Vikan


Vikan - 06.12.1951, Qupperneq 3

Vikan - 06.12.1951, Qupperneq 3
VIKAN, nr. 47, 1951 3 Geislahitun — framtíðarlausn á upphitun húsa? Geislahitunin er eflaust merkilegasta Tipphitunaraðferðin, sem reynd hefur ver- ið síðasta mannsaldur. Hún er þannig, að loftin, veggirnir og stundum gólfin í her- bergjunum eru gerð að hitaflötum, sem senda frá sér hitageisla í allar áttir. Geislahitunin byggist því ekki (aðallega) á hitaleiðslu, þ. e. snertingu loftsins við hitafletina, eins og miðstöðvarhitunin, heldur á geislum, svo sem nafnið bendir til. — Sólin vermir á sama hátt, geislar hennar hita ekki loftið heldur jörðina, en jörðin hitar svo loftið. Okkur finnst oft heitt þegar sólin skín, þó lofthitinn sé ekki ýkja hár, og á sama hátt finnst okk- ur hlýtt í geislahituðu herbergi þó loft- hitinn sé þar mun minni en við eigum að venjast. Hugmyndin að geislahituninni er ekki ný, eða nánar tiltekið 1500 ára gömul. Rómverskir auðmenn, sem á þeim tíma bjuggu í Englandi, byggðu hús sín með tvöföldum veggjum og létu heitt loft frá kjallaranum streyma upp milli veggjanna. Með þeim hætti hitnuðu veggirnir og sendu frá sér hitageisla inn í herbergin. Geislahitunin í sinni núverandi mynd byggist á því, að pípum er komið fyrir í lofti (og stundum í veggjum og gólfi) herbergjanna, neðst í steypumótunum. Það vottar rétt fyrir pípunum þegar mótin eru slegin burt, en húðað er yfir með kalk- ríkri steypublöndu, á venjulegan hátt, og málað yfir, og vottar þá ekki lengur fyrir neinu. arofnum, sem eru miklu minni að flatar- máli. Af þessu leiðir, að geislahitunin þarf ekki nærri eins heitt vatn og mið- stöðvarhitunin, eða 30 til 47 gráður í stað 60 til 80 gráða, og meðal annars af þeirri ástæðu verður hitakostnaðurinn miklu minni, eða allt að 30%. I geislahit- unarkerfinu er blöndunarkrani, sem sér um það, að út í pípurnar fer ekki heitara vatn en hæfilegt er, þ. e. 30 til 47 gráður, en fyrir uppþvott og böð má fá miklu heitara vatn, eða allt að 90 gráður, eftir því hvaða hitagjafi er notaður. Þegar hitaveituvatn er notað sem hita- gjafi, er sjálfsagt að láta setja mót- straumshitara á geislahitunarkerfið, vegna hrúðurmyndunar og tæringar, sem hvera- vaínið getur valdið í pípunum. I mót- straumshitaranum er hitaveituvatnið lát- ið hita upp ferskt vatn, Gvendabrunna- vatn, upp í allt að 70 gráður, en þar sem vatnið í pípunum má ekki vera heitara en 47 gráður, vegna þenslunnar í þeim, eru frástreymis- og aðstreymispípur tengdar saman í áðurnefndum sjálfvirkum blönd- unarkrana, sem stillir hitann inn á pípu- kerfið. Geislahitunin er mun spameytnari en miðstöðvarhitunin, eins og fyrr segir, og Heilsuhælíð að Reykjalundi. það finnst mörgum þýðingarmest. En geislahitunin hefur marga kosti aðra fram yfir miðstöðvarhitunina. Hitinn er miklu jafnari, loftið er ekki eins þurrt og hringrás loftsins minni. Hið síðasttalda er ekki þýðingarlítið, því það er vegna hringrásar loftsins að gólfrykið þyrlast upp, en af því stafar óhollusta, aukið erf- iði fyrir húsmóðurina og fjárútlát fyrir húsbóndann. Þess má einnig geta, að mið- stöðvarofnarnir hafa aldrei þótt nein stofuprýði. I iðnaðinum hefur geislahitunin reynzt mjög vel, ekki sízt þar sem sjálfur loft- hitinn má ekki vera ýkja hár, t. d. í konfektgerðum. Víða eru þó aðeins gólfin notuð sem hitafletir og gefur það mjög þægilegan hita. — 1 hænsnaræktinni hefur geislahitunin gefizt sérstaklega vel, því ungarnir eru mjög viðkvæmir þegar þeir Framhald á bls. 7. Veggirnir eru oftast verri hitafletir en loftin, vegna þess að húsgögnum er rað- að við þá og myndir eru hengdar upp. Gólfin geta oft verið ágætir hitafletir. Geislahitunarkerfið má hita upp á sama hátt og venjulegt miðstöðvarkerfi, þ. e. með kola- eða olíukyntum katli, rafmagni eða hveravatni. I hverju herbergi er kom- ið fyrir litlum loka, svo lítið ber á, og með honum má tempra hitann. Annað af hit- unarkerfinu er ekki sýnilegt. I geislahituninni er allt loftið og stund- um veggimir og gólfið notað sem hita- fletir, eins og fyrr segir, en í miðstöðvar- hituninni kemur allur hitinn frá miðstöðv- i I

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.