Vikan - 10.04.1952, Síða 13
VIKAN, nr. 15, 1952
13
Lærisveinn
gaidra-
mannsins
En allt S einu lenti hann í hringiðu, sem hreif hann með Hann nálgaðist stöðugt brunninn lengst niðri í kjallaran-
sér og sneri honum hring eftir hring, hann gat engan veg- um — brunninn, sem hann hafði sjálfur ekki nennt að sækja
inn sloppið burt úr þungum vatnsstraumnum. vatn úr, og af því stafaði öll þessi eymd og erfiðleikar.
GULLKDRNIÐ
BIBLÍUMYNDIR
Gangið inn um þrönga hliðið; því að vítt er hliðið og breiður vegurinn,
er liggur til glötunarinnar, og margir eru þeir, sem ganga um það; því
að þröngt er hliðiö og mjór vegurinn, er liggur til lífsins, og fáir eru
þeir, sem finna hann. (Matteus 7:13,14).
PÓSIURINN
Franihald af bls. 2.
þú fengið allar beztu upplýsingar
Viðvíkjandi Austin bifreiðum. Þeir
hafa umboð fyrir þær.
Svar til Rutar Ragnars:
1. Þvi miður höfum við ekki núna
í bili mynd af Margaret O’Brien, en
vonandi verður hægt að bæta úr þvi
seinna. Hún er fædd 15. jan. 1937
í Los Angeles, Kaliforníu. Hún hefur
dökkbrúnt hár og dökkbrún augu.
Hún var aðeins 18 mánaða gömul,
þegar hún kom fyrst fram sem fyrir-
mynd hjá myndatökumanni við
tímarit nokkurt.
2. Eftir því sem við bezt vitum
er hún ekki gift.
3. Þínir litir eru dökkblátt, blá-
grænt og grænt. Einnig hlýlegir
brúnir litir bæði ljósir og dökkir.
4. Skriftin er nokkuð góð, og rétt-
ritunin einnig, aðeins ein villa, best i
staðinn fyrir bezt.
Svar til Dísu:
Þú átt að vera 58% kg.
Grænir, bláir og jafnvel fjólubláir
litir ættu að klæða þig vel, einnig
bleikt, svart og hvitt.
Rautt hár þykir mjög fallegt og
er í tízku. Fjölmargar konur láta
lita hár sitt rautt (ekkert hefur þó
heyrzt um, að karlmennirnir láti
tízkuna ráða háralit sínum).
Ég held, að hárið á þér mundi telj-
ast ljósjarpt fremur en skollitt. Það
er gulbrún slikja á þvi.
Svar til Dísu í Dalakofanum:
1. Fyrst og fremst þarftu að gæta
þess að þvo hárið og hirða það vel.
Áður en þú þværð það, skaltu greiða
allar flækjur úr hárinu, burstaðu það
síðan vandlega. Berðu nóga sápu í,
og nuddaðu allan hársvörðinn með
aðskildum fingrum, skolaðu það vel!
Ágætt er að bera sápu tvisvar í hár-
ið eða jafnvel þrisvar. Þurrkaðu
vandlega hálsinn, eyrun og ennið,
nuddaðu síðan mestu vætuna úr hár-
inu, þurrkaðu hárið svo endanlega
með heitu handklæði. Oft getur ver-
ið gott að bursta það á eftir með
hreinum bursta.
Oft getur of mikil fita i hári staf-
að af flösu. I bókinni Föt og Fegurö
segir svo: ,,Það er ennþá ágreining-
ur um það, hvað það er, sem veldur
flösu. Nokkrir húðsjúkdómasérfræð-
ingar halda því fram, að hún sé ekki
smitandi. Aðrir segja, að hún mynd-
ist af sérstökum bakteríum. En hver
svo sem orsökin er, kemur öllum
saman um, að bráðnauðsynlegt sé að
halda hárgreiðunni og burstanum
tandurhreinum. Þér ættuð alltaf að
þvo greiöuna og burstann um leið
og hárið er þvegið og jafnvel oftar.
Það má þvo livorttveggja I heitu
sápuvatni og skola vel á eftir. Líka
er hægt að gera það með þvi að
1. mynd: Og höfðingi nokkur
spurði hann og sagði: Góði meistari,
hvað á ég að gjöra, til þess að ég
erfi eilíft líf? En Jesús sagði við
hann: . . . Þú þekkir boðorðin: Þú
skalt ekki drýgja hór; þú skalt ekki
morð fremja; Þú skalt ekki stela; Þú
skalt ekki bera ljúgvitni; heiðra föð-
ur þinn og móður.
2. mynd: En hann sagði: Alls þessa
hefi ég gætt frá æsku minni. En er
Jesús heyrði það, sagði hann við
hann: Enn er þér eins vant; sel þú
allar eigpir þinar og skipt þeim með-
al fátækra, og munt þú fjársjóð eiga
í himninum; og kom síðan og fylg
mér. En er hann heyrði betta, varð
hann mjög hryggur, þvi að hann var
auðugur mjög.
3. mynd: Og hann fór inn í Jeríkó
og gekk í gegnum hana. Og sjá þar
rar maður nokltur, er Zakkeus hét, og
hann var yfirtollheimtumaður og
auðugur. Og hann leitaðist við að
sjá Jesúm, hvernig hann væri, og
hann gat það ekki fyrir mannfjöld-
anum, þvi að hann var lítill vexti.
Og hann hljóp fram fyrir og steig
upp. í mórberjatré, til þess að hann
gæti séð hann, því að leið hans lá
þar fram hjá. Og er Jesús kom þang-
að, leit hann upp og sagði við hann:
Zakkeus, flýt þér ofan, því að i dag
ber mér að dvelja í húsi þínu.
4. mynd: Og hann flýtti sér ofan
og tók á móti honum glaður. Og er
þeir sáu þetta, létu þeir allir illa
við og sögðu: Hann er farinn að gista
hjá bersyndugum manni. En Zakkeus
gekk fram og sagði við Drottin: Sjá,
herra, helming eigna minna gef ég
fátækum, og hafi ég haft nokkuð af
nokkrum, gef ég honum ferfalt aft-
ur. Og Jesús sagði við hann: 1 dag
hefir hjálpræði hlotnast í húsi þessu,
þar eð einnig þessi maður er Abra-
hams sonur. Því að mannssonurinn
er kominn til að leita að hinu týnda
og frelsa það.
setja nokkra dropa af ammoníaki i
vatnið til hreinsunar. Þér eigið að
sjálfsögðu bæði greiðu og bursta, og
ég vona, að þér lánið aldrei öðrum
greiðu eða fáið að láni. Það ættuð
þér aldrei að gera. Slíkt er mjög var-
hugavert, því ómögulegt er að vita,
hvað komizt getur í hárið á þann
hátt.“
Ef fitan í hárinu stafar ekki af
flösu, getur verið ágætt að ná úr því
fitunni og halda því fyrirferðar-
miklu og lifandi með hárvatni. Lyf-
seðiil þessa hárvatns er: Sulf. subli-
mat g. 4, Spir. lavendulae. g 300. Ef
þetta hárvatn er notað, er oft gott
að bera olíu í hárið, áður en það er
þvegið. Lyfseðill oliunnar er: Ac.
sale cyle g 2, Ol. olieae g 100.
2. Þinir litir eru blágrænt, blátt,
einnig skærir hlýir litir eins og rautt,
bleikt, gult, brúnt.
3. Skriftin er góð, dálítið barna-
leg.