Vikan


Vikan - 10.04.1952, Side 12

Vikan - 10.04.1952, Side 12
12 VIKAN, nr. 15, 1952 að því? . . . Við bjuggumst við því, að hún mundi koma með Ernestínu á dansleikinn. Það var ekkert ósennilegt, að þær hefðu komið einhvers- staðar við i leiðinni . . . ég var að dansa, þegar mér var sagt, að það væri búið að skjóta Erne- stínu. Ég hélt, að það hefði verið slys. En ég vissi að Sue var þar og fékk lánaðan bíl og ók þangað með frænku. Lögreglan vildi ekki leyfa okkur að koma inn.“ Það stirndi á gleraugu Henleys, þegar hann leit i flýti yfir síðuna. ,,Nú, og hérna eru nöfnin á stúlkunum, sem þér dönsuðuð við einnig borð- dömunni yðar. Þetta virðist allt vera skýrt og greinilegt." „Já, þetta er allt í lagi,“ sagði Woody. „Mjög góðu lagi,“ sagði Henley. „Að öðru leyti en því, að þér minntust ekkert á, að Frú Baily og þér yfirgáfuð veiðiflokkinn seinni hluta dags- ins og hittust í Veiðihorninu. Þið komuð ekki saman þangað, heldur hittust þar að samkomu- lagi, er ekki svo?“ Magurt andlit Woodys var sem höggvið í stein. Augu hans voru hvöss. Jed sagði eitthvað og stóð á fætur. Henley lögreglufulltrúi hélt áfram: „Af- greiðslustúlkan í Veiðihorninu fór þaðan þetta sama kvöld, því að hún hafði fengið aðra atvinnu. En að því er virðist mun henni ekki hafa líkað nýja vinnan, því í siðastliðinni viku kom hún aft- ur. Hún sá dagblöðin og þekkti myndirnar af yður og frú Baily. Blaðamennirnir vissu auðvit- að, að lögreglan hefði rekizt á yður í Dobberly eftir heimsókn yðar til Luddingtons læknis, og að þér hefðuð verið yfirheyrður vegna þess. Nú langar mig til þess að fá að vita allt um þetta — þetta leyndardómsfulla stefnumót við Erne- stínu Baily, sem átti sér stað nokkrum klukku- tímum áður en morðið var framið." Henley kinkaði kolli, lögregluþjónninn fletti í blokkinni, sem hann notaði til að skrifa niður, það sem sagt var. „Vertu ekki hrædd, Sue!" sagði Woody. Við vorum í Veiðihorninu, en ekki drap ég hana!“ 14. KAPLI. Henley virtist hafa brugðið eins og hann hefði ekki búizt við, að Woody mundi gefast upp svona fljótt. En hann tók á sig rögg og sagði: „Vitið þér, hver drap hana?“ „Woody,“ hvíslaði Sue og rétti höndina í áttina til hans, „þú mátt ekki . . .“ hún vissi í raun- inni ekki, hvað hún ætlaði að segja — ef til vill: „Þú mátt ekki segja of mikið!" Henley tók eftir hreyfingu hennar. Allt í einu var líkt og Woody yrði óhreinn í framan, en í rauninni or- sakaðist það af þvi, að blóðið hvarf úr sólbrenndu andliti hans. „Ég hef alltaf haldið, að Jed hafi gert það," sagði hann, „og held það enn.“ „En, Woody!" Jed starði á hann ringlaður og reiður að sjá. „Hvað áttu við með þessu?" „Biðið andartak, Baily," sagði Henley. „Segið mér, hversvegna þér hélduð það, ungi maður — eða merkisberi? Hafði yður skilizt það á frú Baily, að hún væri — við skulum segja hrœdd við manninn sinn? Hafði hann hótað henni?" Augpi Woodys skutu neistum. Varir hans voru samanherptar, en samt sem áður hafði horfið nokkuð af hinu fyrra öryggi hans. „Hrædd?" sagði hann og svaraði að lokum: „Neihei!" Jed bjóst til að ganga í áttina til Woody. Hann var ekki lengur reiður að sjá, heldur aðeinö hjálparvana og utan við sig. Henley stöðvaði hann, sneri sér að Woody og sagði: „Viljið þér nú ekki segja mér, hversvegna þér segið, að Baily hafi gert það?“ Woody varð að kyngja einhverju áður en hann svaraði: „Vegna þess að ég get ekki skilið, hver hefði átt að gera það annar. Hann — Jed —- og Ernestínu kom illa saman. Svo sagði hún mér. Og Jed var . . .“ Það kom daufur roði fram í kinnar hans. „Jed geðjaðist vel að systur minni. Hann elti hana á röndum. Það töluðu allir um það. Sue var nýkomin heim. Hún var ekki hérna, þegar Jed fluttist hingað og kvæntist Ernestinu og keypti Duvalsetrið. En strax og hann sá Sue, fór hann að gefa henni undir fótinn og . . .“ „Woody!" hrópaði Sue. „Ég hélt, að hún rnundi sjá hann út. Ég hélt, að augu hennar myndu opnast og henni yrði ljóst, að hún væri að fara út á hættulega braut, og hún mundi binda endi á þetta. En hún — hún er nú svo ung og að mörgu leyti óreynd," sagði Woody og var sjálfur ákaflega ungur að sjá. „Og Jed -— já, henni fór að lítast vel á hann. Og þegar Ernestína var skotin, held ég, að Sue hafi verið hrædd um að Jed yrði álitinn sekur, og ég held, að hún hafi hugsað sem svo, að ef hann hafi verið að rífast við Ernestínu, og orðið ham- stola af reiði og skotið hana, þá bæri hún að nokkru leyti ábyrgð á þvi. Þess vegna held ég, að hún hafi fundið upp á að sanna, að hann hafi verið fjarverandi til þess að hjálpa honum, óg ég held, að hún hafi ekkert hugsað um sjálfa sig, það er að segja — ég á við — ég held bara, að hún hafi alls ekki hugsað út í hver aðstaða hennar sjálfrar yrði með þessu, og jafnvel þó að hún hafi gert sér það ljóst, þá hefði hún samt hagað sér þannig, þvi að svona er hún nú einu sinni. Þið þekkið hana ekki,“ sagði Woody og þagnaði við svo búið. Það heyrðist ekki annað hljóð, en frá blýanti hraðritarans, sem keptpist við að skrifa niður það sem sagt var. Hann lauk við það, andvarp- aði og leit kvíðafullur á Woody eins og hann væri hræddur um, að hann byrjaði á nýjan leik. „Þér hafið augsýnilega haldið öll ósköp," sagði Henley. Jed gekk allt í einu til Woody. „Hlustaðu nú á mig Woody," sagði hann. „Mér kom ekki til hugar, að þú litir þannig á málið. Mig — mig langar til þess að þú vitir, að mér var alvara. Woody. Þú ert ungur og átt erfitt með að skilja slikt. Tilfinningar okkar Sue voru sannar. Það var ekki aðeins um daður að ræða. Og fyrsta kvöldið, sem ég hitti Sue af einskærri tilviljun við akbrautina, sem liggur heim að húsinu ykk- ar, sagði ég henni hverjar tilfinningar ég bæri í brjósti til hennar og svo sagði ég, eins og þú og. allir aðrir vita, að ég ætlaði að biðja Erne- stinu um skilnað, Sue vildi ekki, að ég gerði það. Þannig var þetta." Það var ekki blóðdropi í vörum Woodys, er hann svaraði: „Þú veizt vel, að Ernestína var hætt að elska þig!“ Henley tautaði eitthvað fullur . undrunar. Jed, sem auðsjáanlega varð að beita sig hörðu til þess að missa ekki þolinmæðina, beið andartak, áður en hann sagði stillilega: „Nei, það vissi ég ekki. Hvað meinarðu, Woody?" „Þú varst ekki góður við hana, sagði Woody. Hún sagði mér, að hún væri óhamingjusöm. Hún ætlaði ekki að segja mér frá því, en ég sá, að það amaði eitthvað að henni, og svo kom það alveg af sjálfu sér. Ernestína . . .“ Allt í einu varð rödd hans óstyrk. Hann reyndi að hafa vald yfir henni. „Ernestína var yndisleg. Þú skildir hana ekki —, þú reyndir ekki einu sinni að skilja hana. Það sagði hún!“ „Emestína!“ hugsaði Sue með sjálfri sér. Átta — nei níu árum eldri en Woody, og hún hafði þekkt hann frá því að hann var lítill glókollur með hrokkna lokka — og allt í einu hafði hana langað til að heilla hann og hafði notað sér sam- úð og aðdáun Woodys — þess Woodys, sem var svo fallegur og sýndist fullorðinslegri í einkenn- isbúningnum sínum en hann í rauninni var. Hún reyndi að minnast hans hinn stutta orlofstíma, sem lauk daginn sem Ernestína var myrt. Því hafði hún ekki haft gætur á honum? Af því að hún hafði verið svo niðursokkin i sitt eigið vanda- mál, af því að hún hafði ekki hugsað um annað en, að hún væri að verða ástfangin í Jed, og að hún yrði að koma I veg fyrir það. (Og hún hafði alls ekki vitað, hvað ást var hugsaði hún og fann til sársauka fyrir brjóstinu, hún hafði ótt- ast skugga). Hvar skildi Woody hafa hitt Ernestínu? Hann hafði tekið þátt í veiðunum, allir höfðu veitt af ákafa og verið kátir á hverjum degi. Þau höfðu verið í sama glaðværa hópnum, sem hélt dans- Efst til vinstri: Skjórinn hvílir sig ekki á vatninu heldur á landi og oft í trjám. — Neðst til vinstri: Hvað er það, sem börn eru hrifnust af í kímnisögum? — Kímni. — Ofan til hægri: Hvaða tungumjúkur og málugur leiguþjónn, sem sýnir ókunnugum ítölsk málverkasöfn, hallir og rústir, er kallaður af löndum sínum Cicerone eða Cicero. — Neðan til hægri: Bjöllutegund þessi er notuð til að eyða blaðlúsum. Hún er rauð eða gul á lit með svörtum blettum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.