Vikan


Vikan - 20.03.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 20.03.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 12, 1952 3 Hér sjáum við ánægða fjölskyldu. Það er Elísa- bet Englandsdrottning sem heldur á dóttur sinni önnu fimm mánaða, við hlið hennar situr sonur hennar, Karl (nýlega tvegg-ja ára, þegar myndin var tekin) og til hægri maður hennar, Philip hertogi af Edinborg. Georg 6. Bretakonungur. Georg 6. konungur var fæddur Albert Friðrik Arthur Georg prins af York 14. des. 1895. Hann kallaði sjálfan sig „mjög venjulegan mann“, og það var allt annað en auðvelt fyrir hann að setj- ast að konungdómi. Hann var alla tið við slæma heilsu, hann var feiminn og óframfærinn, hann stamaði. Bernska hans var tilbreytingarlítil og litlaus. Faðir hans, sem þá var hertogi af York, ól börn sín upp í ströngum aga og Georg sendi hann í sjóliðsforingjaskóla í Osborn. George geðj- aðist vel að sjómannslífinu og borðaði af lyst brauð, ost og lauk niðurskolað með bjórkollu, en þetta er hin hefðbundna fæða sjóliðsforingja- efna. Næstu ár var hann í förum um mörg heims- ins höf og barðist meðal annars í sjóorustunni við Jótland. Eftir fyrra stríðið bað hann þrisvar sinnum skozkrar stúlku, Elisarbetar Bowes Lyon, áður en hún játaðist honum. Það var sagt hún hefði óttast hinn bleika strangleika hins konunglega lífs. Meðan faðir hans, George 5. sat að völdum og eldri bróðir hans og ríkiserfinginn, Edvard, ferð- aðist víða um hnöttinn, sat Georg heima og kynnti sér verksmiðjuframleiðslu og kaup og kjör verka- manna. Hann stamaði enn allmikið, og átti því erfitt með að flytja ræður sómasamlega, en hann lét það samt ekki svo mjög á sig fá. Og smám saman vandist þetta af honum, þar til varla var hægt að segja hann skrikaði á orðum, nema þeim allra erfiðustu. 1936 lét bróðir hans, Edward, af ellefu mánaða konungdómi og þá varð George að setjast að völdum, þó að menntun hans og uppvöxtur hafði ekki verið við það miðuð. Hann tók þá af alefli að kynna sér ríkismálefni, og miklum tíma varði hann til að venja sig af stami. Síðan skall á heimsstyrjöldin síðari. Konungur og drottning héldu kyrru fyrir í London, eins og aðrir Lundúnabúar. Sprengjur féllu á höllina Buckingham, eins og á hýbýli annarra Lundúna- búa. Börn þeirra voru send upp í sveit. Á þess- um erfiðu og hættulegu tímum tóku konungs- hjónin í einu og öllu þátt í baráttu og þrenging- um þegna sinna, og urðu hart úti eins og aðrir. Og ekki nóg með það. Konungurinn var á sífelld- um kynnisferðum til herja sinna. Til Norður- afríku hélt hann til að fagna sigri á herum Kommels. Yfir Ermarsund fór hann nokkrum dögum eftir innrásina. Hvarvetna var hann, þar sem hann hélt einhvers styrks væri þörf. Tvö kvöld í viku brá hann sér í samfesting og vann Georg 6. Bretakonungur. við að setja saman byssur í verksmiöju í grennd- inni. Á hverjum þriðjudegi snæddi hann með forsætisráðherranum Churehill og ræddi ástand- ið. Og í stríðslok var hann jafn úttaugaður og hver annar maður um fimmtugt, og fagnaði fengnum sigri. Eins og áður var sagt var George Bretakon- ungur heilsutæpur alla sína tið. Fyrst varð það heyrin kunnugt 1948, þegar hann þjáðist af verkjum í hægra fæti. Það stafaði af þrengslum í æðunum, nægilegt blóð náði ekki að streyma um fótinn. Seint á liðnu sumri gekk hann undir holskurð. Það var bólga í lungnapípunum. Hol- skurðurinn virtist takast vel, en þó var konung- urinn ekki nema hálfur maður á eftir. Lundúna- búar sáu hann í seinasta sinn er hann fylgdi dóttur sinni og tengdasyni á flug- vollinn, þegar þau lögðu upp í Ástralíuferðina. Dag- inn áður en hann lézt lék hann á als oddi. Þá fór hann á veiðar og skaut 50 héra, og reifur vel að veiði- ferð lokinni, bað fylgdar- menn sína koma einhvern næsta dag á nýjar veiðar. Daniel Long þjónn, var síð- asti maðurinn sem sá hann á lífi, þegar hann færði honum kókósopa klukkan ellefu að kvöldi hins 14. feb. Þegar annar þjónn ætlaði að færa honum te morguninn eftir, var kon- ungurinn látinn í rúmi sínu. Æðastífla varð honum að fjörtjóni. Eginkona hans var strax kölluð á. vettvang. Hún laut yfir beðinn og kyssti mann sinn á ennið. Síðan sagði hún: „Við verðum að segja Elisabetu frá þessu." Svo tók hún sig á og sagði: „Við verðum að segja drottningunni frá þessu“. Réttindi og skyldur drottningarinnar. Elísabet 2. Englandsdrottning var stödd i Ástralíu ásamt manni sínum, Philip, þegar fregn- in barst um andlát konungsins. Þau brugðu þeg- ar við og héldu til heimalands sins. Á flugvell- inum í Englandi tóku á móti þeim fulltrúar ríkis- stjórnarinnar og aðrir stjórnmálamenn, auk ým- issa meðila ensku konungsfjölskyldunnar. Strax daginn eftir var það tilkynnt af svölum St. James hallarinnar, að drottningin hefði tekið við völd- um. Að því loknu voru fánarnir víðsvegar um borgina, sem hingað til höfðu blakt í hálfri stöng, dregnir að hún. Þannig blöktu þeir í sex tima til heiðurs hinni ungu drottningu. Réttindi Elísabetar sem þjóðhöfðingja er að- eins þrenns konar: réttindi til þess að leita ráða hjá forsætisráðherra, til að hvetja til vissra að- gerða og til að vara við öðrum, vilji hennar skal fara í öllu eftir vilja ráðherranna. Skyldur drottningarinnar eru miklu meiri en hún getur innt af hendi. Hún verður að undir- skrifa þúsundir skjala. Hún setur ný lög með samþykki þipgsins, útnefnir dómara. Hún er æðsti yfirmaður ensku kirkjunnar sem og þeirr- ar skozku. Hún er verndari ungbarna, fáráðlinga og geggjaðra. Hún sýknar dæmda morðingjá, ef innanríkisráðherra segir henni svo að gera. Útgefin verða frímerki með mynd drottningar, en hún þarf ekki að nota þau; einkabréf hennar mega vera ófrímerkt. Hún getur ekið eins hratt og henni líkar í bíl sínum, sem ekki þarf að hafa neitt skilti. Hún getur sagt systur sinni Margréti, hvenær hún skuli giftast. Hún veitir æðstu borgaralegu orðurnar. Elísabet hefur ekki kosningarétt. Ekki má hún heldur opinberlega láta í ljós neina skoðun á stjórnmálum. Hún má ekki sitja i sameinuðu þingi, enda þótt þinghúsið sé konungleg eign. Hún ávarpar hvert þing, þegar það kemur sam- an, en hún má ekki flytja skrifaðar ræður. Hún getur ekki neitað, að undirskrifa frumvarp. Hún má ekki vera vitni fyrir rétti, né taka á leigu eignir hjá þegnum sínum. Elísabet er með auðugustu einstaklingum heimsins. Gimsteinar krúnunnar eru metnar á 140 milljónir punda, og borðbúnaður Bucking- hamhallarinnar á 10 milljónir punda. Hún á 600 af hverjum 800 svana Temsár, allar styrjur og hvali sem veið- ast I landhelgi. Hún erfir Bal- moralhöllina og Sandringham- höllina. Hún á allar fjörur, all- ar gull- og silf- urnámur í Bret- landi (sem að lúþu engar eru), og hefur einka- rétt til að leita olíu hvarvetna í riki sínu. Aðr- ar eignir henn- ar eru geysi- legar, í Dorset, Wjltshire og Somerset. En í raun og veru á hún þessar eignir aðeins að hafni. Hún hef- ur 110.000 pund til eigin þarfa, og allar eignir Þessi myn? fT&r tekin, af & Elisabetu drottmngarmoður, hennar eru þegar hún ók brott frá jarðar- skattfrjálsar. för eiginmanns sins, Georgs 6.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.