Vikan


Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 21, 1952 Framhaldssaga: |3 Konkvest skerst í leikinn Eftir BERKELEY GRAY „Eg fór í skyndi niður bakdyrastigann," sagði Cardew ólundarlega, eins og hann hefði ekki iengur áhuga á frásögn sinni. „Eg fór út og fór inn á byggingarsvæðið um dyrnar á byrginu. Ég var nægilega fljótur til að sjá gamla manninn klifra niður og kasta líkinu af Ólífant á poka- hrúguna. Á meðan þessi einkennilegi gamli mað- ur var að lífga eldinn fjarlægði ég líkið — því mér virtist öruggast að flytja líkið aftur á sama stað og það var." „Og hversvegna í ósköpunum?" spurði Sutton. „Næturvörðurinn var eini maðurinn, sem vissi að Ólífant var dauður, og ef ég gæti sett allt í sömu skorður og komið næturverðinum fyrir kattarnef, mundi öllu reiða vel af. Það var eng- um erfiðleikum bundið, að bera líkið til baka; þokan var til bóta. Einnig það, að koma likinu upp stigann, var auðvelt verk, því hann var skin- horaður. Ég setti hann í sömu skorður og áður, lútandi yfir skrifborðið með fingurinn á upp- ¦drættinum. Morðvopnið setti ég líka á sinn stað." „Hvenær lögðuð þér gildruna fyrir næturvörð- inn?" spurði Konkvest. „Ef til vill þykir yður .nýstárlegt að heyra, að ég er næturvörðurinn. Þar skall hurð nærri hælum, kunningi." „Þér!" hrópaði Cardew steinhissa. „Hamingjan góða! Það virðist hafa verið við sterkari öfl að etja en ég gerði ráð fyrir. Nefndi ekki einhver yður Konkvest? Nafnið hljómar eitthvað kunn- uglega . . . Konkvest! Já, auðvitað. Nú man ég það ..." „Skiftir engu," sagði Konkvest. „Þér getið hælt yður af því að þér eruð einn af fáum, sem leikið hafa á mig. Ég var nærri dottinn á járngaddana yðar; slapp aðeins fyrir fimleikabragð sem ég kunni. Já, ef yður hefði tekizt að veiða mig í gildruna, hefði allt gengið eins og í sögu. Hve- nær símuðuð þér Scotland Yard." „Rétt áður en ég bar líkið upp stigann — og ég setti gildruna fyrir yður þegar ég var búinn að þvi," svaraði Cardew. „Ég símaði lögreglu- stöðinni, af þvi að ég hafði enga vissu fyrir því að þér gengjuð i gildruna, og ég vildi koma í veg fyrir að líkið væri flutt burt aftur. Til þess að ráðagerð min tækist, varð líkið að finnast í skrifstofunni . . . Gáið að því, að ég hafði ekki ráðrúm til umhugsunar; ég var skelfingu lost- inn. Ég gerði hverja skyssuna af annarri af þeirri ástæðu. Allt hafði gengið öfugt frá byrjun. Eg var heimskingi að fara eftir augnablikshvöt minni í kvöld. Ég hefði átt að skilja, að morð er aðeins hægt að fremja eftir langan og nákvæman undirbúning." Cardew skrifaði undir skýrslu sina rólega og af frjálsum vilja. Hann gerði enga athugasemd við það, þegar Sutton og einkennisbúinn lögreglu- þjónn tóku hann og leiddu hann út, heldur tók því með kuldalegum virðuleik. Bill Williams varð eftir — til þess að hafa tal af Konkvest. „Það eru eitt eða tvö atriði, sem ég vil biðja þig að upplýsa, ungi maður," sagði yfirforing- inn hranalega. „Við sleppum ástæðunni fyirir þvi að þú flæktist í þetta mál . . .". „Þetta er svei mér vel boðið, Bill," sagði Kon- kvest þurrlega. „Þú munt sleppa því meöal ann- ars fyrir þá sök, að þú hefur ekki snefil af sönn- unum og gætir ekki kært mig hvort sem er. Vertu þessvegna ekki með nein göfugmennsku- látalæti." „Jæja, sleppum þessu. En segðu mér hvernig þú komst á slóð Cardews. Ég er talsvert sár og vonsvikinn yfir þessu, Konkvest. Mér líkar ekki, að þú sért að blanda, þér i málin — og einkan- lega þegar þú snýrð á mig, eins og núna." „Það var aðallega vegakortið," útskýrði Kon- kvest. „Ég vissi lika að likið hafði verið flutt aftur upp einhverja aðra leið en um aðalstigann. Það var aðeins ein skýring möguleg á því — bakdyrastigi. En hann var ekki í húsinu. Skrít- ið, því að öll hús byggð á mið-Viktoriutimanum hafa bakdyrastiga." „ViSvíkjandi vegakortinu . . . ?" „Öjá, mér fannst fremur ólíklegt að tilviljun hefði ráðið því, að vísifingur líksins benti á litla rauða krossinn. Ég símaði þessvegna til Fíu að koma með bílinn. Eftir að ég fór frá þér, ókum við til Vestur-Kensington. 1 Gravelstræti fundum við hús með eirþynnu á hurðinni, sem á stóð J. W. Trent, M.D." „Þú átt við að Cardew hafi haft læknisstofu þarna, og þegar hann fór þaðan, hafi þessi Trent keypt læknisstarfið." „Þannig- virtist mér liggja í málinu, og ég ætlaði að spyr'jast fyrir um þetta. En þegar ég skoðaði nafnspjaldið betur, losnaði ég við alla fyrirhöfn í þvi efni. Trent hafði nefnilega ekki hirt um að fá sér nýja eirþynnu, heldur látið má. nafn fyrirrennara síns af þynnunni og grafa sitt nafn á í staðinn. En sá sem verkið vann hafði ekki vandað það betur en svo, að nafn Cardews var enn sýnilegt, ef vel var aðgætt. Jæja, Bill, Ólífant hafði reynt að ljóstra upp nafni morð- ingja síns í andarslitunum. Cardew hafði átt þarna heima, — og það var það eina sem Ólífant gat." „Þú heldur þá að hann hafi gert þetta viljandi, á viðskilnaðarstundinni?" „Ég held að hreyfing handarinnar hafi verið meira eða minna ósjálfráð. Hann fann prjóninn ganga á hol og skildist um leið að þetta yrði bani sinn; uppdrátturinn var útbreiddur undir hönd hans. Eflaust hefur hann sett krossinn þarna, fyrir mörgum árum og höndin hvarflað að merkinu í ofboði síðustu augnablikanna. Undar- legt, þegar maður hugsar um þetta. Cardew undirritaði í raun réttri dauðadóm sinn með því að setja uppdráttinn á skrifborðið." „Og hann setti hann þar tvisvar," sagði Will- iams hugsandi. „Hann hagræddi jafnvel hönd líks- ins svo, að fingurinn benti á krossinn. Hvað get- urðu hugsað þér heimskulegra . . ." „Það hefði verið heimskulegt, ef hann hefði hugsað nokkuð," tók Norman fram í. „En dettur þér i hug að Cardew, i þvi hugarástandi sem hann var, skjálfandi eins og marglitta, hafi haft hugs- un á að líta nánar á uppdráttinn? Hugur hans snerist aðeins um einn hlut, að setja líkið í ná- kvæmlega sömu stellingar og áður. Ég býst helzt við að hann hafi ekki tekið eftir merkinu. Þetta sýnir bara hvernig morðingja getur sézt yfir ber- sýnilega veilu. Jæja, við eyðum tímanum til einskis. Ég ætla að láta Píu tala við Bobby litlu." „Ómögulegt i kvöld," sagði Williams. „Hún er enn í yfirliði." „Þú heldur það," sagði Konkvest. Hann rétti konu sinni höndina og leiddi hana til dyra. „Það er kominn tími til að einhver láti hana vita að hún er ekki lengur undir neinum grun." „Frú Beeding er hjá henni," sagði Williams. „Hún varð ógurlega skelkuð og það geta liðið' nokkrir dagar, áður en hún getur . . ." „Þú ert hlægilega auðtrúa, Bill," tók Kon- kvest fram í. „Hún vaknar fljótt til meðvit- undar, þegar hún fær þessar góðu fréttir. Af lögreglumanni að vera ertu skemmtilega laus við tortryggni." „Hamingjan góða! Ætlarðu að segja mér að stúlkan hafi gert sér þetta upp." „Athugaðu hlutina. Hvernig átti hún annars að komast hjá að svara heimskulegum spurning- um ykkar? Ég gaf henni nákvæmar fyrirskip- anir áður en ég fór frá henni . . . En hvað er að sakast um það?" „Mig hefði átt að gruna þetta!" hreytti yfir- foringinn út úr sér. „Allt, sem þú ert bendlað- ur við er gagnsýrt af brellum þinum og brögð- um. Svo þér hefur tekist að smita þessa ungu stúlku með hátterni þínu." Konkvest stanzaði í dyrunum. „Ef þig vantar fleiri brögð og brellur, Bill, þá bíddu dálítið," sagði hann glettnislega. „Þú hefur ekki séð neitt verulegt enn. Ég er varla byrjaður. Viðureignin við Myrka Matthew var aðeins fyrsti áfanginn. Fyrir aðstoð Cardews gekk þetta eins og í sögu." „Ertu ekki ánægður? Fórnarlamb þitt, sem átti að verða, er dautt. Hvers fleira óskarðu?" „Jæja, ég býst við að þetta megi teljast yfir- leitt viðunnandi," viðurkenndi Norman. „Bobby litla fær peninga gamla skrökksins og það mun ekkert ama að henni héðanífrá." „Hæ, bíddu augnablik," sagði Williams höstug- lega. „Hvað varstu að segja? Mér líkar ekki það sem þú gefur í s'kyn . . . Ég hef ekki gleymt því sem þú sagðir um Everdon lávarð. Taktu eftir, Konkvest! Ef þú ætlar að hafa einhverjar brell- ur í frammi við Everdon lávarð, þá skaltu gæta þín vel. Ég kæri mig ekkert um að lenda í ein- hverjum vandræðum út af þér . . ." „Það er tvennt, og oft óiíkt, vinur, hvers mað- ur óskar og hvað maður fær," sagði Konkvest glaðlega. „Og vertu ekki með þessi ólíkindalæti. Þú mundir fagna því ef Everdon yrði fyrir barð- inu á örlögunum. Hamingjan góða! Hefurðu ekki heyrt um síðustu afrek hans? Hann hefur safn- að um sig flokki samkvæmisuppskafninga og labbakúta — að hætti Félagsskaps Gáfaðra ung- menna fyrr á dögum —• og þeir eru að setja allt á annan endann." „Á meðan þeir brjóta ekki lögin, getum við ekkert gert." „Ég viðurkenni, að þið getið ekkert. En ég get samt gert dálitið." „Það er það, sem ég óttast." „Óttastu ekkert, Bill, ég ætla ekki að fara eins með lávarðinn og ég ætlaði að fara meS Myrka Matthew. Ónei, — ég fer hægara að honum og með meiri slóttugheitum. Ég var að minnast á þessa uppskafninga . . . það er sérstaklega einn þeirra, — sá versti þeirra allra, — sem mun leika stórt hlutverk i fyrirætlun minni. Það er skafinn og heflaður þrjótur, sem er í miklu vinfengi við Everdon i augnablikinu. Hann heitir Rudolf von Haupt, barón. Kannastu nokkuð við hann?" ,,Ég þekki hann af afspurn; veit að hann er mikið með Everdon. Ég hef séð nafn hans í blöð- um samkvæmisfólksins," sagði Williams. „1 guða bænum, gáðu að þér, Konkvest. Við viljum

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.