Vikan


Vikan - 10.04.1952, Síða 6

Vikan - 10.04.1952, Síða 6
6 VIKAN, nr. 15, 1952 uð, því þeir geta ekki sannað hið gagnstæða. Skilurðu ?“ „Já,“ hvíslaði hún. „Ágætt! Ég er að fara, en þú munt sjá mig brátt aftur. Ég byrjaði þetta verk og ég ætla mér að enda það. Einhver kerskinn þrjótur — morðinginn eflaust — hefur verið að gera okk- ur skráskeifur, og mér mislíkar það.“ Málróm- ur Konkvests var grimmdarlegur. „Hann skal verða að svara til saka, barnið gott, og . . .“ „Einhver er að koma,“ tók hún fram í ótta- slegin. Hann smaug undir boðið eins og áll. Hann var farinn að fá leikni í að skríða undir borð. David- son undirforingi kom inn og gekk að legubekkn- um. Hann beygði sig yfir stúlkuna, sem virtist enn vera í öngviti. Hann blótaði hljóðlega og fór út úr herberginu. 1 einu vetfangi stökk Kon- kvest undan borðinu og út að glugganum. „Þessi gluggi veit út á svalirnar líka,“ hvísl- aði hann. „Ef þú heldur að þú getir það, þá lok- aðu glugganum á eftir mér. Vertu hughraust, Bobby, ég mun ekki svikja þig.“ Hann hvarf, og hún gekk skjögrandi yfir að glugganum og krækti honum aftur. Þoka var á sem áður, og Konkvest læddist á tánum fram hjá frönsku gluggunum á lesstofunni og var feginn, að engum skyldi enn hafa hugkvæmst að opna þá. Hann tók á sig gervi vökumannsins í miklum flýti, og klifraði upp á þakið. Honum létti stór- um, þegar hann var kominn á þakbrúnina. Þetta hafði tekizt. Enn einu sinni stökk hann yfir á bitann og renndi sér niður stólpana. Ef til vill var hann dálítið kærulaus . . . ef til vill var hugur hans svo önnum kafinn við að gera sér grein fyrir hinum dularfullu atburð- um, að hin venjulega varúð hans var dálítið ut- angátta. Eftir að hann var kominn niður á aðra hæð, fór hann strax niður stigann og niður á fyrstu hæð. Stiginn, sem lá niður á stofuhæðina, var við hinn endann á bráðabirgða-ganginum, þar sem stiginn af efri hæðinni kom niður. Kon- kvest gekk þarna um í myrkrinu af öryggi kunn- ugleikans; hann vissi nákvæmlega hve mörg skref voru milli stiganna, enda hafði hann farið þessa leið hvað eftir annað síðasta klukkutím- ann . . . og hann var alveg grunlaus um nokk- ur vélabrögð. Þótt það væri mál manna, að Norman gerði aldrei neina skissu, þá kom hér fram undantekning frá reglunni. Áður en hann var kominn hálfa leið eftir fjala- gólfinu, byrjuðu borðin að sporðreisast og hrynja undan fótum hans. Hann missti fótanna og fann að hann hrapaði — og skildist þá, auð- vitað, að hann hafði farið ógætilega, en við því var lítið hægt að gera. Lítið . . . en svolítið samt. Fallið niður á gólf á næstu hæð var ekki mjög hátt, en dulvitund Normans, sem nú var glað- vakandi, tjáði honum með leifturhraða, að hann yrði að gera nauðsynlegar ráðstafanir strax, ef hann vildi ekki illt af hljóta. Og í fallinu minnt- ist hann nokkurs, og hann bylti sér til hliðar; hann mundi nefnilega eftir, að vinstra megin var framskagandi stöng. Hann sá hana ekki í myrkrinu, en vissi, að hún var þarna............. Fingur hans snertu eitthvað og hann greip um það, um leið heyrði hann eins og glamur I málmi, þegar borðin skullu niður. Fingur hans hálf- runnu af hlutnum, sem hann hafði gripið um, en héldu honum samt uppi. Meðan hann hékk þarna, fylltist hann ofsa-reiði. Fjalirnar höfðu vissulega ekki losnað af tilviljun! Einhversstaðar neðan úr myrkrinu þóttist hann heyra dálitið þrusk. Hann beit á jaxlinn um leið og hann klöngraðist út á hlið og náði einni súlunni sem hélt uppi loftinu. Eftir henni renndi hann sér niður á gólfið. Konkvest stanzaði augnablik, þegar hann kom niður og heyrðF’þá greinilega úr nokkurri fjarlægð, að maður hljóp í burtu. Einhver hafði verið að læðast þarna í myrkrinu, en var nú hlaupinn brott. Konkvest hljóp á eftir honum, og um það bil sem hann kom að vökuklefa sinum með glóðarkerinu góða, heyrði hann marra í byggingarports-hurðinni'. En þegar hann kom þangað, og leit upp og nið- ur eftir Wigmorestræti, sást enginn. Þokan var svo dimm, að ekki sást yfir götuna og eina hljóðið, sem hann heyrði, var ógreinilegt hljóð í bílhemlum. „Þú hélzt víst, að þér hefði tekizt að vinna á mér, herra morðingi ?“ tautaði Konkvest. „En nú skulum við sjá!“ Hann var bæði gramur og utan við sig eftir lífshættuna. Hann gekk til baka gegnum fjar- lægari hluta byggingarinnar og lýsti sér með vasaljósi sínu . . . þá komst hann fyrst í skiln- ing um hina ógurlegu hættu, sem hann hafði verið í. Beint fyrir neðan gatið á loftinu, þar sem borðin höfðu dottið niður, var stór haugur af ryðguðum jái’nrimlagirðingum. Þær höfðu verið rifnar niður fyrir alllöngu og fleygt til hliðar. Nú hafði þeim verið komið þarna fyrir á þann hátt, að oddarnir stóðu upp. Ef Kon- kvest hefði fallið alla leið, hefði hann lent á odd- unum og rekist í, gegn . . . sá argvítugasti dauð- dagi sem hann gat hugsað sér. Hann hrærðist undarlega við þessa sýn. Hinn ókunni, sem hafði áreiðanlega myrt Matthew Ólífant, og njósnað um atháfnir hans, hafði af ráðnum hug lagt þessa gildru fyrir hann. Til- gangur hans frá byrjun hafði verið sá, að láta. stúlkuna vera eina í íbúðinni með liki frænda síns, og honum hafði næstum tekizt þetta. Ef Konkvest hefði beðið bana í fallinu, hefði fyrir- ætlunin tekist algerlega. Bobby litla hefði ekki haft neina smugu til undankomu úr netinu, sem hafði verið herpt svo þétt' að henni. Henni mundi hafa veitzt ómögulegt, að fá staðfestingu á hinni ótrúlegu frásögn sinni. „Þetta er að verða hálf þreytandi," tautaði Konkvest. „Náunginn, — sem virðist hafa sér- stakar mætur á oddhvössum hlutum, — hefur komizt á snoðir um að næturvarðastaðan mín er gervihlutverk og líklega veit hann í tilbót hver ég er. Bandprjónar og gamlar járngrindur! Þau tæki eru ekki að mínu skapi.“ Hann sneri aftur til klefa sins, skaraði í eld- inum, settist niður og fór að hugsa málið.------- Uppi í íbúð Ólífants voru lögreglumennirnir að ræða morðið. Sutton deildarforingi muldraði ólundarlega: „Lítið á, hr. Willims, hafi stúlkan ekki fram- ið morðið, hver ætti þá að hafa gert það? Lítið í kringum yður!“ „Ég er að því,“ tautaði yfirforinginn. „Og hvað svo?“ „Ilver maður með opin augu getur sannfært sig um, að þetta er „innanhúss verk“, hélt deild- arforinginn áfram. „Gluggarnir eru lokaðir að innanverðu. Allt er í röð og reglu. Engin tilraun hefur verið gerð til að opna peningaskápinn, og engu stolið. Þar að auki er augljóst, að Ólífant hefur verið myi'tur af einhverjum, sem hann bar fullt traust til.“ „Ég fellst á þetta,“ sagði Williams og kinkaði kolli. „Ólifant sat við skrifborðið og var að skoða landabréfið . . . Við vitum ekkert hversvegna hann var að því. Á meðan hann var að þessu, Blessað barniðl Teikning eftir George McManus. Pabbinn; Maður skyldi halda, að ég hefði aðeins eitt höfuð. — en mér finnst eins og ég hefði höfuðverk í tveimur! Mér er alveg sama, þó að mér verði sagt upp — ég fer heim! Pabbinn: Vei — er það nú ekki nógu slæmt að hafa höfuð- verk, þó að ekki þyrfti ég í þokkabót að hlusta á alla þessa kúreka í sjónvarpinu, sem eni að reyna að drepa hvern annan ? Pabbinn: Ég verð að binda enda á þetta Pabbinn: Lilli — hérna er króna handa þér — Lilli: Ég hefði viljað loka þvi fyrir löngu — en ég ég þoli þetta ekki! lokaðu svo sjónvarpinu! vissi ekki, hvernig á að fara að því ■—- kærar þakkir fyrir krónuna — pabbi. —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.