Vikan


Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 4
VIKAN, nr. 21, 1952: Presturinn í Kykynjan smásaga eftir franska skáldið ALPHONSE DAUDET. A.KYNDILMESSU á hverju ári gefa sveitaskáldin í Avignon út litla bók, þéttskráða fallegum og skemmtilegum vísum og skemmtilegum þjóðsögum. Ég er nýbúinn að fá bókina frá þessu ári og hefi fundið í henni dásamlega sögu, sem ég ætla að reyna að stytta svolítið um leið og ég segi ykkur hana . . . París- arbúar, geymið mannað ykkar. Það á að veita ykkur fínt sveitahveiti í þetta skipti . . . Marteinn ábóti var prestur . . . í Ky- kynjan. Hann var góður eins og brauð, hreinn eins og gull og elskaði Kykynjanbúana, sóknarbörn sín eins og faðir; að hans áliti hefði Kykynjan verið Paradís á jörðu, ef íbúarnir hefðu iðrast örlítið meira. En, því miður! Kóngulærnar spunnu vefi sína í skriftastólnum hans og á dýrðlegum páskadögum lágu obláturnar kyrrar á botni oblátubuðksins. Hjarta góða prest- ins var kramið, og hann bað stöðugt til Guðs, að hann léti hann ekki deyja, fyrr en hann hefði leitt hina tvístruðu hjörð á garðann. Nú skulið þið heyra hvernig Guð bæn- heyrði hann. Sunnudag nokkurn eftir jól, steig síra Marteinn í stólinn. „Bræður mínir," sagði hann, „trúið mér ef þið viljið: eina nóttina um daginn, var ég, vesæll syndari, við hlið Paradísar. Ég barði að dyrum, og Sankti-Pétur opnaði. „Hvað er þetta! ert þetta þú kæri síra Marteinn," sagði hann, „hverjum eigum við að þakka ánægjuna . . . ? Og hvað get ég gert fyrir þig?" „Góði Sankti-Pétur, þú sem geymir stóru bókina og lykilinn, geturðu ekki sagt mér, ef ég er ekki of forvitinn, hve margir Kykynjanbúar eru í Paradís?" „Eg get ekki neitað þér um neitt, síra Marteinn; fáðu þér sæti, við skulum líta á það." Og Sankti-Pétur tók stóru bókina sína, opnaði hana og setti upp gleraugun: „Við skulum nú sjá til. Kykynjan, sögð- um við. Ky . . . ky . . . Kykynjan. Hér höfum við það. Kykynjan . . . Kæri síra Marteinn, blaðsíðan er alveg auð. Ekki ein sál . . . Hér finnast ekki fremur Kykynj- anbúar en skegg á kalkúna." „Hvað er þetta! Er enginn hér frá Ky- kynjan? Enginn? Það er ómögulegt. Gáðu betur . . ." „Enginn, heilagi faðir. Gáðu að því sjálfur, ef þú heldur, að ég sé að gera að gamni mínu." „Æ, æ," ég stappaði niður fótunum, neri saman höndum og ég hrópaði á misk- unn. Þá sagði Sankti-Pétur: „Trúðu mér, síra Marteinn, þú mátt ekki taka þetta svona nærri þér, þú gætir fengið slag. Þetta er ekki þér að kenna, þegar á allt er litið. Sjáðu til, Kykynjan- búarnir þínir verða að sótthreinsast svo- lítið, ganga í gegnum í hreinsunareldin- um." „Æ, Sankti-Pétur, sjáðu að minnsta kosti um að ég fái að hitta þá og hugga þá." „Sjálfsagt, vinur minn . . . Hérna, farðu fljótt í þessa skó, því vegirnir eru ekki allir góðir . . . Þetta er gott . . . Gakktu nú beint áfram. Sérðu þarna niðri á botninum, þetta sem snýst? Þar muntu finna hurð alsetta svörtum krossum til hægri . . . þar skaltu berja að dyrum og það verður opnað fyrir þér . . . Vertu nú kátur og hughraustur. Ég gekk lengi lengi. Hvílíkt erfiði! Mig hryllir við að hugsa um það. Lítill stígur, þakinn þyrnum, glóandi steinum og slöng- um, sem hvæstu, lá að silfurhliðinu. Bang! bang! „Hver er að berja," sagði hás og þján- ingarfull rödd. „Presturinn í Kykynjan." f ?" >íx • „1 Kykynjan." „Já, komdu inn." Eg gekk inn. Stór fallegur engill, með vængi, svarta eins og nóttin, í 'kjól, sem geislaði eins og dagur, og með demants- lykil hangandi í beltinú, skrifaði, risp. risp, í enn stærri bók en bókin hans Sankti- Péturs . . ." „Hvað viltu eiginlega?" „Fallegi guðsengill, ég vil vita — ég er ef til vill of forvitinn — hvort þú hefur nokkra Kykynjanbúa." „Nokkra ... ?" „Kykynjanbúa, fólk frá Kykynjan . . . því ég er presturinn þeirra." „Æ, já, síra Marteinn, er það ekki?" „Þinn auðmjúkur þjónn, herra engill." „Þú sagðir Kykynjan . . ." Og engillinn opnaði stóru bókina sína, blaðaði í henni og spýtti á fingurinn til að blöðin rynnu betur . . . „Kykynjan," sagði hann og andvarp- aði djúpt . . . Síra Marteinn, það er eng- inn frá Kykynjan í hreinsunareldinum." „Jesús! María! Jósep! Enginn frá Ky- kynjan í hreinsunareldinum! 0, góður Guð! Hvar eru þeir þá?" „Heilagi maður, þeir eru í Paradís. Hvar í fjandanum heldurðu að þeir séu." „En ég kem beint frá Paradís ..." „Þú kemur beint þaðan! Og hvað?" „Og hvað! Þeir eru þar ekki heldur! Ó! heilaga guðsmóðir!" „Hvað er hægt að gera við því, herra prestur? Ef þeir eru hvorki í Paradís né( Mannlýsing úr íslenzku fornriti: „Því var hann eigi svo vinsæll sem ella mundi, að hann var ofmetnaðarmaður svo mikill, að honum þótti engi til jafns kom- ast við sig. Var hann svo mikill íþrótta- maður, að engi mátti við hann keppa, þeirra sem honum voru samtíða, og hann lék allar íþróttir með karlmennsku. Allra manna var hann vænstur; bæði var hann fimur og sterkur, vel skapaður á allan vöxt. Manna var hann ákafastur og ódæll, ef honum mislíkaði." Hver var þetta og hvar er frá þessu. sagt? Svar á bls. 14. hreinsunareldinum, er ekkert um að vill- ast, þeir eru . . ." „Allir heilagir! Jesús, sonur Davíðs! Æ, æ, æ! er það mögulegt? . . . Ætli þetta sé lygi úr Sankti-Pétri ? Því ég hefi ekki heyrt hanann gala! Æ, við vesalingarnir, hvernig get ég farið til Paradísar, ef Kykynjanbúarnir mínir eru þar ekki?" „Hlustaðu nú á mig, aumingja síra Mar- teinn, úr því að þú vilt ganga úr skugga um þetta, hvað sem það kostar og sjá með eigin augum hvernig það er, farðu þá eftir þessum stíg, en hlauptu, ef þú kannt að hlaupa . . . Þú finnur stóra hurð til vinstri. Leitaðu allra upplýsinga þar. Guð varðveiti þig!" Og engillinn lokaði hurðinni. Sf VEIZTU -? 6. 7. 8. 9. 10. Maðurinn í tunglinu snýr öfugt suður í Argentínu. Hvernig stendur á þvi? Hvað heitir höfundur leikritsins Allra sálna messu? Hvaða spendýr verpir eggjum ? Hvað þýðir ,,að hnyssa til" ? Hver er það, sem skrýðir skrúð, skötnum fyrst ónýtur; útbúinn með horn og húð, húðum sundur slítur ? Hver fékk friðarverðlaun Nóbels 1950 ? Hvenær hófst starfsemi Rotary? Hver er stærsti flokkur Finnlands? Hver er Mogens Böggild? Hver gaf út blaðið Baldur á 19. öld og á hvaða árum kom það út? Sjá svör á bls. 14. Þetta var langur vegur, lagður rauðri glóð. Ég reikaði eins og ég væri drukk- inn; ég hrasaði við hvert skref; ég var rennblautur, svitadroparnir perluðu á hverju hári líkama míns og ég var móð- ur af þorsta . . . það veit hamingjan að skórnir, sem Sankti-Pétur hafði lánað mér vernduðu mig frá því að brenna fæt- urna. Þegar ég hafði staulast og hrasað nóg, sá ég hurð vinstra megin við mig . . . nei hlið, geysistórt hlið, galopið, eins og stór bakaraofn. Ó, börnin mín, hvílík sjón! Þar er ekki spurt að nafni og þar er engin skrá. Menn fara inn um opnar dyrnar, inn í ofninn, menn ganga þar inn, bræður mínir eins og þið gangið inn á næturklúbb- ana á sunnudögum. Eg kófsvitnaði og skalf, því mig hryllti við. Hárið reis á höfðinu á mér. Ég fann brunalykt af steiktu kjöti, hún var skipuð lyktinni sem finnst hér í Ky- kynjan þegar Eloy járnsmiður er að járna fæturnar á gömlum asna. Ég gat ekki andað í þessu daunilla, kæf andi lofti; ég heyrði hræðileg óp, stunur, vein og bölv. „Jæja, ætlarðu að koma inn eða ekki?" sagði hyrndur djöfull og stakk mig með gafflinum sínum. „Ég? Ég fer ekki inn. Ég er vinur Guðs." „Þú ert vinur Guðs . . . Ja-há! hvern fjandann ertu þá að gera hér?" „É'g kem . . . Æ, minnstu ekki á það, svo ég geti haldið mér uppréttum . . . ég kem . . . ég kem langt að, til að spyrja þig allra auðmjúklegast . . . hvort . . . hvort þú hafir hér, af tilviljun . . . ein- hvern Kykynjanbúa ..." „Guð almáttugur! hvílík vitleysa, eins og þú vitir ekki að allir Kykynjanbúar eru hér. Líttu hérna, ljóti krummi, og þii getur séð hvernig við förum með þá, Ky- kynjanbúana þína . . ." Og ég sá í hræðilegri logaiðu: Langa Koq-Galline, — þið þekktuð hann öll, vin- Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.