Vikan


Vikan - 08.05.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 08.05.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 18, 1952 5 Framhaldssaga : Konkvest 10 skerst Eftir ams snögglega. „Ég kannast við yður. Ég hef séð yður áður .... Hver þremillinn! Konkvest!" ,,Ég bjóst við þessu,“ sagði Konkvest gremju- lega. „Strax, þegar ég heyrði blíðlegu röddina þína, Bill Williams, þá vissi ég að blaðran var að því komin að springa. Hvernig í fjandanum stendur eiginlega á þvi,“ sagði hann mæðulega, „að þú ert mér stöðugt fjötur um fót. Ég kemst ekki fótmál án þess að rekast á þig!“ „Sama er að gegna um mig,“ sagði Williams þunglega. „Hvað er á seiði, Konkvest? Hvaða fjandans uppátæki er þetta í þér núna? Hver er tilgangurinn með .... með þessum dularbún- ingi ? Hann benti gremjulega á búning Kon- kvests. „Þú varst uppi í íbúð Ólífants, — var það ekki?“ „Það var þá Konkvést, sem .... sem ....,“ sagði Davidson. „Sem stakk gat á Myrka Matthew með band- prjóni?“ tók Konkvest kuldalega fram í fyrir hinum. „Skakkt, þorskhaus!" Hann brýndi rödd- ina. „Mér mislíkar, hvað þið virðist gjarnir á að trúa því, að ég stingi fólk á hol með stál- prjónum. Ólífant var svona útleikinn, þegar ég kom i heimsóknina." „Það er hollara fyrir þig að tala gætilega, Konkvest," sagði Williams þungur á brúnina. „Morð hefur verið framið og þú virðist eitt- hvað bendlaður við það. Ég neyðist víst til að biðja þig að koma með okkur . .. . “ „Sei—sei! þá sjaldan mér mislikar við þig, Bill, er þegar þú setur á þig þennan drýldna embættissvip," tók Norman fram í. „Seztu niður, hérna við eldinn og fáðu þér i pípu. Hvíldu þig og legðu niður veiðihárin." „Þér tekst ekki að fara i kringum mig með mjúkmælgi þinni í þetta sinn, Konkvest," sagði Williams höstuglega. „Beisk reynsla hefur kennt mér, að hvert sinn sem ég fer að orðum þínum og tek mér augnabliks hvíld, iðrast ég þess sárlega. Nei, fjandinn eigi það, að ég setjist niður. Við skulum taka í hann, Mac.“ Yfirfor- inginn tók upp lögreglublístru og bjóst til að blása i hana. „Ég ráðlegg þér að taka þessu með ró, Konkvest." „Væri ekki réttara fyrir þig, að hugsa þig dá- lítið um, áður en þú gerir það axarskaft, að kalla fleiri menn hingað?" spurði Norman. „Þú vilt ná í morðingja MattheW Ölífants, skilst mér. Ég hef verið með mikil heilabrot síðasta hálf- tímann, Bill Williams, og gæti ef til vill gefið þér mikilvæga bendingu. Bakdyrastiginn .... Hefurðu gert þér grein fyrir bakdyrastiganum ?“ „Um hvern fjandann ertu að rausa?" „Bakdyrastigann í húsinu hans Ólífants." „Það er enginn bakdyrastigi í því húsi." „Það er einmitt um það, sem ég er að rausa," sagði Konkvest og yppti öxlum. „Bara hugdetta, Bill. Hefur þér kannske dottið það i hug. Vega- kortið er kynlegt. Önnur vísbending, ef rétt er á litið?" „Enn er á þér gamli gállinn, eins of oftar," tautaði Williams um leið og hann settist á tóm- an kassa. „Masar mann upp í að leggja við hlust- irnar, -— teýmir mann á asnaeyrum. Nú, hvað er svo þetta um bakdyrastigann ? Hvað þekkir þú til Matthew Ólífants, og hvernig stendur á að svo vill til, að þú heimsækir hann einmitt nóttina sem hann er myrtur?" „Það er sjálfsagt mín sök, að einhver slyng- ur náungi varð um hálftima á undan mér,“ sagði Konkvest. „Ekki svo að skilja, að morð væri á hlutverkaskrá minni — ég tek það fram og vænti að þið minnist þess. Ég ætlaði aðeins að spjalla við karlskrögginn, og svo að taka með mér það sem var í peningaskápnum hans." „Þú viðurkennir, að þú hafir brotizt inn í þeim ásetningi að ræna." „Auðvitað viðurkenni ég, að ég brauzt inn til að ræna,“ svaraði Konkvest tungumjúkur. „Geturðu ekki breytt dálítið um þessa bannsetta embættisdrýldni í framkomu þinni, Bill, og verið eins og mennskur maður? Settu það ekki fyrir þig. Eg rændi engu og ætla engu að ræna. Pen- ingar Ólífants verða nú eign Bobby litlu, og mér dytti aldrei í hug að snerta við þeim." „Bobby litlu!" endurtók Williams með hæðnis- svip. „Ég geri ráð fyrir, að þú eigir við frænku Ólifants. Mér finnst þú tala nokkuð kunnuglega um hana, ha? Þú virðist þekkja hana allnáið!" „Þú ert að dylgja með eitthvað ósiðlegt í þessu sambandi, Bill; mér likar hreint ekki þessi radd- blær þinn,“ sagði Norman í ávítunartón. „Bobby Ólífant er gamall kunningi minn og konu minn- ar. Við rákumst á hana nótt eina fyrir fimm, sex vikum . . .“ Áður en Bill Williams vissi, var hann farinn að troða í pípu sína og hlusta með fjálgleik á söguna af fyrstu kynnum þeirra ungfrú Ólífant. Þegar leið á frásögnina, tók yfirforinginn snögg- lega fram í: „Bíddu við,“ sagði hann. „Áttu við að frændi hennar og Everdon lávarður hafi verið í ráða- bruggi um . . . um . . .“ „Mig furðar ekki, Bill, þótt þú sért í vandræð- um með að koma orðum að þessu. „Já, það er einmitt það, sem ég á við. Viðbjóðslegra en tali tekur — finnst þér ekki?“ „Ég trúi þessu ekki.“ „Hvað áttu við — trúir því ekki, ha?“ sagði Konkvest höstulega. „Þú ætlar þó ekki að segja mér að þið þarna í Scotland Yard hafið ekki ýtarlega skýrslu um hið spillta líferni Everdons síðustu árin?“ „Ja, okkur er að visu kunnugt um að hann er enginn dýrlingur." „Þið vitið, að hann er viðbjóðslegt mannkvik- indi, svín, sem veltir sér í óþverranum — en þið gerið ekkert í þessu, vegha þess að hann telst aðalsmaður," sagði Konkvest með fyrirlitningu. „Svei-attan! Veslings faðir hans hefur ekki frið í gröfinni af skömm yfir þessum vonda syni sínum, að ekki séu nefndir aðrir forfeð- ur hans. Hann virðist hafa djöfullega ánægju af að ata nafn Everdon-ættarinnar saur og svi- virðingum. Ef þið ætlið að láta þetta afskipta- laust, tek; ég málið að mér. Já, Bill, ég er búinn að upphugsa nokkrar aðferðir til að koma þessu aðalsmanns-skrímsli skemmtilega á óvart, skal ég segja þér.“ „Fallegt af þár, Norman, að aðvara mig. Ég mun vera á verði," sagði Williams fastmæltur. „Og hvern fjandann áttu við með að segja: ef þið gerið ekkert? Hvernig rjetum við gert nokk- uð? Þrjóturinn brýtur aldrei lögin — fer bara í kringum þau. Tökum til dæmis þetta, sem þú varst að segja frá. Ef þeir Ólífant gera með sér eitthvert samkomulag um þetta efni, og stúlkan gengur inn á það, þá er það ekkert glæpsam- legt.“ „En ef hún samþykkir það ekki?“ „Þá er það öðru máli að gegna. Undir þeim kringumstæðum getur hvaða stúlka sem er kært . . .“ „Geturðu hugsað þér stúlkuna koma fram með ákæru, og verða um leið umræðuefni allra saur- blaðanna?" tók Konkvest fram í stuttaralega, „Bobby Ólífant datt það snjallræði í hug, að hlaupa út á síðasta augnabliki — og til allrar hamingju stökk hún beint i flasið á okkur Fíu. Við trúðum ekki frásögn hennar í fyrstu; sáum að hún var yfir sig hrædd. En þegar Ólífant kom sjálfur á eftir henni, sannfærðumst við. Ég sagði þessum auðvirðilega litla 'karlskratta, að ef hann reyndi aftur eitthvað þessu líkt, skyldi ég draga hann út á mitt Wigermorestræti og lemja hann með hundasvipu. Eftir þetta fékk Bobby að vera í friði, en var haldið inni i ibúðinni eins og fanga. Ég fór þangað i kvöld til að ræna hann — vissi, að þar hitti ég á viðkvæmasta blettinn. Hvernig var þér, í einlægni talað, við Ólífant? Ég þyk- ist þess fullviss, að þú hafir ekki haft neina ofurást á honum?" „Nei, hann var okkur oft óþægur ljár í þúfu,“ viðurkenndi Williams. „Við strituðumst við að koma lögum yfir eitthvert þrælmennið, en svo kom Ólífant og sneri vopnin úr höndum okkar með lagaflækjum og hártogunum í vitnaleiðslum, svo að dómararnir skirrðust við að sakfella þrjót- inn. Ólífant var slyngur skratti og þekkti alla lagakróka sakamálalöggjafarinnar út í æsar, — slyngastur þó í að leika á réttvísina. Jú—Jú, við elskuðum hann eins og bróður'.!" „Vertu þá ekki að þessum látalátum, að þykj- ast vera að leita þig ærðan að morðingja hans.“ Konkvest þagnaði og varð hugsi. „Auðvitað er nauðsynlegt að hafa upp á morðingjanum, þó ekki væri til annars en að hreinsa Bobby af öllum grun. Mér er líka fjandi illa við þrjóta, sem stinga menn í bakið. Þessi morðingi er líka slægur skratti, Bill. Þú veizt ekki ennþá allt. Trúirðu því, að ég bar líkið af Ólífant hingað og lét það hérna á steinlimspokana. Ég bar ekki mikla virðingu fyrir hræinu, skal ég segja þér, vinur." „Hvað áttu við með að segja, að þú hafir sett líkið hérna? Það var i lesstofunni." „Svo er það. Einhvern veginn komst það þang- að aftur. Það gerir þetta allt svo athyglisvert. Þegar ég fór aftur yfir í húsið, til þess að segja Bobby að allt væri í lagi, þá var allt í lagi. Við fórum inn i lesstofuná! Það vár ekkert sem gæfi til kynna, að líkið hefði fyrir skömmu verið þar; allt var snoturt og hreint. Svo hringduð þið dyrabjöllunni skömmu síðar, meðan við .vorum að tala saman í lesstofunni. Þegar Bobby svo vísaði ykkur inn í lesstofuna, bjóst hún við að allt væri í sömu skorðum. Þið getið því gert ykkur i hug- arlund, hvernig henni varð við, þegar hún sá líkið af frænda sínum komið aftur á sama stað. Það er engin furða, þó að'liði yfir hana.“ „Hver þremillinn! Er þetta satt, Konkvest? Hvar varstu, þegar við komum inn?“ „Undir borðinu í anddyrinu." „Hver fjandinn — varstu þar?“ „Ekki veit ég hvort vert er að leggja trúnað á þessa sögusögn, herra yfirforingi,“ sagði David- son efablandinn. „Morðinginn gat ekki hafa flutt líkið aftur til baka. Þetta er aðeins ein af ýkjum Konkvests."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.