slagið, eins og hundur, sem þjáist af kulda. En þessu voru farþegarnir hættir að veita mikla athygli, þar sem vélin var h. u. b. komin á leiðarenda. Gamla konan var óttaslegin og hélt höndun- um fyrir andlitinu. En er flugþernan ætlaði að koma til hennar benti sú aldraða flugþernunni að fara. Elsa hugsaði um gömlu konuna. Ef til vill er hún ekki lasin heldur hrædd, Elsa hefði orðið óttaslegin, ef hún hefði ekki átt von á að hitta Boris eftir örstutta stund. Hún hafði átt erfitt með að fara frá foreldrum og vinum, einkum Karen. En svo varð að vera. En einna verst féll henni það, að fara úr litlu íbúðinni, er þær Karen og hún bjuggu í. Þær höfðu búið sam- an í fimm ár. Þegar Elsa tók veggmyndir sín- ar niður, þótti henni íbúðin setja ofan. Þá hafði hana langað til þess að hengja myndirnar upp aftur og fara hvergi. Vélina bar hratt til jarðar. Gamla konan var óróleg og barmaði sér. „Við erum bráðum komin til jarðar,“ sagði Élsa til þess að hughreysta gömlu konuna. En þetta var ekki satt. Vélin hækkaði flugið og flaug nokkra hringi yfir lendingarstaðnum, er þokan birgði enn. a>«HIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIMMIIII|l| IIIIMIMIIIIII IIIIIMIMIMMMI'i, | VEIZTU -? | 1. Hvar kom leiðangur Kolumbusar fyrst 1 | að landi? i í 2. Hvaða málm hagnýtti maðurinn sér 1 i fyrstan allra málma? i | 3. Hver eru tvö frægustu málverk ítalska i listamannsins Leonardo Da Vinci ? 1 5 4. Hverrar trúar er Chiang Kai-Shek, = kinverksi hershöfðinginn ? = i 5. Hvaða tónskáld er kallað faðir sin- i i fóniunnar ? : 5 6. Hvað þýðir „De mortuis nil nisi i i bonum" ? i : 7. Hvað var veturinn 1874 (frá nýári) 1 kallaður hérlendis ? i i 8. Eftir hvern er þessi vísa: Æddi hrönn, en hræddist þjóð, i hús og stræti flóa; i sást ei þvílíkt syndaflóð i síðan á dögum Nóa. i 9. Hvenær var Björn M. Ölsen rektor i : Háskóla íslands? : i 10. Hvenær voru bannlögin (áfengislögin) \ i numin úr gildi? i Sjá svör á bls. 14. i Mannlýsing úr íslenzku fornriti: . . . hann var ljótur maður og varla sjálfbiarga fyrir vits sökum; hann var manna fráastur og vel að afli búinn og hógvær í skapi, og var hann heima jafn- an, en Þórður var í förum og var hirð- maður Magnúsar konungs og mazt vel . . . Við hvern á þessi lýsing og hvar er hún? (Sjá bls. 13). ,;Það er eitthvað bilað,“ sagði gamla konan. „Ég er viss um það. Við getum ekki lent.“ Elsa mælti: „Verið ekki hræddar." Hún hafði komizt að því, er hún kynntist Poul, hve flugmenn eru yfirleitt hjátrúarfullir og taka mark á smámunum, er þeir álita illan fyrirboða. Elsu þótti gaman að því er Poul hafði heim- sótt hana og Karen. Hann hafði oft skemmt þeim. Elsu þótti, sem hátíð væri komin, er Poul kom til þeirra. En svo kom, stríðið. Hún gleymdi aldrei kvöld- inu þegar Poul kyssti hana í fyrsta sinn. Þá kom hann við tepott. Potturinn datt niður á gólf og brotnaði. Karen hélt því fram að þetta væri góðs viti. Ást, sem byrjaði þannig yrði varanleg og heil- steypt. En Poul var ekki á þessari skoðun. Poul vann mikið fyrir mótspyrnuhreyfinguna. Það var því lítill tími, sem hann hafði til þess að heim- sækja Elsu og Karen. Mörg kvöld liðu án þess að hann liti inn til þeirra. Elsa áleit að Poul væri farinn að verða sér fráhverfur. En svo var ekki. Það sagði hann henni ákveðið, þegar þau færðu þetta i tal. Poul neyddist til þess að fara huldu höfði, er lengra leið. Og þau sáust ekki um langt skeið. Flugvélin flaug hring eftir hring í þokunni. Þá kom Elsu til hugar hver væri flugstjóri. Ef til vill Poul ? Hann var tekinn að fljúga aftur, eða stýra flugvélum, réttara sagt. Hann var fast- ráðinn hjá D.D.L. flugfélaginu. Það hafði Elsa frétt. Og hann stýrði flugvélum í Englandsferð- um. Hún hafði ekki séð flugstjórann áður en farið var af stað frá Kastrupflugvellinum. Það væri merkilegt ef það skyldi vera Poul, sem stjórnaði flugvélinni, er flutti hana til Eng- lands. 1 sama bili opnuðust dyrnar að flugmanna- klefanum og loftskeytamaðurinn kom inn til farþeganna. Hann var svartur i framan af olíu. Hann hlaut að hafa hjálpað til við að reyna að koma bilaða hreyflinum i lag. Allir horfðu á loftskeytamanninn. Hann mælti: „Þokan er óvenjulega þétt, og háir hún lending- unni.“ Gamla konan mælti: „Getið þér ekki fundið lendingarstaðinn ? Sonur minn stendur og bíður eftir mér.“ „Jú,“ svaraði lofskeytamaðurinn. „Við getum lent. En skeytin segja að þokan sé þykk alveg niður að jörð. Skyggni er tæpir tveir metrar." „Hversvegna er þá ekki flogið til einhvers annars staðar?" spurði maður nokkur og var æstur. Loftskeytamaðurinn svaraði: „Það er sagt að þoka sé yfir öllum enskum flugvöllum. Við vilj- um ekki hætta á það, að fljúga aftur yfir Norð- ursjóinn, þar sem annar hreyfillinn er ekki not- hæfur." „Hvað á að gera?" spurði æsti maðurinn. „Hvers vegna bilaði annar hreyfillinn? Hvers vegna hafið þér ekki gert við hann? Við getum ekki sveimað í loftinu í það óendanlega." „Það er engin ástæða til órólfeika," sagði loft- skeytamaðurinn hógyærlega. „Við ætlum að freista þess að lenda hér. En ég vil biðja far- þegana að binda sig vel.“ „Eruð þið á niðurleið?" spurði maðurinn, og var spakari. „Ætlið þið að lenda hér.“ „Við erum neyddir til þess að reyna það/ Framhald á bls. 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.