Vikan - 06.12.1951, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 47, 1951
11
| Framhaldssaga: | g Eftir ARNOLD BENNETT I
I SabíleHAkétettá j
©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©Sí©*;*^^*©*
aftur nokkurn tíma, en klukkan eitt var ekkert
eftir. Rakksoll hafði fengið niutíu þúsundir af
þeim hundrað og sextíu þúsundum, sem hún átti
fyrr um kvöldið, en afgangurinn hafði runnið
til bankans. Þetta var mikið skipbrot fyrir kon-
una með rauða hattinn. Hún spratt upp af stóln-
um og gekk hratt og stoltlega út. Rakksoll og
Áki fóru þegar í stað á eftir henni.
,,Við þurfum endilega að fylgjast með ferðum
hennar," sagði Rakksoll.
Úti fyrir skinu bogaljósin skœrt. Brimið gnúði
ströndina eins og ætíð. Konan með rauða hatt-
inn náði sér í vagn og ók burt í skyndi. Rakksoll
og prinsinn fengu sér opinn vagn og héidu í hum-
átt á eftir henni. Ekki höfðu þeir ekið meira
en eina mílu, þegar prinsinn bað ekilinn að nema
staðar, sagði Rakksoll að stiga niður úr vagn-
inum, borgaði eklinum og lét hann fara.
„Eg veit, hvert hún ætlar," sagði hann, „og
það verður betra fyrir okkur að koma fótgang-
a.ndi.“
„Haldið þér hún ætli að fara þangað, sem þið
voruð í gærkvöldi ?“
„Já. Og nú skulum við drepa tvær flugur í
einu höggi."
Tilgáta Ariberts prins reyndist rétt. Vagn kon-
unnar nam staðar fyrir framan húsið, þar sem
Nella og Spensa ræddust við kvöldið áður, og
konan hvarf inn í húsið i sömu svifum og menn-
irnir tveir gengu fyrir horn og inn á götuna. 1
stað þess að fara eftir götunni sjálfri, dró prins-
inn Rakksoll með sér inn á stíg, sem lá að baki
húsanna, og hann taldi húsin, um leið og þeir
gengu eftir stígnum. Eftir fáeinar mínútur urðu
þeir að klungrast yfir vegg, og síðan læddust
þeir, af ýtrustu varkárni, eftir grasi vaxinni
sléttu, síðan eftir steinlögðum húsagarði og
hnipruðu sig loks saman undir glugga — glugg-
inn var á hálfa gátt, en tjöld voru fyrir honum
að innanverðu.
„Hlustið þér,“ sagði prinsinh, svo að rétt
heyrðist, „þær eru að tala.“
„Hverjar ?“
„Berlínska konan og ungfrú Spensa. Ég er viss
um, að þetta er ungfrú Spensa.“
Rakksoll opnaði gluggann lítið eitt og lagði
síðar eyrað að rifunni, en út um hana streymdi
gulur ljósgeisli.
„Komið þér hérna,“ hvíslaði hann að prins-
inum, „þær tala þýzku. Þér skiljið það betur
en ég.“
Þeir skiptu um stöðu við gluggann, og prins-
inn lagði að eyrun og hlustaði spenntur.
„Ætlið þér að neita mér um það?“ sagði gest-
ur Spensu.
Spensa svaraði engu.
„Ekki einu sinni þúsund franka? Ég er búin
að tapa tuttugu og fimm þúsundunum."
Aftur ekkert svar.
„Þetta finnst mér aumt af yður," hélt konan
áfram og var nú orðin reið. „Ég gerði það, sem
ég lofaði. Ég tældi hann hingað, og nú morknar
hann örugglega geymdur í kjallaranum hjá yður,
veslingurinn, og svo viljiið þér ekki einu sinni
láta mig hafa skitna þúsund franka."
„Þér hafið þegar fengið það, sem yður bar."
Orðin komu frá Spensu. Þau féllu nistíngsköld
á hljóðan vanga næturinnar.
„Ég vil fá þúsund í viðbót."
„Ég á enga peninga."
„Við skulum nú sjá til.“
Aribert prins heyrði lágan þyt, síðan var dyr-
um skellt, og ljósgeislinn. út um glufur.a hvarf
snögglega. Hann opnaði gluggann upp á gátt".
Herbergið var myrkt og auðheyrilega enginn
inni.
„Nú ættuð þér að kveikja á luktinni," sagði
hann við Rakksoll, þegar hann hafði sagt hon-
um samtalið milli kvennanna.
Rakksoll dró luktina upp úr vasa sínum og
kveikti á henni. Hún var þannig útbúin, að ljósið
dróst saman í einn sterkan geisla, sem féll fram
úr henni.
„Hvað er þetta?" veinaði Aribert óttasleginn
og benti til jarðar. Luktin varpaði geislum á af-
iangan rimlaglugga rétt við fætur þeirra, þar
sáu þeir inn í lítitnn kjallaraklefa. Þeir krupu
báðir niður og rýndu inn klefann. Á sliguðum
stóli sat ungur maður slyttislega með lokuð augu,
höfuð hans hékk fram á bringu. 1 daufum geisla
luktarinnar sýndist hann einna líkastur aftur-
göngu.
„Hver getur þetta verið?" sagði Rakksoll.
„Það er Áki," svaraði prinsinn dauflega.
XVII. KAFLI.
Áki heimtur úr helju.
„Áki,“ kallaði Aribert prins lágt. Ungi maður-
inn í kjallaranum hóf veiklulega upp höfuðið og
starði upp í gluggann. Enginn svipbrigði sáust
á andliti hans. Hann horfði til þeirra sljólega,
skilningslaust og aulalega fáeinar sekúndur,
augnalokin bærðust ákaft í skininu frá luktinni,
svo féll höfuðið sinnulaust niður á bringuna á
ný. Hann var í dökkum ferðafötum úr tvíti, og
Rakksoll sá, að önnur ermin — sú vinstri — var
rifin af upp við olboga og að vinstri öxlin var
öll ötuð óhreinindum. Um háls honum var snjáð-
ur ílibbi. illa festur og krumpaður; brún stíg-
vélin voru óreimuð; húfa, vasaklútur, hluti af
úrkeðju og fáeinir gullpeningar lágu dreift á
gólfinu. Rakksoll beindi luktargeislanum inn í
horn klefans, en harrn sá þarna ekkert húsgagn
nema stólinn, sem hans hátign Áki prins af Pósen
sat á og hrufótt smáborð, sem á voru diskur og
bolli.
„Áki,“ kallaði Aribert prins á nýjan leik, en
í þetta skipti virtist hinn úttaugaði frændi hans
ekki heyra það, og þá sagði Aribert í lágum
hljóðum við Rakksoll: „Ef til vill sér hann okkur
ekki vel.“
„En hann hlýtur að kannast við röddina í yður,"
sagði Rakksoll. Honum var þungt i huga.
Það varð þögn, og mennirnir tveir litu þung-
búnir hvor á annan. Báðir þeirra vissu, að þeir
urðu að komast niöur í kjallarann til að frelsa
Áka, en báðir voru ragir við að hefjast handa.
„Guði sé lof, að hann er ekki dáinn!" sagði
Aribert.
„Ef til vill er hann verr en dáinn!" svaraði
Rakksoll.
„Verr en dáinn — Við hvað eigið þér?“
„Ef til vill er hann vitskertur."
„Komið þér,“ hrópaði Aribert allhátt, eins og
eitthvað hefði hrokkið til inni í honum, svo að
nú væri ekki um annað gera en láta skríða til
skarar. Hann þreif luktina af Rakksoll og hent-
ist inn í myrkt herbergið, þar sem þeir nokkru
áður höfðu heyrt á samtalið milli Spensu og kon-
unnar með rauða hattinn. Um stund gat Rakksoll
ekki hreyft sig. Þá hrópaði Aribert aftur: „Kom-
ið þér. Við hvað eruð þér hræddur?" Og það
var valdsmannslegur hreimur á rödd hans.
„Ég veit það ekki,“ svaraði Rakksoll og stóð
aumur og stúrinn við gluggann, „ég veit það
svei mér ekki." Því næst tildraðist hann inn
um gluggann. Á arinhillunni voru nokkur kerti,
sem slökkt hafði verið á, og Rakksoll kveikti
á þeim, ósjálfrátt, úti á þekju. Síðan lituðust
þeir um. Þarna var ekkert sérstakt að sjá: her-
bergið var ósköp venjulegt, frekar lítið, sóðalegt
og heldur óaðlaðandi, veggfóðrið ljótt, ljótar
myndir í Ijótum römmum. Karlmannsjakki lá
þar yfir um stólbak. Dyrnar voru læstar. Avi-
bert tók um húninn, en gat ekki opnað þær.
„Þær eru læstar," sagði hann. „Augsýnilega
vita þær, að við erum hérna."
„Þvaður," sagði Rakksoll önuglega, „hverrng
má það vera?“ Síðan greip hann um húninn og
reyndi hurðina, og þá opnaðist hún. „Ég sagði
yður þær væru ekki læstar," og það stældi í
honum kjarkinn, hve fljótt honum tókst að opna
dyrnar. Samstundis voru þeir komnir fram á
ganginn, sem lá að aðaldyrum hússins. Utidyrn-
ar stóðu opnar. Þeir litu út á götuna, upp hana
og niður hana, en þar var engin sála á fj^rð.
Gatan var myrk og óhrjáleg, og einungis lýst hf
þrem gaslömpum.
„Hún hefur áreiðanlega farið," sagði Rakksoll
og hafði í huga konuna með rauða hattinn.
„Og ungfrú Spensa á eftir henni ?“ sagði prins-
inn.
„Nei. Hún er hér kyrr. Hún þorir ekki að f$ra.
Við skulum finna stigann niður í kjallarann."
Sem betur fór veittist þeim auðvelt að fiBna
stigann niður i kjallarann, því að prinsinum varð
stigið nokkur skref aftur á bak og hafði þá
næstum dottið niður stigann. Þeir lýstu niður
með luktinni; stiginn lá í sviga. Rakksoll greip
luktina af prinsinum og hélt niður á undan, en
Aribert á hæla honum. Við rætur stigans var
litíll gangur, og þar stóð kona í hnipri upp við
vegginn. Augu hennar endurvörpuðu geislunum
frá luktinni, glóðu eins og kattaraugu í niða-
myrkri. Þegar þeir komu nær, sáu þeir, að þaði
var Spensa, sem stóð þarna fyrir þeim. Hún
sat næstum á hækjum sér, og í annarri hendi
hélt hún á einhverju, sem líktist rýtingi við
fyrstu sýn, en reyndist síðar ekki vera anna5
en óvenjulega langur brauðhnífur.
„Ég heyrði til ykkar, ég heyrði til ykkar,"
hvæsti hún. „Snúið þið aftur, þið megið ekki
koma hingað niður."
Augun stóðu í höfði hennar . örvilnuð og
grimmdarleg og líkami hennar nötraði af nið-
urbældri æsingu.
„Heyrið þér mig, Spensa," sagði Rakksoll
stillilega. „Við skulum nú hætta öllum heimsku-
látum. Verið þér nú stillt og hypjið yður upp,
a.nnars verðum við að beita yður valdi."
Hann gekk hægum skrefum til hennar og
hélt á luktinni í hendi sér. Án þess að segja orð
hjó hún hnífnum í handlegg hans. Luktia féll á
gólfið og drapst á henni. Rakksoll æpti upp yfir
sig, öllu frekar af gramri undrun en sársauka
og hörfaði fáein skref aftur á bak. 1 myrkrinu
sáu þeir ennþá glóðina í augum hennar.
„Ég sagði ykkur þið mættuð ekki koma hér
niður," sagði konan. „Svona, upp með ykkur."
Rakksoll hló glaðlega. Það var skrýtinn hlát
ur, en hlæja varð hann, því að hann gat ekki
annað. Honum þótti fyndið að hugsa til þess.
að konan þarna, fyrrverandi skrifstofustúlka,.
skyldi reyna að hepta för þeirra Ariberts prins-
með eldhúsbreddu. Hann kveikti á eldspýtu, síð-
an á kertinu og gekk aftur til Spensa.
„ÍÉg geri það aftur," sagði hún ógnandi.
„Ó, nei, það segið þér ekki satt, væna mín,“