Vikan


Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 21, 1952 Bjá hinn ríka konung . og- skjöld við hlið. Til hægri sést gröf með leg- steini og krossi upp af til hægri, en ljónið ligg- ur í dauðateygjum á gröfinni. A legsteininum stendur þetta: (se in) rikia konung: her grafin (e)r va dreka þæna, (sjáhinn ríka konung hér grafinn, er vá dreka þenna). (Stuðzt við lýsingu Björns M. Olsens í Arbók 1884—85). Frá þessari sögu er sagt m. a. í Ivents sögu Ártúskappa: „Herra Ivent ríður nú, þar til er hann kom í einn djúpan dal og þykkvan skóg. Hann heyrði hörmulegt óp og læti. Hann stefndi þegar þangað. Hann sá þá eitt mikið león þar í hrísinu og einn orm, er hélt um hala hans og brenndi hann af eitrinu og eldi, er hann blés á hann, svo að lendar leónsins sviðnuðu og brunnu af eitri og eldi ormsins. Sem herra Ivent sá þenna hinn kynlega hlut, þá hugsaði hann með sér, hvorum þeirra hann skyldi við hjálpa. Hann sté nú af hesti sínum og batt hann, að ekki skyldi ormurinn ná honum. Hann brá þá sverði sínu og huldi sig skildinum, að ekki skyldi eldurinn gera honum mein. En ormurinn blés úr kjöftum sínum, er svo voru miklir sem ofns munni. En hversu þeir leó skipta með sér, þá vill hann nú hjálpa honum, því að hann undirstóð, að leó æpti á hann til hjálpar. Hann höggur þá sundur orminn í miðju og síðan í sundur í smástykki, og er leó verður laus, þá hugði herra Ivent, að hann mundi vilja hlaupa á hann, og bjóst að HURÐIN er talin vera frá kirkju á Valþjófs- stað, og smíðuð um 1200—1225. Aðrir hafa talið hiana frá gömlum skála, sem stóð langt fram á 18. ¦öld. Hún er úr rauðleitum barrviði, og á henni zmiðri stór hringur og smellt í silfri. I neðri kringlunni er mynd af 4 drekum, sem vindast hver um annan, og snúa. höfuðin út á við og bíta í sporð sér. Hver dreki hefur tvo vængi, gagnvart vængjunum eru tveir fætur og mætast allir fæturnir á miðri myndinni og vefj- ast hver um annan. Svona ormahnútar eru einkennandi fyrir Norð- urlönd, og nokkuð líkt þessu finnst snemma á tímum hjá Irum. 1 efri hringnum erú tvær myndir, önnur að ofan, hin að neðan. Þverstrik skiptir. Neðan við það er dreki, likur þeim, sem er í neðri kringl- unni, með tvo vængi og tvo fætur. Sporður drek- ans vefst utan um aftari part ljóns, sem drek- inn hefur hremmt, en þarna er llka riddari með hjálm, skjöld og sverð á hestbaki, og rekur hann sverðið gegnum orminn miðjan og bjargar ljón- inu. Undir kvið drekans sést iítið tré, sem sýnir, að þetta fer fram úti í skógi, og til hægri vex upp stórt tré, sem vefur sig utan um hálsinn á orminum, svo að hann getur ekki snúið sér við til að bíta riddarann, og úr þessu tré neðan til gengur grein, sem hringar sig utan um annan fótinn á orminum, og önnur að ofan utan um vænginn. Efst til vinstri er einnig tré, en til hægri sjást þrír litlir drekahausar, og eru það líklega ungar drekans, sem horfa á leikinn úr híði hans. Fyrir ofan flýgur haukur riddarans. Ofan við þverstrikið skiptist myndin í tvennt. Fyrir miðju sést riddarinn ríða og situr haukur- inn nú á makka hestsins, en á eftir stikar ljón- ið. ÞaS bregður halanum undir kvið til að auð- sýna auðmýkt riddaranum, og gnæfir endinn á halanum upp yfir, þríklofinn líkt og trén á neðri mynd. Riddarinn heldur á blómi. Hann ber sverð verja sig. En leó snýr þegar upp á sér mag- anum og skreið að honum, sem hann vildi biðja sér friðar með tárum, og gaf sig svo í vald herra Ivent. En hann tók því glaðlega og þakkaði guði, er hann hafði sent honum þvílíka fylgd." Skurðurinn á hurðinni ber merki snillings- handa. Hvor kringlan fyrir sig hefur bersýnilega verið úthugsuð og mæld, áður en verkið var haf- ið. Óvenjulega hugkvæmni hefur þurft til að koma fyrir drekunum fjórum á neðri myndinni, það hefur engu mátt skeika. Drekarnir vindast hver um annan, jafnvel fætur þeirra og vængir, en þrátt fyrir þessa flækju, eða e. t. v. vegna hennar ríkir í myndinni óhugnanlegur kraftur. 1 neðri hluta efri kringlunnar ríkir samskonar kraftur, og hann er líka fjötraður. Ormurinn blaðrar út úr sér tungunni, drekinn vindur sér til og skýtur upp hrygg af sársauka, hesturinn er á stökki, ljónið rís upp á afturfætur; þrátt fyrir alla þessa hreyfing, öll þessi umbrot, er allt þræl- njörfað hvað af öð'ru, t. d. kemst hesturinn hvorki áfram né afturábak: hann klofar með afturfót- um yfir herðar ljónsins, og brjóst hans nemur við sverðið, sem rekið er í hrygg ormsins. Ljónið er f jötra af drekanum, drekinn af trénu, sverðs- stungunni og ljóninu, sem hann vefst utan um. Haukurinn einn flýgur uppi yfir, frjáls ferða sinna. (Hjálmar R. Bárðarson tók myndirnar). Hústrú Þórunn á stólinn STÓLL þessi er annar þeirra tveggja, sem kenndir eru við Grundarkirkju. Efst á bakinu á stólnum stendur með rúnastöfum: ,,Hústrú Þórunn á stólen, en Benedikt Narfa". Meira hef- ur ekki komizt fyrir, en vantar sennilega: ,,-son gerði hann", eða eitthvað álíka. Er talið víst, að hér sé átt við Þórunni Jónsdóttur Arasonar biskups, er bjó á Grund í Eyjafirði. Því til frekari sönnunar má benda á virðingargerð, sem samin var á Grund 1551, og eru þar tilgreindir meðal ýmissa gripa, sem Þórunn hafði afhent Grundar- kirkju „stolar iij mjer skorner". Nú þekkjast ekki nema tveir þessara stóla. Annar er i Þjóð- minjasafninu hér (sjá mynd), hinn er í Kaup- mannahöfn. Sá hefur hærri setu og mun vera ætlaður karlmanni. Og hefur Matthias Þórðarson fyrrverandi þjóðminjavörður fært sönnur á, að hann hafi Þórunn látið smíða handa Ara lög- manni, bróður sínum, á Möðrufelli, en stóllinn aldrei farið frá Grund sökum þess, hve skammt leið frá stólsmiðinni þar til Ari var liflátinn 1550. Stóllinn héXtil hlið- ar er aðallega úr birki, líklega íslenzku. Hann hefur í fyrstu verið negldur saman með trénöglum, en síðan hafa verið reknir í hann nokkrir járnnagl- ar. Ætla má? að flos- aðar eða útsaumaðar sessur haf i legið laus- ' ar á sætunum. 1 grein, sem Matthías Þórðarson ritaði í Ár- bók hins ísl. fornleifa- félags 1917 lýsti hann stól þessum nákvæm- Iega, og er hér með tek- ið . leyfi til ivitnunar: Á bakslánni efri . . . er blóm i miðju og greinar beggja vegna; hægra megin í þeim er stór dreki, en vinstra megin 2 ferfætt kynja- dýr og dreki, komið fyrir á likan hátt og i hinum stóru lykla- sylgjum frá 16. öld- inni og ö'ðru rómönsku og gömlu íslenzku myndaskrauti. Efst i slánni er sem útskorið band með upphækkuðum blómten- ingum á, en. rúnir skornar á bandið í milli. A neðri slánni miðri er kringla með mynd af ríðandi manní, með skjöld þríhyrndan í hægri hendi og brugðið sverð í vinstri. Beggja vegna er skorið blómskraut; sömuleiðis framan á stólpana, nema flétta er á hægra bakstólpa. A milli miðf jalanna í framhliðinni er sett lítið þverband og skorin á greinaflækja og mannsmynd í, en á böndin fyrir ofan og neðan eru skornar kringlur með mánaða- merkjunum i, sex á hvort i sömu röð og mánuð- urnir, og eru mánaðarheitin rist í rúnum fyrir neðan, en fyrir ofan sagt um stöðu sólar i til- svarandi mánaðarmerki, og eru þær áletranir einnig í rúnum um 3 fyrstu merkin, en í latínu- letri um hin, og allar eru áletranirnar á latínu. Er fyrst mynd vatnsberans með vatnskönnu í hendi, í 2. kringlu eru fiskarnir, í 3. hrúturinn, í 4. nautið, í 5. tvíburarnir, í 6. krabbinn, í 7. ljón- ið, í 8. mærin, í 9. metin, í 10. sporðdrekinn, í 11. bogmaðurinn (sem kentár), og loks í 12. kringlu steingeitarhafurinn. >

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.