Vikan


Vikan - 20.03.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 20.03.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 12, 1952 5 Ný framhaldssaga: 4 Konkvest skerst í leikinn Eftir BERKELEY GREY 3. KAPITULI. Átta þuvilungar stdls. Sam Pepper vökumaður sat einn eftir í hlýj- tmni og við bjarmann frá eldinum, reykti pípu sína í makindum og hugleiddi það, sem Beeding hafði sagt honum. Hann stóð einu sinni upp, gekk út að dyrunum og leit upp og niður eftir Wimpole- stræti. Þokan var orðin svartari. Hann sneri aftur að eldinum, fyllti pípuna á ný, leit á klukk- um og horfði annars hugar í glóðina. „Nóttin i nótt er sú rétta, drengur minn,“ tautaði hann. Svipur gamla mannsins breyttist eitthvað einkennilega. Hann var einsamall, svo að hann gat verið eins og hann átti að sér. Hann var alveg eins og áður að útliti og framkomu —• að öllu öðru en augnasvipnum. Augu hans voru ekki lengur dauf og rýnandi eins og í öldungi, heldur full fjörs og orku. Stálgrá voru þau og einbeitt og svipur þeirra benti til þess að eig- andi þeirra hefði tekið einbeitta ákvörðun. „Svo að gamli eiturbyrlarinn hefur verið að hrjá vesalings barnið aftur, svei honum,“ muldr- aði hann. „Og hann er í versta skapi i kvöld. Svo er nú það. En um það leyti sem ég hef lokið mínu starfi, mun hann vera svo argur, að aldrei hefur hann verri verið.“ Lesandinn mun þegar hafa getið sér til hið rétta heiti vökumannsins — Norman Konkvest, í essinu sínu, og búinn til stórræða. 1 samræmi við venjulegan dugnað sinn og vandvirkni, hafði hann undirbúið fyrsta leik sinn gegn Ólífant í heilan mánuð. Næturþokan hafði hvatt hann til að hefjast handa, og frásögn Beedings stappaði í hann stáli til stórræðanna. „Nú skaltu fá að kenna á því, Ólífant laga- lubbi,“ muldraði Vígreifi ofurhuginn ánægju- lega. „Það verður mesta hamingjustund lífs mins, þegar ég tek ránshendi maurana frá púk- anum, rétt við nefið á honum.“ Já, það var það, sem Konkvest hafði i huga, — hreint og blákalt rán. Matthew Ólífant, sem var hvorttveggja i senn svikahrappur og nánös, var sérstaklega girnilegt fómarlamb frá sjón- armiði Normans. Það mundi verða hægðarleik- ur að ræna Ólífant, og fjármissirinn mundi verða honum þungt áfall; áfall, sem næði til innstu líftauga og skerti ráð hans og rænu. Þann tíma, sem Konkvest hafði gegnt nætur- varðarstarfinu, hafði hann ekki ætíð vérið í gerfi sínu; á daginn hafði hann verið eins og hann átti að sér, og komizt að ýmislegu með gæti- legum fyrirspurnum. Hann hafði komizt að þvi, að Ólífant sóttist mikið eftir gullpeningum; það var hugðarstarf litla lögmannsins að safna gull- myntum og nú átti hann orðið mikið safn þeirra í fjárhirzlu sinni. Það fylgir ekki sögunni, hvern- ig Konkvest fékk þessa vitneskju. Hann hafði sínar aðferðir í þessu efni eins og öðru. Hann hafði einnig komizt að því, að peningaskápur Ólí- fants, sem að visu var engu lélegri en gengur og gerist um skrifstofu-fjárhirzlur, var álíka öruggur og niðursuðudós. Gull var að vísu þungt í vöfunum, en líkamskraftar Konkvests voru i bezta lagi. Brottnám gullsins úr fjárhirzlu gamla þrjótsins, mundi elda hann um tíu ár, og það gæti vel hrundið honum á leið hraðfara hrörn- unar. Konkvest hafði fagnað með sjálfum sér, er hann sá, í fyrstu njósnarferð sinni, fyrir mán- FORSAGA: Haustnótt eina er Norman Konkvest á ferö í bíl ásamt konu sinni. Allt í einu geysist stúlka fyrir bílinn. Norman tekst að hemla, en stúlkan fær að stiga upp í bílinn. Svo segir hún sögu sína. Ólífant lögfræðingur, frændi henn- ar, bauð henni til veizlu, en fór í þess stað með hana í lítið úthýsi. Þar var Everdon lávarður. Ólífant vildi kúga hana til að sofa hjá Everdon um nóttina og að lokum varð stúlkan að flýja. Konkvest kannaðist við báða þrjótana. Þau doka stundarkorn við í bílnum. Þá kemur Ólífant gangandi. Norman á orðasennu við Ólífant, en að því loknu ekur hann heim til sín með stúlkuna. Þegar hún er sofnuð fer hann að segja konu sinni frá Everdon lávarði. Hann segir henni, að Everdon sé forríkur, en beiti fjármunum sinum til hinna fyrir- litlegustu athafna. Hann heitir því, að klekkja á báðum skálkunum. Næst seg- id frá því, að unga stúlkan, Bobby, ætl- ar að ganga út úr húsi frænda sins, Ólí- fants, en hann fyrirbýður henni að fara, þau fljúgast á. Bobby ætlaði að hitta unnusta sinn, Gillespie. Ólifant þykir hann henni ósamboðinn, en hún segist elska hann. Síðan hleypur hún niður til Beeding húsvarðar og biður hann að koma skilaboðum til Gillespie. Beeding fer út til að síma og á leiðinni heim aftur hittir hann kunningja sinn, Sam Pepper, og síðan dr. Cardew, sem leigði hjá Ólífant. uði, stóra steinsteypuhúsið, sem verið var að reisa við hliðina á húsi Ólífants. Viku seinna var hann búinn að fá næturvarðarstarfið,. og strax þegar færi gafst, fór hann að koma sér í mjúkinn hjá Charles Beeding. Beeding reynd- ist nytsamur; hann vissi auðvitað um allt sem gerðist á heimili Ólífants •—• og hann var laus- máll. Hann renndi ekki grun í, að verið væri að spyrja sig í þaula. Hann var í raun og veru sannfærður um, að hann væri frumkvöðull að kunningsskap þeirra Sam Peppers. Af tækifærisviðræðum þeirra Beedings hafði Konkvest fræðzt um allt, sem hann þurfti að vita um innanhússskipulag í íbúð Ólífants. Og Vígreifi ofurhuginn hafði komizt að þeirri nið- urstöðu, að örðugt mundi að komast í íbúðina eftir venjulegum leiðum; auðveldast mundi reyn- ast að komast niður um þakið eða einhvern efstu glugganna. Dimmviðri var nauðsynlegt til þess að þetta væri vinnandi verk, og þokan .hafði komið núna í kvöld, í fyrsta sinn. Frásögn Beedings af örðugleikum Bobbys, var þó það, sem mestu réð um ásetning Normans að hefjast þegar handa. Riddaraskapur og göf- ugmennska var sterkur þáttur í upplagi hans, og hann reiddist, er hann hugsaði til vesalings stúlkunnar. Ránið úr gullhrúgu Matthew Ólífants var samt ekki eina verkefnið, sem hann hafði sett sér þetta kvöld. „Charlie vinur minn er fyndnari en halda rnætti," hugsaði Konkvest. „Gamli eiturbyrlari er ágæt hugdetta. Mér hefði varla getað dottið neitt betra I hug sjálfum.“ Hann stóð upp. Það var ástæðulaust að fresta þessu lengur. 1 sannleika sagt, því fyrr sem hann byrjaði starfið, þeim mun betra. Það var enn skammt liðið kvöldsins og þokan hafði orðið dimmari eftir því sem á kvöldið leið. En þok- ur eru reikular í rásinni og vel gat verið, að þessi tæki sig upp og flytti sig yfir til Golders Green eða Efri Tooting, eða einhvers annars ó- hentugs staðar. Ef hún ætlaði að verða Konkvest að liði, varð hún að halda sig i Wigmorestræti og nágrenni. Að því slepptu, að honum var á móti skapi að vinna eftir miðnætti — það gera einungis ótíndir þjófar — vildi hann ná fundi Matthew Ólifants áður en hann gengi til svefns. Hann bætti koksi á eldinn og drattaðist af stað inn í myrkrið í hálfbyggðu húsinu, eins og hann væri að leggja af stað í eftirlitsgöngu. Hann var þaulkunnugur þarna og þekkti svo að segja hvern þumlung leiðarinnar og næstum þvi hvern bita. Hann hafði gert sér að vana siðustu vikurnar, að taka eftir öllu og leggja það á minnið. Hann bjóst ekki við neinum sér- stökum örðugleikum, og ef allt gengi að óskum, gat hann farið sér rólega. En gott var þó að vera við öllu búinn. Þessi árvekni og fyrirhyggja var huglægur þáttur í eðli hins slóttuga „1066“. Næstu athafnir hans voru næsta óvæntar og gátu aðeins talizt leyfilegar vegna hinna óvana- legu veðurskilyrða. Hann gekk öruggum skref- um upp einn stiga og var þá kominn á fyrstu hæð. Aftur gekk hann stiga, upp á aðra hæð. Þar fyrir ofan var enginn stigi og ekkert nema berir járnbitar í grind hússins, er gnæfðu upp í loftið og hurfu í þokuna. Norman greip utan um einn stólpann og byrj- aði að klifra upp á við, eins og stór api. Þessi klifurlist hefði flestum reynzt fullerfið við dag og í þurru veðri, en þessa list lék Norman Kon- kvest kæruleysislega í myrkri og þoku, á blaut- um og hálum járnstólpunum. Hann naut spenn- ingsins — og hættunnar. Eftir dálitla stund stóð hann á tæpum og geig- vænlegum stað. Neðan frá götunni, Wigmore- stræti, barst upp til hans við og við skóhljóð ósýnilegra vegfarenda eða skrölt í bíl. Hann skreið eftir krossbita að stað i húsgrindinni, sem var andspænis steingirðingunni umhverfis þak- ið á húsi Ólífants lögmanns. Bitinn, sem Kon- kvest stóð á, og steingirðingin voru i sömu hæð, en um átta feta bil var á milli, og þetta bil var gínandi hyldýpi niður á milli bygginganna. En Konkvest var ekki vanur að láta hættuna aftra sér. 1 gegnum þokuna sást brjóstvirkið á þakinu ógreinilega. Norman var þess albúinn, að heimsækja hús- bóndann þessa óvanalegu leið. Hann stóð þarna á bitanum, með ginandi hyldýpið á allar hliðar. Allt í einu tók hann sig á loft og stökk yfir bil- ið milli húsanna. Hann gerði þetta eins rólega og ekkert væri i húfi. Hann taldi þetta líka hættulitið fyrir sig; hafði athugað staðinn í björtu og vissi upp á hár hve langt stökkið var. En samt sem áður hefðu flestir dregið sig í hlé frá slíkum leik. . . . Hann kom mjúklega niður á steinbrúnina, stöðvaði sig snöggvast og náði jafnvæginu, en lét sig svo falla léttilega niður á þakið. „Þetta tókst vel, þoka góð!“ sagði hann glað- lega. Það var líka þokunni að þakka, að þetta var framkvæmanlegt, ef hennar hefði ekki notið við, hefði sézt til hans neðan af götunni. En það vildi hann sizt af öllu, því hann vildi dyljast öllum ■— nema Matthew Ólífant. Hann læddist varlega eftir þakinu og beygði til hægri. Hann var nú kominn að framhlið húss- ins og Wigmorestræti var beint niðurundan. Hann

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.