Vikan


Vikan - 10.04.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 10.04.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 15, 1952 PÓSTURINN • Svar til Kolla: Svo að þú ert hrifinn af Paulette Goddard. I>að lái ég þér ekki, hún er mjög hrífandi i flestu tilfelli, lag- leg, vel vaxin og hreyfingar hennar mjúkar og léttar. Flestar leikkonur hefðu gefizt upp í hennar sporum, þegar hún varð að víkja úr hlut- verki Scarlett O’- Hara í kvikmynd- inni ,,Á hverfanda hveli“ fyrir Vivien Leigh. En Paulette var hugrökk og vön vonbrigðun- um og tók ósigr- inum með heim- spekilegri ró og bjartsýni. „Eg sagði við sjálfa mig, að ég væri ekki enn fær um að takast á hend- ur svo erfitt hlutverk. Vonbrigðin voru ekki sérlega beizk. Og eftir að hafa séð kvikmyndina vissi ég, að þetta var alveg rétt hjá mér. Vivien Leigh var aftur á móti hlutverkinu vaxin". Skömmu síðar ,,sló Paulette i gegn“, og hún verðskuldaði það sannarlega. Þessi unga, hækkandi stjarna náði fljótlega mjög ákjósan- legum árangri. Paulette Goddard er fædd 3. júní 1911 á Long Island. Hún hafði allt- af mikla löngun til að gerast leik- kona, og æfa ballet og framsagnar- list. Hún bjó hjá móður sinni, eftir að foreldrar hennar skildu. Hún lék á móti Chaplin í kvik- myndinni „Einræðisherrann". Það er eitthvað sérstaklega fágað við tilsvör hennar. TJtlit hennar og hæfileikar virðast bezt njóta sín í hlutverkum dugmikilla, kaldlyndra stúlkna, sem giftast til metorða. Svar til G. J.: 1. Brownie myndavélar 6X9 kosta kr. 161 og fást í verzlun Hans Petersen, Bankastræti 4. 2. Hreinsuð terpentínuolia er laus við öll litarefni og kvoðukennd efni. Hún er notuð til að þynna olíuliti, viðarkvoðusafa — gljákvoðu (fernis). Hún er hreinsuð þannig, að öll kvoðukennd efni og litarefni eru hreinsuð burt. Hún er notuð til að þynna olíuliti og viðarkvoðusafa. Hið fyrra er þýzka, hið síðara franska, annars erú málsgreinarnar næstum alveg eins, örlítill mismunur á orðalagi. Svar til Birnu B. Árna: 1. Þú segist-vera 15 ára, og hrein- skilnislega sagt þá er ráðlegast fyrir /““*■........■■■■..*"■■■■■■■■■■■■■.. V Tímaritið SAMTÍÐIN | Flytur snjallar sögur, fróðlegar I greinar, bráðsmellnar skopsögur, I iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. jj 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. I Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. I Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. f þig að beina ekki eingöngu áhuga þínum að strákum. Það er ekki nema eðlilegt, að þú veitir þeim athygli og sért ,,skotin“ í þeim, en bezt væri fyrir þig að vera ekki að reyna að hugsa upp ráð til að ná í þá. Þú ert ennþá svo ung, að eini árangurinn, sem þú næi'ð, mun sennilega verða að gera þig hlægilega í augum þeirra. Hinsvegar er ekkert á móti því, að þú vekir athygli hans á þér, en alls ekki á þann hátt, að hann renni grun í, að þú hafir meiri áhuga á honum en öllum öðrum. 2. Því miður höfum við ekki getað náð í þennan texta, ef okkur heppn- ast að ná í hann seinna, birtum við hann fyrir þig. 3. Það er ekki auðvelt að svara þvi. 1 raun og veru er það allt undir því komið, hvað mikið traust má sýna þér. Ef þú hefur sýnt, að þú getur gætt sjálfrar þín, og hlýðir alltaf settum reglum um að vera komin heim fyrir vissan tíma, þá er það fremur ósanngjarnt að lofa þér ekki að fara út að minnsta kosti við og við. En mundu það, að orsökin fyrir strangleika foreldra þinna eða annarra aðstandenda, er sú, að þeim þykir svo vænt um þig, að þau vilja ekki, að neitt illt komi fyrir þig, sem hægt hefði verið að koma í veg fyr- ir með því að gæta þín betur. 4. Marz er nú liðinn og ekki bólar á neinum jarðskjálfta, svo að hann er þá ekki alveg nákvæmlega tíma- settur. 5. Skriftin er góð, en þú skalt vara þig á að vera ekki of ósjálf- stæð i hugsunum og gerðum, eink- um gagnvart félögum þínum og vin- stúlkum. Svar til Gunnars: 1. Kostnaður við byggingu smá- íbúðarhúsanna mun vera afar mis- munandi, og ómögulegt að ætla á neitt ákveðið verð. Allt er undir því komið, hvað viðkomandi leggur sjálfur mikið til þess. Stærð þeirra er einnig nokkuð mismunandi, en 80 m2 mun vera algengasta stærðin. 2. Laun kennara við hina ýmsu skóla 'eru afar mismunandi, kröfurn- ar til menntunar þeirra eru heldur ekki þær sömu allsstaðar. Nákvæm- astar upplýsingar viðvíkjandi þessu færðu hjá Fræðslumálaskrifstofunni, Arnarhvoli, simi 81340. 3. Garðar Gislason h.f., Hverfis- götu 4 og 6, sími 1500. Það getur Framhald á bls. 13. Norge — ísland í I Noregi, innan- = lands eða öðrum \ löndum, getur hver | valið sér í gegnum Islandia, | bréfavin við sitt hæfi. Skrif- \ ið eftir upplýsingum. B R. ( F A K l 0 B B U R I N N I ISLAN Reykjavík Rréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Gerður Birna Guðmundsdóttir (við pilt eða stúlku 13—15 ára), Jað- arsbraut 9, Akranesi. Erlendsína Sigurjónsdóttir (við pilta eða stúlkur 15—18 ára, mynd fylgi bréfi), Vesturgötu 10, Kefla- vík. Sóley Guðmundsdóttir (við pilta eða stúlkur 15—18 ára, mynd fylgi bréfi), Hringbraut 92, Keflavík. Alda Gunnarsdóttir (við pilta 16—20 ára, æskilegt að mynd fylgi) og Fanney Guðnadóttir (við pilta 16—20 ára, æskilegt að mynd fylgi),báðar að Þykkvabæ, Rangárvallasýslu. Bryndís Rún Björgvinsdóttir (við pilt eða stúlku 16—18 ára), Þór- kötlustöðum, Grindavík. Eiríkur Ásgeirsson (við stúlkur og pilta 15—20 ára), Ytri Hjarðar- dal, Önundarfirði, V.-lsaf jarðar- sýslu. Ásta Sigurðardóttir (,við pilta eða stúlkur 13—15 ára. mynd fylgi), Ásvegi 7, Vestmannaeyjum. Sigrún J. Einarsdóttir (við pilta eða stúlkur 13—15 ára, mynd fylgi), Skólavegi 36, Vcstmannaeyjum. Jón Hörður Sigurbjörnsson (við pilta og stúlkur 14—16 ára, mynd fylgi), Ingunnarstöðum, Geiradal, A.- . Barðastrandasýslu. Árni Björgvinsson (við stúlku 16—17 ára, æskilegt að mynd fylgi), Sandi, Vestmannaeyjum. Sigurgeir Haralds, Haukur Gíslason og Björgvin Haraldsson (við stúlkur 15—20 ára, mynd fylgi), allir í Héraðsskólanum að Núpi í Dýra- firði. FRÍMERKI OG FRlMERKJASÖFNUN Frímerkjasöfnurum er að vonum ekki vel við þegar lönd þau sem þeir safna frá, gefa út aragrúa af frí- merkjum árlega og'það hágildum og dýrum merkjum. Þeir kalia það ó- heiðarleg frímerkialönd sem þannig pressa peninga út úr söfnurunum. Ég hefi gert samanburð á nokkrum löndum sem gáfu út frímerki árið 1950 og fer hann hér á eftir. Heimild mín er AFA 1952 og verðið er í dönskum krónum: ísland..........10 stk. Kr. 12.00 Danmörk ..... 9 — — 3.70 Grænland .... 8 — — 5.21 Noregur .......... 5 — -—■ 2.50 Sviþióð......... 3 — — 5.45 Finnland........14 — — 20.60 Sviss ...............10 — — 11.05 Belgía ..............19 — — 21.80 Etalía ..............37 — — 31.25 Rúmenía ......... 58 — — 64.86 Ungverjaland . . 80 — — 127.15 Rússland . ! . . 132 — — 289.60 Á þessum samanburði sézt að Norðurlöndin stilla frímerkjaútgáfu sinni í hóf, og að engum safnara er ofvaxið að safna frá þeim löndum. HÁGILDI. Ungverjaland hefur gefið út frí- merki sem gildir: 500.000.000.000.000. 000 pengö. Fimm hundruð þúsund billjónir pengö. Sænska blaðið „Frimarksnyt" flytur eftirfarandi athugasemd um þessi frímerki: „Setjum svo að í stað þess að frí- merkja með þessu 500.000 billjóna merki, notuðu menn merki sem gilti 1 pengö. Hversu stórt þyrfti umslag- ið að vera ? Stærð frímerkisins er 2X2% cm., þ. e. a. s. 5 fersentimetr- ar. Margfaldi maður þessa tölu með 500.000 billjónum, fær maður tölu sem vegna plássins hér (í blaðinu) verður að stytta i 250 milljónir fer- kílómetra sem er helmingur af flat- armáli jarðarinnar. Það verðurlíklega. erfitt að fá umslög af þeirri stærð á vorum pappirssnauðu tímum". Jón Agnars. FRlMERIt J ASETT: Finnland Olympiuserian 1952 <4 merki) ónotuð .... kr. 9.50 — Rauði krossinn 1952 (3 merki ónotuð) .. — G.80 — Iþróttaserian 1945 (5 merki ónotuð) .... — 6.00 Jón Agnars Frímerkjaverzlun, P. O. Box 356, Reykjavík. Gleraugun, sem stúlkan heldur á hér á myndinni, eru 100 ára gömul og þannig gerð, að annað sjónpípu- glerið er ætlað fyrir fjarsýni og hitt nærsýni. Gleraugun, sem hún hefur á nefinu eru með kínverskri umgjörð frá því 1810. Bæði gleraugun verða til sýnis á alþjóðasýningu á fornum munum, sem haldin verður bráðlega í Madison Square Garden í New York. Hávaxnasta þjóö í heimi. Batustar í Ruanda-Urundi i Belg- ískukongó, Afríku, fara sjaldan að heiman. En þegar þeir gera það, vekja þeir mikla athygli, því að þeir eru hæsta fólk heimsins (meðalstærð er sjö fet). — Vorið 1949 fór maður nokkur frá Ruanda til Brussell í Belgiu og þá munaði litlu, að sima- vírarnir strykju af höfði hans hatt- inn. Forsíðumyndin er eftir Hjálmar R. Bárðarson A.R.P.S. Stúlkan á mynd- inni er Margrét Ólafsdóttir leikkona. Því miður gleymdist að setja í tvö síðustu blöð höfundarnöfn forsíðu- myndanna: Myndin af Þjóðminja- safnshúsinu framan á tbl. 13 er eftir Ólaf K. Magnússon. Myndin af Guð- mundi Jónassyni og snjóbílnum fram- an á tbl. 14 er eftir Þorstein Jóseps- son. Ctgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.