Vikan


Vikan - 14.06.1951, Blaðsíða 6

Vikan - 14.06.1951, Blaðsíða 6
6 sem héldu fyrir henni vöku. Þegar maður vonar eitthvað heitt og innilega, sem rætist ekki — Hvað hafði hún svo sem vonað? Ekkert sérstakt. Aðeins, að eitthvað skeði sem gerði hana ham- ingjusama, og væri varanlegt . . . Gæti hún verið sannfærð um, að það væri einlægt og varanlegt? Nei, sagði hún við sjálfa sig, hún hafði ekki ósk- að sjálfri sér nokkurs sérstaks til handa, þvi að hún var ekki ein þeirra stúlkna, sem voru fljótar að ákveða sig. Hún hafði aðeins einu sinni á æf- inni tekið ákvörðun í skyndi, og árangurinn hafði verið hræðilegur. Þegar henni var hugsað til þess atburðar varð hún taugaóstyrk og eirðarlaus. Hún gat ekki legið róleg. Hún stóð upp og leit út um kýraugað. Tunglskinið féll á hana og sýndi í gegnum þunnan, hálfgagnsæjan náttkjólinn hverja einustu línu likama hennar, ávalar llnur, sem höfðu mýkt æskunnar, grannt mittið og brýstin brjóstin. Jarpt hárið var í óreiðu og féll mjúkar um andiitið en fyrr um kvöldið. Hún virtist vera yngri, næstum þvi jafnung og stúlkan hjá innflytjendunum, sém hún hafði verið að tala við. Nú spurði hún sjálfa sig í fyrsta sinn, hvort það væri óttinn um að missa sambandið við Dunean, sem gerði það að verkum, að hún gat ekki hugsað sér að yfirgefa ,,Láru“. Eða var hún ' nnst í hjarta sínu þrátt fyrir sjálfsábyrgð sína, jafn hrædd og Katrín ? Hrædd við að mæta Madd- ock Greenways aftur eftir tvö ár? Hún sneri sér frá kýrauganu og fór aftur upp i rúmið og sofnaði brátt. En jafnvel svefn henn- ar var truflaður af draumi, sem stöðugt ásótti hana. Hún var í ókunnri borg, þekkti engan og átti hvergi höfðu sínu að að halla, en skyndilega minntist hún þess, að Duncan hafði afhent henni hlaðsnepil, sem hann hafði skrifað heimilisfang sitt á. En þó að hún leitaði i öllum vösum og tíndi allt upp úr veskinu sínu, gat hún hvergi undið blaðið. Hún varð að reyna að muna heim- ilisfangið. Hún fór inn í símaklefa og ætlaði að hringja, en fingurnir brugðust henni, þeir voru eins og eintómir þumalfingur. Hún reyndi aftur og aftur tryllt af örvæntingu, og alltaf, þegar hún hélt, að hún hefði fengið rétt númer, skeði oitthvað. Og nú heyrði hún, að einhver hló að henni. Hæðnislegur og innilegur hlátur, sem hún hafði ekki heyrt imdanfarin tvö ár! Hún rankaði við sér, en hláturinn hljómaði ennþá fyrir eyrum hennar. Hún opnaði augun og skimaði í allar áttir. „Fyrirgefðu, að ég skuli ryðjast svona inn til þin Quen, en mér datt ekki annað i hug, en að þú værir fyrir löngu komin á fætur. Flestir farþegarnir eru komnir upp á þiljur, klæddir og hafa meira að segja þegar lokið við að borða morgunverð." Hún horfði óttaslegin á unga manninn hálf reið, en þó undrandi. — Andstyggilegt að mæta honum aftur á þennan hátt! Hún dró skömm- ustuleg ábreiðuna betur ofan á sig, svo að ekkert sást annað af henni en blóðrjótt andlitið. — Hún starði ráðþrota á hann og leitaði árangurslaust að einhverju til að segja við hann. Hann virtist aftur á móti vera hinn ánægðasti með það eitt að sjá hana. „Varst það þú, sem hlóst,“ spurði Quentin loks, aðeins til þess að segja eitthvað. Hann brosti. — Hann hafði þann skemmtilega kæk að lyfta aðeins annarri augnabrúninni, þegar hann brosti. Ef til vill var það þetta, sem gerði það að verkum, að henni fundust árin tvö, sem lágu á milli þeirra, gufa upp. Einu sinni hafði þetta stríðnislega bros haft ótrúleg áhrif á hana — fengið hjarta hennar til að berjast um og hún hafði orðið máttlaus í hnjáliðunum. En nú }eit hún aðeins hæðnislega á hann. „Að hverju varstu eiginlega að hlæja?“ „Að þvi, að okkar nýi, alfróði fulltrúi, sem frændi sendir hingað til að betrumbæta allar starfsaðferðir okkar, skuli geta verið svo mann- legur að sofa frameftir. Eftir á að hyggja, leyf- ist mér að segja, að þú lítur alls ekki út fyrir að vera neitt sérlega gáfuð eða dugleg? Þú ert aðeins eins og reiður telpukrakki." „Ég vildi aðeins að þú færir leiðar þinnar, svo að ég gæti klætt mig í friði," sagði Quentin. „Erum við lögst upp að?" Hann hristi höfuðið og leit enn stríðnislega á hana. „Ekki ennþá. Ég kom með tollbátnum, Kap- teini Cook, skipstjórinn er góður vinur minn.“ VIKAN, nr. 23, 1951 „Þú átt góðvini á undarlegustu stöðum," svar- aði hún þurrlega. „Já, en þeir geta komið manni að stórkost- legu gagni. Sjálf verður þú að játa, að ef ég hefði ekki þekkt Freddy, hefði ég orðið að skálma. þindarlaust fram og til baka eftir hafnarbakkan- um. Ég hefði heldur ekki fyrir nokkurn pening viljað missa af þeirri dásamlegu sýn að sjá nýja forstjórann okkar losa svefninn. Þú ert ekki sem verst svona ómáluð." „Ég þakka!" Hún gat ekki á sér setið að segja síðan stríðnislega: „Þetta hlýtur að teljast mikið hrós af vörum jafn þaulreynds manns og þú ert á þessu sviði." „Þakka þér sömuleiðis, — eða var þetta ekki .meint bókstaflega? '— En heyrðu, vina mín, við skulum ekki byrja á því að rífast. Quen, við verðum að vera vinir, ef við eigum að vinna saman og umgangast hvort annað daglega.“ Hann brosti, en nú var bros hans innilegt, en þó feimnislega. Hann varð að beygja sig til þess að komast út um klefadyrnar. Hún veitti því athygli, að hann var meira að segja óaðfinnan- lega klæddur á þessum tíma sólarhringsins. Einu sinni hafði það hrifið hana, að hann skyldi alltaf vera snyrtilega og vel klæddur við hvaða tæki- færi sem var, — hvenær sem var sólarhrings- ins. En þá hafði hún líka verið svo ung og heimsk, hugsaði hún gröm. „Og viltu nú gjöra svo vel að fara út, svo að ég geti klætt mig!“ sagði hún ákveðin. „Sjálfsagt, svo mætumst við niðri í borðsaln- um. Ég hef þegar borðað morgunmat einu sinni, en þegar á það er litið, að ég lagaði hann sjálf- ur, get ég vel bætt á mig annarri máltíð. Auk þess var það svo snemma. Flýttu þér Quen!“ Quentin settist upp og leit með fyrirlitningu til dyranna. Hann hafði ekkert breytzt ... Hvernig hafði hún getað verið svona smásmugu- leg? Hégómi, yfirdrepsháttur! Það var andstyggi- legt að hann skyldi vera svona duglegur verzl- unarmaður samhliða öllum þessum slæmu eigin- leikum. Hann var fljótur að hugsa og gera áætl- anir, og auk þess var hann haldinn furðu mikilli starfsorku. Hún hafði aldrei séð hann þreyttan, ekki einu sinni þreytulegan. Ef til vill var það Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Nágrgnni okkar, frú Krulla, sendi Lilla þessar kökur. Mamman: Guð sé lof að hann er sofandi. Við verðum að losa okkur við þær, áður en hann vaknar og biður um þær! Mamman: Þú veizt að kökur eru ekki hollar fyrir böm. Láttu mig fá þær, ég ætla að kasta þeim i miðstöðina! Pabbinn: Pú! ég bragaði eina þeirra, og þær eru hræði- legar! — Þarna hringir síminn, það er víst bezt að ég svari. Pabbinn: Ójá, frú Krulla . . . Ég þakka Pabbinn: Þama kom ég mér yður kærlega fyrir! Kökumar voru úr klípunni! : reinasta lostæti! Við borðuðum þær all- ar, Lilli fékk aðeins þá síðustu! laglega Frú Krulla: Mér datt í hug að færa ykkur dálítið meira af kökunum, fyrst þið átuð þær allar. Mig langar svo að sjá Lilla borða þær, hann er svo indæll! Pabbinn: Ó, barnið er nýsofnað! Mamman: En frú Krulla, eruð þér ekki alltof greiðugar við okkur ?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.