Vikan


Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 21, 1952 Sue þakkaði fyrir. Um leið og hún lagði tólið á, kom Karólína inn. ,,Var það ekki Kamilla Duval, sem ók í burtu?" sagði hún. „Hvað vildi hún." Síminn. hringdi, meðan Sue hugsaði í flýti um, hve mikið hún ætti að segja Karólínu. Sann- leikurinn yrði of mikið áfall fyrir hana. Sue tók símann — það var Wat — „Er frænka þín þarna? Má ég tala við hana, Sue?" Hún rétti Karólínu heyrnartólið og hlustaði með öðru eyranu, meðan hún hugsaði um Kamillu. Hún heyrði, að Karólína mótmælti einhverju, en Wat sannfærði hana og hún skildi, að rætt var um lok veiðitímans. Karólina lagði tólið á og sagði við Sue: „Veiztu nú bara." „Hvað vildi hann?" Karólína strauk hárið reiðilega og það var ákveðinn glampi í augum hennar: „Ég held að hann hafi rétt fyrir sér að vissu leyti," sagði hún, „með tilliti til veiðanna og veiðidansleiks- ins. Hann ætlar að stjórna sjálfur." „Það er líkt Wat," sagði Sue. „Honum og Ruby finnst að hann eigi að gera þetta, eftir því sem hann sagði, af því þau hafa verið hér lengst og eiga þetta stóra hús og . . . hann vill gjarnan, að við tökum öll þátt i veið- unum á morgun. Það eru siðustu veiðar ársins . . ." sagði Karólína angurvær og Sue sagði: „Já, þú sleppir aldrei síðustu veiðunum eða veiði- dansleiknum." ,,En, ég . . . ja, ég veit ekki vel, hvað við eigum að gera. Ef til vill hefur hann rétt fyrir sér. Hann segir að við eigum öll að vera með, til að sýna fólki . . . til að sýna okkur. Hann sagði að þetta væri sálrænt, en ég held ekki, að Wat Luddington skilji þetta. En það er ef til vill skynsamlegt af okkur að sýna fólki, að við erum ekki hrædd við neitt sem, lögreglan . . . við neitt," Karólína hætti og leit áhyggjufull á Sue. „Ef til vill hefur hann rétt fyrir sér. Hann sagðist auðvitað þurfa á aðstoð minni og áhrif- um að halda." Hún brosti dálítið þvingandi og bætti við. „Það er skoðun mín, að það væri rangt af okkur að fara ekki, Sue. Það er að segja, auvitað syrgjum við dr. Luddington Qg — Wat finnst líka, að það hafi betri áhrif, ef við förum — ekki svo að skilja að ég kæri mig hið minnsta um að vekja eftirtekt," sagði Karólína æst. „en ég vil að minnsta kosti heldur berjast en fela mig. „Við höfum enga ástæðu til að fela okkur." Woody, sem kom inn, samþykkti þetta. Sue hlustaði á samræður þeirra og ákvörðun um að fara, hún heyrði að Karólína hringdi til Wat og sagði, eftir að hafa lagt heyrnartólið á, að Wat hefði sagt, að Ruby hefði selt Rokking, fræga veiðihestinn sinn." „Rokking, hvers vegna gerði hún það?" spurði Woody steinhissa, ,,en hann er ótrúlega góður stökkvari. Þau gátu varla byggt nógu haar grind- ur fyrir hann." „Ruby vildí hann ekki," sagði Karólína, „hún sagðist ekki geta treyst honum," „Það væri gamán að vita, hve mikið hún hef- ur fengið fyrir hann," sagði Woody og Sue heyrði þau ræða þetta, ánægð yfir að hafa fengið hvers- dagslegt og hættulaust umræðuefni. Hún óskaði þess aðeins, að þau færu inn í hina stofuna, svo hún gæti talað ein við Pitz. Eftir hest Rubys töluðu þau um, að Wat ætl- aði að stjórna og að Ruby vildi áreiðanlega — ef þau þekktu hana rétt — að Wat kæmi fram eins og „stjórnandlnn með fallegu konuna " eins og Woody komst að orði. „Mér þætti gaman að vita hvernig hann fer að þvi, að sameina slíkt frægð sinni sem stjórnmálamaður. Annað hvort ætti að veita einum manni nóg að gera." Þvi næst ræddu þau einstök atriði í Dobberly- veiðunum og svo kom Krisy og sagði að mat- urinn væri tilbúinn áður en Sue fékk tækifæri til að hringja til Fitz. Hún var viss um að hann myndi koma um kvöldið, þó ekki væri til annars en að fullvissa sig um, að hún héldi varúðarregl- urnar gegn óvelkomnum næturgestum. Þegar þau sátu aftur inni í stofu Karólínu, þar sem síminn var, og drukku kaffi, var orðið aldimmt. Woody sat og skrifaði nöfn á lista Karólínu. Sue gæti riðið Jeremy, sagði hann. Jeremy gamli væri traustur og alls ekki nærri eins slæmur í fætinum og hann léti, — það væri aðeins til að vekja -eftirtekt. Karólína riði auð- vitað Geneval. Hann ætlaði sjálfur að fá hest að láni hjá Wat, þau þyrftu áreiðanlega ekki nema einn hest, nema þetta yrði mjög langt hlaup. Glugginn stóð opinn, svo þau heyrðu greinilega, þegar Jeremy fór að sparka. Systir Britches þaut svo hratt undan legu- bekknum og fram í anddyrið, að hún rann eftir gólfinu. Karólína hljóp fram að hurðinni, en Woody hrópaði um leið og hann hljóp upp stig- ann. „Bíðið þið." Woody kom aftur niður með skammbyssu í hendinni. „Vertu kyrr hérna, Sue," kallaði hann „þú mátt ekki fara út." Hann hvarf út um bakdyrnar og Karólína og Systir Britches á eftir honum. Skyndilega hætti hávaðinn. Rödd Woodys sagði eitthvað um ljósið. Hún gekk út að glugganum og horfði á ljósið í hesthúsinu bak við runnana. Allt í einu varð allt hljótt, svo aðeins heyrðist daufur kliður af uppþvotti Krisyar. Kyrrðin var róandi, en Sue hefði heldur vilj- að vera þarna úti til að róa Jeremy og fá að vita hvað hefði gert hann svona hræddan. Ef einhver væri í hesthúsinu eða nágrenni þess hlytu þau að hafa fundið hann. Annars væri Systir Britches ekki svona róleg núna. Samt sem áður fór hún ekki út, heldur tók símann og hringdi í Fitz. Það var Jason, sem svaraði. Rödd hans var skræk og titrandi. „Hvað er að, Jason?" spurði hún hrædd. Hann þekkti rödd hennar. „Ungfrú Sue — ung- frú Sue," sagði hann. „Já, Jason, hvað hefur komið fyrir?" „Ungfrú Sue — hann er fundinn." „Fundinn?" „Hesthúshirðirinn." „Hest . . ." „Sam Bronson, hesthúshirðirinn á Duvalsetr- inu. Hann var skotinn — gegnum höfuðið. 1 Luddington-skóginum, og það hefur gerzt fyrir tveim til þrem dögum." „Jason . . ." allt snerist fyrir augum hennar, „hefur nokkuð komið fyrir Fitz." „Nei, Sue, hann er hjá Luddington." „Viljið þér segja honum, að ég hafi hringt," sagði hún um leið og hún lagði niður tólið og sneri sér að dyrunum. Um leið gekk einhver til hliðar úti í anddyr- inu, úr augsýn hennar. Krisy missti glas frammi í búrinu. Það heyrð- ist brotna. Ekkert hljóð kom frá hesthúsinu, íuruskóginum eða innan úr húsinu. 19. KAFLI. Hana langaði til að æpa. Karólína og Woddy voru úti í hesthúsinu. Þau hlytu að heyra til hennar í þessari kyrrð. En voru þau enn í hest- húsinu? Þaðan heyrðist ekkert hljóð. Síminn! Það tæki of langan tíma. Nei, fara fram, hugsaði hún, sjá hver er í anddyrinu — hver hafði beðið úti í Furuskógi. Hversvegna beið hann i anddyrinu? Krisy var inni, en hún myndi áreiðanlega ekki heyra til hennar. Hún fann fremur en heyrð'i smáhreyfingar frammi. Hvað var hann að gera? Svo heyrði hún hljóð. Það var undarlegt hljóð. Það var eins og smáhögg á vegginn. Það minnti dálítið á keyri Kamillu, þegar hún sló því í stigvélin. Hún ætlaði ekki að standa þarna eins og hund- elt dýr, stíf og hreyfingarlaus, í von um að sjást ekki. Hann hafði séð hana. Hann vissi að hún var þarna inni. Skyndilega opnaði Krisy dyrnar á búrinu og kom inn í borðstofuna með bakka fullan af glamrandi silfri. Heyrði hún eða heyrði hún ekki smellinn í gömlu hurðinni? Krisy yrði að kveikja ljós til að ganga frá silfrinu. Og ef hún kveikti ljós, hvað mundi hann þá gera? Sue æpti. Það kom alveg óvænt, af ótta við hvað kæmi fyrir Krisy. Krisy missti bakkann á gólfið og Efst: Hamadryas-apinn er heimsins mesti þvaðrari. — Neðst til vinstri: Hvernig er kóngulóin gagnleg fyrir manninn? Hún eyðir sjúkdómum, sem berast með skordýrum. ¦— Neðst til hægri: Hæzta hótel í Evrópu er fjallahótel í Jungfraujoch í Sviss. Það er byggt á mjög ótryggum klett- um, 11.340 fet yfir sjávarmál.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.