Vikan


Vikan - 06.03.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 06.03.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 10, 1952 fyrir hesthúsin, út á troðninginn og fór þá á stökk. Hvað Karólínu viðveik, fannst henni þetta alveg rétt gert, en Sue var undarlega innan- brjósts út at’ því aö', ríða yfir þessi engi, sem hún hafði þekkt alla sina ævi, til þess að forða sér frá þvi að vera ákærð fyrir morð. Jeremy reisti eyrun. Það gat ekki verið, að Bófort veiðitlokkurinn væri langt í burtu. Glymjandi músík heyrðist í nágrenninu. Hún stýrði Jeremy, sem gerði sig líklega til að renna á hljóðið, yfir lítinn læk, sem hún stökk yfir með svo miklum ákafa, að pílviðagreinarnar slógust í Sue. Hatturinn var úti í annarri hlið- inni og slæðan hafði rifnað og það var skráma á kinninni á henni. Hún lagaði hattinn og lét Jeremy hlaupa yfir beitilönd næsta búgarðs. Hún hélt sér þar sem sléttan var lægst til þess, að enginn sæi hana frá þjóðveginum, sem fjar- lægðist smám saman. Hún kom að brúnni, sem lá yfir Dobberlylækinn og reið út á veginn upp með læknum, og hinumegin við búgarð Ludd- ingtons sá hún Dobberlybæinn. Það var bær með tveimur til þremur stórum götum. Hús læknisins var í útjaðri bæjarins. Því fylgdi fjörutíu hekt- ara land og skógur á bak við. Hún reið hægt eftir veginum. Landflæmi Luddingtons var girt með fagurgrænni, nýmálaðri girðingu, sem Karólína hefði auðveldlega farið yfir. Sue hafði aldrei geðjast að því að stökkva. En hún varð að fara yfir til þess að komast út á götuna, sem lá fram hjá búgarðinum sem Ruby hafði keypt fyrir peninga fyrri manns síns, og sem Wat rak nú af mikiili eyöslusemi eins og sjá mátti af því, hvernig umhorfs var bæði utan húss og innan. Loks tók Sue ákvörðun og Jeremy sem var fyrirtaks stökkhestur horfði ánægður á girðinguna, herti á sér og sveif yfir. Sue varð róleg aftur. Hún kveið alltaf fyrir, ef hún þurfti að stökkva. Hún dró djúpt andann og leit í kringum sig. Beitilandið var þurrt og snöggt, en hún kaus heldur að fara yfir votlendið, sem lá neðar, þó að ekki væri hægt að ríða eins hratt þar, en þar sást hún síður frá húsinu. Þvínæst reið hún á bak við hesthúsin, í gegn- um hlið sem opnaðist og lokaðist án minnstu fyrirhafnar, eftir mjóum stíg milli tveggja lim- garða, í gegnum annað hlið og að lokum eftir löngum stíg, sem lá um skóginn þar sem land- areign Luddingtons læknis og Wats og Ruby mættust, 'sem var ein ástæðan til, að Ruby hafði keypt jörðina. Önnur ástæða var vitanlega sú, að þetta var allra glæsilegasta bygging — Þetta var fáfarinn stígur, hann var votur og ósléttur, en þetta var að minnsta kosti rudd braut, og hún gat farið hraðar þar en skömmu síðar, þegar hún var komin inn í skóginn. Rigningarúðinn hafði breytzt í þoku og gerði henni erfiðara fyrir að átta sig. Hún var ekki vel kimnug í þessum skógi. Stígurinn náði ekki lengra, ef hún beygði til hægri kæmi hún þar sem leið lægi í áttina til húss læknisins. Hún gerði það og kom að grasivöxnum lækjarbakka með pílviðartrjám og fagurgrænum lárberja- runnum. Þetta var Dobberlylækurinn, sem seitl- aði í bugðum eftir endilöngum skóginum. Bó- fortveiðiflokkurinn hafði farið þessa leið fyrir skömmu. Förin eftir hesthófana voru greinileg í rauðri leirjörðinni, og það var líkt og hundgjáin kvæði enn við í loftinu. Jafnvel Sue fannst ekki erfitt að fara yfir lækinn. En auðsjáanlega varð það ekki sagt um veiðimanninn, þvi að um leið og Jeremy var að fara yfir, kom Sue auga á mann í rauðum jakka. Hún sá hann fara á bak í gegnum pílviðargrein- arnar. Hann hlaut að hafa dottið af baki. Hann hvarf strax bak við lárberjatrén. Hún sneri Jere- my gamla við og reið meðfram læknum. Allt í einu var hún komin út úr skóginum og gat séð bæinn og afgirta svæðið þar sem reiðskjóti læknisins var oftast á beit í góðu veðri. Hún sá ekki íbúöarhúsið, því að útihús- in skyggðu á. Hún fór meðfram girðingunni þangað til hún kom að hliði, þar sem hún steig af baki og teymdi Jeremy innfyrir. Það var eng- inn sjáanlegur í hesthúsinu, en bíll læknisins, spánnýr og skínandi bíll, sem Wat hafði endi- lega viljað gefa honum, stóð á malborinni braut bak við húsið. Það var ljós í lækningastofunni. Hún batt Jeremy og gekk í kringum húsið. Það stóð alveg við gangstéttina, látúnshamarinn á útidyrahurðinni var farinn að slitna. Hún hringdi bjöllunni, en mundi þá að það var fimmtudagur, frídagur vinnukonunnar. En dyrn- ar voru hvort sem er aldrei læstar, svo að hún opnaði og gekk inn um leið og hún leit um öxl til þess að ganga úr skugga um, að enginn hefði séð hana. Gatan var mannlaus. Himinninn var þungbúinn og dimmur. Hún lokaði á eftir sér. Nú var hún stödd í litlu anddyri með gamal- dags fatahengi og regnhlífargrind. Þetta kom henni fyrir sjónir sem gamalkunnugt andlit. Til hægri var lítil biðstofa, og þangað fór hún. Það var lokað inn í lækningastofuna. Það þýddi, að það var sjúklingur hjá Luddington. Að öllum líkindum sá, sem hafði hringt og komið boðun- um til þeirra. Hún þekkti biðstofuna einnig mætavel. Held- ur var hún óvistleg, búin dökkum eikarhúsgögn- um. Stólarnir voru klæddir- brúnum gljádúk, í einu horninu stóð stór burkni í grænum potti. Hún þekkti þetta allt saman, og henni þótti vænt um það. Hún heyrði ekkert mannamál innan úr lækningastofunni. Hún hugsaði með sér, hvort hún ætti að berja að dyrum til þess að Ludd- ington fengi að vita að hún væri komin. En hann hlaut annars að vita það, því að það heyrð- ist í dyrbjöllunni inni i lækningastofunni. Hann tafðist eflaust enn vegna sjúklingsins. Skyldi hún hafa bundið Jeremy nógu vel? Jú, hún var viss um það. Hún velti því fyrir sér, hvort nokkur mundi hafa séð hana. Nei, þó svo befði verið, gerði það víst ekkert til. Hún fann aftur til þeirrar óþægilegu tilfinningar, að Karó- lína, Kristín og hún hefðu verið nokkuð fljót- færar, þær höfðu verið svo skelfdar. Það hefði verið skynsamlegra af henni að fara strax í bílnum. Ennþá var allt hljótt, ekkert að heyra innan úr herberginu við hliðina. Hún tók að ganga fram og aftur í biðstofunni og það greip hana ónotalegur geigur. Það lágu blöð og tímarit á borðinu og fjall- aði sumt af því eingöngu um veiðar. Utan á einu blaðinu var mynd af Ruby, hún var yndisleg og örugg með sjálfa sig á fræga veiðihestinum, sem gefið hafði verið nafnið Vöggur, hann hafði hún keypt dýru verði. Læknisskýrteini Luddingstons hékk enn á veggnum, þar sem hann hafði sett það — hvað skyldu vera mörg ár síðan? Við hliðina á því hékk upplituð mynd af ungu konunni hans, Sadiu Carevo, sem hafði dáið skömmu eftir fæð- ingu Wats, eina barnið, sem þeim var auðið. Það hafði verið ætlunin, að Wat fetaði i fótspor föður síns, en þegar hann hitti Ruby aftur (er hún hafði verið ekkja í eitt ár) í New York og gekk að eiga hana, hafði hann snúið aftur til Virginiu, farið þá braut, sem hann sjálfur valdi og notaði til þess fé það, sem Ruby erfði eftir fyrri mann sinn. Ruby hafði ef til vill séð svo um, að leiðir þeirra lægju saman. Hún hafði í rauninni verið hænd að Wat frá þvi fyrst, er hún kom til Dobberly, þá lítil, munaðarlaus stúlka, sem síður en svo hafði til að bera nokkuð af þeirri fegurð, sem seinna varð raunin á. Hún var fjarskyldur ættingi Duvalsfjölskyldunnar og hafði verið falin umsjá frú Duvals. Frú Duval sem var afkáraleg útgáfa af Ernestinu og Kam- illu, hafði farið á heilsuhæli í Italíu vegna sjúk- dóms, sem enginn kunni skil á, og hafði hún tekið með sér hina litju árlegu vexti sína. Öll- um til mikils hugarléttis kærði hún sig ekki um að koma aftur heim. 1 þann tíma hafði Wat ekki litizt -á neina aðra en Ernestínu — þessa glæsilegu, aðlaðandi Að ofan: Kínverski múrinn er sterkasta varnarvirki, sem mannlegar hendur hafa reist. Þetta hlið og þessi kastali við Shanhaikwan varði Norður Kína gegn Mansjúríubúum fyrir 30 árum. —- Neðst til vinstri: Nú á dögum skjóta menn steinum í stað örva. — Neðst til hægri: Hvað er þvermál gullatómsins ? Vio hlutar af trilljónta hluta úr þumlungi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.