Vikan - 10.04.1952, Síða 11
VIKAN, nr. 15, 1952
11
Á veiðum
SAKAMALASAGA
Framhaldssaga:
eltir MIGNON G. EBERHART
15
Hún, Karólína og Woody fóru snemma heim.
Það var lítiS sem ekkert minnst á morðið. Sue
var aldrei ein með Fitz, en hún hugsaði með
sér, að það mundi vera bezt fyrir sig, þvi að hún
efaðist um þrek sitt. Þegar hún settist inn I bíl-
inn, sá hún Kamillu þar, sem hún stóð við hlið
Fitz i uppljómuðu anddyrinu.
Lögreglan átti annríkt. Félagar Beaufortveiði-
félagsins, sem voru rúmlega tuttugu að tölu,
voru yfirheyrðir hvað eftir annað. Skrár yfir
sjúklinga Luddingtons læknis og reiknings-
færslubækur hans voru rannsakaðar til þess að
vita, hvort ekki fyndist sjúklingur, sem senni-
lega hefði meiðzt, og verið staddur í lækninga-
stofu Luddingtons á umræddum degi, og sem
læknirinn hefði beðið að hringja í Sue og beðið
hana um að koma, og sem hafði einnig hringt
í Jed til þess að biðja hann um að koma.
Jed hafði ekki kannazt við málróminn fremur
en Karólína. Og þó að röddin í símanum hefði
látið kunnuglega i eyrum, hefði hún eflaust ekki
veitt því eftirtekt, vegna þess hve kvíðafull hún
var. Stulkurnar tvær á miðstöðinni gátu engar
upplýsingar gefið. Það hafði verið mikið ann-
ríki einmitt um þetta leyti og oftast á tali hjá
lækninum.
Það var gerð nákvæm rannsókn í lækninga-
stofu Luddingtons. Jed og þó einkum Ruby, sem
hafði verið ein stundarkorn þar inni, voru þrá-
spurð um flata, gljáandi hlutinn, sem gat verið
spegill eða litil dós, sem augsýnilega hafði horf-
ið, en þær spurningar báru engan árangur. Lög-
reglan hefði að öllum líkindum lagt trúnað á
þessa frásögn, ef Sue hefði haft nokkurn hagn-
að af að ræða hana nánar. Þetta varð ósvöruð
smáspurning meðal margra þýðingarmeiri við-
fangsefna. Lögreglan varð æ trúaðri á þá get-
gátu, sem í fyrstu þótti sennilegust, þar sem
allir aðrir möguleikar urðu að engu. Hann hafði
óneitanlega verið einn hjá Ernestínu nokkurn
tíma áður en hún dó, og það gat verið, að hún
hefði sagt honum sannleikann af því, sém fyrir
hafði komið, og hafi svo verið, þá hafði hann
varðveitt þetta hræðilega leyndarmál.
Það var enginn vafi á því, að hann hafði breytzt
um veturinn. Aldur hans var kveðin orsökin og
einnig hin þreytandi yfirheyrzla. Var það þá
í rauninni sú þunga byrði leyndarmálsins, sem
olli breytingunni.
Það voru tekin fingraför af öllu í lækninga-
stofunni. Marghleypan og kúlan, sem hafði verið
tekin úr líkinu voru sendar til Wilkins lögreglu-
fulltrúa. Þetta gerðist síðari hluta mánudags, og
Jed ók á skrifstofu sýslumannsins seint þann
sama dag. Þaðan fór hann til Sue.
„Sýslumaðurinn er á þínu bandi, og mér datt
í hug, að hann mundi vilja segja okkur, hvort
þeir hefðu komizt að því, hver hringdi til okkar,
eða hvernig þessu var varið,“ sagði Jed. „Hann
var mjög vingjarnlegur, en hafi þeir komizt á
snoðir um nokkuð, þá sagði hann mér það að
minnsta kosti ekki. Hann sagði aðeins, að það
hefði fundizt svo miki^ af ógreiddum reikning-
um, að upphæðin entist einni manneskju til að
lifa á allt lífið, ef reikingarnir væru innheimtir."
„Mér þykir ósennilegt, að Wat láti innheimta
þá.“
„Já, ef hann ætlar á þing,“ sagði Woody stutt-
ur í spuna. Hann var ennþá ungæðislegri í frá-
hnepptri skyrtunni, bláum upplituðum buxum og
inniskóm heldur en í einkennisbúningnum sínum.
Hann hafði verið i hesthúsinu mestan hluta dags-
ins og verið að föndra við ýmislegt smávegis
með Karólínu, fundið að fyrirkomulaginu á
aktygjageymslunni hjá henni, og sýnt Leifi litla,
hvei'nig ætti að fara að því að nudda hesta. Hann
hafði skoðað sárið á fæti Jeremy með miklum
spekingssvip.
Nú renndi hann fingrunum i gegnum strítt,
ljóst hár sitt og leit vonzkulega á Jed, sem sagði
allt í einu: „Um hvað ertu í rauninni að hugsa,
ungi maður?“
„Hv — hvað?“ sagði Woody og varð flemt
við.
„Þú ert alltaf að horfa á mig. Blessaður, segðu
okkur, ef þú býrð yfir einhverju!“
En Woody færðist undan. Andlit hans varð
sviplaust. Hann bjó ekki yfir neinu, sagði hann
umleið og hann stóð á fætur og lallaði út úr
stofunni.
Hann minntist heldur ekkert á álit sitt á Jed,
en það var auðséð, að hann hafði óbeit á hon-
um, og Jed gat sér til um ástæðuna.
„Honum geðjaðist ekki að mér,“ sagði hann
og horfði á dyrnar, sem höfðu lokazt á eftir
Woody. „Og ég álasa honum ekki fyrir það. Það
er mér að kenna, að þú ert flækt inn í þetta mál,
Sue, af því að ég varð ástfangin i þér.“
Hann gekk til hennar þar sem hún stóð við
svalariðið. Það voru farnir að koma fjólubláir
hnappar á greinar vínviðarins, sem teygðu sig
yfir riðið.
Það var fremur dimrnt yfir, en heitt í veðri.
Þetta var einn af lokadögum Dobberlyveiðanna,
en þær voru farnar tvisvar i viku þangað til
fyrstu vikuna í apríl. Þetta var sem sé einn síð-
asti dagur veiðitímans. Samkvæmt gamalli venju
var veiðidansleikurinn í næstu viku á eftir.
Hvorki Karólína, Sue né Jed tóku þátt í veið-
unurn þennan dag. Wat sagði Karólinu, að það
hefði verið boðizt til að aflýsa veiðiferðinni í
heiðurskyni við minningu læknisins, en að hann
hefði ekki viljað það, þvi að hann væri viss um,
að föður sínum mundi ekki hafa geðjast að því,
og Karólína hafði verið honum sammála.
Þau heyrði i hundunum einhversstðar hinu-
megin við Hollowhœð, og hljóðfæraslátt í fjarska.
Jed stóð þögull Um stund og studdi annarri
hendinni á svalariðið, því næst sagði hann upp
úr eins manns hljóði: „Við skulurn gifta okkur
núna, Sue.“
Hún sneri sér snögglega að honum, og það var
óttasvipur á andliti hennar. Hann ,horfði ákaf-
ur á svip i augum hennar. „Gerum það strax,“
sagði hann.
Því var varið með hann eins og Fitz, sem
langaði til þess að bjóða henni þá fullkomnustu
vernd, sem maður gat boðið konu. Hún var
hrædd og einmana og það snerti hana ákaflega.
Andartak gat hún ekki talað, og hún lagði hönd-
ina á handlegg hans. „Hvenær, Sue?“ sagði
hann. „Strax — er það ekki?“
„Nei!“
„Hvað meinarðu með því að segja nei? Við,
sem erum trúlofuð . . .“
„Nei, nei, ég er búin að segja þér, að þetta
er allt breytt. Þú verður að trúa mér.“
„Já, en þú . . . en, við . . .“ allt í einu þaut
blóðið fram í kinnar hans. Hann greip um hend-
ur hennar — það var auðséð á augnasvipnum,
að hann trúði henni ekki ennþá. „Það getur ekki
verið, að þú hafir skipt um skoðun. Þú varst
mér svo góð, eftir að morðið var framið. Þú varst
mér trú allan veturinn og meðan á yfirheyrsl-
unum stóð. Þú hefðir ekki getað það, ef þú hefð-
ir ekki elskað mig. Þú elskar mig ennþá. Þú
getur ekki svikið mig núna. Við erum bæði í
hættu stödd. Sá, sem hringdi til þin og sagðist
vera sjúklingur og sagði, að Luddington læknir
bæði þig um að koma, hringdi líka til min. Hann
hefur viljað, að lögreglan fyndi okkur bæði.
Hann . . . en við komumst út úr þessu. Við hugs-
um ekki meira um fortíðina. Við elskum hvort
annað og . . .“
Hún hristi höfuðið. „Nei, ég elska þig ekki.“
I fyrsta skipti leit út fyrir, að hann tryði
henni. Það lýsti sér tortryggni í augum hans
og því næst andmæli. „Jed, mér er alvara. Við
getum ekki gift okkur.“
„Áttu við, að við gerum það aldrei, Sue?“
„Já, ég á við það. Mig tekur það sárt, Jed.“
Nú trúði hann henni, hún var viss um það.
En hann barðist á móti því. „Já en, Sue — þú
getur ekki — ákveðið þig svona fljótt. Þú get-
ur ekki verið viss um, að þú . . .“ hann þrýsti
hendur hennar og hrópaði næstum því. „Leyfðu
mér að biða, og hugsaðu þig um og . . .“
Bíll kom eftir akbrautinni milli lárberjatrjánna.
Þau heyrðu og sáu hann bæði. Jed sleppti hönd-
um hennar. „Það er lögreglan."
Það var lögreglan, en í þetta skipti kom hún
til þess að tala við Woody. Það var Henley lög-
reglufulltrúi og tveir lögregluþjónar — annar ók
bílnum og hinn kom til þess að hraðrita allt
sem Woody sagði. Spurningarnar voru allar í
sambandi við kvöldið, sem Ernestína var myrt.
Jed og Sue var leyft að vera kyrr og hlusta
á. Henley var uppstrokinn og hinn glæsilegasti
í klæðaburði, en hann var þreytulegur. Það voru
dökkir baugar í kringum slóttug augun og mikl-
ar kinnar hans voru slappar. Hann gekk eins
og svörtu gljástígvélin væru of þröng á hann, en
hann virtist jafn öruggur með sjálfan sig eins
og venjulega, og með hverju orði, sem hann
sagði, gaf hann i skyn, að hann mundi gefa út
handtökuskipun gegn Sue, ef hann mætti ráða.
Framkoma hans var kuldaleg, en hann var
mjög kurteis.
Sue kallaði á Woody. Hann kom að vörmu
spori, eins og hann hefði beðið eftir þessu inni í
aktygjageymslunni. Reveller haltraði á eftir. Þau
settust í tágarstólana á svölunum, og Sue hlust-
aði á marrið í stólunum, sem lét svo kunnugiega
í eyrurn. Það var heitt, en samt fór kuldahroll-
ur um Sue, því að það var strax farið að tala
um morðið á Ernestínu.
Henley lögreglufulltrúi setti á sig gleraugu,
sem voru mjög gamaldags í samanburði við klæð-
skersaumaða einkennisbúninginn. Hann fletti
blöðunum í vasabók og fann greinargerð Woodys
um það, sem hann hafði haft fyrir stafni dag-
inn, sem morðið var framið. Hún hafði verið
skrifuð niður daginn eftir dauða Ernestínu, rétt
áður en hann fór með flugvélinni til San Diego.
Skýringin var mjög stutt og að svo miklu leyti
sem Sue fékk séð var hún þýðingarlaus. En allt
i einu minntist hún kvöldsins á skrifstofu sýslu-
mannsins, þegar henni hafði fundizt eins og
Woody leyndi einhverju. Henley hafði fundizt
það líka. .......og fór á veiðidansleikinn," las
hann. „Sue jíar farin á undan. Hún sagði, að hún
ætlaði til Ernestínu. Hún fór í bílnum, og þegar
hún kom ekki aftur, þá hringdi ég í Bascombs-
fólkið og það sótti okkur frænku . . . við hugsuð-
um ekkert frekar út í það, þó að hún kæmi ekki
heim. Hversvegna hefðum við líka átt að vera