Vikan


Vikan - 06.03.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 06.03.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 10, 1952 LIFIÐ I BRISBANE Framhald af bls. 3. þarf að vera þakklát fyrir?“ hugsaði ég með sjálfri mér. Pungrottan er afar stygg, hún er grá að lit með svört, falleg augu, hefur lang- an hala og er í rauninni fallegt dýr, sem skríður fram úr fylgsni sínu, þegar myrkrið hefur skollið á. Hún er pokadýr eins og kengúran, en ungann hefur hún á bakinu, þangað til að hann er orðinn nógu stór til að geta spjarað sig sjálf- ur. Henni er oft gefið, en það er erfitt að temja hana, þar sem hún er svo fælin. Við höfum nú fyrir löngu kynnzt bæði sýnilegum og ósýnilegum dýrum hússins. Þar eð húsið er óþétt, alsett rifum og sprungum, og dyrnar ætíð opnar, hafa dýrin mjög greiðan gang inn í það. Við erum búin að veiða átta mýs síðan við komum, þar af höfðu tvær hreiðrað um sig í baksturofninum, sem ég nota að vísu ekki. Átti ég ekki á von ? Það hlaut að verða eitthvað fleira, sem ég gæti verið þakklát fyrir. I gær sat stærðar ferfætlingur um það bil 60 cm. á lengd fyrir framan hús- ið. Þetta er eðlutegund sem kölluð er „Frilled Lizard,“ hún hafði villzt út úr skóginum okkar. ,,Hún er alveg meinlaus,“ sagði hús- eigandinn, það er bara gott að hafa hana, því að hún drepur slöngur.“ Ég átti kollgátuna. Við eigum að gleðj- ast yfir öllum þessum kvikindum, sem við erum alveg óvön, og sem okkur hryllir við. ,,Það eru einungis þrjár til fjór- ar tegundir af eiturslöngum í Kvíns- landi,“ sagði nágranni okkar. „Víða í sveitinni er viss tegund af slöngum, sem er í húsum inni. Ég þekki fólk, sem hef- ur eina slöngu í svefnherberginu. Hún getur étið þrjátíu rottur í einu. Þriðja hvern dag skríður hún út úr skoti sínu, étur öll ósköp af rottum, sefur því næst í þrjá daga áður en hún fer á veiðar á nýjan leik.“ Mig skal ekki furða, þó að hún þarfnist hvíldar eftir aðra eins mál- tíð. Dálaglegt að hafa svona herbergis- félaga, eða hitt þó heldur! Eitraða kóngulóin er mjög lítil, og er rauður kross undir bolnum á henni. Hún er aðallega í Norður-Kvínslandi. Önnur tegund af lítilli kónguló grefur sér hreið- nr niðri í jörðinni og felur sig undir fá- einum blöðum, þaðan veiðir hún bráð sína. Sé maður svo óheppinn að stíga ofan á hana, stingur hún, og er það banvæn stunga. „Kú—hohe—haha“ kveður við á ný, aftur rekur hláturfuglinn upp þennan undarlega hlátur. Hann situr uppi í hæsta gúmmítrénu, en hvað er nú þetta? 'í sterklegu nefinu hefur hann slöngu. Nú sleppir hann henni. Slangan fellur til jarðar og hryggbrotnar um leið og hún kemur niður. Kobbi sækir hana fer með hana aftur upp 1 tréð, hristir hana og skekur kastar henni því næst aftur til jarðar. Nú er hann viss um, að hún sé dauð, þá flýgur hann upp í grein og tek- ur að gæða sér á þeirri grannvöxnu, mjög ánægður með tilveruna. Grátitlingur byggir sér hreiður und- ir þakskegginu. Þessi litli fugl þrífst vel, hvort heldur sem hann er á Islandi eða hér í hitabeltinu. Skjórinn og hrafninn sjást oft. Aðeins einu sinni hef ég séð kakadúa (páfa- gaukstegund með fjaðratopp á höfði), en það er sjaldgæft, að þeir séu inni í borg- inni. Annar sjaldséður gestur er haukur- inn, sem dag nokkurn réðst á kjúklinga nágranna míns. Margskonar fuglar, sem við höfum aldrei séð áður, hoppa glaðlega í trjánum. Þeir fylla loftið glaðværu kvaki. Litskrúðug fiðrildi flögra milli blómanna. Hér í hjarta Brisbane getvun við í næði virt fyrir okkur undur náttúr- unnar. Hina stöðugu baráttu, þar sem hinn sterkasti gengur ætíð með sigur af hólmi. Jurtagróðurinn í Kvínslandi er ljómandi og fjölskrúðugur. Blómin hafa ekki hina yndislegu angan sem við eigum að venj- ast frá hinum norðlæga blómaheimi okk- ar. Þurrt andrúmsloftið megnar ekki að soga í sig hinn sæta ilm, en fíngerð feg- urð litanna og óvenju margbreytilegt laufskrúð er óvíða annarsstaðar að finna en í lágskógum Kvínslands. Ég kinka kunnuglega kolli til allra pottblómanna minna, en mörg þeirra er erfitt að rækta inni, og allt í einu finnst mér stofublómin mín vesaldarleg í saman- burði við skrautplöntur hitabeltisins. Jólarósin (poincettia) hefur staðið í blóma vetrartímann frá því í júní þangað til í ágúst. Tréin eru víða jafnhá og hús- in. Fagurrauðar krónur þeirra slúta yfir girðingar og skarta meðfram vegum. Jólarósin er algengust trjáa í Kvínslandi, þvínæst er Boheniian, sem skreytir alla vegi með hvítum og ljósrauðum litum. Hér er'u blóm allt árið um kring. Maður undrast jafnt yfir því, hvernig blóm geti sprungið hér út í þessum hita og í kuld- anum á íslandi. í september springur hin fagra, bláa Jakaranda út. Það er vart hægt að hugsa sér fegurri sýn en gang- stíg með blómstrandi Jakarandatrjám á báða vegu. Fyrir utan borgina getur oft að líta risastórar fíkju- og kaktusplöntur með hörðum, stífum, broddóttum blöðum, sem skaga út í loftið. Þær vaxa eins og ill- gresi og er mjög erfitt að útrýma þeim. Brisbane liggur um það bil 15 km. frá hafi, en stór skip geta siglt upp eftir fljót- inu að höfninni, þar sem öll hin stóru skipafélög og verzlunarhús skapa líf og fjör. Brisbane er höfuðborg Kvínslands svo að annríkið er mikið við höfnina. Kvíns- landsbúi hefur alltaf nægan tíma og tek- ur hlutina með stakri ró. Honum þykir gaman að spjalla. Á öllum götuhornum stendur fólk á tali hvað við annað. Sessu- nautur í sporvagni tekur mann fúslega tali. Það þarf hreinustu snilligáfu til þess að geta reiknað sporvagnsgjaldið út, mér finnst það tæpast í mannlegu valdi. Það fer eftir tímanum, ef maður fer sömu leiðina þrisvar til fjórum sinnum á dag, getur gjaldið breytzt frá 4 upp í 7 pens. Þegar komið er út fyrir verzlunarhverf- ið, getur maður átt á hættu að sporvagninn nemi ekki staðar fyrr en einum eða tveim- ur stöðum lengra, en maður ætlar sér, ef maður er ekki nógu fljótur að þjóta á fæt- ur og kippa í bjöllustrenginn. Þetta var hlutur sem við áttum bágt með að muna fyrst í stað. Þegar vildi svo til, að við mundum eftir því, þá sliyldi ekki skeika að það var óþarfi, því að þá minnti spor- vagnstjórinn kuldalega á, að þess væri ekki þörf, því að sporvagninn næmi alltaf staðar hér. Það var þetta tvennt, sem við gátum aldrei lært, hvenær ætti að borga 4 pens og hvenær 7 eða hvenær skyldi kippa í strenginn. Allir staðir, þar sem sporvagnarnir stoppa eru tölusettir og er það alveg fyrirtak. Það kemur sér mjög vel fyrir aðkomufólk. Framh. í næsta blaði. AUÐVELT STARF. Framhald af bls. 4. gráa, óhreina leigukofana í kring. „Þama er skrifstofan okkar, þetta er glæsilegt hús, eða hvað?“ Charlie svarar ekki. „Þetta er skugga- leg gata,“ hugsar hann með sér. „Ham- ingjan má vita, hvort ég á að taka þessa atvinnu?“ Mike hellir viskí í glas. ,,Þá erum við orðnir ásáttir,“ segir hann. „Þrjú hundr- uð dollarar á mánuði í byrjun og fimm dollarar á kvöldi til ýmissa útgjalda. Eig- um við ekki að skála fyrir því?“ Þeir skála. Charlie tæmir glasið. „Ég sé ekkert ábótavant í sambandi við launin,“ segir hann hægt og ánægjulega. „En það læt ég ykkur vita, að ég vil ekki komast í neina klípu.“ „Þú þarft ekki að óttast,“ segir Mike og leggur áherzlu á hvert orð. ,,Þú skalt aðeins ganga um salina og láta eins og þú sért daglegur gestur. Ef annarhvor okkar lítur inn, þá þekkir þú okkur ekki, og við þekkjum þig ekki?“ „Hvenær á ég að byrja?“ ,,í kvöld. Við ökum þér niður í „Himna- ríki sjómannsins.“ Það er á götuhorninu hjá Hamilton Avenue og . . .“ „Er það nauðsynlegt, að ég byrji í kvöld?“ „Já, er það óþægilegt fyrir þig?“ „Charlie er ef til vill ekki svo mjög áfjáður í starfið,“ segir Jack hægt og drafandi. „Jú, svo sannarlega,“ segir Charlie í flýti. „Ég átti ekki við það. Mér fannst aðeins . . .“ „Gerðu þér engar grillur,“ segir Mike blíðlega. „Það er ekki heppilegt. Farðu inn, og skiptu um föt í herberginu við hliðina. Fötin eru tilbúin." Reiðin blossar upp í Charlie. „Eru bláu fötin mín ekki nógu góð,“ segir hann æstur. „Vissulega eru þau nógu góð, Charlie,“ segir Mike. „Bláu fötin þín eru mjög fal- leg. Það liggur aðeins svo í augum uppi, þegar þú ert í þeim, að þú ert sjómaður og útlendingur. Sá, sem tekst þennan starfa á hendur, má á engan hátt stinga í stúf við umhverfið." „Þá það,“ hugsar Charlie. „Það er bezt að lofa þeim að ráða í kvöld. En á morg- un hætti ég. Ég get ekki þolað þetta.“ Fimm mínútum síðar, finnst honum þetta allt þolanlegra. Hann stendur og horfir á sjálfan sig í speglinum. Dásam- Framhald á bls. 14. SPAKMÆLI Auðmjúk er dyggð, sem allir lofa, en enginn leggur stund á. _ (John gelden). 1 1 ; Enginn skyldi gleypa meira, en hann er fær um að melta. ,TT , , , — (Havelock Ellis). Skapgerð mannsins er eins og skuggi hans, sem ýmist fer á undan honum eða eftir, og ýmist er lengri eða styttri en hann sjálfur. I ! 1 Manninum má likja við mánann, báðir hafa sína dökku hlið, sem þeir aldrei sýna öðrum. — (Mark Twain). ! ! ! Eitt er sameiginlegt með sumum mönnum og málverkum, báðum getur hæft betur að vera úti í horni heldur en í fullu ljósi. — (Leneca).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.