Vikan - 06.12.1951, Blaðsíða 1
Líkan af
iðnskólabyggingunni
í Reykjavík.
Líkan af nýju iðnskólabyggingunni í Reykjavik. Byggingarnefnd Iðnskólans var skipuð 1944. I henni eru tveir fulltrúar frá ríkisstjórninni: Helgi
Hermann Eiríksson, sem er formaður nefndarinnar, og Kristjón Kristjónsson; tveir frá bæjarstjórn Reykjavíkur: Einar Gislason og Jónas Sólmunds-
son; einn frá Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur: Guðmundur H. Guðmundsson. Byrjað var á byggingunni 1946 og þegar skólinn er að fullu tilbú-
inn er honum ætlað að taka 1000 nemendur. Auk venjulegs iðnskólahalds verður þar starfræktur framhaldsskóli og í sambandi við hann verkleg
iðnkennsla. 1 byggingunni verður fundarsalur, bókasafn og lesstofa fyrir nemendur. Skólinn er mjög vandaður og aðbúnaður nemenda og kennara
hinn bezti. Teikninguna af skólahúsinu gerði Þór Sandholt arkitekt. (Sjá grein á bls. 3: „Geislahitun — framtíðarlausn á upphitun húsa?“).