Vikan


Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 21, 1952 HEIMILIÐ HÚSRÁÐ Kökuuppskriftir Blitz-terta. % bolli feiti, % bolli sykur, */, tsk. salt, 4 eggjarauður, létt- þeyttar, 1 tsk. vanilla, 3 msk. mjólk, 1 bolli hveiti, 1 tsk. lyfti- duft, 4 eggjahvítur, % bolli syk- ur, % bólli sneiddar (hvítar) möndlur, 1 msk. sykur, Vss tsk. kanell. Feitin er mulin, sykur og salt sett út í, og þvl næst eggjarauðurnar, vaníllan, mjólkin og hveitið (ásamt lyftiduftinu). Þessu er dreift á 2 smúrðar pönnur. Eggjahvíturnar éru stífþeyttar, % bolla af sykri bætt út í smátt og smátt og þessu dreift á pönnurnar. Síðan er möndlunum, 1 msk. af sykri og kanel dreift yfir. Bakað i 30 mín. Látið kólna, og sett saman með kremi. Kremið. V3 bolli sykur, 1 msk. mjöl, % tsk. salt, 1 tsk. vanilla, 2 eggja- rauður, 2 msk. smjör, 2 bollar áf flóaðri mjólk. Sykri, mjöli, salti og eggjarauðum biandað saman og það hrært mjög vel. Hæfilegá miklu ‘af 'smjöri óg. mjólk bætt út í,! til áð' gefá deigið mjúkt. Það er síðan sett í heita mjólkina, sem eftir er og soðið yfir sjóðandi vatni. Hrært stöðugt í, þang- að til blandan er orðin þykk. Látið kólna og vanillu bætt í. Appelsínukörfur. 5 appelsínur, 1 sítróna, 1 líter af vatni, Vj kg. sykur, 20 blöð mat- arlim. Skerið appelsínurnar í sundur í miðjunni og hreinsið börkinn var- lega. Pressið innihaldið úr appelsín- unum og blandíð það sítrónusafan- um. Hellið vatninu, ávaxtasafanum, matarlíminu og sykrinum í pott og setjið hann yfir eldinn. Hrærið vel i þar tit sýður. Þetta er litað fallega rautt með matarlit. Þegar maukið fer að kólna og stífna er það látið í eppelsínubörkinn. Brúnirnar á körf- unum hafa áður verið skornar til og botninn varlega sléttaður með hníf, svo þær standi vel. Körfunum er þvi næst komið fyrir á köldum stað og látnar kólna. Ef afgangur verður af maukinu er það látið kólna í glerskál og komið fyrir á fati og körfunum raðað í kring. Bæði körfurnar og skálin eru skreyttar með þeyttum rjóma. Matarlímið þarf ekki að leysa upp áður, því það er látið kalt í pottinn. Þéssí úþþskfift ér ætlúð lö manns. Hárgreiðsla og hattar. ■T ^ Á haustin, áður en veturinn geng- ur í garð, er viturlegt að lita á vetrarskóna. Þó þeir hafi verið hreinsaðir og borið á þá, áður en þeir voru lagðir til hliðar, um vorið, geta þeir samt verið orðnir of þurrir — sérstaklega sólarnír, sem ekki halda vætu, ef þeir eru of þurrir og stífir. Þess vegna - er það ágætt ráð, að strjúka yfir þá með línolíu — það er bezt að gera þetta nokkrum sinn- um, og skórnir munu endast mikið lengur, auk þess sem það heldur fót- unum þurrum ok kemur i veg fyrir kvef. Ryðgaðar eldavélar og ofna má hreinsa með línolíu. Ef ryðblettir verða eftir, má ná þeim með sand- pappír. Seigt kjöt af gömlu verður meyrt, ef settur er ofurlitill sódi í vatnið, sem það er soðið i. Þegar fer að hlýna á vorin styttir kvenfólkið á sér hárið. Þetta gerist á hverju ári og tízkusérfræðingarnir verða að fylgjast með, hvort sém þeim likar það betur eða ver. Það er ekki aðeins hégómaskapur, sem ræð- ur, þvi í heitum löndum veldur það miklum óþægindum að láta hárið ná niður á hálsinn. Auk þess fara flest- ar stúlkur, sem á annað borð hafa áhuga fyrir hárgreiðslunni, á strönd- ina í lengri eða skemmri tíma og þá er óneitanlega þægilegra að geta bara hrist sig eins og hundur þegar komið er upp úr sjónum, án þess að hafa áhyggjur af þvi að hárið verði ekki þurrt eða fari ekki vel við mið- degisverðinn. Áhrifa af þessu gætir jafnvel hér á Islandi, þó hitinn geri það ekki bráðnauðsynlegt að klippa hárið. ríartnim Cs rnea Síðustu 2—3 árin hefur tízkan fyr- irskipað mjög stutt hár allt árið. Af- leiðingin af því hefur orðið sú, að á sumrin hefur hárið verið klippt styttra en nokkru sinni fyrr. Hárið er annaðhvort látið liggja, slétt og myndar þó eina óskipta linu að neðan og upp með eyrunum eða það er klippt alit nokkra sentimetra frá hársverðinum og krullað, svo það lítur út eins og lambskinn. Að framan eru oft klipptir toppar, sem ná aiveg eða til hálfs fram á ennið eða hárið er kembt slétt aftur. Síðastliðinn vetur voru litlar rú- skinns- og prjónahúfur mikið notað- ar. Þær eru hafðar aftur á hnakkan- um og ná mjög langt niður, þannig að þær hylja allt hárið nema topp- inn að framan. Þetta eru mjög hent- ugar húfur fyrir okkur, íslenzku stúlkurnar, því þær eru bæði hlýjar og haldast mjög vel á höfðinu, svo ekki er hætta á því að þær fjúki í roki. Þessar húfur gætu komið í stað Látúnsbakka á að þvo úr heitu vatni og sólskinssápu; skola síðan úr köldu vatni og fægja með þvotta- skinni. Sítrónusafi nær blettum af látúni. EldavéVdr Og sótsvartir pöttar’Virð- ast heyra hvört! öðru tili Eh sótið næst auðvéldléga af bdtrii pdttánna, ef borin er á þá grænsápa dg skúrað á eftir með sandi. um börðum, sem slúta allt í kring. Hætt er samt við að ekki hafi marg- ar konur þörf fyrir að fela eins vel andlit sitt og þessi fræga leikkona. óklæðilegu skýluklútanna, sem virð- ast alveg ómissandi hér á landi. Þegar fer að hlýna hverfa þessar húfur og léttari og skrautlegri hatt- ar koma í staðinn. Þó hattateiknararnir virðist vilja stærri vorhatta en undanfarið sýna stóru tízkuhúsin í París mest litla hatta sem sitja framarlega á höfð- inu. Þessir hattar eru aðallega með þrennu móti. „Hattarnir sem hallast" eru oft ekki annað en felld bönd, teygð nið- ur með öðrum vanganum. Þeir eru í björtum litum, oft fleirum en ein- um og gerðir úr efni eða körfu. Á myndinni (nr. 1) er einn slíkur hatt- ur frá „Rose Valais“. Hann er skreyttur dökkum hrafnsfjöðrum. Flötu hattarnir eru í laginu eins og þök. Þeir standa oft út til beggja hliða en ná stutt aftur á hnakkann. Hárið þarf að vera örlítið krullað að aftan svo þeir fari vel. Hvítur hattur af þessari tegund skreyttur svörtum flauelsböndum sést á mynd- inni (nr.3). Þriðja tegundin er hattar, sem settir eru beint framan á ennið og ná oftast niður fyrir hársræturnar. Þessir hattar fara mjög vel við herra- aragtir. Hatturinn (nr. 2) á myndinni hefur blóm, sem ásamt slörinu nær niður á hnakkann. Þó hattarnir á vorsýningunum séu aðallega af þessum þrem gerðum eru þar nokkrir mjög sérkennilegir. T. d. sýndi Jaque Fath hatt með hinu fræga „Gretu Garbo“-lagi, en það erú hattar með djúpum kólli og stór- AÐ VERA GÓÐUR FAÐIR. Eftir Carry Cleverland Myers, Pli. D. • ‘N Ég hef oft rætt um það við feður óg áfa/ sem ég hitti, hvérnigÉigi að verá góðúr fáðir éða afiV Þeirl.’ýirðájst aftir hafa mikinn áhuga 'á þessú máíi. Ég ætla að koma með nokkrar uppástungur við þig sem föður: 1. Reyndu að eyða nokkuð af frí- stundum þínum með börnunum. Félagsskapur við eiginkonuna er þó enn nauðsynlegri en félagsskapur við börnin. Til að vera góður faðir þarf líka að vera góður eiginmaður. Þú getur varla komið á góðu sam- bandi við börnin án þess að hafa góða samvinnu við móðurina. Við feðurnir komum fram við börn okk- ar sem einstaklingar, eins og við komum fram við móðurina sem konu, með þvi að taka tillit til hennar og koma fram við hana með hæversku. Somkomulag um uppeldið. 2. Það er ekki auðvelt fyrir eigin- manninn og eiginkonuna að hafa alltaf sömu skoðun um einstök atriði í uppeldi barnanna-. Þessvegna þarft þú að tala um þessi atriði við kon- una þína, þegar börnin eru ekki við- stödd og komast að samkomulagi við hana um, hvernig þið eigið að koma fram. við börnin. .!/, 3t)£yi;jgð!u.str.a;x .þegnr .barn.ið |er i vöggu, lærðu að hlyrina að því; með IfWSiM dPBÍF h!á!iaa®á þvi sýÖlf£Ía®iStifffð meðan móðirin leggur sig. Ef til vill ertu þreyttur þegar þú kemur heim, en það er móðirin líka. Það er mikið álag á taugarnar að vera ein allan aaginn með eitt eða fleiri börn. Þá er rétti tíminn til að taka þau að þér — þó ekki væri nema elzta barnið t. d. með því að lesa fyrir það, hlusta á frásögn um viðburði dagsins, svara spufningum þess, lirósa því fyrir hugvitssemi þess, leika við það, eða undirbúa leiki, sem það getur svo leikið með öðrum börn- um á svipuðu reki. 4. Þú verður að láta barnið, hvort sem það er þriggja, tólf eða sextán ára,. finna, að þú hlærð aldrei að neinu, sem það segir þér, heldur kem- ur alltaf fram við það sem sjálf- stæðan einstakling. Þú verður að setja þig í spor þess, svo því finnist alltaf að „pabbi skilji allt.“ 5. -1 samráði við móðurina þarftu að krefjast þess af hverju barni, að það haldi vissar reglur í hegðun og beri-- vissa ábrygð. En þú ættir ekki að skipa því hvað það á að gera og ekki gera meðan þú ert ekki heima. Rétt og rangt. 6. Þegar þú ert rólegur og ham- ingjusamur með börnunum, talaðu þá við þau um eitthvað, sem er rétt eða rangt og láttu þau finna að þau viljq, sem hluti af fjölskyldunni, gera það| sem þau vita að ér rétt, en forð- ast það sem er rangt. Gættu þess að ræða málið sem vinur og félagi, en skipaðu þeim ekki. 7. Hjálpaðu börnunum til að ná þeim árangri, sem þau hafa hæfi- leika tfl. Hrósáðú þéírri fyrir sigra þeirra og jafnvel fyrir smávelgengni. /griíj&ýíifjeiri áhugamál,, sem þú átt með bárni þínu eða allri fjölskyld- unni qg,þyí,meira .S|em.þau ,vipfSa þig'. þeim mun fúsari verða þau að, fall- ast á skóðanir þinár.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.