Vikan


Vikan - 06.03.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 06.03.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 10, 1952 5 Ný framhaldssaga: 3 Konkvest skerst í leikinn Eftir BERKELEY GREY „Já, þessi ungi skálkur er eins rikur og svarta- markaðs braskari. Eitt stærstu dagblaðanna kallaði hann einu sinni „Riddara heimskunnar" — en var of hæverskt til að skýra frá því, að heimskupör Everdons eru venjulega þeirrar teg- undar, að þau eru ekki prentunarhæf. Síðustu tvö árin, síðan í styrjaldarlok, hefur hann verið riðinn við fleiri hneykslismál en nokkur annar Jieimsmaður, sem til þekkist.“ „Já, þetta fer að rifjast upp fyrir mér. Er hann ekki höfuðpaurinn i klíku nokkurra „gáf- ■aSra ungmenna" ?“ „Þú fylgist ekki með tímanum góða mín. Þessi félagsskapur er ekki kallaður félagsskapur „gáfaðra ungmenna” nú orðið. Holdsdýrkendur er réttara orð. Þetta er fyrirlitleg lausungarklíka, sem hefur gert. mikið illt á þessum erfiðu tím- Tim, með allskonar slæmum fordæmum, þegar margir góðir menn eru að reyna að skapa betri heim.“ Konkvest var óvenjulega alvarlegur á svipinn. „Viðleitni Everdons beinist að því, að brjóta allar siðareglur, án þess að korrrast í ber- högg við lögin. Hann er frumkvöðull alls hins illa, hinir eru aðeins dyndilmenni. Hann leggur fram féð, sem til þarf, og eins og vant er, er nóg af heimskingjum af báðum kynjum, sem fús- ir eru til að fylgja honum að málum." „Er ekki hægt að stöðva hann?“ „Hver ætti að stöðva hann?“ svaraði Konkvest. „Hann lætur sér ekki segjast. Hann hefur móðg- að allar samkvæmis-húsmæður í London og ver- ið vísað burt úr öllum siðlátum félagsskap í borg- inni. Hann fer sínar eigin götur, og honum líkar því betur, sem hann móðgar fleira af góðu fólki. Hann er eins og „sýkill lastanna", sem smitar alla, sem nærri honum koma. Hann er milljóna- eigandi, einn af lávörðum krúnunnar, og hann getur gert hvern fjandann sem hann lystir. Það ■er trú hans og kenning.“ „En hann hlýtur að hitta sjálfan sig fyrir, fyrr eða síðar.“ „Fía mín, þú segir satt — og ég er sá, sem ætla að láta hann fá að kenna á því,“ sagði Nor- man og harðneskjuglampi kom í augu hans. „Ungir þrjótar af þessu tagi geta oft haldið all- lengi áfram á lastabraut sinni áður en þeim verður eitthvað að fótakefli, en fyrr eða síðar kemur að því. Og eftir liggja eyðilögð reköld manna, sem hafa verið svo ólánsamir að verða á vegi þeirra. Peningar i höndum slíkra manna, eru hið versta böl. Everdon hefur aldrei unnið fyrir grænum eyri; hann erfði féð eftir föður sinn, sem var góður maður.“ „Jæja, máltækið segir, „að fljótt megi fífl frá fé sínu skilja“.“ „Ég hef heyrt þetta líka,“ sagði Norman, „en það á eklci við Everdon. Þér hefur ekki skilizt það, að hann er ekki heimskingi. Það er það versta. Hann veit hvað hann syngur, og nýtur þess. „Höfðingjarnir" á glæpasviðinu hafa fyrir löngu gefizt upp við Everdon. Þeir hafa ekki roð við honum.“ „Er hann svona seigur?" „Ég hefði nú haldið það — seigur eins og nauts- húð. Slægur eins og fjandinn í uppátækjum sinum. Þannig er Everdon lávarður. Ég get að- eins líkt lionum við auðugan aðalsmann frá sautjándu öldinni. Þú hefur lesið um slíka menn í mannkynssögunni og í skáldsögum. Ég hef sagt það áður I kvöld — Everdon lifir þrjú hundruð FOBSAGA: Haustnótt eina er Nor- man Konkvest á ferð i bíl. Kona hans, , Joy, situr við hlið hans. Skyndilega geys- ist stúlka út úr þokunni og brunar fyrir bílinn. Norman tekst að hemla, en stúlk- an biður hann að leyfa sér stíga upp í bílinn. Hún er dauðhrædd. Hún fer síðan að segja sögu sína. Ólífant lögfræðing- ur, frændi hennar, bauð henni til veizlu, en fór þess í stað með hana i lítið úti- hús. Þar var staddur Everdon lávarður. Ólífant taldi hana ákaft á að dveljast hjá Everdon um nóttina. Þeir gerðust svo aðgangsharðir, að stúlkan varð að ílýja. Konkvest kannaðist við báða þrjótana. Þau doka stundarkorn við í bílnum. Þá kemur Ólífant gangandi. Norman á orðasennu við Ólífant, en að því loknu ekur hann heim til sín með stúlkuna. Þegar hún er sofnuð fer hann að segja konu sinni frá Everdon lávarði. ár á eftir tímanum. Fyrr á tímum hefði hann verið herra lífs og dauða. Og hann lifir algerlega í samræmi við þetta, að svo miklu leyti sem lög- gjöf nútímans gerir honum það mögulegt. Eins og aðalsmenn miðaldanna veður hann uppi með ójöfnuð og traðkar allt og alla. Skemmst að segja, Fía mín, þetta er maðurinn, sem ég ætla að veita aðför — þegar ég er búinn að skemmta mér við Myrka-Matthew. Norman stóð á fætur og gekk nokkur skref fram og aftur um gólfið um leið og hann kveikti sér í vindlingi. „Hann er ólíkur og öðruvísi — hann er ekki hin venjulega tegund andstæðinga minna og ég hlakka til að fást við hann,“ hélt Vígreifi ofur- huginn áfram af auðsærri ánægju. „Menn eins og Willoughby Choate og Lew Chatterton og Aubrey Soames, — við alla þessa menn hef ég notað líkar aðferðir. Viðureignin við Everdon mun útheimta nýja og flóknari aðferð, og tæknis- atriðin eru þegar tekin að skýrast í kollinum á mér. En ekkert liggur enn á, Fía. Ég verð að leggja vandlega niður fyrir mér aðferðina við að nema burt Everdon-Ólífant æxlið af þjóðarlíkam- anum, áður en ég hefst handa.“ Þegar Norman lét fallast niður i hægindastól með hrifningarglampa í augunum, fór dálítill taugatitringur um konu hans. 2. KAPÍTULI. Vondi frændinn. „Roberta! Augnablik!" Bobby Ólífant stanzaði með höndina á húnin- um á útidyrahurðinni, þegar kaldranaleg rödd frænda hennar barst til hennar innan úr skugg- sýnum ganginum. Hún sneri sér við til hálfs, með svo mikinn einbeittnissvip á andlitinu, að skugga brá á fegurð þess. „Hvað þá, frændi ?“ „Hvert ætlarðu?" „Ég ætla út,“ sagði hún ákveðin. „Það er ekkert svar, barn. Komdu hingað. Komdu inn í lesstofuna. Heyrirðu það?“ Hún hikaði augnablilc, roði hljóp í kinnar henni og glampi í augun. Hún gekk hratt I áttina til lesstofunnar. ,,Á nú að byrja að agnúast?" spurði hún grimmdarlega. „Hvað heldurðu að ég sé — am- bátt þín ? Ég er nógu gömul til að fara út, ef ég vil.“ „Komdu hérna inn fyrir?“ sagði Ólífant. Hann var mjóróma og röddin var reiðileg, og þegar hún gekk inn i kuldalega lesstofuna al- þakta bókum á öllum veggjum, stóð henni stugg- ur af frænda sínurn, sem stóð og beið hennar. Hann sá uppreisnarsvipinn á andliti hennar, en lét sem hann sæi það ekki. Hann lokaði hurð- inni og gekk síðan að arininum, á honum snark- aði eldur. „Nógu gömul til að fara út, lia?“ sagði hann háðslega. „Heldurðu að ég sé einhver einfeldn- ingur, Róberta ? Mundi nokkur heilvita stúlka fara í gönguferð í vesturhluta Lundúnaborgar í slíku veðri? Þú ætlaðir á stefnumót við Gille- spie, stráklinginn, og þér er vel kunnugt um skoðanir mínar á því máli.“ Hún leit á hann heiftúðuglega og furðaði sig á því með sjálfrl sér, hvers vegna hún léti slíkt væskilmenni stjórna sér. Þótt hún væri langt frá að vera hávaxin, gnæfði hún yfir hann. Matthew Ólífant var lítill og smáskítlegur, en hann hafði aldrei kennt sér meins, þótt hann væri kominn um fimmtug. Hann var mesta hörkutól. „Ansi sjálfstæð ungfrú, ha?“ hélt hann áfram í sama háðslega rómnum. „Svei, þú ert aðeins krakki, Róberta, — lítið meira en skólastelpa, og þú ætlar að gera gys að mér. Þú hefur orðið óstýrilátari með degi hverjum síðan um kvöldið, fyrir mánuði, þegar þú hegðaðir þér svo heimskulega . . .“ Hann þagnaði, fannst umtals- efnið víst óþægilegt. „Þú gerir eins og ég sltipa þér, barnið gott. Farðu inn í herbergið þitt og klæddu þig úr þessum fötum.“ Hún rétti sig. Eldur brann úr augum hennar, hún andaði ótt og títt. Uppreinsareldurinn logaði innra með henni, en persónuleiki frænda hennar var að bæla hann niður. Hún sótti í sig veðrið. 1 þetta sinn skyldi honum ekki takast að hræða hana til hlýðni. „Þú hefur látið mig kenna á þessari „heimsku- legu hegðun“ minni, sem þú nefnir svo, finnst þér ekki?“ sagði hún með ákefð. „Þú hefur hald- ið mér I fangelsi í heilan mánuð í þessu hræði- lega húsi. Ég hef varla komið út fyrir dyr allan timann." „Hver á sök á því?“ urraði hann. „Ef þú geng- ur um og berð heimsku og ósannindi í ókunn- ugt fólk á afskekktum sveitavegum, þá er ég neyddur til að hafa: þig í strangri gæzlu. Á með- an þú ert inni, seturðu þig ekki i fleiri vandræði." „Jæja, ég verð ekki lengur inni,“ æpti Bobby fokvond. „Ég er ekki fangi. Ég fer út.“ Hún opnaði dyrnar þegjandi og gekk fram skuggalegan ganginn. Hún var búin að opna útidyrnar, áður en Matthew Ólífant gerði sér grein fyrir þvi að hún var að óhlýðnast honum. Hann greip andann á lofti og hvæsti um leið og hann hljóp á eftir henni. „Litli heimskingi!" Kræklulegir fingur kreppt- ust um úlnlið hennar. „Ætlarðu að vekja opin- bert hneyksli hérna, á almanna færi?“ „Já, mér er alveg sama! Hvað varðar mig um það? Þú ætlar að halda mér í fangelsi. Æ, hvað ertu að gera, frændi; þú meiðir mig í úln- liðinn." „Heimska! Það er aðeins ein leið til að aga óþekka krakka," gall Ólífant við. „Gallinn er, að ég hef gefið þér of lausan tauminn, stúlka mín. Þú þarfnast strangari aga. Hættu að brjót- ast um, tófan þín.“ Hann hélt fast um úlnlið hennar, og starði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.