Vikan


Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 21, 1952 13 GULLPENINGURINN ÞÝDD SMÁSAGA „Góðan daginn, elsku litla stúlkan mín, kemurðu að heimsækja mig á skrifstofuna." „Já, pabbi, mér fannst bezt að koma hingað . . ." „Hvernig líður manninum þín- um?" „Takk fyrir, Eiríki líður ágætlega . . . annars biður hann ekki aS heilsa." „Hvað táknar það?" „Hann veit ekki að ég fór hingað." „Er það þá leyndarmál, sem við eigum að ræða um." „Ekki leyndarmál, heldur við- skiptamál." „Og hvað svo." ^SjáJBu til,r pabbi, við Eiríkur höfum verið gift í þrjú ár, án þess að taka við einum eyri frá þér." „Já, þið hafið vissulega staðið ykkur vel." „Þú yrðir enn meira undrandi, ef þú vissir, hve oft við höfum þurft á því að halda." „Þá hefðirðu átt að koma til mín. Gleymdu því ekki að það hefur allt- af verið þú, sem hefur neitað að taka við peningum." „Þú mátt trúa því, pabbi minn, að ég gleymi því ekki, og það gleður mig, að þú manst það." „Hvað áttu við." „Eigum við að rif ja upp fyrir okk- ur allt vaYðandi okkur Eirik, allveg frá byrjun ... ?" „Það getum við, ef þú vilt." „Manstu að við Eiríkur hittumst á Hofi?" „Það var sumarfagnaður hjá mál- aranum. Bang prófessor . . . og um kvöldið kom litla stúlkan mín og trúði mér fyrir því að hún væri trú- lofuð unga málaranum Eiríki Alsö." „Alveg rétt, og hvað sagðir þú?" „Það get ég ómögulega munað." „En það geri ég. Þú sagðir: Ham- ingjan góða, af hverju ætla þau að lifa." „Það var alls ekki ósanngjarnt að segja slikt, mér fannst það að minnsta kosti." ,,Og hvað gerðir þú svo?" „Það man ég ekki, en ég treysti minni þínu." „Það er þér líka óhætt að gera. Þú náðir Bang prófessor út í horn og spurðir hann hvaða líkur væru fyrir því að Eiríkur yrði mikill mál- ari." „Já það gerði ég og það sem hann sagði var ekkert hughreystandi." „Hann sagði, að Eiríkur hefði hæfileika, en að hann væri linur og duglítill, dálítið latur ungur maður með ágætis skapgerð." ,,Já, það var eitthvað í þá átt- ina . . ." ,,Og hvað sagðir þú svo við mig?" „Já, hvað sagði ég?" „Þú sagðir að ef ég vildi endilega eiga málarann minn, mundir þú ekki setja þig upp á móti þvi, heldur gefa ckkur 10.000 kr. á ári til að lifa af." „Það vildi ég líka . . . og það er ekki dýrt." „Við skulum sleppa því í bili, hvað það er ódýrt. Eg varð f júkandi reið við þennan gamla skrögg, prófessor- inn, 'einkum af því að ég sá, að hann hafði rétt fyrir sér og svo fór ég til Eiríks og sagði honum að nú yrðum við að vera dugleg. Ef hann héldi að hann giftist ríkri konu, hefði hann rangt fyrir sér, því þú vildir ekki gefa okkur einn eyri." „Sagðir þú þetta?" „Og hann sagði, að honum væri alveg sama um peninga og að hon- um hefði ekki dottið þeir í hug og allt það sem menn segja þegar svona stendur á." „Þú brást ekki upp fallegri mynd af mér við Eirík." „Það var nauðsynlegt, pabbi minn. Svo spurði Eiríkur hvort ég, sem er uppalin á ríku heimili, gæti nú lifað sem eiginkona fátæks málara og ég sagði honum að hann gæti verið alveg viss um það. Svo gift- umst við og ég þvoði gólf, fór nið- ur af fimmtu hæð með ruslafötuna, hvatti Eirík, sem málaði þar til fing- urnir næstum duttu af honum og í gær sást loksins árangurinn." „Kom eitthvað fyrir í gær?" „Já, og það er dásamlegt. Eiríkur fékk gullpening í verðlaun fyrir stóru myndina sína Batsepa." „Nei, til hamingju, til hamingju." „Bang prófessor átti sjálfur sæti í nefndinni, sem úthlutaði verðlaun- unum." „Þú veizt ekki hvað það gleður mig mikið." „Jú, það veit ég, en þú veizt ekki hve erfitt það hefur verið." „Það skil ég, góða mín, og ég dá- ist að ykkur báðum." „Það er einmitt það sem þú þurft- ir að læra. Skilurðu, pabbi, að nú er- um við eitthvað. Nú hefur Eirikur sýnt hvað hann getur og hann hefur líka breyzt og nú vill hvorugt okkar þræla svo við verðum gömul og skap- vond fyr.ir tímann." „Það er engin þörf á því . . ." „Nei, það þurfum við ekki og nú erum við komin að því, sem þú sagð- ir áðan um hvað það er ódýrt. Þú ert ekki maður sem notar þér erfiðleika og þarfir fólks, ertu það?" „Vanalega er ég það ekki." „Það' finnst mér einmítt og þess- vegna skaltu ekki græða á þessu." „Hvað áttu við . . ." „Að ég vil nú fá tékk á 30.000 krónur, þ. e. a. s. ómótteknar 10.000 krónur á ári í þrjú ár og þegar ég hefi fengið hann færð þú koss og þvi næst leggja Eirikur Alsö og frú af stað til Parísar og Italíu og reyna þar í nokkur ár, hvernig það er að vera ríkur og áhyggjulaus." ÚR ÍMSUM ÁTTUM — Umburðarlyndi er sá ástúðlegasti eiginleiki, sem nokkur mannleg vera á til að bera. Umburðarlyndi gerir manninum kleyft að sjá málefni frá sjónarmiði annarra. Það er sá mikli hæfileiki að gera mannveruna ham- ingjusama eftir hennar eigin geð- þótta, en ekki reyna að skapa gæfu hennar eftir okkar eigin vild. — (Anon). ! ! ! Vonir konunnar eru ofnar úr sólar- geislum; skugginn gerir þær að engu. — (George Eliot). BIBLIUMYNDIR 1. mynd: 1 byrjun guðspjalls síns skrifaði Lúkas vini sínum, Þeófílusi, „Fyrir því réð ég líka, eftir að ég hafði rannsakað allt kostgæfilega frá upphafi, að rita fyrir þig samfellda sögu um þetta." 2. mynd: Páli og Lúkasi var tekið með einstaka mannelsku af eyja- skeggjum, þegar þeir urðu skipreka víð eyjuna Melita, þvi að þeir kynntu bál, svo mennirnir þornuðu og þeim hitnaði í kuldanum og rigningunni. 3. mynd: Aðalmaður eyjarinnar, sem þá hrakti til og þar sem þeim var tekið með vinsemd af eyjaskeggj- um, var Públíus, en faðir hans var veikur. Páll gekk inn til hans, baðst fyrir, lagði hendur yfir hann og læknaði hann. 4. mynd: Einn af siðustu dögun- um, sem Páll lifði, skrifaði hann Timoteusi um að koma og taka Markús með sér „því hann er mér þarfur til þjónustu." s KRADDARINN FRÆKNI Til þéss að allir gætu séð, hvílíkur kraftajötunn hann væri, gerði hann sér i skyndi belti eitt mjög fagurt. Og hann saumaði á það stórum stöfum: „Sjö í einu höggi." En enginn gat vitað, að hér var ekki átt við ann- að en flugur. Þá sagði skraddarinn við sjálfan sig: „Hvað munu sveitungar mínir segja um þvílíkt þrekvirki? Nú verð ég að fara út í víða veröld. því það er ekkert verk fyrir annað eins heljarmenni og mig að sitja hér við sauma." Síðan stakk hann í mal sinn öllu því, sem hann hélt sig þurfa með á leiðinni, meðal annars var þar gam- all ostbiti, sem hann fann inni í skáp.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.