Vikan


Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 21, 1952 Presturinn í Kykynjan Framhald af bls. Jf. ir mínir — Koq-Galline, sem drakk sig fullan og lústkraði oft á vesalings Clairon. Ég sá Pascal Doigt-de-Paix, sem bjó til olíuna sína úr olífunum hans Juliens. Ég sá korntínslukonuna Babet, sem kastaði heilmiklu í strábindin, til að vera fljótari, þegar hún var við korntínsluna. Ég sá Grapasi gamla, sem bar svo vel á hjólin á hjólbörunum sínum. Og Dauphine, sem seldi vatnið úr brunninum sínum svo dýrt. Og krypplinginn, sem hljóp leiðar sinn- ar með húfuna á höfðinu, og pípuna í mun'ninum þegar hann sá guðræknissvip- inn á mér . . . og reigði sig eins og Arta- ban . . . alveg eins og hann hefði mætt hundi. Og Coulau með Settu sinni, og Jak, Pierre og Toni . . ." Hrærðir og náfölir skulfu áheyrendur við að sjá, inni í opnu Helvíti, föður sinn eða móður, ömmu sína eða systur . . . ,,Þið sjáið það sjálfir, bræður mínir," hélt síra Marteinn áfram, „þið sjáið það sjálf, að við svo búið má ekki standa. Ég er sálusorgari ykkar og ég vil, ég vil bjarga ykkur frá glötuninni, sem þið eruð öll að steypa ykkur í. Á morgun ætla ég að hefjast handa, ekki degi seinna en á morgun. Og mig mun ekki skorta verk- efni. Og svona ætla ég að fara að. Það verður að hafa reglu á hlutunum til að allt fari vel fram. Eg tek eina röðina eftir aðra eins og á páskunum, þegar dansað er. Á morgun, mánudag, tek ég gamla menn og konur til skrifta. Á þriðjudaginn tek ég börnin. Það hefði ég gert fljótlega. A miðvikudaginn tek ég piltana og stúlkurnar. Það getur tekið langan tíma. A fimmtudaginn tek ég karlmennina. Þá förum við fljótt yfir sögu. Á föstudaginn tek ég konurnar. Þá segi ég:' Ekkert þvaður. Á laugardaginn tek ég malarann . . . Einn dagur er ekki of mikið fyrir hann einan . . . Á sunnudaginn verður það búið og við verðum öll hamingjusöm. Sjáið þið til, börnin mín, þegar kornið er þroskað verður að slá það. Hér höfum við heilmikið af óhreinu líni, það verður að Jpvo það og þvo það vel. Eg vil ykkur allt hið bezta. Amen!" Og það varð eins og presturinn sagði. Menn þvoðu línið. Og síðan þennan eftirminnilega sunnu- dag, finnst Iyktin af ilmandi dyggðum Kykynjanbúa tíu þorp í burtu. Og góði presturinn síra Marteinn varð hamingjusamur og harðánægður, og hann dreymdi eina nóttina, að hann gengi með alla hjörð sína í dýrðlegri skrúðgöngu, með logandi kerti, sveipaður reyknum af ilmandi reykelsum og með barnakór syngj- andi Te Deum, hinn upplýsta veg til borg- ar Guðs. Þetta var sagan um prestinn í Kykynj- an, eins og betlarinn í Roumanille skipaði mér að segja ykkur hana. Hann hafði sjálfur heyrt hana hjá félaga sínum. Svar við mannlýsingu á bls. 4: Hlöðvir Frakkakonungur. í Mágus sögu jarls. 624. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. halda til. — 4. bunu. — 8. ljósgjafi. — 12. goð. — 13. fanga- mark sambands. — 14. Iéleg vinnubrögð. — 15. ferð. — 16. óráð. — 18. heyrðist hljóð. — 20. jurt. — 21. ögn. — 23. algeng skammstöfun. — 24. for. — 26. snakkinn. — 30. þrír eins. — 32. ílát. — 33. forskeyti. — 34. hugarfar. — 36. danskt blað. — 38. stygglyndi. — 40. topp. 41. dropi. — 42. á iláti. —¦ 46. fuglinum. — 49. greinir. — 50. skyld- menni. — 51. gufu. — 52. elska. — 53. leiknin. — 57. ílát. — 58. lærði. — 59. vindur. — 62. púkar. — 64. kven- mannsnafn. — 66. missa. — 68. ákveð. — 69. hreinsun. — 70. fjör. — 71. ber. — 72. lengdar- eining. — 73. gangur- inn. — 74. hreyfast. Lóðrétt skýring: 1. ögn. — 2. lélegur. — 3. umbúðir. — 4. þrír eins. — 5. skeið. — 6. óvissra. — 7. grænmeti. — 9. nagdýr. — 10. blundur. — 11. fuglar. — 17. bók. — 19. latnesk kveðja. — 20. hjálpar- sögn. — 22. utan við sig. — 24*. bjargræðistímar. — 25. upphrópun. — 27. fugl. — 28. vesæl. ¦— 29. fornafn. — 30. mat. — 31. deyja. — 34. þjónustustúlka. — 35. afstaðin. — 37. dulu. — 39. litu. — 43. gælunafn. — 44. eldfæri. — 45. athugaði. — 46. matur. — 47. bók. — 48. þrír eins. — 53. hópur. —, 54. forfeður. — 55. gagn. — 56. kvenmannsnafn. — 57. mannsnafn. — 60. óvildarhugur. — 61. kona. — 63. dans. — 64. fæðu. — 65. friður. — 67. lítill maður. Lausn á 623. krossgátu Vikunnar. Ldrétt: 1. sendling. — 6. eitrum. ¦— 9. eiði. — 10. nös. — 11. rass. — 13. gikkur. ¦—• 15. traust- ar. — 17. ata. — 18. ekil. — 20. ræðari. — 24. yrkir. — 25. fórnir. — 27. kúst. — 29. sauma. — 31. vista. — 32. Inga. — 33. teitin. — 35. grasi. — 37. angrar. — 40. flak. — 41. kná. ¦—¦ 43. agnfiski. — 46. nauðir. — 48. aura. — 49. tað. — 50. tönn. — 51. auðæfa. — 52. sinugrár. Lóðrétt: 1. sangur. — 2. nestið.----3. líra. — 4. ness. — 5. gista. — 6. eigrar. — 7. rok. — 8. marglita. — 12. ausir. — 14. kveiking. — 16. atyrði. — 19. krús. — 21. æran. — 22. afmark- að. — 23. róa. — 26. nýting. — 28. stia. — 29. sinfónía. — 30. ugga. — 31. vin. — 34. tapir. — 36. skarta. — 38. reitur. — 39. Rauður. —¦ 42. ánast. — 44. funi. —¦ 45. Sabu. — 47. urð. Svör við „Veiztu —?" á bls. 4: 1. Snúningur tunglsins um öxul sinn fellur saman við snúning þess um jörðina. Sérhver afstoðubreyting okkar á jörðinni hefur í för með sér breytingu á útliti tunglsins, unz suður af hvarfbaugnum syðra virðist „mað- urinn í tunglinu" standa á höfði. 2. Hann er írskur og heitir Joseph Tomelty. 3. Nefdýrið. 4. Setja allt á sinn stað, laga til. 5. Fótur. 6. Ralph Johnson Bunch. 7. 1 Síkagó árið 1905. 8. Sósíaldemókratar. 9. Danskur myndhöggvari. 10. Jón Ólafsson gaf það út á árunum 1868— 1870. 137.000 Evrópumenn flytja út í ár. Ný nefnd hefur tekið við starfi IRO. Eftir að Albjóða flóttamannastofnunin IRO var lögð niður, var stofnuð sérstök alþjóðanefnd til þess að sjá um útflutning flóttamanna frá Evrópu. Eftir eins mánaðar starf hefur nefndin þegar sent 9629 manns til annarra landa. Mestmegnis er hér um að ræða fólk, sem ekki var hægt að senda af stað áður en Plóttamanna- stofnunin var lögð niður, en nokkuð hefur einnig verið flutt af venjulegum útflytjendum. Nokkrar tölur gefa glögga mynd af því mikla starfi, sem unnið er í flóttamannamiðstöðvum Evrópu. Prá Þýzkalandi voru sendir 3828 manns, frá Austurríki 1255, frá Italíu 271, frá Trieste 208 og frá öðrum löndum 149 manns. Til Ástralíu fóru 1079 útflytjendur frá Þýzka- landi. Bandaríkin eru ennþá það land, sem skotið hefur skjólhúsi yfir flesta útflytjendur, eða sam- tals 7091 manns, sem fengið hafa nú heimili þar. Til Ástrallu fóru 1356, til Brasilíu 1000, til Kan- ada og annarra landa 182. Þessar tölur ná að- eins til útflytjenda á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Kvikmyndaleikkonan Brenda Hogan. Myndin er af kvikmyndaleikkonunni Brendu Hogan: Hún leikur unga konu í brúðkaupsferS í Winter Cruise, sem er í kvikmyndinni Encore eftir Somerset Maugham. Sjálf kom hún fyrir skömmu heim úr brúðkaupsferð sinni. Hún er gift Donald Houston.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.