Vikan


Vikan - 06.12.1951, Page 10

Vikan - 06.12.1951, Page 10
10 VIKAN, nr. 47, 1951 • HEIMILIO • E ! ! I IIII ■■■> .... Matseðillinn Hvalkjötsbuff: 1. kg. beinlaust kjöt, 1 1. vatn, 1 dl. borðedik, \í tsk. 'pipar, 2 tsk. salt, 100 gr. smjörlíki, 120 gr. laukur. Leggið kjötið í bleyti í ediksblöndu yfir nótt. Þerrið það vel og skerið í fingurþykkar sneiðar. Berjið kjötið og veltið þvi úr blöndu af salti og pipar. Brúnið kjötið við fremur hæg- an hita. Berið með því brúnaðan lauk og brúnað smjörlíki. Sítrónusúpa: 1 1. vatn, 2 sítrónur, 35 gr. smjörlíki, 50 gr. hveiti, 2 eggja- rauður eða egg, 75 gr. sykur, tvíbökur. Sítrónurnar eru þvegnar og önnur er flysjuð. Hýðið af henni er soðið með vatninu í 5 min. Sítrónurnar eru pressaðar. Sítrónuvatnið er síað. Smjörlíkið brætt í potti, hveiti hrært út í og þynnt með sítrónusoðinu. Hrært í þar til sýður. Þá er sítrónu- safinn settur út í, en ekki má sjóða þær á eftir. Eggjarauðurnar eru hrærðar með sykrinum í súpuskál- inni, þar til þær eru ljósar. Þar í er súpan hrærð. Má ekki sjóða, því að þá ystir súpan. Borðuð með tví- bökum. Einmannaleiki hjá börnum, sem eru of ung til að ganga í skóla. Eftir G. C. Myers Ph. D. Margt barnið, sem er of ungt til að ganga í skóla, verður einmana heima fyrir, einkum fjögra til fimm ára gamalt. Einmanaleiki þessa barns hefur komið sumum foreldrum til að reyna að koma barninu í skóla fyrir skóla- skyldualdur. Þar af leiðandi hefja mörg börn skólanám of ung. Það eru fleiri sem fara í skólann of snemma heldur en of seint. Þetta barn getur fengið þá til- finningu, að eldri bróðir eða systir eða leikfélagi skyggi á það, ef þau lýsa með miklum tilburðum og há- vaðasamri röddu atvikunum, sem komið hafa fyrir í skólanum, og verða þannig miðpunktur alls við miðdegisverðarborðið eða arineldinn. Ég minnist þess, þegar elzti son- ur okkar — hann á f jórar litlar stúlk- ur núna — fór fyrst í skóla, þá sat systir hans, sem var tveim árum yngri, stóreyg og þögul hjá og hlust- aði á fjörlegar frásagnir hans. Eft- ir nokkra daga var hrifning hennar farin að réna, og brátt sýndi hún áhugaleysi og jafnvel óánægju, þegar hann óð elginn um skólalífið. Þó að hún hefði áður verið glaðvært barn og hlaupið um brosandi og hlæjandi, varð hún nú þungbrýn, niðurdregin og jafnvel fýluleg. Móðir hennar var svo glögg að sjá, hvað var að ske, og kom því þannig fyrir, að litla systir gat einnig skýrt frá því á kvöldin, sem hafði komið fyrir hana, svo að bróðir hennar varð að draga nokkuð af mælsku sinni. Þetta bar góðan ár^ngur, jafnvel svo að brátt varð að gæta þess, að litla systir yrði ekki umsvifamikil um of. Það fór svo, að litla systir fór á barnaheimili næsta ár, og hafði þá frá mörgu að segja, einkum þar sem bróðir hennar var ekki eins marg- orður um skólalífið og árið áður. Foreldrar verða að reyna að sinna barninu, sem verður eitt eftir heima, þegar hin. fara í skóla. Móðirin verð- ur jafnvel að vanrækja heimilisstörf- in vegna þess. Það þarf að lesa oft fyrir það, stinga upp á og jafnvel hjálpa því við ýmsa leiki. Þegar það óskar .eftir því, að þér takið þátt í leikjum þess, verðið þér að gefa yður tima til þess. Farið við og við í gönguferð með barninu, hvetjið það til að leita sér leikfélaga og farið stundum með það þangað, sem jafnaldra þess er að hitta. Við skulum minnast þess, að hvert barn í fjölskyldunni alveg eins og iullorðna fólkið verður að hljóta þá reynslu, sem lætur það finna, að því sé veitt athygli og umhyggja. Hr. og frú Michael Denison virð- ast skemmta sér vel á frumsýning- unni af kvikmyndinni „The Magic Box“. Hvort sem bifreið yðar Opaline rétta smurningsolían —Fullkomnasta bifreiðaolían — Fæst í öllum SAE jjykktum Hafnarstræti 10—12. — Sími 6439 Reykjavík. V MORLEY I. GUDMUNDSSON & CO. LTD., P.O. BOX 585, REYKJAVIK. !L

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.