Vikan


Vikan - 10.04.1952, Síða 3

Vikan - 10.04.1952, Síða 3
VTKAN, nr. 15, 1952 3 Hollt er heima hvað. Smásaga eftir PEARL S. BUCK. DAVÍÐ SIN, hinn ungi, stóð ólundar- legur á svip úti í einu horni stóru gestastofunnar og virti fyrir sér átta eða tíu pör félaga sinna, sem dönsuðu af mik- illi list. Pálmalundur, sem gróðursettur var í jurtapottum, umkringdi danshljóm- sveitina, er þandi blásturshljóðfæri sín af miklu kappi. Honum var það vel ljóst, hvað stofan var ríkulega og glæsilega bú- in öllum þægindum, en hún tilheyrði herra Fang, sem var einn af áhrifa- mestu bankastjórum Sjanghaí-borgar. Hr. Fang mundi ekki geta umborið neitt, sem ekki var í senn ríkmannlegt og glæsilegt. Pessvegna voru veggirnir ekki aðeins þaktir nýtízku olíumálverkum, heldur einnig mjög fíngerðum og framúrskarandi vel gerðum, gamaldags, flúruðum mynd- um, því að eins og hr. Fang sjálfur sagði, um leið og holdugt, glansandi andlit hans hrukkaðist af niðurbældum hlátri: ,,Ég hef hjá mér úrval af öllu, nýju sem gömlu. í»að rúmast allt í mínu húsi.“ Hr. Fang sat og horfði á unga fólkið dansa. Tvær laglegar stúlkur sátu sín hvoru megin við hann. Önnur var dóttir hans, Fillis, en hin var nýjasta hjákona hans, ung leikkona. Þær voru á svipuðu reki, en mjög ólíkar. Fillis var falleg- asta stúlkan í þessum hóp. Davíð hafði komizt að þeirri niðurstöðu þegar í stað. Hann gat ekki skilið, að neinn, sem var svona feitur og ljótur eins og hr. Fang, gæti átt svona yndislega dóttur, þennan grannvaxna bambusreyr. Því að hún líkt- ist einmitt bambusreyr. Hún var föl og hávaxin, næstum því eins hávaxin og hann, hún var klædd síðum kjól úr grænu, mjúku efni, andlit hennar var ekki málað, hörund hennar var eins og fílabein. Og hár hennar var ekki eins og hár annarra kvenna. Það var ekki klippt eða hrokkið eða permanentliðað eða neitt slíkt. Það var slétt, slétt, kolsvart, og dregið saman í hnút í hnakkanum. Hún virti rólega fyr- ir sér gesti sína, kyrrlátt ánægjulegt bros lék um fallegar varir hennar. Hvað hjá- konunni viðvék, leit hún út eins og leik- kona. Hún glennti upp augun og var öll á iði, hárið stóð út frá andliti hennar, lauðmáluðu og kringluleitu. Davíð starði stutta stund á hana og fékk þegar við- bjóð á henni. Hún mundi blaðra — blaðra á einhverju villimannlegu skrílmáli, blend- ingi úr ensku og kínversku. Hann hafði ætlað sér nokkra stund að fara og biðja Fillis að dansa við sig, en þessi leikkona hafði haldið aftur af hon- um. Segjum svo, sagði hann við sjálfan sig, að þessi leikkona rétti fram höndina — hún var alltaf að rétta fram höndina í áttina til ungu mannanna, sem nálguð- ust hana — og áður en hann sjálfur vissi af, mundi hann verða að dansa við hana; hann ætlaði ekki, sagði hann við sjálfan sig, dansa við fleiri konur, sem höfðu ýft hár, nei, ekki heldur konur með mál- uð og púðruð andlit. Hár þeirra kitlaði hann á hálsinum, og andlitsduft þeirra eyðilagði útlenda jakkann hans. Hann leit niður á öxlina á sér og dustaði það af með hendinni. Það var andlitsduft á jakkanum, af því að Doris Li hafði hallað vangan- um að öxl hans fyrr um kvöldið. Honum var illa við Doris Li — hún var fífl, sem þóttist hafa gleymt sínu eigin móðurmáli, af því að hún hafði verið svo lengi í París. Hann hafði aldrei áður dansað við Fillis, af því að þetta var í fyrsta skipti, sem hann sá hana. Hún var einhversstaðar í skóla, ekki í þessari borg, og nú var hún heima í sumarleyfi. Fr. Fang hafði sagt, um leið og hann kynnti hana: „Þetta er einasta iðjusama barnið mitt. Hin sætta sig við að gera ekki neitt.“ „Þú hlýtur að vera stoltur af henni,“ hafði Davíð sagt og ekki litið framan í hana. Hann, var leiður á andlitum stúlkna. En hr. Fang hló hátt. „Hún græðir ekki nóg af peningum, til að ég sé stoltur af henni,“ sagði hann glaðlega. „Hún gerir sér þetta til ánægju.“ Þá leit hann á hana — stúlka, sem vann sér til ánægju! Hann hafði aldrei rekizt á það fyrirbæri. í fyrsta skipti í marga mánuði vakti stúlka áhuga hans andartak. Hann brosti til hennar, ekki þessu vanabundna samkvæmisbrosi, og sagði: „Get ég fengið dans?“ En hún hafði þegar lofað öllum dönsunum. And- artak var hann leiður. En sagði svo við sjálfan sig, að þetta skipti ekki máli. Þegar öllu var á botninn hvolft, var hún aðeins dóttir Fangs gamla. Hann dansaði við og við um kvöldið. Hann gat tæplega munað núna, hvernig stúlkurnar höfðu litið út, sem hann hafði dansað við. Samt minnt- ist hann þess óljóst, að þær skildu allar eftir andlitsduft á jakkanum hans. Gamli Fang hafði ákveðið, að skemmt- unin ætti ekki að taka enda eins fljótt og fyrst var áætlað. Hann hafði mjög gaman af að dansa. Hann hoppaði um stofuna eins og gríðarstór bolti í skrjáfandi silki- klæðum sínum, andlit hans varð að einu Ijómandi brosi, og hann rak upp skelli- hlátur, þegar hann tróð einhverjum ó- þyrmilega um tær. Nú kallaði hann til hljóðfæraleikaranna, um leið og hann rýndi á þá gegnum pálm- ana: „Spilið þrjár syrpur í viðbót, og þið skuluð fá tvöföld laun?“ Að svo mæltu þreif hann utan um hjákonu sína, og þau svifu í dansinn. Hún hallaði sér upp að þessum ístrubelg án þess að láta sér bregða, augu hennar hvörfluðu frá andliti hans, og augnaráð hennar beindist leit- andi um alla stofuna. Þarna fékk Davíð tækifærið. Hann sá þrjá hvatlega, velklædda, unga menn nálg- ast Fillis, og í mesta flýti stikaði hann yfir gólfið. „Má ég . . .“ En ungu mennirnir flýttu sér líka — „Má ég . . .“ — „Má ég . . .“ — „Má ég . . .“ Raddir þeirra hljómuðu eins og kveðjusöngurinn í ameríska skólanum, þar sem hann hafði numið. Hann dró sig í hlé kuldalega — vildi láta hana velja. Hún valdi líka, eðlilega og blátt áfram, reis á fætur og kom til hans. „Þér voruð fyrstur?“ sagði hún viðfeldinni, lágri röddu. „Já,“ sagði hann, og þau dönsuðu af stað. , í hávaðanum frá hljómsveitinni, var ómögulegt að ræðast við. En hvað það var líkt Fang gamla að leigja tvöfalda danshljómsveit, sem lék á blásturshljóð- færi, til að spila í samkvæmi í heimahús- um. Stofan skalf af öllum skarkalanum. Hann hélt fast utan um hana, eins og venja var, vangi hennar nam við öxl hans. Hann dansaði vel, og hann vissi það, en hann fann, að hún dansaði einnig vel. Hún fylgdi hreyfingum hans mjúklega, svo að hann tók að gruna margt og leit niður á hana. Var hún ef til vill eins létt í taumi og allar hinar? Hann var orðinn leiður á þessháttar. En svipurinn á grannleitu and- liti hennar var rólegur, og augu hennar lýstu engum ástríðum, þegar hún horfði í augu hans. Hún brosti og sagði eitt- hvað, en hann heyrði ekki rödd hennar. Hann hrukkaði ennið, og hún hló, og þau reyndu ekki aftur að hefja umræður. Þeg- ar dansinum lauk, biðu ungu mennirnir hennar með óþreyju, svo að hann sleppti af henni hendinni og þakkaði mjög kurt- eislega fyrir, eins og hann var vanur. „Þetta var yndislegur dans, ungfrú Fang! Það er alltaf gaman að dansa við stúlku, sem kann listina.“ ,Þakka yðvrn fyrir, hr. Lin. Þér dansið líka ágætlega," svaraði hún tilgerðarlaust. Hann dansaði ekki aftur, þó að hann sæi, að sumar stúlkurnar sætu. Doris Li var ein af þeim, og hún kom hlæjandi og loklc- andi í áttina til hans. En hann laut niður til að binda skóþveng sinn. Hann ætlaði ekki að dansa aftur. Hann hugsaði and. artak um Fillis, þó að hann hefði nú í langan tíma aldrei hugsað um nokkra stúlku. Hann hugsaði raunar aldrei um neitt nema starf sitt, sem honum féll mjög vel við. Hann var framkvæmdarstjóri í prentsmiðju föður síns. Hann hugsaði einu sinni mikið um stúlkur, en það var, áður en hann varð leiður á þeim. Þær voru allar hvor annarri líkar. Allar stúlkur í Sjanghaiborg voru alveg eins að öllu leyti. Hann hlustaði háðslegur á svip á félaga sína tala um fallega stúlku. Þær voru all- ar steyptar í sama mót í hans augum. Tedrykkjunni var lokið, og fólkið tók að tínast heim, glaðleg pör fóru hönd í hönd til að halda áfram skemmtuninni annarsstaðar. Hljóðfæraleikurinn var þagnaður, en í hans stað glumdu við há- vær þakkar- og kveðjuorð, sambland kín- verskra og enskra orða og setninga. Það var mjög í tízku að tala þannig, alveg eins og það var í tízku að taka sér erlend nöfn. Hann gat líka talað þetta skrílmál, þegar með þurfti. Hann talaði vægast sagt mörg- um timgum, hann gat talað eins og ame- rískur háskólapiltur, hann gat einnig brugðið fyrir sig Oxford-ensku, og svo talaði hann auðvitað hina fornu, form- föstu kínversku, sem faðir hans heimtaði af honum, og þetta ensk-kínverska skríl- mál, sem vinir hans og kunningjar töl- uðu. Það var allt komið undir umhverf- inu. En í laumi féll honum kínverskan lang bezt, þó að hann hefði hana í flimtingum við félaga sína. Þeir stöglúðust alltaf á þessu: „Það er svo margt í heimi nútím- ans, sem við kunnum ekki að nefna á kín- versku. Hvernig segir þú til dæmis . . .“ Hann féllst á þetta, og þeir gerðu það sér til gamans að reyna að nota gömlu, virðulegu orðin í stað setninga eins og: „Þú ert babyið mitt.“ „Ég er alveg band- vitlaus í þér.“ En honum leið illa á eftir, eins og hann hefði kennt barni að tala í sakleysi um eitthvað viðbjóðslegt. því að þessi gömlu, virðulegu orð vildu ekki slíkt. Þegar þeim var þannig rangsnúið, urðu þau merkingarlaus, þau voru eftir sem áður þau sjálf og neituðu að láta af- baka sína ævagömlu merkingu. Hann fylgdist með hópnum að dyrun- um. Fillis stóð þarna brosandi og svar- aði glaðlega kveðjum gesta sinna. Hann virti hana fyrir sér og sagði ólundarlega við sjálfan sig, að ef til vill skjátlaðist honum í því, að hún væri ólík öðrum stúlk- um. Núna fannst honum hún alveg eins og allar hinar. Ef til vill notaði hún líka andlitsduft. Hann leit ósjálfrátt niður á öxl sér. Nei, hún var hrein. Hann tók þegar í stað ákvörðun.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.