Vikan


Vikan - 14.06.1951, Blaðsíða 9

Vikan - 14.06.1951, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 23, 1951 9 Fréttamyndir frá Keffavíkurflugvelli Flugvallarhótelið í Keflavík. Hermenn á Keflavíkurflugvellinum leggja símalínu. Matsveinarnir á Keflavíkurflugvelli a3 matreiða súkkulaðibúSing handa hermönnunum Á Keflavíkurflugvelli er nú fjöldi banda- rískra hermanna, en það eru yfirleitt ungir menn, flestir um tvítugt. Til fróðleiks er gam- an að geta þess, að þessir menn eru flestir frá suðurríkjum Bandaríkjanna, Tennessee og ríkj- unum þar í kring. Þeir eru af ýmsu bergi brotn- ir, flestir eru af enskum ættum, aðrir eru ætt- aðir frá Skotlandi, Póllandi, Frakklandi og jafn- vel Þýzkalandi. Þeir eru flestir af evrópskum uppruna, þó að innanum séu einnig piltar af lndíánaættum. Þeir búa í bröggum, sem eru fremur þægi- lega útbúnir, sæmilega kyntir og rennandi vatn er í þeim öllum. — Óbreyttu hermennirnir sofa saman tveir og tveir í herbergi, en foringjarnir hafa hver sitt einkaherbergi. — Þeim líður vel hérna, en hlakka samt til að hverfa aftur heim til Ameríku, ættjarðar sinnar. •fc ★ -k 1 baksýn sést gistihúsið á Keflavíkurflugvelli. Nokkrir bandarískir hermenn á Keflavíkurflugvelli. 1 baksýn sjást íbúðarskálar þeirra.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.