Vikan


Vikan - 10.04.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 10.04.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 15, 1952 „Má ég verða eftir og spjalla ofurlitla stund?“ spurði hann. Hún hikaði: „Ég ætla að fara í Kasino- veitingahúsið með kunningjum mínum,“ sagði hún. „Má ég koma með þér?“ spurði hann undir eins. „Ég býst við því,“ svaraði hún. Þjónn stóð þarna nálægt með yfirhöfn hennar. Davíð tók hana og sveipaði henni um axlir hennar. Allt í einu veitti hann at- hygli stuttum hárumun á hálsi hennar, þau voru dökk við mjúkt, fílabeinslitað hörund hennar. Hann fann til einkenni- legs unaðar innra með sér. Þetta var byrjun, en endirinn nálgað- ist skjótt. Áður en nóttin var liðin var hann ofsalega ástfanginn af henni, þó að fyrirlitning hans á kvenfólki hefði vaxið að mun. Hann hafði viðbjóð á öllum stúlk- unum, sem hann sá þetta kvöld. Þær voru af verstu tegund, hugsaði hann, hjarta hans var fullt fyrirlitningar bak við bros- andi grímu andlitsins. Hann dansaði við þær, þegar hann ekki gat náð í Fillis, gætti fyllstu kurteisi og prúðmennsku, þó að hann velgdi við öllu. Þegar hann tók um kvenhönd, fann hann til andstyggðar á rauðlökkuðum nöglunum. Hann hafði löngun til að vita, hvernig hendur Fillis væru. Hann varð að athuga það svo fljótt sem hann gæti. I litla skálanum sat hann um stund með stúlku, hann kyssti hana kuldalega, þegar hún hallaði sér að hon- um til að fá koss. Einn koss skipti engu máli, ekki fyrir hann. Hann þurrkaði var- irnar í laumi, meðan hann lézt vera að þurrka framan úr sér með vasaklútnum. Hann hataði varalit — varir Fillis — hann tók ósjálfrátt að hugsa um þær. Þannig var þetta alltaf. Þegar hann byrjaði að hugsa um hana, gat hann ekki hætt, og hver sólskinsdagurinn rak ann- an og hvatti hann. Auk þess mundi hún bráðlega fara aftur. Hann varð að flýta sér. Hann bað föður sinn um frí, sat um hana daglega og beitti öllum sínum brögð- um og tækni. Við nánari íhugun sagði hann við sjálfan sig, að hún væri nútíma- stúlka, og það gat vel átt sér stað, að henni félli þetta vel. Hann sendi henni blóm og sælgæti og keypti bækur handa henni. Reyndar kom hann aldrei án þess að hafa gjöf meðferðis. En auðvitað allar þessar gjafir — þær hlutu að túlka eitthvað. Hann virti hana fyrir sér til að sjá, hvort þær hefðu sín VEIZTU -7 1. Straumlínulag- er ónauðsynlegt bíl, sem ekur undir 35 km. á klst. Hvert er hið fullkomnasta straumlínulag fyrir far- artæki á hreyfingu? 2. Eftir hvern eru sögurnar um Hercule Poirot ? 3. Hvaða enskt skáld er þekkt fyrir ljóð sín um hafið ?. 4. Hver málaði „Síðustu kvöldmáltíð- ina“ ? 5. Eftir hvern er óperan Othello? 6. Til hvers voru paxtöflur notaðar? 7. Hvað þýðir að vera undrænn? 8. Hvað hét hryssa Ásmundar hæru- langs ? 9. Hvernig er „hlýrinn" á litinn? 10. Eftir hvern er skáldsagan Salambo? Sjá svör á bls. 14. áhrif. „Finnst þér gott sælgæti, baby.?“ spurði hann hirðuleysislega og gaf henni fimm punda súkkulaði öskju. Varð hún ofurlítið vonsvikin á svipinn? En rödd hennar var nærgætnislega ástúðarfull. „Ó, hvað þú ert indæll, Davíð,“ svaraði hún. Þau töluðu næstum eingöngu ensku, og þar sem þau höfðu bæði stundað nám við ameríska háskóla, töluðu þau um það, sem þau höfðu lært. „Finnst þér það áreiðanlega gott?“ spurði hann enn. „Ég er æst í það,“ svaraði hún. Hann starði á hana. Hún talaði, eins og þær gerðu allar, en samt var það svo, að hon- um fannst þetta aldrei vera hennar mál, það samlagaðist henni ekki. Hún opnaði öskjuna og lét í ljósi ánægju sína: „Ó, er þetta ekki draumur — alveg draumur.“ Því næst lagði hún öskjuna á borðið. Já, hann beitti tækni sinni, þau beittu bæði allri nútíma tækni. Hann bauð henni út, á dansleiki, í leikhúsið, og hún fór fús- lega. I leigubifreiðinni tók hann hönd hennar og hélt utan um hana, og einu sinni greip hann um axlir hennar og ætlaði að kyssa hana, en hún beygði höfuð sitt í flýti, og varir hans lentu á hálsi hennar. Hann hafði hugsað til kossins með hrifn- ingu, meiri hrifningu, en hann hafði fund- ið til í langan tíma. En svo mistókst allt, hann fann aðeins til auðmýkingar. Kinn hennar var köld. Hún dró ekki höndina að sér, hönd hennar lá í lófa hans alveg að- gerðarlaus, hann velti því fyrir sér, hvort það væri ókurteislegt að leggja hana nið- ur. Samt unni hann henni meira og meira. Þar sem hann virtist ekki geta snortið hana, unni hann henni. Hún hratt honum ekki frá sér, aldrei. Hún tók þátt í öllum áformum hans, hún neitaði honum ekki um neitt. Ef hann stakk hendinni undir handlegg hennar, hallaði hún sér upp að honum — hún var ekkert gamaldags. En þannig var hún. Hún gerði þetta allt eins og eitthvað, sem henni hefði verið kennt að gera. Þetta var ef til vill hennar tækni. Þetta var reynsla fyrir þau bæði. Hann vildi, að hún vissi um ást hans til henn- ar, og hann gat aðeins sagt henni það á nútíma vísu. „Ég er alveg vitlaus í þér, baby,“ sagði hann. „Ég er líka vitlaus í þér,“ svaraði hún kurteislega, og það fór hrollur um hann. Og alltaf liðu dagarnir, dagar þessa stutta mánaðar, og hann gat ekki rofið víggirðingu þessarar nútíma tækni í ásta- málum. Einu sinni eftir að hafa dansað fram á nótt, stóðst hann ekki lengur mát- ið við dyrnar heima hjá henni, hallaði sér að henni og sagði biðjandi: „Bjóð þú mér góða nótt með kossi, Fillis.“ „Já,“ svaraði hún fúslega, og snart kinn hans með köldum vörum. Þetta var allt einskis virði. Þau nálguð- ust ekki hvort annað heldur færðust stöð- ugt fjær hvort öðru. Orð og atlot hrundu þeim hvort frá öðru. Hann vissi ekki, hvað hann átti til bragðs að taka, svo að hann hélt áfram á sömu braut. En þau afhjúpuðu sig daginn áður en hún fór. Þau voru að dansa saman í Kasino-veitingahúsinu í föstum faðmlög- um, þegar hún hætti skyndilega dansinum, ýtti honum frá sér og horfði á hann. „Finnst þér raunverulega gaman að þessu?“ spurði hún hann. Þetta kom flatt upp á hann. Raddblær hennar breyttist, varð mýkri, dýpri. Hún talaði á kínversku, þeirra móðurmáli. Hversvegna höfðu þau aldrei talað saman á kínversku? Þau höfðu minnzt eitthvað á mismunandi mállýzkur. Hún var ekki fædd í Sjanghaí-borg — f jölskylda hennar var að norðan — ensk- Mannlýsing úr íslenzku fornriti: „Hann var mikill maður vexti og styrk- ur, vígur vel, syndur sem selur, manna fót- hvatastur, skjótráður og öruggur, gagn- orður og skjótorður, en þó löngum vel stilltur. Hann var jarpur á hár, og sveip- ur í hárinu, eygður vel, fölleitur og skarp- leitur, liður á nefi og lá hátt tanngarður- inn, munnljótur nokkuð og þó manna her- mannlegastur. “ Hver er þetta og hvar stendur lýsingin ? Svar á bls. 14. an var í tízku, svo að þau létu sem hún væri handhægari. En hún var það ekki. Hann skildi hana fyllilega, þegar hún tal- aði kínversku. Hann horfði á hana með ákefð. íburðarmikill danssalurinn smá- hvarf og óskýrðist umhverfis þau. Mér geðjast engan veginn að þessu,“ svaraði hann. „Ég get ekki lýst því, hve mér finnst þetta fánýtt.“ „Þá skulum við fara,“ sagði hún tilgerð- arlaust. Hún var ekkert lík sjálfri sér. I bifreið- inni var hún fálát og virðuleg, hann hafði enga löngun til að taka um hönd hennar. Nú var hann henni miklu nálægari. Við dyrnar hikaði hann. En hún sagði: „Viltu koma inn? Ég held, að við ættum að ræð- ast við.“ „Ég þarf að ræða um margt við þig,“ sagði hann. Þeim fannst þau aldrei hafa talað sam- an áður. Öll þessi heimskulegu, útlendu orð höfðu verið fánýt. Nú streymdu af vörum hans orð, en þeirra eigin orð. Það var allt ósagt. Hún settist í satín-fóðrað- an legubekk, og hann settist á stól nálægt henni. Hún horfði á hann, og síðan hvörfl- uðu augu hennar um stofuna. „Ég hef andstyggð á þessu öllu,“ ságði hún og lyfti hendinni. „Þú þekkir mig alls ekki. Þú veizt ekki einu sinni, hvað ég heiti. Ég er ekki það sem þú hefur álitið. Nú, þegar ég er að fara, vil ég, að þú vitir, að ég er gamaldags. Allan þennan mánuð hef ég gert það, sem ég hata að gera. Það er betra, að þú vitir það. Ég vil ekki dansa. Mér finnst erlent sælgæti vont. Ég vil ekki kyssa fólk. Mig velgir við að kyssa fólk eða finna varir einhvers við hörund mitt, andlit eða hendur — jáfnvel þínar varir.“ „Bíddu,“ greip hann fram í. „Ég veit nú, að ég fann allan tímann, hvernig þú varst. Nú skil ég, hversvegna við vorum svona langt hvort frá öðru. Hversvegna komstu með mér á dansleiki, og hvers- vegna lofaðir þú mér að kyssa þig ? Ef þú hefðir sagt, að þú ekki vildir það, hefði ég ekki gert það.“ Hún laut höfði og horfði niður í kjöltu sér með fast spenntar greipar. Svar henn- ar var feimnislegt: „Ég hélt, að þér féllu vel í geð þessir útlendu siðir, og ég vildi geðjast þér. Ég hélt, að þú kæmir ekki aftur — ef ég neitaði.“ Rödd hennar var lág. „Hvað er þitt rétta nafn?“ spurði hann. „Það er Ming Sing — Ljómandi hjarta,“ svaraði hún. „Ég heiti Yung An — Góður friður,“ svaraði hann. Andartak voru þau þögul. Þá hélt hann áfram og hallaði sér í átt- ina til hennar. „Þér er alvara. Þér geðj- ast bezt gömlu siðirnir?“ „Lang, langbezt.“ „Þú mundir ekki vilja hús eins og þetta?“ spurði hann alvarlega. „Nei,“ stamaði hún. Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.