Vikan


Vikan - 10.04.1952, Síða 5

Vikan - 10.04.1952, Síða 5
VIKAN, nr. 15, 1952 5 Framhaldssaga: 7 Konkvest skerst í leikinn Eftir BERKELEY GREY „Ungfrú Róberta Ólífant ?“ spurði sá sem stóð fremstur, hvassri, valdsmannlegri röddu. „Já. Óskið þér að hitta frænda minn?“ „Mjög svo, ungfrú. Ég er lögregluforingi, og hef fengið vitneskju um að hr. Matthew Ólí- fant hafi verið myrtur." Bobby sá mennina þrjá eins og í þoku, og Konkvest krossbölvaði, í felustað sínum. Hann sárvorkenndi aumingja stúlkunni og var um stund í vafa um, hvernig hún stæðist þetta óvænta hrekkjabragð örlaganna. Annað óvænt atvik, sem hlaut að breyta fyrirætlunum hans, eins og hið fyrra, var nú dunið á. „Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur,“ stamaði Bobby og tókst furðanlega að hafa vald á sér. „Ég vona það yðar vegna, ungfrú," sagði lög- regluforinginn. „Megum við koma inn fyrir? Ég er Sutton, deildar-umsjónarmaður við Scotland Yard, og félagar mínir eru Williams yfirum- sjónarmaður og Davidson undirforingi." Þegar nafn Williams var nefnt, gat Konkvest varla stillt sig um að reka upp fagnaðargól. Hann mátti vita þetta! Ef eitthvert mál, sem hann var við riðinn kom til kasta Lundúnalög- reglunnar, þá var það alltaf Bill Williams, yfir- foringinn með hraustlega litarháttinn, sem þar kom til skjalanna. Mennirnir komu nú inn í anddyrið. Bobby hopaði undan þeim með hjartað uppi í hálsi. Henni þótti vænt um að þeir spurðu hana einskis i svip- inn, því heili hennar var óstarfhæfur þá stund- tna. „Símuðuð þér til Scotland Yard fyrir um tutt- ugu mínútum, ungfrú?“ spurði Sutton snögglega. „Ég? Símað Scotland Yard?“ Bobby fannst rödd sín hljóma úr fjarska. „Auðvitað ekki. Hversvegna ætti ég að síma Scotland Yard?“ „Kvenmaður, mjög svipaður yður í málrómi, ungfrú Ólífant, hringdi til Scotland Yard, með- an ég var þar á verði,“ sagði Williams stillilega. „Ég varaði yfirforingjann við, að þetta gæti verið hrekkur, en við urðum að aðgæta þetta nánar. Ég vona, að við höfum ekki gert yður skelkaða. Konan sagði, að hr. Ólífant hefði verið stunginn í bakið og . . .“ „Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur," tók Bobby fram í af svo mikilli stillingu, að Konkvest dáðist að. „Ég held að frændi minn sé inni í lesstofunni að vinna.“ „Vitið þér það ekki?“ sagði lögregluforinginn snöggt. Höstug framkoma hans gerði Bobby dálítið órólega. „Hann var í lesstofunni, þegar ég sá hann Síðast,“ sagði hún dálítið hikandi. „Síðan eru um tvær klukkustundir. Hann vill ekki láta ónáða sig, þegar hann er að vinna í lesstofunni. Verið getur, að hann hafi farið út án þess að ég yrði þess vör. Ég veit það ekki.“ Með tilliti til orða og frásagnar lögreglu- mannsins, sýndi Bobby mikið sálarþrek. Kon- kvest dáðist ákaflega að henni. Bobby sjálfri leið ekki betur en það, að hún gekk eins og í leiðslu að lesstofudyrunum. Hugsun hennar var þó svo skýr, að hún skildi, í hve óhemjumikilli þakkarskuld hún var við Konkvest. Þessi hætta hafði komið svo óvænt, eins og „þjófur á nóttu". Til allrar hamingju var þó öllu óhætt. Lögregl- an gat ekki fundið neitt þarna. En hver gat hafa simað? Kona! Hvaða kona? Mesta guðs lán, að lögreglan kom. Lögreglumennirnir mundu hverfa á burt grunlausir. Og á morgun, þegar lík Matt- hew Ólifants hefði fundizt, víðs fjarri, mundi rannsóknin beinast að þeim slóðum. „Þetta er lesstofan/' sagði hún um leið og hún opnaði dyrnar. „Þér sjáið, að ljósin eru slökkt . . Þetta var ekki rétt. Það var ljós i lesstofunni. Þegar hún leit fyrst inn í lesstofuna, var undr- un efst í huga hennar, en við sjón þá, er blasti við henni, ætluðu augun út úr höfðinu á henni og hún varð gersamlega lémagna af hryllingi. En það var aðeins augnablik, því á næsta augna- bliki æpti hún upp yfir sig af óstjórnlegri skelf- ingu. Matthew Ólífant sat þarna við skrifborðið, eins og áður, og benti með einum fingri á stað á vegakorti af London, sem lá á borðinu fyrir framan hann. Og í bakinu á honum stóð band- prjónninn með stóra stálhnúðnum! V. KAPlTULI. Við höldum áfram. Þriðja áfallið! . . . og óvænt eins og fellibyl- ur. Þetta var óhugsandi — ómögulegt — fjar- stæða — brjálæði. Nefnið það hverju nafni sem vera vill, en þetta gat ekki verið. En þó var það staðreynd. Líkið var þarna, al- veg eins og Konkvest hefði aldrei borið það burt. Það var komið þarna á sinn fyrri stað, að því er virtist töfrað þangað aftur úr steinlímshrúg- unni með einhverjum herfilegum töfrabrögðum. Áfallið var Bobby Ólífant um megn. Um leiö og hún rak upp hræðsluópið, leið yfir hana og Bill Williams tókst með naumindum að bjarga henni frá falli. „Þetta eru engin látalæti, Sutton," sagði yfir- foringinn höstuglega. „Hún hefur fengið hastar- legt taugaáfall. Mig furðar það heldur ekki! Lítið þarna inn fyrir." Deildarforinginn fór að orðum yfirboðara síns og leit inn fyrir. Þótt hann væri ýmsu vanur úr starfi sínu, fór ósjálfrátt hrollur um hann við það sem hann sá, litli Jögfræðingurinn sat þarna og starði brostnum augum beint á dyrnar. En hvorki Williams né Sutton skildu fullkom- lega hversvegna Bobby hafði orðið svona mikið um þetta, því þeir vissu ekki það sem á undan var gengið. Þeir héldu, að skelfing hennar staf- aði af því að henni hefði orðið bilt við að sjá frænda sinn dauðan. Williams bar hana inn í setustofuna og lagði hana á legubekkinn. Hann kunni dálítið í „hjálp í viðlögum", eni komst brátt að þeirri niðurstöðu, að venjulegar leikmanns-aðferðir dygðu ekki. „Hún er i djúpu yfirliði," tautaði hann. „Hring- ið strax á lögreglustöðina, Sutton, og látið lækn- irinn koma. Það verður þörf fyrir aðstoð hans einnig að öðru leyti. Þér vitið, hvað við á.“ „Hvernig væri að ná í kalt vatn?" spurði David- son undirforingi, sem var ungur og þótti Böbby ein hin fegursta stúlka, sem hann hafði séð á æfinni. „Rækallinn eigi það, ekki getum við skil- ið hana svona eftir." „Víst getum við það,“ sagði Williams hrana- lega. „Við skiljum hana eftir hérna á legu- bekknum. Það fer vel um hana. Ég þarf að lita betur á líkið. Bezt þið komið líka." Þeir gengu inn í lesstofuna. Og Norman Kon- kvest, sem fylgdist með öllu úr felustað sinum undir borðinu, vissi, að ef hann ætlaði að gera eitthvað, yrði það að gerast á næstu minútum. Hann hafði orðið sem þrumulostinn, er hann heyrði hvað um var að vera. En svipur hans verð harðneskjulegur og glampi kom í augun, er hann fór að hugsa um þetta. Bersýnilega hafði ein- hver gert þeim þennan grikk. Og jafnvist var það, að sá hinn sami hafði fylgzt með athöfn- um hans í kvöld. Það gerði hann órólegan og vakti ugg hans. Hver gat hafa flutt lík Matthew Ólífants aftur upp í lesstofuna? Og með hverjum hætti? Það voru spurningar, sem Konkvest fýsti ákaft að fá svar við. Enginn hafði farið um forstofu- dyrnar; þau hefðu áreiðanlega orðið þess vör. Stundarfjórðungi áður hafði ekkert lík verið í lesstofunni. Á þeim stutta tíma hafði líkið verið flutt þangað aftur. Honum fannst óhugsandi að gera ráð fyrir, að líkið hefði verið flutt sömu leið til baka og hann hafði farið með það. „Þessi morðingi er slægur fugl," hugsaði Kon- kvest með sjálfum sér, og dáðist hálft í hvoru að honum, þrátt fyrir gremju sína. Þrjóturinn er listrænn á sinn hátt og brögðóttur líka. Þeg- ar hann er búinn að koma líkinu á sinn stað aftur, símar hann til Scotland Yard og stælir málróm Bobby . . . Ha, bíðum við! Er það nú víst? Hver veit nema morðinginn sé kona? Þessi óþekkti töframaður, sem virtist geta leikið það ómögulega, hafði flutt líkið til baka og símað á lögreglustöðina vegna þess að hann — eða hún — hafði ásett sér að láta líkið finn- ast i lesstofunni af því Bobby var ein heima. „Óþokkabragð af versta tagi," tautaði Kon- kvest um leið og hann skreið út undan borðinu. „Fjandinn sjálfur! Sam Pepper-gerfið mitt er út á svölunum, og ef William finnur það — þá----------!“ Hann rétti sig upp. Lesstofuhurðin var opin í hálfa gátt, og hann hlustaði eftir tali þeirra, er þar voru. Svo barst hinni næmu heyrn hans ann- að hljóð — djúpt andvarp, sem kom frá setu- stofunni. Svo að William hafði haft rangt fyrir sér! Nú gerði Konkvest það, sem nálgaðist ósvífni, að læðast á tánum þvert fyrir lesstofu- dyrnar yfir að dyrunum á setustofunni. Hann fór inn fyrir og lokaði hurðinni hljóðlega á eftir sér. „Ekkert hljóð, Bobby litla," hvíslaði hann um leið og hann laut niður yfir hana og sá að hún var með opin augun. „Ég ætla að fara héðan, meðan fært er. En hvað sem gerist, mun ég veita þér lið." Hún horfði rannsakandi framan í hann. Svip- ur hennar var óttablandinn. „Það er þarna!" hvíslaði hún. „Það er komið aftur. Hvernig gat það komið aftur?" „Ég veit ekki — en ég ætla að komast að því. Taktu eftir, Bobby, þetta er áríðandi. Þú verður að vera „í yfirliði" það sem eftir er nætur. Skil- urðu það?“ „Ekki fullkomlega. Ég er svo rugluð . . .“ „Ef þeir spyrja þig einhvers, þá svaraðu engu. Þú skalt látast vera í móki, — eða hvað sem þér sýnist, segðu þeim ekkert. Læknirinn kemur bráðlega, og hann kemst að þvi, að þú ert ekki meðvitundarlaus. En þú getur látist vera rugl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.